Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 53 menning Foreldrar Patricks Wolf erulisthneigð, móðirin list-málari og faðirinn djass-tónlistarmaður. Sex ára gamall var hann farinn að læra á fiðlu að eigin ósk, eftir að hafa heyrt fiðluverk í útvarpi sem hann hreifst af, en fimm árum síðar segist hann hafa áttað sig á því að hann myndi aldrei ná þeirri færni sem þarf til að vera í fremstu röð, til að vera ein- leikari í heimsklassa. Hann var þó ekki af baki dottinn, ef ekki stæði til boða að verða heimsþekktur einleik- ari myndi hann bara verða heims- þekktur poppari. Rétt kominn á táningsaldurinn þegar hann smíðaði sér þeremín. Fjórtán ára var hann svo kominn í hljómsveit, Minty, þar sem áherslan var ekki bara á músík heldur voru aðrar listgreinar í hávegum. Hann byrjaði líka að taka upp á þessum tíma með dyggum stuðningi frá Fat Cat-útgáfunni, sem Íslendingar þekkja af góðu einu. Sjálfur segist hann varla hafa verið að semja tón- list, frekar að hann hafi verið að framleiða óskiljanlegan hávaða og hrópa bulltexta yfir allt saman, fyrst og fremst til að vekja athygli. Til gamans má geta þess að í viðtali við The Guardian skýrði hann frá því að hann hefði gefið Björk eina spólu með ruglinu í sér en vonar í dag að hún hafi ekki hlustað á hann þrettán ára gamlan að syngja um geishur ekki kominn úr mútum. Fyrsta sólóskífan Sextán ára gamall strauk Wolf að heiman og lifði á götuspilamennsku í strengjakvartett næstu árin og stofnaði einnig hljómsveit, Maison Crimineaux. Þeirri sveit var boðið að spila í Frakklandi og meðal gesta var Kristian Robinson sem þekktur er undir listamannsnafninu Capitol K. Hann tók Wolf undir sinn vernd- arvæng og gaf í framhaldinu út fyrstu sólóskífu pilts, Lycanthropy, sem kom út sumarið 2003. Plötunni var vel tekið, enda er hún einkar skemmtileg, fjölbreytt og ungæðislega glannaleg. Hljóð- færaskipan er óvenjuleg, til viðbótar við hefðbundnari apparöt notar Wolf ýmis sjaldheyrðari hljóðfæri, en hnýtir allt saman með fartölvunni sinni. Eins og hann rekur söguna var það meðvituð ákvörðun hjá hon- um að hafa plötuna svo fjölbreytta sem raun ber vitni – hann vildi koma í veg fyrir að sér yrði skipað á ein- hvern stílbás þar sem hann sæti síð- an fastur upp frá því. Í viðtali við Pitchfork vitnaði hann í ævisögu Joni Mitchell og sagðist hafa haft þau orð Mitchell í huga að á fyrstu plötunni verði listamaður að sýna allt það sem hann kann til að hafa frelsi til að gera hvað sem honum sýnist á næstu plötum. Eins og getið er lærði Wolf músík frá unga aldri og tók upp þráðinn eftir að Lycanthropy kom út, tók sér ár í tónsmíðanám í Trinity- tónlistarskólanum í Lundúnum. Reyndar lét Wolf þau orð falla í við- tali nokkru síðar að hann hefði eig- inlega lært mest á því að læra ekki það sem menn vildu kenna honum, hann hafi komist að því að lagasmíð- ar eftir regluverki væri ekki eitthvað fyrir hans smekk. Lögin á plötuna samdi hann í sum- arhúsi í Cornwall þar sem hann seg- ist hafa glímt við þunglyndi og brostnar vonir sem vel má heyra á skífunni. Áður en hann gat tekið lög- in upp var peningurinn búinn og hann varð að flytja heim til foreldr- anna og finna sér vinnu. Ástin sigrar Menn voru þó ekki búnir að gleyma Patrick Wolf og aðstand- endur þýskrar útgáfu sem hrifust af Lycanthropy leituðu pilt uppi, buðu honum að spila á tónleikum og síðan að gefa út plötu. Úr varð Wind in the Wires sem kom á óvart á sínum tíma, heilsteyptari