Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það leggur hver upp með sitt. VEÐUR Það er svo fáránlegt að það hafitekið samkeppnisyfirvöld þrjú ár að afgreiða kæru Iceland Ex- press gagnvart Icelandair að það er varla hægt að tala um það.     Hvernig í ósköpunum á að verahægt að skapa íslenzku við- skiptalífi viðunandi starfsramma, þegar eftirlitsstofnanir samfélags- ins vinna á þennan veg?     Og hvaðveldur þessum seinagangi?     Hafa samkeppnisyfirvöld ekki yf-ir nægilegum starfsmanna- fjölda að ráða? Eða er þetta stjórn- leysi hjá viðkomandi stofnun, sem veldur?     Alla vega er ljóst að svona vinnu-brögð ganga ekki.     Það er ósköp eðlilegt að fyrrver-andi eigendur Iceland Express bregðist harkalega við.     Það getur vel verið að yfirvöld áÍslandi hafi komizt upp með að vinna svona fyrir hálfri öld en það á ekki lengur við.     Það er eins og samkeppnisyfir-völd séu uppi á 19. öldinni.     Í tilviki sem þessu er ekki við öðruað búast en að þeir, sem kærðu og hafa orðið að bíða allan þennan tíma eftir niðurstöðu geri kröfu til bóta. Það er augljóst að þeir hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða af þessum drætti á afgreiðslu málsins.     Það er of margt sem gengur á aft-urfótunum hjá eftirlitsstofn- unum samfélagsins. Á því verður að ráða bót. STAKSTEINAR Þrjú ár! SIGMUND                        !"    #$%  & '                   ( & )  * + ,  $ -   .    ) +                          ! !   /0      /  1  2 0 + 0  (+  3/ #  4 &56 7 2 " &        " # $  ! !        $      8  ("9:;                   !    "  # $  $   % &  '   ( "" 9 (  % &  '  &   ( ) <0  < <0  < <0  % ' * $+,  - :"            6  .' &   & - & !/  &  ! 4 0  %(&  &' & $ - &  !.   " 0   $ 9  % 1+ # $  0  '   #   $!.    ! 23  44  ( 5 (* $ 1%23=2 =(<3>?@ (A,-@<3>?@ *3B.A',@ !" 1!" 0 0 "!"" !" ! 1! ! !   ! !1 "! ! ! !1 ! ! ! !!1 10 0 0 0 0" 0 0 0 10 0 0 0 0            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Valdimar Másson | 31. mars Vafasöm játning Ekki ætla ég að mæla fyrir sakleysi David Hicks[…]. En ég set spurningarmerki við aðferðirnar sem not- aðar eru til að ná í játninguna. Loksins núna, eftir fimm ár, játar þessi maður aðild sína. Hann má ekki segjast hafa verið pyntaður. Hann má ekki tjá sig um dóminn í heilt ár. Og hann má ekki einu sinni kæra Bandaríkin fyrir ólöglega sviptingu á frelsi. Meira: http://kaldi.blog.is/ Guðmundur Steingrímsson | 30. mars 18 gul spjöld […] stýrivaxtahækk- anir Seðlabankans [eru] í raun ekkert ann- að en gul spjöld á rík- isstjórnina. Efnahags- stjórnin [er] ekki í lagi. Ríkisstjórnin er þannig búin að fá 18 gul spjöld frá Seðla- bankanum síðan 2004. Stýrivextir hafa verið hækkaðir 18 sinnum til þess að slá á þenslu. Í fótboltaleik fá menn auðvitað aldrei 18 gul spjöld. Menn fá rautt. Meira: http://gummisteingrims.blog.is Eggert Herbertsson | 31. mars Ekki málefnalegt Það er alveg með ólík- indum að hlusta á for- sætisráðherra í um- ræðu um aðild að ESB og upptöku evru. Það hefur aldrei neinn sagt að upptaka evru leysi öll vandamál. Hins vegar hefur fólk bent á marga kosti þess að ganga í ESB og taka upp evru, ekki gallalaust, en kostirnir eru margir. Mér leiðist þegar forsætisráðherra reynir að loka umræðunni með svona leiðinda útúrsnúningum […] Meira: http://eggerth.blog.is Gísli Freyr Valdórsson | 31. mars Vindhögg Össurar Á fimmtudagskvöld sótt ég fund Varðbergs og hélt Björn Bjarna- son þar góða ræðu. Þegar Björn minntist á þessa tillögu um 240 manna varalið, hugsaði ég með mér, ,„nú á eitthvað eftir að heyrast frá vinstrimönnum“. (Lesist: frá þeim sem