Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 43 ALDARMINNING Ég ætla að minnast aðeins frænda míns og uppeldisafa, Þor- gríms Hermannsson- ar, en hann hefði orð- ið 100 ára í dag, 14. desember 2006. Hann andaðist hinn 19. mars 1998. Hann fæddist á Fjalli í Kolbeinsdal, sonur Hermanns Þorkels Þorlákssonar og Önnu Kristínar Unu Þorgrímsdóttur. Hann var yngstur af fjórum systkinum er komust á legg. Elstur var Steinn, samfeðra, næst í röðinni var Jónína Ólöf, og svo El- ín. Þorgrímur bjó síðan á ýmsum stöðum en lengstan hluta ævi sinn- ar bjó hann á Hofsósi í Skagafirði. Hann eignaðist ekki sjálfur börn en ól upp ásamt móður sinni, Önnu Kristínu Unu, systkinin Jón Guð- mundsson og Báru Vilhjálmsdóttur, einnig son Báru, Una Pétursson. Fljótlega kom í ljós að honum var margt til lista lagt, hann var út- gerðarmaður, skipstjóri og báta- smiður, en það stundaði hann með sjómennskunni þar til hann hætti henni og kom alfarið í land og ein- beitti sér eingöngu að bátasmíði. Hann smíðaði um hundrað báta, að- allega einn en einnig smíðaði hann í samstarfi við Birgir Þórhallsson á Akureyri nokkra báta þar. Til marks um gæði bátanna þá hefur enginn þeirra farist en þó hafa þeir týnt töl- unni vegna aldurs og úreldingar. Síðustu árin endaði hann á því að smíða bátalíkön sem eru ná- kvæm eftirmynd af þeim bátum sem hann hafði smíðað upphaf- lega og prýða þessi líkön margt heimilið. Ég á tvö líkön eftir hann sem ég met mjög mikils. Hofsós væri ekki eins og hann er í dag ef Þorgríms hefði ekki notið við, því hann tók þátt í að leggja rafmagn í fyrstu húsin og keyra fyrstu ljósavélina. Margur útgerð- armaðurinn eignaðist sinn fyrsta bát eftir Þorgrím og margur sjó- maðurinn hóf sinn sjómannsferil hjá honum, hann var bæði fengsæll og farsæll skipstjóri sem fór oft ótroðnar slóðir. Veiðimaður á fugl var hann einn- ig líka á sínum yngri árum, bæði á fleka og með byssu. Ein frægasta byssa sem hann átti er kennd við Jón Ósmann, en hún er nú á minja- safninu í Glaumbæ í Skagafirði. Byssu þessa gaf hann mér nokkr- um árum áður en hann féll frá og hef ég leyft henni að vera þar til varðveislu. Á síðustu árum sínum kom hann aðeins að útgerð með mér, hann að- stoðaði mig t.d. við að koma mér upp grásleppuúthaldi og einnig við að breyta bát mínum, Svölunni SK 37, þannig að hún væri öruggari til sjósóknar. Gaman hafði ég af því að hann hringdi um borð á hverjum degi til að spyrja mig frétta af fisk- iríi og hvort ég væri nokkuð með netin á óhæfu. Einn minnisstæðasti dagur hjá Þorgrími var 19. mars. Þennan dag árið 1942 fæddist faðir minn, Uni Pétursson, en það ár kom stór þorskganga inn fyrir Hofsós og var það í fyrsta sinn á hans sjómannsferli sem svo snemma gekk fiskur inn á fjörð. Varð honum tíðrætt um þetta atvik. Svo 56 árum síðar andast hann á þessum degi. Hann sagði mér að hann myndi sigla fullum seglum af þessu til- verustigi og að hann hefði skips- pláss fyrir mig á Berghildi, þegar að því kæmi að við hittumst á ný. Er það þá von mín að höfuðáttirnar gefi okkur góðan byr á fengsæl fiskimið. Guð blessi minninguna. Þorgrímur Ómar Unason. Þorgrímur Hermannsson Tómstundir Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Steypusögun. Steypusögun, vél- slípun, múrverk, flísalagnir, anhydrit ílagnir, slípum skemmd gólf, vönduð vinna. Sími 891 9193/892 5309. Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Fjarstýrðir leikfanga bílar í miklu úrvali. Verð frá 1.650. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600 www.tomstundahusid.is EUROCONFORTO HEILSUSKÓRNIR HAFA SLEGIÐ Í GEGN Á ÍSLANDI Hlý og þægileg jólagjöf. 12 fallegir litir. St. 35-43. Verð: 4.400 kr. Útsölustaðir: Valmiki Kringlunni, Euroskór Firðinum - B-Young Lauga- vegi - Nína Akranesi - Mössubúð Akureyri - Heimahornið Stykkishólmi - Töff föt Húsavík - Kóda Keflavík. H Hárspangir og hárbönd Verð frá kr. 290. Langar hálsfestar frá kr. 690. Skarthúsið, Laugavegi 12 sími 562 2466 INNIGALLAR Bómullar- og velúrgallar fyrir konur á öllum aldri. SNYRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆSIBÆ. Sími 568 5170. Jólagjöfin hennar Pilgrim skartgripir í miklu úrvali. