Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um einyrkjana í jólaplötu- flóðinu fyrir jólin, en þeir eru þónokkrir. » 48 tónlist Heiða Jóhannsdóttir gefur nýj- ustu mynd Lars von Trier, þar sem fjallað er um kaupglaða Ís- lendinga, fjórar stjörnur. » 51 kvikmynd Jólagleðin er greinilega í al- gleymingi en safnplatan 100 ís- lensk jólalög selst sem heitar lummur á aðventunni. » 51 tónlist Síðasti þátturinn af Sigtinu er sýndur á Skjá einum í kvöld en óvíst er um framhald Frímanns á skjánum. » 57 sjónvarp Jóhann Bjarni Kolbeinsson er ekki nógu ánægður með dag- skrána á Rás 2 milli klukkan 13 og 16. » 48 af listum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is AÐRA helgina í febrúar verður söngleikurinn Abbababb frum- sýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu, en höfundur verksins er Gunnar Hjálm- arsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Æfingar á verkinu eru þegar hafnar, en það er byggt á barnaplöt- unni Abbababb sem kom út fyrir tíu árum. „Það var enginn sérstakur söguþráður á henni þannig að ég þurfti að sníða mér stakk eftir vexti og tengja þessi lög einhvern veginn saman,“ segir Gunni. Um barna- söngleik er að ræða en Gunni segir að verkið eigi þó að höfða til allra. „Allt sem er klassískt er nú fyrir full- orðna líka, eins og til dæmis Simp- sons og margt af þessu teiknimynda- dóti sem fer í bíó. Þannig að þetta höfðar til allra og það ætti engum að leiðast á þessu.“ Vilja mynd í Moggann Hvað söguþráð verksins varðar segir Gunni hann byggðan á per- sónum úr einu lagi á plötunni Abba- babb. „Á plötunni er lag sem heitir Rauða hauskúpan, en það fjallar um þrjá krakka sem eru í leynifélagi. Verkið fjallar um þá,“ segir Gunni, en með hlutverk barnanna fara þau Jóhann G. Jóhannsson, Orri Huginn Ágústsson og Margrét Örnólfsdóttir. „Þetta gerist síðla sumars þegar krakkarnir hittast aftur eftir að hafa verið aðskilin um sumarið. Það er reyndar ekki mikið verið að hamra á því en sögusviðið er fyrir svona 20 til 30 árum. Þau eru sem sagt að hittast eftir sumarleyfi og blása lífi í starf- semi Rauðu hauskúpunnar, leyni- félags sem hefur það að markmiði að vinna einhverja hetjudáð. Þeirra æðsta markmið er að fá mynd af sér í Moggann, en þau vilja samt ekki fara tombóluleiðina,“ segir Gunni. „Svo hefst þessi leit að hetjudáð- inni, þau leita uppi glæpi og rekast á ýmislegt á leiðinni, þar á meðal á Herra rokk sem er leikinn af Sig- urjóni Kjartanssyni. Herra rokk er nýbúinn að taka við sjoppunni í hverfinu og hann verður vinur og að- stoðarmaður Rauðu hauskúpunnar,“ segir Gunni, og bætir því við að glæpasaga fléttist inn í verkið. „Já dínamítsprengjur hafa verið að hverfa úr vinnuskúr því menn hafa verið að leggja hitaveitu á svæðinu og böndin berast að rússneskum sendiráðsstarfsmönnum,“ segir hann. „Svo eru stóru strákarnir þarna líka en þeir eru agaleg ill- menni. Síðan kemur Systa sjóræn- ingi fyrir, en hún er stóra systir eins úr leynifélaginu, og svo koma líka þau Doddi draugur og Pála spá- kona.“ Lofar Prumpulaginu Gunni segir að viss boðskapur sé í verkinu, þótt ekki sé um að ræða hinn hefðbundna barnaboðskap. „Það er nú ekkert verið að hvetja til líkamsræktar eða tannburstunar. En þarna er náttúrlega bara heil- brigður boðskapur; að vera góður og að maður eigi ekki að stríða. Svo er- um við líka dálítið að bera saman líf krakka fyrir 20 til 30 árum og líf krakka í dag. Fyrir þetta löngu síðan var miklu minna um niðursoðna af- þreyingu fyrir krakkana þannig að þetta var dálítið mikið í þeirra hönd- um, að búa til skemmtun,“ segir Gunni. Sjö leikarar leika í verkinu, auk þess sem þriggja manna hljóm- sveit er ávallt á sviðinu, en hún er skipuð Birgi Baldurssyni, Elvari Geir Sævarssyni og að sjálfsögðu Dr. Gunna. Að hans sögn eru flest lögin af plötunni í verkinu. „Svo eru nokk- ur gífurlega góð ný lög sem hafa bæst við,“ segir Gunni, og lofar því að hið gríðarlega vinsæla Prumpu- lag, sem heitir reyndar Prumpufólk- ið, fái að hljóma. „Já að sjálfsögðu, það væri nú lítið gaman ef það væri ekki.“ Gunni segist ekkert hafa komið nálægt leikhúslífinu hingað til, en sér líki það hins vegar vel. „Þetta er ágætt, það er fínt að fá þessa fínu söngvara til að syngja lögin. Svo er þetta líka fínt þegar maður er orðinn leiður á að spila á Grand Rokk, þá er þetta ágætis tilbreyting,“ segir Gunni hlæjandi og útilokar ekki að hann láti frekar að sér kveða á þessu sviði í framtíðinni. „Já jafnvel, það vantar alveg svona íslenskan And- rew Lloyd Webber, ég tek það bara að mér.“ Leikstjóri verksins er María Reyndal en það er leikhópurinn Á senunni sem framleiðir. Andrew Lloyd Webber Íslands Morgunblaðið/ÞÖK Abbababb Dr. Gunni ásamt leikurum og öðrum aðstandendum sýningarinnar. Söngleikurinn Abbababb eftir Dr. Gunna settur upp í Hafnarfirði Þess má geta að aðstandendur sýningarinnar óska eftir því að fá lánuð föt og annað dót sem ein- kennir tímabilið frá 1975 til 1980. Þeir sem luma á slíku eru beðnir um að senda póst á felix@sen- an.is. |fimmtudagur|14. 12. 2006| mbl.is ... svo í borg sé leggjandi Áttu leið í bæinn? – stæði fyrir alla Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðu- mæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. Í desember verða bílahúsin opin klukkustund lengur en verslanir í miðborginni. Gleðilega aðventu! N æ st
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.