Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15–17 Hörpugata 7 – 101 Reykjavík Sjarmerandi hús í „litla Skerjafirði”. Húsið stendur á 317 fm eignarlóð. Hæð og ris er 4-5 herb. Samliggjandi stofur, borðstofa opin í fallegt hlýlegt eldhús. 2 herbergi, alrými og baðherbergi m/baðkari í risi. Í kjallara er 2ja herb íbúð, tilvalið t.d. í útleigu eða opna á milli hæða. Samtals er húsið skráð 131,6 fm. En er að hluta til undir súð. Skemmtilegt lítið hverfi í hjarta borgarinar, rólegt og barnvænt. Sjá myndir og uppl. á www.nytt.is Fyrir liggja teikningar af framkvæmdum að byggingu húss við hliðina og mun það hús tengjast þessu húsi, en að litlu leyti og munu lóðir vera alveg sér. Teikningar og uppl. á staðnum. Verið velkomin - Reynir s. 820 2145 tekur á móti áhugasömum. Í OKTÓBER 2005 kostaði 3.713 kr. á dag eða 103.952 kr. að vista stóran hund í einangrun í Hrísey í 4 vikur. Í dag kostar 8.928 kr. á dag eða 250.000 kr. að hafa stóran hund í einangrun í 4 vikur. Þetta er 140% hækk- un. Hvað hefur gerst? Jú, einangrunarstöð gæludýra í Hrísey var lokað eftir að einkaaðili fékk út- hlutað leyfi til að reka einangrunarstöð fyrir gæludýr á Reykjanesi. Landbún- aðarráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 54/1990 sem felldi úr gildi gjald- skrá fyrir einangrun og 45 alþing- ismenn samþykktu. Frá því að einangrunarstöðin sem er ein „á markaði“ á Íslandi var opnuð í desember 2005, hefur verð- lagsþróun fyrir 4 vikna einangrun verið svona: Í desember 2005, 150.000 kr. Sumarið 2006 hækkaði verðið í 196.000 kr. Í byrjun febr- úar 2007 hækkaði verðið í 250.000 kr. Þessi „þjónusta“ á ekki að vera hundeigendum að kostnaðarlausu en að hún sé svona augljóst okur er fráleitt. Eru ekki til lög sem vernda neytendur gegn svona ófyrirleitinni verðlagningu? Er sá sem veitir einokunarfyrirtæki rekstrarleyfi ábyrgðarlaus? Skoð- ar samkeppnisstofnun svona mál þegar engin er samkeppnin? Eða er þetta í lagi af því að hundeig- endur eru lítill og lágvær hags- munaðili? Flokkun á einangrunarþörf eftir áhættu Það gilda aðrar reglur um inn- flutning á gæludýrum til Íslands en í löndum Evrópusambandsins og þessar ófyrirleitnu verðhækk- anir vekja upp spurningar um hvers vegna við þurf- um að búa við aðrar reglur en þau um smitgát vegna gælu- dýra. Það er skyn- samlegra að flokka einangrunarþörfina eftir áhættumati á smiti hjá einstökum dýrum, en að skylda alla innflytjendur hunda til að greiða einokunarstöð tugi milljóna á ári fyrir 4 vikna einangrun sem í langflestum tilfellum er óþörf. Það er svo lítil hætta á smiti eða sýkingum þegar fólk flytur gæludýr sín með sér á milli landa að einangrun er talin óþörf og löngu aflögð í lönd- um ESB, enda eru þessi gæludýr með allar mögulegar bólusetn- ingar og forvarnir. Hér á landi er eigendum annarra gæludýra s.s. fugla og nagdýra treyst til að framfylgja nauðsynlegum var- úðarráðastöfunum og heimasóttkví við innflutning. Af hverju ekki eig- endum hunda og katta? Við lestur reglugerðar um einangrun þessara gæludýra dettur manni helst í hug að verið sé að tala um kjarn- orkuúrgang eða annað hættulegra, en ekki heimilisdýr, slíkar eru ráðstafanirnar. Furða að maður skuli vera lifandi eftir samneyti við svona hættuleg dýr. Ég get ferðast með hundinn minn um Evrópu með gælu- dýrapassa sem í eru skráðar allar forvarnaraðgerðir og meðferðir sem dýrið hefur fengið, þ.m.t. ár- legar bólusetningar gegn hunda- æði og öðrum smitsjúkdómum, ásamt niðurstöðum mótefnamæl- inga í blóði. Bretland, Írland og Noregur (allt hundaæðisfrí lönd) ásamt öðrum löndum í Evrópu virða þennan passa og krefjast ekki lengur einangrunar. Áður en passinn kom til árið 2002 var t.d. 6 mánaða einangrun í gildi í Bret- landi. Fyrir gildistöku Evrópupassa gæludýra var metin áhætta á að hundaæði