Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift!
www.oryggi.is
Hver vaktar
þitt heimili
um páskana?
Hi
m
in
n
og
h
af
/
SÍ
A
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
NEMENDUR úr 9. bekk Ingunnarskóla fóru í heim-
sókn á Foldasafn á dögunum og höfðu meðferðis bóka-
kistu Borgarbókasafnsins til að skila bókunum sem
hafa verið í láni á skólabókasafninu síðastliðinn mán-
uð. Nemendur skoðuðu safnið og fylltu kistuna aftur
með bókum sem vöktu áhuga þeirra. Einnig notuðu
margir tækifærið til að verða sér úti um bókasafns-
skírteini og fengu svo lánaða með sér heim geisladiska,
DVD-diska, myndbönd og tímarit svo aðeins fátt eitt sé
nefnt.
Bókakistur Borgarbókabókasafnsins eru nýjasta við-
bótin í þjónustu þess og eiga uppruna sinn í Foldasafni.
Fyrstu kisturnar fóru í öll skólasöfn Grafarvogshverfis
auk þess sem Ingunnarskóli í Grafarholti fékk einnig
sína kistu.
Fyrir skólasöfnin og nemendur er þetta eins og að
koma höndum yfir sjóræningjakistu en í henni er
ómældur fjársjóður bóka sem fjalla um margvíslegt
efni sem vænta má að unglingar hafi áhuga á að kynna
sér. Þó að ekki sé langt um liðið síðan þetta samstarf
hófst milli Borgarbókasafns og skólasafnanna hafa
kisturnar þegar vakið mikla lukku. Markmiðið með
bókakistunum er að efla samstarf milli skóla og Borg-
arbókasafns, ásamt því að hvetja unglinga til lesturs.
Morgunblaðið/RAX
Eins og að komast í sjóræningjakistu
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Spölur
sem á og rekur Hvalfjarðargöngin
hefur ákveðið að áfrýja til Hæsta-
réttar dómsmáli sem félagið tapaði í
Héraðsdómi Vesturlands hinn 26.
mars þegar skráður eigandi tiltekins
bíls var sýknaður af kröfu félagsins
um veggjöld þar sem ekki þótt sann-
að að hann hefði verið undir stýri
þegar bílnum var ekið margoft í
gegnum göngin án þess að veggjald
væri borgað. Krafa Spalar hljóðaði
upp á 112 þúsund krónur en myndir
náðust af bílnum, þar sem honum
var ekið 56 sinnum um göngin.
Skráður eigandi bílsins hafði selt
bílinn en lét undir höfuð leggjast að
tilkynna eigendaskiptin og var hon-
um sem skráðum eiganda bílsins
stefnt fyrir dóm vegna málsins. Nýi
eigandi bílsins viðurkenndi að hafa
farið nokkrum sinnum í gegnum
göngin án þess að borga og sömu-
leiðis viðurkenndi fyrrverandi eig-
andinn að hafa svikist um að borga
veggjald á öðrum bíl og féllst á
greiðsluskyldu vegna þess, 2 þúsund
krónur, þ.e. 1.000 krónur í veggjald
og aðrar 1.000 krónur í álag. Spölur
tapaði hins vegar málinu á hendur
manninum þar sem ekki tókst að
sanna að hann hefði keyrt bílinn í
umrædd 56 skipti. Var Spölur
dæmdur til að greiða 200 þúsund
krónur í málskostnað.
Benedikt Bogason héraðsdómari
dæmdi málið.
Að sögn Gylfa Þórðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Spalar, þarf að huga
að betri heimildum fyrir félagið til
að rukka veggjald svo ekki opnist
gátt fyrir fólk að svíkjast undan
greiðslu í göngin með fyrrnefndum
hætti, ef hæstiréttur raskar ekki
niðurstöðu héraðsdóms.
Spölur fellir sig ekki við ósigur í veggjaldamáli
Málinu verður áfrýjað
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Sniðganga Bíl var ekið 56 sinnum um göngin án þess að greitt væri gjald.
EIGNIR Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins jukust um 18,7% að
nafnvirði á síðasta ári, en það jafn-
gildir 10,4% raunávöxtun á eignum
sjóðsins, sem er stærsti lífeyris-
sjóður landsins. Raunávöxtunin er
þó ekki eins góð og árið á undan
2005 þegar raunávöxtun eigna
sjóðsins var 14%. Ávöxtun eigna
sjóðsins síðustu fimm ár er að
meðaltali 8,6% og síðustu tíu ár
6,4%. Heildareignir sjóðsins jukust
um 55 milljarða króna á árinu og
námu 282,3 milljörðum króna í
árslok.
Stærstur hluti eigna sjóðsins er
í innlendum skuldabréfum eða tæp
52%. Eignir í innlendum hlutabréf-
um eru rúm 15%, en í erlendum
hlutabréfum tæp 30%, en ávöxtun
þess hluta eignasafnsins var best á
síðasta ári eða um 25%.
440 milljarðar í
erlendum verðbréfum
Um síðustu áramót námu eignir
lífeyrissjóðakerfisins tæpum 1.500
milljörðum króna og jukust um
nærfellt 300 milljarða króna í
fyrra. Þar af nam erlend verð-
bréfaeign rúmum 440 milljörðum
króna og óx um tæpa 150 milljarða
króna á árinu. Sjóðfélagalán námu
tæpum 110 milljörðum kr. og
hækkuðum um 18% milli ára og
eignir í innlendum hlutabréfum
námu tæpum 240 milljörðum
króna og jukust um 50 milljarða
króna milli ára.
