Morgunblaðið - 04.03.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 04.03.2007, Síða 19
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 19 Lista- og menningarráð Kópavogs hefur ákveðið að veita árlega viðurkenningu til framúrskarandi námsmanns á sviði lista. Skilyrði er að viðkomandi sé búsettur í Kópavogi. Ráðið óskar eftir ábendingum um slíka námsmenn frá kennurum, listamönnum og öðrum sérfróðum aðilum. Ábendingum skal skilað skriflega, fyrir 10. apríl nk. til: Lista- og menningarráðs Kópavogs Fannborg 2, 2. hæð 200 Kópavogi Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg H. Hauksdóttir í síma 570 1600 Lista- og menningarráð Kópavogs Framúrskarandi árangur í listnámi          Nú styttist óðum í að égverði léttari. Það eruorð að sönnu því égminni helst á ofalda kind um þessar mundir. Það er í raun hreint furðulegt að ég skuli halda jafnvægi. Næturnar eru að mestu svefn- lausar. Ég sef í sitjandi stellingu, er sífellt að vakna og er svo svona að smá-leka niður eftir rúminu eftir því sem líður á nóttina. Mér er gersamlega fyrirmunað að snúa mér af eigin rammleik, þvílík er fyrirferðin, svo að bónd- inn er vakinn með reglulegu milli- bili til að snúa gripnum. Og það er enginn hægðarleikur skal ég segja ykkur. Ég á bágt með að trúa fólki sem segir að því finnist þungaðar kon- ur fallegar. Þungaðar konur eru fyrst og fremst sprenghlægilegar. Ég er farin að leggja fæð á kvenfólk sem talar fjálglega um það hversu dásamlegt það sé að vera barnshafandi. Mér líður sjaldan verr en einmitt þegar ég hef gengið með börn. Eiginlega al- veg hreint bölvanlega. Ég mun eignast barnið á spít- alanum UCLA sem er háskóla- sjúkrahús og því næsta víst að þar verður margt um manninn. Gott að maður er giftur skemmtikrafti sem mun þá væntanlega geta stytt læknanemum stundir með gam- anmálum milli hríða. Ætli ég ætti ekki að baka eitthvað? Mér var úthlutað nýjum lækni á dögunum sem mun fylgja mér síð- ustu sporin. Óðinn einn veit hversu mörgum börnum hann hef- ur fylgt í heiminn, þau skipta ef- laust þúsundum. Stofan hans var heldur fornfá- leg, innréttingarnar svona frá því rétt um stríð og umhverfið allt minnti helst á leikmynd. Í Hollý- wood er það nefnilega svo að mað- ur getur átt það á hættu hvar sem er að vera staddur í leikmynd. Svo að ég greip tímarit sem lágu frammi til að ganga úr skugga um að þau væru frá árinu sem rétt er gengið í garð. Það reyndist vera og mér leið aðeins betur. Það eru þá sennilega einhverjar mannaferðir um stofuna hugsaði ég með mér, allavega kemur póst- urinn ennþá hér við. Nú leið og beið. Það virtist ekki vera mikið lífsmark á stofunni. Við vorum þau einu sem biðum og ekki virtist vera margt um mann- inn innan við glerið. Ég hef nú ekki hingað til haft fordóma gagnvart mér eldra fólki, öðru nær. Mér var uppálagt sem barni að bera virðingu fyrir starfs- og lífsreynslu fólks og hef reynt að hafa það að leiðarljósi í gegnum lífið. Ég verð hins vegar að við- urkenna að það runnu á mig tvær grímur þegar ég hitti þennan heldri borgara, því mér finnst al- veg eins líklegt að honum muni ekki endast aldur til að sjá þetta barn líta dagsins ljós. Ég giska á að hann sé um átt- rætt, jafnvel eldri. Mér létti hins vegar stórum þegar doktorinn hafði það á orði í upphafi skoðunarinnar að hann liti á meðgöngu sem eðlilegan hlut og að hann hvetti mig til að halda áfram að lifa lífinu á sem eðlileg- astan máta. Það er nefnilega svo, í þessu high-tech-samfélagi sem við búum í, að það er búið að gera meðgöngu og fæðingu að þvílíkum iðnaði að það er undarlegt að nokkur leggi yfirleitt í það að eignast börn. Hann sagði síðan sposkur í gegnum skeggið að ef mér hugn- aðist að eiga náin samskipti við bóndann skyldi ég endilega gera það en klykkti svo út með að segja að ef mér væri það á móti skapi skyldi ég hreinlega berja hann í hausinn og hló við. Mig langaði til að segja honum að það væri ekki nokkur hætta á að til þess kæmi og vísa þá til Dúmbó-náttfatanna og brjóst- sviðataflnanna sem fylgja mér flestar stundir en sat á mér. Fannst einhvern veginn hálf- óviðeigandi að klæmast við gam- almennið þótt hann hafi auðvitað boðið upp á það. Sjálf líkamsskoðunin var óvenjulega ítarleg miðað við það sem ég hef áður upplifað. Ég tí- undaði þetta við tengdamóður mína í síma eftir á en hún var að eiga sín börn í byrjun sjöunda áratugarinns og hún tjáði mér að svona hefðu hlutirnir alltaf verið gerðir í den. Og átti þá við all- löngu áður en hún hafði gengið með sín börn. Ég á stefnumót við gamla í næstu viku … blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Gamalt og gott Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.