plata en frumraunin, ró- legra yfir henni og tónlistin einsleit- ari. Hún fékk ekki eins lofsamlega dóma og Lycanthropy, en góða dóma samt og tónleikahald hans í kjölfarið kom honum svo vel á framfæri að honum bauðst samningur við stórfyr- irtæki og er ávöxturinn The Magic Position sem kom út í liðinni viku. Eins og fram kemur eru sólóskíf- urnar sem Patrick Wolf hefur sent frá sér býsna ólíkar og sú þriðja fer í enn nýjar áttir, sýnir enn nýja hlið á Wolf. Hann er þó ekki einn á skíf- unni, fær til liðs við sig ýmsa gesti, eins og Marianne Faithfull og Sin- fóníuhljómsveit Vínarborgar. Wolf er svo enn að syngja um sjálfan sig – það fer ekki á milli mála að piltur var ástfanginn upp fyrir haus þegar lög- in voru samin. Að vísu slitnað upp úr sambandinu á meðan á vinnslu plöt- unnar stóð en svo gegnsýrð voru lögin af ást að tilfinningin skilaði sér þrátt fyrir allt. Játningar Patricks Wolf Varla verður á móti því mælt að Patrick Wolf er bráðger piltur, enda kom út í vikunni þriðja sólóskífa hans þó hann sé ekki nema 23 ára gamall. Hann er þó ekki bara bráðger heldur opinskár líka og segja má að plöturnar séu eins og beinar útsendingar út sálarkirnunni. Eins er því farið með nýju plöt- una, The Magic Position. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Bráðger Patrick Wolf er ófeiminn við að bera tilfinningar sínar á torg. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn EINBÝLI OG RAÐHÚS ÓSKAST Í FOSSVOGI Traustir kaupendur hafa óskað eftir því að við útvegum einbýlis- og raðhús í Fossvoginum. Traustar greiðslur eru í boði og rúmur afhendingartími. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson EINBÝLI Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Fjárhagslega mjög traustur aðili hefur óskað eftir því við Eignamiðlun ehf. að við útvegum honum einbýlishúsi á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Verðuhugm. allt að 200 millj. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST 500-800 fm skrifstofuhúsnæði óskast sem fyrst til kaups. Staðsetning mætti gjarnan vera Múlahverfi eða Borgartún. Fleiri staðsetningar koma jafnvel til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Iðnbúð 4, sími 565 8755 Guðrún Rós Pálsdóttir sem áður vann á Hár og útlit Rún í Garðabæ hefur flutt sig yfir á hárgreiðslustofuna Andromedu og býður viðskiptavinum sínum hjartanlega velkomna. Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Mozart, Atli Heimir og Harry Potter Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is LAUGARDAGINN 10. MARS KL. 15.00 Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngur ::: Guðrún Ingimarsdóttir Kynnir ::: Skúli Gautason tónsprotinn í háskólabíói Wolfgang Amadeus Mozart ::: Töfraflautan, forleikur Wolfgang Amadeus Mozart ::: Aría Næturdrottningarinnar Hector Berlioz ::: Nornadans úr Symphonie fantastique Paul Dukas ::: Lærisveinn galdrameistarans Atli Heimir Sveinsson ::: Intermezzo úr Dimmalimm Camille Saint-Saëns ::: Dance Macabre John Williams ::: Hedwig’s theme úr Harry Potter Tónleikaröðin Tónsprotinn er sannkallaður ævintýraheimur tónlistar fyrir fólk á aldrinum 8–88 ára. En að sjálfsögðu er ekkert aldurstakmark! Tónleikarnir byggjast á léttri og skemmtilegri efnisskrá þar sem afar og ömmur, pabbar og mömmur, krakkar á öllum aldri og Sinfóníuhljómsveitin geta átt ánægjulega stund saman. Það er alltaf frábær stemn- ing á Tónsprotanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.