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Jólarósin - Jólastellið í ár Vönduð gjafavara Verslunin Rangá sf., Skipasundi 56, sími 553 3402 Jólasveinaþjónusta Vantar þig jólasvein? Við komum í heimahús, jólaböll, húsfélög og aðrar samkomur. Margra ára reynsla. Upplýsingar í síma 820 7378. Járnmódel bílar í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600 www.tomstundahusid.is Tilboð! Glæsilegir dúkar fyrir jólin. Þvottahús A. Smith ehf., sími 551 7140. www.dukar.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomnar nýjar vörur. Toppar – blússur – sjöl. Góðar jólagjafir. Vandaðir kuldaskór á dömur úr mjög góðu leðri, gæruskinnsfóðraðir og með innleggi. Stærðir 36- 42. Verð 8.500 og 9.500. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Ath. Fram að jólum verður verslunin opin: virka daga 10-18 laugardaga 10-16 Þorláksmessu 10-20 Lokað á sunnudögum Verslunin hættir. Allar vörur eru með 30% afslætti. Helgi Guðmundsson úrsmiður, Laugavegi 82. Sími 552 2750. Persónuleg jólakort 580 7820 Bátar 30 rúmlesta skipstjórnarnám. Fjarnám við Framhaldsskólann í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Skráning á vefn- um www.fas.is og í síma 470 8070. Umsóknarfrestur til 18. janúar. Bílar VERÐHRUN Á BÍLUM! Nýjir og nýlegir bílar frá öllum helstu framleiðendum allt að 30% undir markaðsverði. Veldu úr þremur milljón nýrra og nýlegra bíla í USA og Evrópu. Íslensk ábyrgð og bílalán. 30 ára traust innflutningsfyrirtæki. Fáðu betra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Námskeið Námskeið í tréskurði Fáein pláss laus í janúar nk. Hannes Flosason, sími 554 0123. www.listnam.is Grunnnám í PMC silfur- og gullsmíði 16. og 17. desember kl. 10 - 18. Innritun í síma 699 1011. Listnám.is, Súðavogur 26, Kænuvogsmegin 104 Reykjavík, sími 695 0495 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 Elsku amma Ella, það eru svo margar hlýlegar og skemmti- legar minningar sem ég á um þig. Það er gott að hlýja sér við það nú þegar þú ert farin frá okkur, búin að fá hvíld- ina þína, ég sakna þín. Ég veit að afi Stjáni tók vel á móti þér, með út- breiddan faðminn og passar þig eins og hann hefur alltaf gert. Nú þegar jólin nálgast er margs að minnast, þar sem ég var mikið hjá ykkur. Jólaboðin alltaf jafn- glæsileg og fjörug. Heita súkkulaðið sem við fífluðumst alltaf í þér með og kölluðum kakó! Lætin og fjörið alltaf mikil í jólabingóinu þar sem þú reyndir að yfirgnæfa hávaðann með tölunum sem komu upp í bin- góinu. Háholtið á stóran sess hjá mér Elín Frímannsdóttir ✝ Elín Frímanns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 5. apríl 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness 23. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 30. nóvember. þar sem þið bjugguð lengi, ég gat komið þar hvenær sem var, alltaf var ég velkomin og svo hlýlega tekið á móti mér. Ég hef alltaf verið stolt af þér og var ég svo heppin að fá ým- islegt frá þér sem þú málaðir eða heklaðir, t.d. bollann sem þú málaðir með sætri stelpu og nafn mitt á, ég var mjög montin og ég notaði hann mikið. Þegar við Bjarni kynntumst tókuð þið honum strax opnum örmum og honum þótti vænt um ykkur eins og þið væruð líka amma hans og afi. Hann hafði svo gaman af að spjalla við ykkur. Börnunum okkar tveim- ur, Tinnu og Davíð Ými, þótti ynd- islegt að koma til ömmu Ellu, þú gafst þér alltaf tíma fyrir öll börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin þín. Amma mín, við þökkum þér fyrir alla þá hlýju og væntumþykju sem þú hefur gefið okkur. Hvíl þú í friði, engillinn minn, og kysstu afa frá okkur Bjarna, Tinnu og Davíð Ými. Árný. MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.