bærist til Bretlands. Þá var talið mögulegt að upp kæmi eitt tilfelli á 36 ára fresti og að mannúðlegri meðferð á dýrunum væri þeirrar áhættu virði, enda vel viðráðanleg. Miðað við fjölda innfluttra hunda hér á landi erum við að tala um hugsanlega áhættu sem er eitt tilfelli á mörg hundruð ára fresti, en jaðarkostnaður við óbreytta ráðstöfum mun á sama tíma hlaupa á milljörðum króna. Við mat á einangrunarþörf fyrir hunda á að meta einstaklings- bundna áhættu en ekki meðhöndla þá alla eins og þeir séu alvarlegt tilræði við lífríki landsins og þurfi hámarks öryggisgæslu, eins og gert er í dag. Það ætti að vera nægilegt að dýralæknir skoði dýr við komu, staðfesti komuskjöl og vottorð frá dýralæknum í upprunalandi, auk þess að fylgjast með dýrunum heima á vikunum eftir komu. Það mætti líka bjóða upp á 0–5 daga einangrun eins og gert er t.d. á Hawaii (líka hundaæðislaust land) þetta fyrirkomulag var tekið þar upp í júní 2003. Þar fara meira en 80% af innfluttum hundum í áhættuflokk sem leyfir svona stutta eða enga einangrun. Ég hygg að samskonar áhættuflokkun kæmi í ljós varðandi hunda sem flytja með eigendum sínum til Ís- lands frá Evrópu. Líkur á hættu- legu sjúkdómasmiti eru minni en af þeim ferðamönnum og íbúum, íslenskum og erlendum, sem koma til landsins árlega, svo ekki sé nú talað um blessaða farfuglana. Samanburður Fyrir þá sem hafa gaman af samanburði má geta þess að dag- gjald fyrir hund í einangrun á Reykjanesi er svipað eða hærra en daggjald á vistheimili aldraða það sem veitt er sólarhringsþjón- usta og faglært fólk starfar allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað fáránlegur samanburður en verðið á þjónustu einangrunarstöðv- arinnar er líka fáránlegt. Ferðamaður frá Kenýa fer ekki í einangrunargæslu hér af því að það fréttist af ebolasýkingu í Kongó. Fólk er sett í einangrun ef skynsamlegt einstaklingsbundið mat á áhættu bendir til þess að það sé því eða öðrum fyrir bestu. Sama regla ætti að gilda um gælu- dýr. Þessi almenna einangr- unarregla án einstaklingsbundins mats á áhættu er bæði ómann- úðleg og óhagkvæm tímaskekkja. Okur í skjóli einokunar Ingibjörg Þórhallsdóttir skrifar um reglur um einangrun gæludýra » Verð fyrir einangrungæludýra hefur hækkað um 140% frá því í desember 2005. Ingibjörg Þórhallsdóttir Höfundur er kennari og hundeigandi. VORIÐ 2006 skrifuðum við BA- ritgerð í uppeldis- og mennt- unarfræði við Háskóla Íslands um út- lit kvenna í tónlistarmyndböndum og tengsl þess við líkamsímynd ís- lenskra unglings- stúlkna. Slík tengsl hafa ekki verið rann- sökuð hér á landi á þennan hátt fyrr og mikilvægt að leggja grunn að frekari rann- sóknum á líkamsímynd unglingsstúlkna. Já- kvæð líkamsímynd er sérlega mikilvæg þar sem hún er talin vera stærsti þáttur sjálfs- myndar. Jákvæð sjálfsmynd getur verið forvörn gegn hvers konar áhættuhegðun, til dæmis óhóflegri lík- amsrækt og megrun. Ákveðið var að skoða líkamsímynd kvenna sem birtast í tónlistar- myndböndum sér- staklega sökum þess að tónlistarmyndbönd eru framleidd með því markmiði að vekja eft- irtekt og selja ákveðna vöru, ímynd eða hug- mynd. Tónlistar- myndbönd eru jafn- framt talin hafa mest áhrif allra fjölmiðla á skynjun og viðhorf áhorfenda sökum þess að þar fer fram miðlun í hljóði, mynd og máli. Aðaláhorfendur tón- listarmyndbanda eru börn og ung- lingar. Aðalfyrirmyndirnar Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar voru tekin viðtöl við nokkrar fjórtán ára stúlkur og hins vegar var spurningakönnun lögð fyrir á annað hundrað stúlkur á menntaskólaaldri. Í viðtölunum kom skýrt fram að fyr- irmyndir stúlknanna að líkamlegu út- liti voru helst konur í fjölmiðlum. Stúlkurnar báru því líkamlegt útlit sitt beint saman við fjarlæga aðila eins og stjörnur eða módel og sam- anburðurinn