Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK Sími - 564 0000Sími - 462 3500 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. 80.000 gestir! - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir The Holiday kl. 8 og 10:30 Saw 3 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 6 Deck the Halls kl. 6 The Holiday kl. 5.10, 8 og 10:45 Casino Royale kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 14 ára Casino Royale LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 3.40 Hátíð í bæ / Deck the halls kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Borat kl. 10.20 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.40 og 8 B.i. 12 ára Skógarstríð m.ísl.tali kl. 3.40 JÓLAMYNDIN Í ÁR Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HAFIN Á MIDI.IS Now with english subtitles in Regnboginn Frábær rómantísk gamanmynd frá Nancy Meyers leikstjóra What Women Want og Something´s Gotta Give. Aðeins 500 kr. Upplestur verður í BókabúðEymundssonar, Austur- stræti, undir yfirskriftinni: Vest- firskar ástarsögur. Upplesturinn fer fram á fjórðu hæð verslunar- innar, fyrir ofan Te og kaffi, og hefst klukkan 20. Lesarar eru fjórir og geta gestir notið veit- inga frá Te og kaffi á meðan upplestri stendur. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Erlendur Þór Elvarsson tenór,Jóna Fanney Svavarsdóttir sópran, Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran og Bjarni Þór Jón- atansson píanó- og orgelleikari halda jólatónleika í Dómkirkjunni, í dag, fimmtudag 14. des kl. 21. Há- tíðleg jólalög og helgar aríur. Miðaverð: 1500/1000 kr. Eldri borgarar og öryrkjar fá 2 fyrir 1. Kaffihúsamessa verður í Safn-aðarheimili Landakirkju í dag, fimmtudaginn 14. desem- ber, kl. 20. Húsið opnað kl. 19.30. Kaffihúsakór Landakirkju syng- ur undir stjórn og undirleik Ósk- ars Sigurðssonar. Félagar í Æskulýðsfélagi Landakirkju- KFUM&K bjóða upp á kaffi og vöfflur gegn vægu styrktargjaldi í ferðasjóð sinn. Leiðtogar í Æskulýðsfélaginu lesa guðspjallið. Sr. Kristján Björnsson, leiðir bæn og annast útleggingu og blessun. Góð, notaleg stund við kertaljós og einkar fagra tónlist. Kaffihúsakórinn er stofnaður af Ósvaldi Frey Guðjónssyni og sprottinn upp úr hugmyndinni að kvöldmessu með kaffihúsaumhverfi, kertaljósum, kaffi og notalegri stemningu. Fyrstu árin flutti Tónsmíða- félag Vestmannaeyja alla tónlist undir stjórn Ósvaldar Freys og hafa margir tónlistamenn og söngvarar komið að flutningi messunnar. Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir. Tónlist Café Paris | DJ Lucky spilar soul, funk og reggae á Café Paris kl. 21.30. DOMO Bar | Á fimmtudagskvöld 14. des. kl. 21 flytur Jóel Pálsson, ásamt kvintett sínum, tónlist af nýútkomnum geisladiski sínum Varp, sem hann hlaut á dögunum tvær tilnefningar fyrir. Kvintettinn skipa auk Jóels Davíð Þór Jónsson, Hilmar Jensson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías Hemstock. Magga Stína og hljómsveit halda tónleika 15. des. Húsið opnað kl. 21, tónleikarnir hefjast kl. 22, stundvíslega. Miðar: Midi.is og við innganginn. Efnisskrá: Lögin ellefu á nýju plötunni Magga Stína syngur Meg- as, lög og textar eftir Megas – átta eldri lög þekkt í flutningi hans og þrjú ný. Dómkirkjan | Erlendur Þór Elvarsson tenór, Jóna Fanney Svavarsdóttir sópran, Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran og Bjarni Þór Jónatansson píanó- og org- elleikari halda jólatónleika í Dómkirkjunni fimmtudag 14. des kl. 21. Hátíðleg jólalög og helgar aríur. Miðaverð: 1.500/1.000 kr. Eldri borg./öryrkjar fá 2 fyrir 1. Salurinn, Kópavogi | Silver eru tónleikar með Védísi Hervöru og Seth Sharp í far- arbroddi laugardag kl. 20.30. Silver sam- anstendur af bæði íslenskum og amerísk- um dægur- og þjóðlagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást og forvitni með örlitlu jólaívafi. Miðaverð er 2.300 kr. og miðasala fer fram á ww.salurinn.is. Seltjarnarneskirkja | Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Olivers Kentish og Pavels Manásek heldur tónleika 17. des. kl. 17. Fluttur verður konsert fyrir tvær fiðlur eftir Bach og verk eftir Wag- ner og Ibert. Þá syngur Kór Seltjarnar- neskirkju jólalög. Einleikarar eru Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir. Skálholtskirkja | Skálholtskórinn heldur aðventutónleika í Skálholtskirkju laug- ardaginn 16. des. