Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINN STAÐUR Aðventusamvera eldri borgara verður í dag, fimmtudag, kl. 15:00 Kór eldri borgara kemur í heimsókn. Að venju verður helgistund, almennur söngur og góðar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir Ath: Bíll frá Lindasíðu kl. 14:50 og heim aftur eftir samveru. Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafnarfjörður | Mikil umskipti hafa orðið á fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar á nýliðnum ár- um, langtímaskuldir hafa verið greiddar nið- ur á þriðja milljarð króna samhliða stór- fjölgun íbúa og miklum framkvæmdum í skólamannvirkjum. Í fjárhagsáætlun ársins 2007 er gert ráð fyrir áframhaldandi hraðri uppbyggingu og fjölgun íbúa um 4% á næsta ári sem er margfalt landsmeðaltal. „Afkoman hefur verið mjög góð síðustu tvö til þrjú ár og tekist hefur að snúa við mjög þungri og erfiðri stöðu,“ segir Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann segir að sveitarfélagið hafi haft tekjuafgang til að mæta kostnaði við nýframkvæmdir og lán hafi verið greidd niður. Eins og önnur sveit- arfélög finni Hafnarfjörður fyrir launahækk- unum frá liðnum vetri og á nýju ári og gert sé ráð fyrir um 450 milljóna króna út- gjaldaauka vegna launahækkana 2007. „Af- koman hefur verið réttum megin við strikið og það er það sem skiptir máli í rekstrinum,“ segir hann. Um 256 milljóna kr. hagnaður Seinni umræða um fjárhagsáætlun Hafn- arfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2007 verður á þriðjudag. Áætlað er að tekjur samantekins A- og B-hluta aukist um 728 m.kr., eða um 6,8% á milli ára. Áætlað er að rekstrarútgjöld aukist um 980 milljónir kr., eða um 10,1% og að rekstrarniðurstaða ársins eftir fjármagns- liði verði jákvæð um 256 milljónir kr. Gert er ráð fyrir því að veltufé frá rekstri hækki um 186 m.kr. og verði 1.077 m.kr. eða 9,5% af heildartekjum. Afskriftarhlutfallið er 6,2% þannig að svigrúm til niðurgreiðslu lang- tímaskulda er 3,3% eða um 380 m.kr. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2007 er sett fram á áætluðu með- alverðlagi ársins 2007. Gert er ráð fyrir 6,5% hækkun atvinnutekna á næsta ári og að íbú- um fjölgi um 4% eða samtals hækkun útsvars um 10,5% samanborið við áætlaða 17,3% hækkun milli áranna 2006 og 2005. Frá 1. desember 2005 til 1. desember 2006 fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um 1.230 og voru þeir 23.681 í fyrradag. „Þetta er trúlega mesta fjölgun íbúa í sögu bæjarins frá upphafi,“ segir Lúðvík Geirsson. Miklar framkvæmdir Miklar framkvæmdir hafa verið í Hafn- arfirði undanfarin misseri og heldur sú upp- bygging áfram á næsta ári, að sögn Lúðvíks. Lokið verður við 2. áfanga af þremur við Hraunvallaskóla í Vallahverfi, hafin er bygg- ing á sundmiðstöð á Völlum, frekari upp- bygging verður við íþróttamiðstöðina í Kapla- krika og nýr leikskóli byggður á Völlum. Umfangsmiklar gatnagerðarframkvæmdir fyrir vel á annan milljarð kr. verða á nýbyggingarsvæðum í Áslandi og Völlum og á nýjum iðnaðar- og atvinnusvæðum í Hellna- hrauni. Unnið verður að umhverfisverkefnum á miðbæjarsvæði við Lækinn frá Hverfisgötu að Strandgötu og umhverfis Byggðasafnið við Vesturgötu. Þá verður farið í endurbætur á Hellisgerði og áframhaldandi uppbyggingu útivistarsvæðis við Hvaleyrarvatn. Eins stendur til að ljúka stóru verkefni í fráveitu- málum bæjarins með því að ljúka við bygg- ingu dælu- og hreinsistöðvar og útrásar í Hraunsvík fyrir nær 800 milljónir króna. Ný- framkvæmdir hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar verða upp á um 150 milljónir króna og Hafn- arsjóður lýkur að mestu við frágang á nýja hafnarsvæðinu í Hvaleyrarhöfn á næsta ári. Áætlað er að nettó fjárfestingarhreyfingar 2006 verði tæpir 2,2 milljarðar sem er svipuð fjárhæð og 2006. Lúðvík Geirsson segir að markvisst hafi verið farið í það að efla byggðina og sam- félagið. Mikið framboð hafi verið af lóðum undir íbúða- og atvinnuhúsnæði. Því hafi fylgt aukið tekjuflæði og haldið verði áfram á sömu braut. Mikil umskipti í Hafnarfirði