Morgunblaðið - 04.03.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 04.03.2007, Síða 30
viðskipti 30 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ F rá því ríkisbankarnir voru einkavæddir hef- ur orðið mikil breyt- ing á fjármálamarkaði og staðan í dag er allt önnur en áður. Viðskiptabankarnir hafa vaxið gríðarlega og eflst að sama skapi. Fyrir vikið hefur sam- keppnin aukist til muna. Það er m.ö.o. umhverfið sem hefur knúið á um þessar breytingar,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson um helstu ástæðu samruna Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, SPH, og Sparisjóðs vél- stjóra, SPV. Nýtt fyrirtæki hóf göngu sína í gær undir heitinu BYR – spari- sjóður. Ragnar, sem áður réð ríkj- um hjá SPV, mun stýra því ásamt Magnúsi Ægi Magnússyni, sem áð- ur veitti SPH forstöðu. Sameiningin á sér tíu mánaða aðdraganda en í apríl í fyrra sam- þykktu stjórnir beggja sjóða að skoða kosti þess að sameinast. Tveimur mánuðum síðar var sam- einingin samþykkt af stjórnum sparisjóðanna og fór þá í gang flókið lögformlegt ferli en Fjár- málaeftirlitið þurfti að fara af kost- gæfni yfir málið þar sem þetta mun vera í fyrsta skipti sem tveir stórir sparisjóðir sameinast ein- göngu á viðskiptalegum for- sendum, þ.e.a.s. þegar annar þeirra á ekki við ramman reip að draga. 1. desember var haldinn stofnfjáreigendafundur í báðum sjóðum, þar sem samruni var sam- þykktur einróma, og ný stjórn kos- in. Þessu ferli lauk 11. desember þegar Fjármálaeftirlitið veitti formlegt leyfi fyrir sameiningunni. Síðan hefur sameiningarferlið staðið yfir og lauk ákveðnum áfanga í gær þegar gömlu nöfn- unum var lagt og hið nýja tekið í notkun. Ragnar segir menn hafa lagt nótt við dag undanfarna mánuði enda í mörg horn að líta þegar fyr- irtæki renna saman. „Við settum okkur það markmið að viðskipta- vinir okkar myndu ekki verða varir við samrunann og það tókst mjög vel,“ segir hann. SPV og SPH höfðu lengi unnið saman að ýmsum verkefnum og Magnús og Ragnar segja að skemmtilegt hafi verið að sameina sjóðina enda hafi starfsemin skar- ast sáralítið. „Þetta small alveg saman. Sjóðirnir hafa að mestu starfað hvor á sínu markaðs- svæðinu og útibú okkar eru t.a.m. hvergi hlið við hlið. Samlegðar- áhrifin eru því mikil. Við höfum til gamans sagt að í stað þess að leggja saman 1 og 1 og fá 2 höfum við lagt saman 1 og 1 og fengið 3,“ segir Magnús. Enda þótt breytt umhverfi á fjármálamarkaði sé aðalástæða samrunans koma fleiri þættir til. Ragnar segir að á síðustu miss- erum hafi komið að SPH og SPV nýir stofnfjáreigendur með brenn- andi áhuga á því að auka veg sparisjóðanna. „Sparisjóðirnir, sem oft hefur verið talað um sem fjórða hjólið í samkeppni á fjár- málamarkaði, sátu eftir í þessu nýja umhverfi og við því þarf að bregðast. Þess vegna tókum við þá ákvörðun að sameinast í stórt og vaxandi fyrirtæki. Við viljum taka þátt í samkeppninni og vera góður valkostur fyrir fólkið og fyrir- tækin.“ Þarfir viðskiptavina orðnar fjölbreyttari Magnús segir að þarfir við- skiptavinarins hafi öðrum þræði kallað á þessar breytingar líka. „Þær þarfir eru alltaf að verða meiri og fjölbreyttari. Við sjáum að fjöldi fyrirtækja hefur á und- anförnum árum sótt í þessa svo- kölluðu útrás og bankarnir hafa fylgt þeim. Ef við hefðum ekki stigið þetta skref þá hefðu okkar viðskiptavinir einfaldlega þurft að leita annað eftir því baklandi sem þarf.“ Þeir Ragnar segja að þetta eigi ekki síður við um starfsfólk fyrir- tækisins. „Það er mikil samkeppni um starfsfólk á fjármálamarkaði og til þess að viðskiptavinirnir vaxi ekki frá okkur þurfum við hæft starfsfólk. Við vonumst til þess að BYR verði góður og spennandi vinnustaður fyrir hæfileikaríkt fólk og erum raunar ekki í nokkrum vafa um að fyrirtækið verður það,“ segir Ragnar. Hagsmunir stofnfjáreigenda spila vitaskuld líka inn í. „Það hafa einnig orðið breytingar á þeim markaði. Menn hafa verið að kaupa stofnfé á yfirverði og vilja því að sjálfsögðu gera sparisjóðina að góðum fjárfestingarkosti í leið- inni. Við erum að vísu ekki með stofnfjármarkað hér eins og er en verið er að leggja drög að því og þær hugmyndir verða kynntar á aðalfundi BYRS 13. mars næst- komandi,“ segir Ragnar. Kappkostað að finna spennandi lausnir Sparisjóðsstjórarnir segja að viðskiptavinir SPH og SPV hafi alla tíð kunnað vel að meta þjón- ustu sem byggist á lipru skipulagi og stuttum boðleiðum. Áfram verði kappkostað að finna spennandi lausnir, sérsniðnar að þörfum hvers og eins, einstaklinga jafnt sem fyrirtækja. „Samruninn þýðir að við munum styrkja okkur sem bakland og getum gert miklu meira en við gátum gert áður,“ segir Magnús. „Nú getum við gert hluti einir sem við þurftum áður að fá aðra sparisjóði eða einhverja aðra aðila til að gera með okkur.“ Einstaklingsþjónustan nær til allra æviskeiða og fyrirtækjaþjón- ustan til allra helstu þjónustuþátta Hagstæður vindur Morgunblaðið/Árni Sæberg Byr í seglin Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, Sparisjóðsstjórar BYRS – sparisjóðs, horfa björtum augum til framtíðar og segja að sjóð- urinn verði mun betra bakland fyrir viðskiptavini sína eftir samrunann. Ísland er aðalmarkaðssvæði BYRS með áherslu á stór-Reykjavíkursvæðið. Annar og þriðji stærsti sparisjóður landsins, Sparisjóður Hafnarfjarð- ar og Sparisjóður vélstjóra, sameinuðust formlega í gær undir heitinu BYR – sparisjóð- ur. Ástæðan er fyrst og fremst breytt umhverfi á fjármálamarkaði. Orri Páll Ormarsson ræddi við stjórnendur hins nýja fyrirtækis, Magnús Ægi Magnússon og Ragnar Z. Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.