Morgunblaðið - 14.12.2006, Page 25

Morgunblaðið - 14.12.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 25 Desemberopnun: Virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 11-18, sunnud. kl. 13-17 Glæsilegt úrval jólagjafa fyrir dömur og herra Náttföt • Sloppar • Undirföt        Síðumúla 3, sími 553 7355 Nýtt kortatímabil Fyrir jólin nú kaupa Íslendingar rúm-lega 40.000 lifandi jólatré. Þær teg-undir sem eru í boði eru normanns-þinur og dálítið af fjallaþin sem eru innfluttar svo og þær íslensku: rauðgreni, sta- fafura og blágreni. Það eru ekki margir áratugir síðan að ís- lensk heimili hófu að kaupa jólatré í stórum stíl og skreyta fyrir jólin eins og nágranna- þjóðirnar. Fyrir því voru einkum tvær ástæð- ur. Í fyrsta lagi höfðu skógarnir sem landið var vaxið, á milli fjalls og fjöru, að sögn Ara fróða, að mestu horfið í aldanna rás og því ekki um auðugan garð að gresja. Í öðru lagi var það ekki fyrr en á stríðsárunum sem reglulegar samgöngur komust á milli Íslands og annarra landa. Hófst þá innflutningur á jólatrjám sem fljótlega nutu mikilla vinsælda, einkum á nor- mannsþin sem kom frá Danmörku. Á síðustu áratugum hefur íslensk skógrækt hins vegar eflst verulega, líka jólatrjáarækt eins og rauð- greni, stafafura og blágreni. Skógarhöggsferðir fyrir jólin Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, er talsmaður ís- lenskra jólatrjáa en 25% af sölu jólatrjáa á hverju ári eru íslensk tré. ,,Ræktun þeirra er umhverfisvæn því það er lítið sem ekkert not- að af varnarefnum. Rauðgrenið þarf að vísu tilbúinn áburð en við ræktun stafafuru eru engin aukaefni notuð. Rauðgrenið er algengast og vinsælast. Það er fíngert og ilmandi og hef- ur hina dæmigerðu jólatréslögun. Stafafuran er samt að sækja á enda er hún mjög barr- heldin. Þá er blágrenið einnig að ryðja sér rúms en ekki er langt síðan farið var að planta því markvisst til jólatrjáaræktunar. Það hefur fallega krónu og fagurlega dimmbláan lit.“ Normannsþinurinn hefur verið vinsælasta jólatréð hér á landi líkt og víða í Evrópu en Danir framleiða mest af honum. Þinurinn vex ekki hér á landi en um 30.000 tré eru flutt inn árlega. Þintré eru barrheldin og nálar þeirra mjúkar viðkomu. Nýlega hófst dálítill innflutn- ingur á fjallaþin en barrið á honum er heldur ljósara. Í eina tíð tíðkaðist að kaupa tré og skreyta á Þorláksmessu en margir kaupa nú tré nokkr- um dögum fyrir jól. Í borginni og bæjum eru víða jólatréssölur en um næstu helgi bjóða skógræktarfélög víða um land fólki upp á skógarhöggsferðir í skóga þar sem hægt er að velja sér tré og fella gegn gjaldi. Með í för eru þá reyndir leiðbeinendur sem veita nauðsyn- lega aðstoð. Nokkur hagnýt atriði Val – gæðakönnun  Dragið grein á jólatrénu í gegnum lokaðan lófann og sláið neðri enda trésins hraustlega niður í jörðina. Þumalputtareglan er sú að af tré í góðu ástandi detta ekki barrnálarnar við þessarar aðfarir. Geymsla  Best er að geyma tréð í netinu á köldum stað eins og úti á svölum, ef þarf að geyma það í nokkra daga fyrir skreytingu. Látið tréð standa upp á endann svo það frjósi ekki niður en gott er að taka það inn sólarhring fyrir upp- setningu. Umhirða  Gott er að saga 3–5 cm hallandi sneið neðan af trénu, líkt og af blómastilki, til þess að opna æðarnar betur fyrir vatnsupptöku. Sé sárið hallandi lokast heldur ekki fyrir það í jólatrés- fætinum. Setjið tré í góðan fót sem hægt er að setja vatn í og gætið þess að þar sé aldrei vatnsþurrð. Endurvinnsla  Eftir hátíðirnar á auðvitað að skila trénu sem fyrst í endurvinnslu en trén eru yfirleitt endurunnin og notuð í jarðvegsgerð. Um tegundir jólatrjáa og umhirðu Ævintýri Börnum finnst gaman að ganga í kringum jólatréð og fyndist áreiðanlega ævintýri að fá að fara út í skóg og fella sitt eigið en mörg skógræktarfélög bjóða upp á slíkt nú um helgina. Morgunblaðið/ Kristinn. Rauðgreni Vinsælasta íslenska jólatréð. Fín- gert, ilmandi og hefur dæmigerða lögun. Morgunblaðið/Golli Normannsþinur Það er innflutt og mjög vin- sælt. Barrnálarnar eru mjúkar viðkomu og haldast vel á trénu. www.skog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.