Morgunblaðið/Ásdís Framkvæmdir Mikil uppbygging hefur verið í Hafnarfirði, meðal annars í skólamannvirkjum, en á næsta ári verður lokið við 2. áfanga af þremur við Hraunvallaskóla í Vallahverfi. Í HNOTSKURN » Á næsta ári fá eldri borgarar Hafn-arfjarðar vildarkort sem veitir þeim ókeypis aðgang að menningarstofn- unum, íþróttahúsnæði og innanbæj- arakstri með almenningsvögnum. » Áætlað er að eignir Hafnarfjarð-arbæjar verði um 24,4 milljarðar króna í lok ársins 2007 og skuldir og skuldbindingar um 18,6 milljarðar króna. Samkvæmt þessu er gert ráð fyr- ir að eigið fé verði um 5,9 milljarðar króna í árslok 2007. Áframhaldandi hröð upp- bygging og mikil fjölgun íbúa í sveitarfélaginu GERÐUR hefur verið styrktar- og samstarfssamningur milli Fim- leikafélags Akureyrar og KB banka á Akureyri. Með þessu vill bankinn sýna í verki stuðning við ástundun hollrar hreyfingar barna og unglinga, að því er segir í frétt frá honum. „Okkur hjá KB banka finnst gaman að fá að vera með og efla gott starf. Hér er verið að hlúa að börnunum okkar, og það er gott að taka þátt í því,“ er þar haft eftir Hilmari Ágústssyni úti- bússtjóra KB banka á Akureyri. Það voru Hilmar og Friðbjörn B. Möller, formaður Fimleika- félags Akureyrar, sem handsöluðu samninginn, en skrifað var undir við athöfn í útibúi KB banka á Ak- ureyri. „Gaman að fá að vera með“ DANÍEL Jakobsson, fyrrverandi Ól- ympíufari á skíðum og nú formaður Skíðasambands Íslands, telur skíða- svæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri standast samanburð við bestu skíða- svæði í Skandinavíu og segir reyndar aðstæður þar helst minna sig á brekkurnar í Salt Lake City í Banda- ríkjunum, þegar hann keppti þar á Ólympíuleikunum 2002. Daníel sendi forsvarsmönnum skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli bréf á dögunum, eftir að hafa verið þar á skíðum, og er bréf hans birt á heima- síðu Akureyrarbæjar. Í bréfinu segir Daníel meðal ann- ars: „Ég varð bara að stinga niður penna eftir að ég fór til Akureyrar á skíði nú fyrir nokkru. Ég hafði nefni- lega ekki gert mér grein fyrir því hvað aðstæður til skíðaiðkunar hafa breyst mikið þar með tilkomu snjó- framleiðslukerfis og snjógirðinga sem settar hafa verið upp. Það er eins og að við séum komin í nýjar brekk- ur. Allt snævi þakið og eins og best verður á kosið og stenst fyllilega samanburð við bestu skíðasvæði í Skandinavíu. Allavega hvað varðar færi.“ Daníel segist ekki í nokkrum vafa um að snjóframleiðslukerfið og snjó- girðingarnar séu mesta þróun sem átt hefur sér stað í skíðaíþróttinni síðan að troðarar og stólalyftur sáust fyrst í fjöllunum fyrir mörgum árum. „Nú í lok nóvember er kominn snjór í allar skíðabrekkur og í allar skíða- göngubrautir. Stærstur hlutinn af honum er framleiddur snjór eða snjór sem fest hefur í snjógirðingun- um eins og raun er í göngubrautun- um. Svo virðist einnig vera að þessi framleiddi snjór sé mun betri til að renna sér á en sá sem kemur beint að ofan. Hann er miklu fastari og betri til að skíða á, tali ég fyrir mitt leyti. Svo er líka eins og Akureyringar hafi fengið nýjan kraft með tilkomu þessara tækninýjunga. Öll aðkoma og viðmót starfsmanna var til fyrir- myndar. Brekkurnar sérstaklega vel troðnar og ekkert hægt að setja út á aðstæður á svæðinu. Aðstæður þarna minntu mig helst á brekkurnar í Salt Lake City þegar að ég var þar á ÓL 2002. Það var líka gaman að koma upp í skíðagöngubraut. Þar var allt fullt af fólki en mikil aukning hefur orðið í þátttöku barna á æfingum Skíða- félagsins. Um 40 manns, börn og full- orðnir voru þarna við æfingar og á námskeiði. Frábært að sjá. Nú er bara að vona að þetta smiti út frá sér og að starf á öðrum stöðum eflist. Komnar eru byssur á Dalvík og á Sauðárkróki. Ég er því fullur til- hlökkunar að fara þangað og taka svæðin út,“ segir formaður SKÍ. Aðstæður eins og best gerist í Skandinavíu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skothríð í Hlíðarfjalli Snjóframleiðslukerfið hefur þegar sannað gildi sitt. AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.