Eignir LSR
jukust um
55 milljarða
1.500 milljarðar
í lífeyrissjóðunum
„KOMI í ljós að friðhelgiskaflinn
standist ekki nútímakröfur þarf að
fara yfir hann og endurskoða,“ segir
Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, um þau orð Boga Nils-
sonar ríkissóknara í Morgunblaðinu í
gær að margir telji tímabært að huga
að endurskoðun refsiákvæða al-
mennra hegningarlega um brot gegn
friðhelgi einkalífs.
Var tilefnið sýknudómur í máli þar
sem maður var sakaður um brot gegn
blygðunarsemi stúlku með því að taka
af henni nektarmynd og sýna hana
öðrum.
Björn segir lögin í stöðugri endur-
skoðun. „Almennu hegningarlögin
hafa verið endurskoðuð jafnt og þétt,
nú síðast kaflinn um kynferðisbrot.
Það er alltaf verið að endurskoða
kafla í almennum hegningarlögum og
hefur svo verið allar götur, alveg frá
því þau voru sett.“
Bogi vék einnig að því að ýmsar
breytingar í dönsku hegningarlögun-
um, sem væru fyrirmynd almennra
hegningarlaga, hefðu ekki ratað í
lagaumhverfið hér. Björn segir menn
taka mið af þróun erlendis og að end-
urskoðun á kynferðisbrotakaflanum
sýni að tekið sé bæði mið af því sem sé
að gerast hér og erlendis.
Lögin í stöð-
ugri endur-
skoðun
NOTENDUM mbl.is býðst í dag að
taka þátt í gagnvirku vefvarps-
bloggi á vef Morgunblaðsins. Hug-
myndin er sú að gagnvirkt vef-
varpsblogg verði framvegis
vettvangur lesenda Morgunblaðsins
og mbl.is að ræða málefni líðandi
stundar, fara yfir þau mál sem eru í
brennidepli og koma athugasemd-
um á framfæri við ritstjórn Morg-
unblaðsins. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is.
Gagnvirkt
vefvarpsblogg
á mbl.is
♦♦♦
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir að þau
ummæli Sigurðar Halldórssonar,
fyrrum stjórnarformanns Iceland
Express, að fyrrverandi eigendur
hafi misst eignarhald á félaginu
vegna þess að samkeppnisyfirvöld
hafi ekki tekið á samkeppnishindr-
unum Icelandair eigi ekki við nein
rök að styðjast.
Páll Gunnar bendir á að kæra
Iceland Express hafi borist í febr-
úar 2004 og samkvæmt fréttum hafi
nýir kjölfestufjárfestar komið ná-
lægt Iceland Express í október
sama ár eða átta mánuðum síðar.
„Það er fullkom-
lega óraunhæft
að ætla að sam-
keppnisyfirvöld
hafi á svo stutt-
um tíma getað
gripið inn í og
tekið ákvörðun
um réttmæti
kvörtunar Ice-
land Express.
Eini möguleikinn
á því hefði verið að taka bráða-
birgðaákvörðun í málinu. Til grund-
vallar slíkri ákvörðun þurfa að
liggja fyrir skýr gögn um ætluð
brot. Þau gögn lágu ekki fyrir á
þeim tíma og þess vegna höfðu sam-
keppnisyfirvöld engar forsendur til
þess að taka bráðbirgðaákvörðun.
Þess vegna eiga ummæli Sigurðar
um að fyrrverandi eigendur hafi
misst félagið vegna þess að yfirvöld
hafi ekki tekið á samkeppnishindr-
unum Icelandair ekki við nein rök
að styðjast,“ sagði Páll Gunnar.
Hann sagði að það væri vert að
hafa í huga að samkeppnisyfirvöld
hefðu skömmu áður eða síðla árs
2003 tekið á samkeppnishindrunum
Icelandair, þegar þau hefðu komist
að þeirri niðurstöðu að Icelandair
hefði misnotað markaðsráðandi
stöðu sína vegna hinna svokölluðu
vorsmella.
Hann sagði að samkeppnisyfir-
völd hefðu að sjálfsögðu viljað ljúka
málinu fyrr en gagnaöflun í því
hefði reynst sérstaklega erfið og
samkeppnisyfirvöld ítrekað þurft að
kalla eftir mikilvægum kostnaðar-
upplýsingum frá Icelandair. Þá yrði
heldur ekki litið framhjá því að
mörg stór mál hefðu verið til með-
ferðar hjá samkeppnisyfirvöldum á
þessum sama tíma sem auðvitað
hefði líka áhrif á málsmeðferðina.
Styðst ekki við nein rök
Meðferð samkeppnisyfirvalda á kæru Iceland Express vegna samkeppnishindrana
Icelandair ekki ástæða þess að fyrrum eigendur misstu eignarhald á félaginu
Í HNOTSKURN
»Nýlegar lagabreytingareiga að greiða fyrir gagna-
öflun samkeppniseftirlitsins.
» Icelandair á að greiða 190milljóna kr. stjórnvalds-
sekt en kærir ákvörðunina.
Páll Gunnar
Pálsson