Morgunblaðið - 04.03.2007, Side 1

Morgunblaðið - 04.03.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 62. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Mögnu› tilbo› á n‡jum vörum 1. - 5. mars SÖNGFUGLINN HELENA EYJÓLFSDÓTTIR HELDUR UPP Á 50 ÁRA DÆGURLAGASÖNGAFMÆLI Í KVÖLD >> 51 Í LEIT AÐ HINUM FULLKOMNA TÓNI GusGus ÞRÆLAR SKÖPUNAR >> 20 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is JACK Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Bret- lands og leiðtogi Verkamannaflokksins á þingi, er þeirrar hyggju að það væri múslímum til góðs ef uppgjör í ætt við siðbótina, sem Lúther og Kalvín leiddu í kristinni trú, ætti sér stað meðal þeirra. Straw sagði á fundi með blaðamönnum frá Mið- Austurlöndum, Afríku og Evrópu að brýn þörf væri á umræðu. Hún ætti sér stað milli arabískra þjóð- arsinna og Múslímska bræðralagsins í Egyptalandi og síðan væri ágreiningur sjía og súnnía. „En það hefur ekki átt sér stað siðbót eins og var í krist- indómi á 16. öld,“ sagði Straw. „Án hennar hefði kapítalisminn aldrei orðið. Múslímaheimurinn var vagga algebrunnar, algóritmans og annarra fræða, en hann hefur ekki átt sambærilegt blómaskeið síð- an, fyrir utan kannski Íran.“ Sér ekki eftir að hafa vakið blæjudeiluna Straw vakti mikið uppnám þegar hann sagði að blæjur fyrir vitum múslímskra kvenna væru ávísun á aðskilnað. Hann kvaðst á fundinum ekki sjá eftir Siðbót ekki átt sér stað í íslam Jack Straw segir íslam ekki hafa gengið í gegnum umbætur eins og kristindómur á sextándu öld að hafa vakið þessa umræðu. „Það kom kona með blæju fyrir andlitinu á fund minn og sagði: „Gott að hitta þig augliti til auglitis, herra Straw.“ Ég hugs- aði með mér að þetta væri skrítið vegna þess að ég sæi hana ekki, en sagði við sjálfan mig að best væri að þegja. Síðan fór ég hins vegar að hugsa málið.“ Straw kvaðst ekki sjá eftir að hafa vakið þessa umræðu: „Það er ekki hægt að vega hvert orð og meta, annars myndi maður aldrei segja neitt, sem skiptir máli.“ Morgunblaðið/KBL Engin siðbót Straw vill umbætur.  Samfélag undir smásjánni | 10 ÁFORM Bandaríkjamanna um eld- flaugaskjöld í Evrópu vekja blendin viðbrögð. Í Póllandi var skildinum mótmælt á föstudag. Vikuspegill Mótmæltu eldflaugaskildi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „VIÐ vorum bara í rólegheitunum í vinnunni og á leiðinni í sumarbústað. En svo breyttist allt, okkur var sagt að eitthvað mikið væri að barninu okkar.“ Með þeim orðun lýsir Elfa Hrönn Valdimarsdóttir því þegar hún og maður hennar, Freyr Friðriksson, fengu þær fréttir að tæplega tveggja ára sonur þeirra, Tjörvi, væri með eitt alvarlegasta krabbamein sem greinist í börnum, taugakímsæxli sem dreifði sér hratt um líkamann. „Maður heldur einfaldlega að barnið manns sé að deyja þegar maður heyrir orðið krabbamein,“ segir Elfa. „Síðan tók við hörð og erfið meðferð sem Tjörvi þoldi sem betur fer mjög vel.“ Freyr tekur í sama streng. „Þegar maður heyrir orðið krabbamein þá virðist ekkert nema dauðinn fram- undan. En samt sem áður fengum við strax mikla von og það eigum við m.a. læknunum og hjúkrunarfræðing- unum á Barnaspítalanum að þakka.“ Tjörvi er nú á góðum batavegi og kom fjölskyldan heim frá Svíþjóð í síðustu viku. Foreldrarnir blogguðu allan tímann um erfiða meðferð son- arins en í skrifunum kveður þó við bjartsýnistón. „Maður verður bara að trúa,“ segir Elfa spurð um þetta. „Það væri ómögulegt að komast í gegnum svona lífsreynslu án þess að hafa góða von.“ | 22–23 Morgunblaðið/Golli Seigla Er Tjörvi Freysson var ungur snáði vaknaði hann með kúlu á gagnauganu sem var fyrsta vísbending um alvarlegt krabbamein. „Maður verður bara að trúa og hafa góða von“ JELENA Bonner, ekkja Andreis Sakharovs, segir að Míkhaíl Khodorkovskí sé pólitískur fangi og ekki eigi að nota orðið lýðræð- islegt um Rússland yfirleitt. Lýðræði á ekki við um Rússland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.