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson, ásamt Kamm- ersveit. Tónleikarnir verða tvennir: Kl. 14 og kl. 17. Aukatónleikar kl. 20.30. Miða- sala er hafin í síma 847 5057, verð 2.500 kr. Stjórnandi er Hilmar Örn. Myndlist Anima gallerí | Bjarni Sigurbjörnsson, Jón Óskar og Kristinn Már. Til 23. des. Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd- listarmaður sýnir teikningar og mynd- band á Reykjavíkurtorgi í Borg- arbókasafni, Tryggvagötu 15. Til áramóta. Nánar á www.artotek.is. Aurum | Soffía sýnir teikningar sem eru tilraun höfundar til að vinna úr sjón- rænum upplýsingum frá umhverfi og náttúru. Soffía utskrifaðist frá myndlist- ardeild LHÍ vorið 2006 og vinnur nú jöfnum höndum að teikningum, gjörn- ingum og dansi. Til 15. desember. Café 17 (verlsunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er ævintýri út af fyrir sig. Álfar og litir eru einkenni mynda Mæju. Allir velkomn- ir. Café Mílanó | Ingvar Þorvaldsson er með málverkasýningu. Sýnd eru 10 ný olíu- málverk. Sýningin stendur til áramóta. DaLí gallerí | Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir með sýningu á grafíkverkum sínum til 17. desember. DaLí gallerí er opið föstudaga og laugardaga kl. 14–18. Gallerí 100° | Sýning á myndlist í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Opið virka daga kl. 8.30–16. Gallerí Skálinn | Gallerí Skálinn, Seyð- isfirði. Garðar Eymundsson og Rúnar Loftur sýna teikningar, pastelmyndir, vatnslitamyndir og olíumyndir. Opið eftir hádegi alla daga til jóla. Gallerí Úlfur | Sigurdís Harpa Arnars- dóttir sýnir út desember. Opið virka daga 14–18. Gallery Turpentine | Jólasýning Gallery Turpentine „… eitthvað fallegt“ er sam- sýning með listamönnum gallerísins auk gesta. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson. Sýningin stendur til 18. des. Opið er sem hér segir: Þri.–fös. kl. 12–18, laug. kl. 12–16. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1.000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagni og gamni sem starfræktar voru sumrin 1988–2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safninu til lengri eða skemmri tíma. Sýningin stendur til 21. janúar. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti átta ára skólabörnum í samstarfi við Borg- arbókasafnið. Hugarheimar – Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og forma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Samsýning 20 fé- lagsmanna í íslenskri grafík. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Grafíksafn Íslands – salur Íslenskrar graf- íkur er í Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin er sölusýning og stendur til 23. desember. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“ og kemur út nú fyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg hefur fengið sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins. Hafnarborg | Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, sýnir í Sverrissal og Apóteki. Á sýning- unni verða steinleirsmyndir og verk unn- in á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista, Hafnarfirði | Ellen Bjarna- dóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. i8 | Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig, stendur nú yfir í i8 fram að jólum. Opið þri.–fös. frá 11–17 og laugardaga frá 13–17. i8 | Undir stiganum í i8 galleríi stendur yfir sýning Péturs Más Gunnarssonar Eins og að sjálfsögðu. Til 23. des. Kaffi Sólon | Elena Fitts sýnir málverk á Sólon. Verkin eru unnin með olíu á striga. Elena fæddist 1984 í Úkraínu, byrjaði að teikna mjög ung. Hún flutti til Íslands 1999 og ári síðar hóf hún að nota olíuliti. Til 5. janúar. Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í desember og janúar. