Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 20
AP Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is N ýtt fatamerki hefur vakið mikla athygli í London fyrir litríka stuttermaboli með smellnum slagorðum. Merkið heitir House of Holland og hóf göngu sína fyr- ir aðeins um hálfu ári. Maðurinn á bak við það heitir Henry Holland og hefur nýverið lokið BA-námi frá London College of Printing. Tíska umfram pólitík Bolirnir eru í anda þeirra sem breski hönnuðurinn Katharine Hamnett gerði fyrst fræga fyrir rúmum 20 árum en hún klæddist einum slíkum með pólitískum skilaboðum á fundi með þáverandi forsætisráðherra, Margaret Thatcher. Í þetta skipti eru skilaboðin ekki pólitísk heldur gamansöm og sækja öll í sama tísku- brunninn. Textinn rímar og notast er við nafn þekktrar manneskju úr tískuheiminum. Dæmi um skilaboð úr væntanlegri vetrarlínu til tveggja heimsþekktra fyrir- sætna eru : „I’ll Show You Who’s Boss, Kate Moss og „I’ve Got More Than A Handful For Naomi Campbell“. Nýtt andlit Marni og Lanvin, fyrirsætan Jessica Stam, fékk líka sinn eigin bol: „Wham, Bam, Thank-you Stam“. Á vefsíðunni www.houseofholland.co.uk er hægt að kaupa boli úr nýjustu línunni fyrir 35 pund, eða um 4.500 krónur, þar sem áherslan er á fatahönnuði, ekki fyrirsætur. Á einum bolnum úr línunni stendur: „Do Me Daily, Christopher Bailey“ en Bailey er aðalhönn- uður hins þekkta breska merkis Burberry. Ekki verður gerð tilraun til að þýða slagorðin hér en öll eru þau gamansöm og að hluta til er lögð meiri áhersla á rím og grín en innihald, öfugt við hjá Hamnett. Vefurinn er litríkur og skemmtilegur og fyrirsætan Agyness Deyn frá Manchester situr fyrir á myndunum. Hún er með aflitað hár og stuttklippt, klæðist gjarnan litríkum fötum, hefur gaman af því að fara út á lífið og passar vel inn í viðskiptavinahóp Hollands. Bolirnir hafa notið vinsælda meðal tískusinnaðra og seljast vel í búðum á borð við Colette í París, Barneys í New York og Harvey Nichols í London. Hamnett í slaginn á ný Holland hefur bæði gaman af skrifum og tísku og segir að bolagerðin hafi sameinað þetta tvennt vel. Í kjölfarið hitti hann líka marga af hönnuðunum sem hann ritaði um og segir það í raun hafa verið eitt tak- markið með uppátækinu. Bolagrínið þreytist þó á end- anum og verður Holland eflaust að finna upp á ein- hverju nýju ef hann ætlar að halda áfram í tískubransanum. Í kjölfar vinsælda Hollands hefur frumkvöðullinn Hamnett farið að framleiða stuttermaboli sína á ný. Slagorðin hennar eru þó öll pólitísk og snúast mörg um umhverfið eins og „Worldwide Nuclear Ban“ og „Clean Up Or Die“. Fúlasta alvara þar á ferð. Hægt er að kaupa bolina fyrir 45 pund, um 5.900 kr., á www.katharinehamnett.com. AP Tískuslagorð Fjórar fyrirsætur klæddar í nýjustu bolalínu Henry Holland á tískusýningu í London í febrúar. Afstaða Hönnuðurinn Hamnett hitti Thatcher þáver- andi forsætisráðherra í bol með pólitískri yfirlýsingu. Hollensk slagorð Fyrir fyrirsætur Slagorðið lýsir yfir ósk um að spila Twister án klæða með Lindu. ● Do you want to study in Denmark? ● Do you want to study in Denmark in an international environment? ● Are you looking for a programme which gives you good job opportunities? ● Are you interested in Computer Science or IT? ● Are you looking for a short education at university level? Do as Hrund Brynjólfsdóttir and other young students. Every year The Academy of Southern Denmark in Søn- derborg welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg has an active ”Íslendingafélag”. Visit our website www.sdes.dk to read more about your future in Denmark. Do you want to study Computer Science or IT? Grundtvigs Allé 88 DK-6400 Sønderborg Tlf. +45 7412 4141 www.sdes.dk daglegtlíf Serbókróatinn Goran Bregovic segist stela frá hefðinni og reyna að skila einhverju til nú- tímans með vöxtum. » 22 tónlist Frá veikburða málsvara til her- fræðilegs stórveldis. Þorleifur Friðriksson hefur srkáð sögu Dagsbrúnar. » 24 sagnfræði Sverrir Þórðarson blaðamaður fylgdist með stríðsréttarhöld- unum yfir nasistum í Nürnberg árið 1946. » 26 stríðsglæpir |sunnudagur|1. 4. 2007| mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.