aldrei hafa viljað taka öryggismál landsins alvarlega og snúa öllum slíkum umræðum upp í eintóma vitleysu.) Og ekki þurfti að bíða lengi. Össur hefur eytt gærmorgninum í að búa til blogg sem ég reyndar held að hann trúi ekki sjálfur fyllilega. Kem nánar að því síðar. En af hverju er það þannig að það má aldrei ræða öryggismál í landinu án þess að vinstrimenn missi fæt- urna og þeyti um fjölmiðla með inni- haldslaust blaður og vitleysisgang. Ég get ekki séð að það sé mikill skaði að því að í 300 þúsund manna sam- félagi sé hægt að mynda um 1.000 manna löggæslulið á skömmum tíma. Hvergi kom fram í ræðu Björns í gær að það stæði til að hið 240 varalið yrði vopnað eða neitt þess háttar. En eins og ég sagði hér áðan held ég að Össur sé ekki alveg sam- kvæmur sjálfum sér í þessum mál- flutningi sínum. Hann hefur ann- aðhvort verið sendur af þinglokknum eða Ingibjörgu Gísladóttur. Nú er staðreyndin reyndar sú að fæstir innan þingflokks Samfylkingarinnar hafa nokkurt vit á varnar- og örygg- ismálum. Einhvern veginn hefur fólk haldið að Össur yrði trúverðugur. Þannig að Össur er sendur út af hinni sökkvandi örk Samfylking- arinnar til að ráðast á Björn. Líklega hefur enginn annar þorað. Össur hefði samt kannski átt að lesa ræð- una áður en hann tjáði sig um hana. Annars hef ég áður tjáð mig um vanmátt Samfylkingarinnar til að fjalla um þessi mál. Það má sjá hér og hér. En burtséð frá þessu öllu hefur Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, aldrei sagt að hann vilji setja hér á stofn íslenskan her – aldrei nokkurn tímann! En sósíalistar og fjölmiðar á Ís- landi hafa margoft fullyrt að hann vilji stofna her. Enginn hefur þó get- að vísað í nein ummæli Björns. Meira: http://gislifreyr.blog.is BLOG.IS Kynning á Lögmáli Guðs Námskeið verður haldið á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 11.00-17.00. Kynnt verður Divine Principle (lögmál Guðs), þekkingin sem uppgötvuð var af dr. séra Sun Muyng Moon í gegnum opinberanir. Lögmál Guðs útskýrir huga, hjarta og eðli Guðs, lögmál hans og endurreisnarforsjá, frá syndafalli mannsins til okkar daga. Fyrri hluti Lögmáls Guðs verður kynntur og er heiti kaflanna eftirfarandi: Kynning - Lögmál Guðs - Syndafall mannsins - Hinir síðustu dagar og mannkynsagan - Messías, koma hans og tilgangur með komu hans. Námskeiðið verður að mestu flutt á ensku, (power point) texti og skýringarmyndir. Kynnir er Þormar Jónsson. Nánari upplýsingar og skráning hjá honum í síma 552 5808 og 660 7748, tomlenka@simnet.is UNGBARN í andnauð á sjúkrahús- inu í Nuuk, höfuðstað Grænlands, var flutt með sjúkraflugvél Mýflugs á Landspítalann í fyrradag ásamt full- orðnum sjúklingi og lenti vélin í Reykjavík um kl. 23 á föstudags. Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðs Akureyrar við að útvega sjúkraflug- vél vegna málsins og var haft sam- band við Flugfélag Íslands sem hefur þjónustað austurströnd Grænlands, en ekki var mögulegt að fá flugvél þaðan. Þá var haft samband við Land- helgisgæsluna og athugað með TF- SYN, flugvél Gæslunnar, ekki reynd- ist mögulegt að nýta þann kost þar sem flugmenn voru komnir á tíma. Gæslan hélt áfram að vinna að lausn málsins af sinni hálfu en ljóst var að þrátt fyrir að flugmenn gætu komið inn væri ekki lendingarfært fyrir Fokkervél í Nuuk. Um það leyti sem þessar upplýsingar bárust tilkynnti Mýflug að félagið ætti tiltæka sjúkra- vél sem send var í loftið kl. 11.29 frá Akureyri með neyðarflutningsmann frá Slökkviliði Akureyrar og lækni frá FSA. Sjúklingar sóttir til Grænlands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.