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946– 2000). Sýningarlok 17. desember. Opið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Banda- ríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýningunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu röð innan hins alþjóðlega myndlistarvettvangs. Sýningin hefur farið víða um heim, m.a. til New York og Lundúna. Listasetur Lafleur | Sölusýning stendur nú yfir í Listasetri Lafleur á myndverkum Benedikts S. Lafleur. Benedikt sýnir þar myndaskúlptúra sína og glerlistaverk. Myndaskúlptúrarnir eru nýjung í myndlist þar sem þeir sameina listform á frum- legan hátt. Gestir geta notið bókakaffis Lafleur-útgáfunnar og slakað á í jóga- rými. Til 23. desember. Norræna húsið | Sýningin Exercise in To- uching, Æfing í að snerta, er opin alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýnd eru verk Borgny Svalastog sem eru unnin í ýmsa tækni. Sýningin stendur til 17. des- ember. Ófeigur listhús | Skólavörðustíg 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýn- ingin stendur til áramóta og er opin á verslunartíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir „Framköllun“ í Skaftfelli, menningar- miðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafs- dóttir sýnir vinnuteikningar; „ég missti næstum vitið“, á Vesturveggnum. www.skaftfell.is. Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóðminjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingi- mundar og Kristjáns Magnússona. Mynd- irnar fanga anda jólanna á sjöunda ára- tugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina sönnu jóla- stemningu bernsku sinnar. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýn- is þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaða- manns, ljósmyndara og ferðamálafröm- uðar. Myndirnar tók hann við störf og ferðalög á tímabilinu 1946–60. Þær eru eins og tímasneið frá miklu umbrota- skeiði í sögu þjóðarinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handaverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rannsóknum Elsu E. Guð- jónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fortíð- arinnar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stendur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 1. hæð, sýningin „… hér er hlið himinsins“ sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Til 7. jan. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is. Sími 586 8066. Landsbókasafn Íslands, Háskóla- bókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóðdeildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasögum til Íslands í gegnum ald- irnar. Sjá nánar á heimasíðu: www.lands- bokasafn.is. Sú þrá að þekkja og nema … Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rit- höfundur, þýðandi og fræðimaður, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir ber vott um. Sýningin spannar æviferil Jón- asar. www.landsbokasafn.is Upp á Sigurhæðir – Matthías Joch- umsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóð- sönginn og Skugga-Svein, en skáldprest- urinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýningin stendur yfir til 31. desember. Sjá heimasíðu safnsins, www.landsbokasafn.is. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminja- safns | Í húsnæði Seðlabankans á Kalk- ofnsvegi 1 hefur verið sett upp ný yf- irlitssýning á íslenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um hlutverk og starfsemi Seðlabanka Ís- lands. Gengið er inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeypis. Sýn- ingin er opin mán.–föst. kl. 13.30–15.30. Norska húsið í Stykkishólmi | Í Norska húsinu er jólastemningin allsráðandi og húsið skreytt hátt og lágt. Heimsókn í Norska húsið á aðventunni er sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri og ógleymanleg upplifun á aðventunni. Í krambúð hússins er jólakrambúð- arstemning og boðið er upp á heitan epladrykk og piparkökur. Til 23. des. Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl- breyttar sýningar í sölum Þjóðmenning- arhússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun, með fatalínum frá níu merkjum eða hönnuðum í samhengi við íslenska nátt- úru. Berlin Excursion, bókagerðarlist frá forlagi rithöfunda og myndlistarmanna frá Berlín. Fyrirheitna landið og Handritin að auki. staðurstund Tónlist Jólatónleikar í Dómkirkjunni Tónlist Upplestur í Austurstræti Kirkjustarf Kaffihúsamessa í Safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.