Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 29
www.besta.is
SparCreme ræstikrem
Frábært til a› fjarlægja erfi›a bletti,
uppsöfnu› óhreinindi, fitu, gúmmíför,
kísil og sápuskánir. Notist á postulín,
keramik, ry›frítt stál ofl. Au›velt a›
skola og skilur ekki eftir himnu.
Sterling - stálhreinsiú›i
Gott á ry›frítt og bursta› stál og ál.
KLEEN - parketsápa
Fyrir tré-og parketgólf. Skilur ekki
eftir sig för e›a sápuskán á gólfum
- a›eins ferskan sítrónuilm.
NABC
Hlutlaus, sótthreinsandi
ba›herbergishreinsir.
Hentar vel til daglegra flrifa
á ba›herbergjum. Hreinsar,
sótthreinsar og ey›ir lykt.
Örtrefjahanski
Tilvalinn til afflurrkunar - gó›ur á húsgögnin,
gleri›, sjónvarpsskjáinn, rimlagardínurnar
o.m.fl. Einstaklega handhægur.
Undrasvampurinn
Gó›ur til a› ná föstum óhreinindum
eins og svörtum strikum af gólfi, kroti
af veggjum ofl. Hentar einnig vel til
a› flrífa bíla a› innan.
ERTU ME‹ fiITT
Á HREINU?
HREIN FAGMENNSKA
FRAM Í FINGURGÓMA
HJÁ BESTA
* Tilbo› gildir til jóla e›a á me›an birg›ir endast.
*
Brekkustíg 39
Njar›vík
Sími: 420 0000
Mi݇si 7
Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Grundargötu 61
Grundarfir›i
Sími: 430 0000
Su›urlandsbraut 26
Reykjavík
Sími: 510 0000
Eftir 8. desember „má“ sem-sagt byrja að skreyta jóla-tréð (þó auðvitað byrjiverslanir mun fyrr). Ítalir
eru mjög skrautglaðir og setja flestir
strax upp jólatréð sem svo stendur
fram yfir 6. jan. en þá lýkur jólunum
formlega með annarri hátíð, kenndri
við aðra kvenkyns veru, Befönu. Bef-
ana er ljót en góðhjörtuð norn sem
færir börnunum gjafir 6. jan. Segir
þjóðsagan að hún hafi verið of löt eða
þreytt á sínum tíma til að fara með
vitringunum og færa Jesúbarninu
gjafir, villst síðan ein síns liðs á leið-
inni og komið of seint að tómu fjár-
húsinu. Upp frá því leitar hún Jesú-
barnsins í hverju barni og færir þeim
gjafir.
Auk þess að skreyta jólatréð hátt
og lágt er rík hefð fyrir því að hver
fjölskylda setji upp sitt „presepio“
eða jötulíkneski, með Jesúbarninu,
Maríu mey, Jósep og fríðu föruneyti.
Sum þessara líkneskja eru gríðarstór
og taka jafnvel undir sig heilu stofu-
borðin, með ljósum og tilheyrandi. Á
hverju ári bæta menn svo e.t.v. einu
lambi, tré eða stjörnu við líkneskið.
Það var Heilagur Francesco frá Ass-
isi sem hóf jötulíkneskishefðina, en
hann varð mjög uppnuminn af ein-
faldleika jólamessanna í Betlehem
eftir heimsókn sína þangað 1222 og
fékk í kjölfarið leyfi páfa til að halda
jólamessu í helli í stað kirkju. Þakti
hann gólf hellisins með heyi, setti upp
jötu og leiddi inn húsdýr. Í þessari
einföldu umgjörð messaði hann svo
yfir fólkinu úr nágrenninu. Fyrsta
jötulíkneskið eins og við þekkum í
dag er hins vegar eftir Arnoldo di
Cambio (1283) og er til sýnis í Santa
Maria Maggiore- kirkjunni í Róm.
Truffluboð og vino novello
Jólahlaðborð eru nær óþekkt á
Ítalíu, en Ítalir eru alltaf meira og
minna í einhvers konar hlaðborðum
allt árið, slíkir vina- og fjölskyldu-
fundir aukast þó til muna á aðvent-
unni þar sem fólk er mikið á ferðinni.
Frá október fram að jólum er það svo
ljúf „skylda“ Norður-Ítala að borða
a.m.k. einu sinni einhvern rétt þar
sem hvítar trufflur koma við sögu (þá
er eggjapasta með smjöri og trufflum
efst á vinsældalistanum) og vinir og
fjölskyldur halda jafnvel truffluboð.
Annar réttur sem er ómissandi á að-
ventunni fyrir Lombardíubúa og er
auk þess þeirra stolt og yndi, er
svína- og grænkálskássan Cassoela,
sem upp á síðkastið hefur komist í
tísku að skola niður með prosecco.
Auk þess eru innbyrt ógrynnin öll af
panettone og pandorokökum og mar-
sípanávöxtum frá Sikiley. Nýja vínið,
vino novello, hið ítalska Beaujolais
nouveau er vín mánaðarins, ávaxta-
ríkt og frískandi, passlegt með nánast
hvaða mat sem er.
Fastir aðventupunktar í Mílanó
Það eru e.t.v. tveir viðburðir sem
standa uppúr sem fastir punktar í að-
ventunni hjá Mílanóbúum. Annar er
þegar kveikt er um mánaðamótin
nóvember–desember á hinu glæsi-
lega jólatré í göngugötunni Galleria
Vittorio Emanuele, sem tengir saman
Duomo-kirkjuna og La Scala óperu-
húsið. Jólatréð er kallað Swarovski-
tréð, enda skreytt hátt og lágt með
kristöllum frá Swarovski kristalfram-
leiðandanum, en stór verslun fyrir-
tækisins er einmitt bakvið tréð. Ör-
yggisverðir standa síðan allan sólar-
hringinn við tréð, því verðmæti
skrautsins eru umtalsverð.
Hinn viðburðurinn er upphaf nýs
sýningatímabils hjá La Scala óper-
unni, en frumsýning nýs árs er ætíð 7.
desember, á degi Heilags Ambrósíus-
ar, sem er verndardýrlingur borg-
arinnar. Í ár var mikið um dýrðir og
mikil eftirvænting í loftinu, því opn-
unaróperan var Aida, ein vinsælasta
ópera allra tíma. Borgaryfirvöld í
Mílanó ákváðu því að að bjóða al-
menningi upp á miða gegn vægu
verði í nokkrum leikhúsum í borginni
þar sem frumsýningunni af Scala-
óperunni var varpað í beinni útsend-
ingu upp á stór bíótjöld.
Ljósmynd/ Marco Brescia
Aðventan Upphaf nýs sýningartímabils hjá La Scala-óperunni vekur jafnan eftirvæntingu.
Aðventan á Ítalíu
Á Ítalíu miðast aðventan
við 8. desember, en þá er
Immacolata, Dagur hinn-
ar flekklausu Maríu
meyjar, segir Hanna
Friðriksdóttir, og jóla-
tréð er yfirleitt skreytt
strax þá.
Morgunblaðið/ Hanna Friðriksdóttir
Jólahefðin Jötulíkneskin tilheyra ítölsku aðventunni.