var upp á við. Það þýðir í raun að samanburðaraðilinn er, að mati stúlknanna, framar þeim í útliti. Slíkur samanburður er talinn hafa slæm áhrif á líkamsímynd þess sem samanburðinn gerir. Allar stúlk- urnar voru sammála um að líkamlegt útlit skipti miklu máli í lífi kvenna hérlendis sem erlendis og að „það vildu náttúrlega allir vera mjóir“. Stúlkurnar voru einnig sammála um að helsta útlitseinkenni kvenna í fjöl- miðlum væri grannt líkamslag og þær vildu sjálfar vera grannar. Stúlkurnar báru útlit sitt einnig óbeint saman við útlit kvenna í fjöl- miðlum í gegnum skoðanir vin- kvenna og umræður við þær um útlit. Við slíkan samanburð og umræður styrkist sú hugmynd að grannt útlit kvenna í fjölmiðlum og tónlistar- myndböndum sé eftirsóknarvert. At- hygli vakti að stúlkurnar óskuðu all- ar eftir einhverjum útlitsbreytingum í takt við útlit fyr- irmyndanna. 1,59 klukkustundir á dag Í niðurstöðum spurn- ingakönnunarinnar kom í ljós að meðaláhorfstími stúlknanna á tónlistar- myndbönd reyndist 1,59 klukkustundir á dag. Hins vegar fundust eng- in tengsl á milli áhorfs- lengdar og líkams- ímyndar stúlknanna. Er sú niðurstaða í sam- ræmi við niðurstöður erlendra rannsókna um að áhorfslengd sem slík á sjónvarpsefni, tengist ekki líkamsímynd ung- lingsstúlkna. Í erlend- um rannsóknum er inn- limun hugmynda um ákveðið útlit og viðtekin gildi um grannt lík- amslag kvenna því talin vega þyngra en áhorfs- lengdin sjálf. Það nægir því ekki einungis að tak- marka áhorf barna og unglinga á sjónvarps- efni heldur þurfa önnur ráð að koma til. Niðurstöður rann- sóknarinnar bentu til að slæm lík- amsímynd tengdist útlitssamanburði við fyrirmyndir í fjölmiðlum og tengslin milli samanburðar og vilja til að breyta eigin útliti í samræmi við útlit kvenna í tónlistarmyndböndum voru sterkust. Þær stúlkur sem báru sig mikið saman við útlit kvenna í tónlistarmyndböndum höfðu slæma líkamsímynd. Niðurstöður verkefn- isins í heild eru í stórum dráttum samhljóða erlendum rannsóknum. Fjöldi þátttakenda í rannsókninni var þó á mörkum þess að hægt sé að alhæfa um niðurstöður. Þær gefa þó fullt tilefni til frekari rannsókna á lík- amsímynd stúlkna og drengja hér- lendis í tengslum við ýmsa sam- félagslega þætti. Að hagnýta niðurstöðurnar? Við búum í mjög útlitsmiðuðu sam- félagi þar sem sérstök áhersla er á grannt líkamslag kvenna og sam- anburður af öllu tagi er hluti af lífi fólks. Því er mikilvægt að kenna ung- lingsstúlkum að gera útlitssam- anburð sem er hagstæður fyrir lík- amsímynd þeirra, einkum þar sem sjálfsmynd þeirra mælist hvað lægst við upphaf unglingsára og hún er mikilvæg forvörn gegn áhættu- hegðun. Almennt hefur líkamsímynd, að okkar mati, ekki fengið nægilegt vægi í umfjöllum um forvarnir. Það skiptir miklu máli að gera sem flestum grein fyrir því að fjölmiðlar, sérstaklega tónlistarmyndbönd, geta haft einhvers konar áhrif á fólk óháð aldri eða áhorfslengd. Best væri að okkar mati að byrja snemma að kenna börnum að sía, grisja og meta efni fjölmiðla, jafnvel strax í fyrstu bekkjum grunnskóla. Þá væri búið að byggja góðan grunn að meðvitund um möguleg áhrif fjölmiðla og tón- listarmyndbanda og þannig stuðla að sterkari líkamsímynd og sjálfsmynd þeirra. Slík meðvitund hlýtur að telj- ast nauðsynleg í samfloti við öra tækniþróun og aukið aðgengi barna og unglinga að fjölmiðlum. Allir vilja vera mjóir … Eva Harðardóttir og Ingunn Ásta Sigmundsdóttir fjalla um líkamsímynd íslenskra unglingsstúlkna Eva Harðardóttir » Best væri að okkarmati að byrja snemma að kenna börn- um að sía, grisja og meta efni fjölmiðla... Ingunn Ásta útskrifaðist sem uppeld- is- og menntunarfræðingur vorið 2006 og Eva lýkur námi í uppeldis- og menntunarfræði í vor. Ingunn Ásta Sigmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.