Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 66

Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 66
66 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Birtu Björnsdóttur og Jóhann Bjarna Kolbeinsson birta@mbl.is, jbk@mbl.is KVIKMYNDAMIÐSTÖÐ Íslands hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til fjölmargra kvikmynda og kvik- myndahandrita sem nú eru í vinnslu. Það þýðir að viðkomandi mynd fær styrk ef full fjármögnun næst að öðru leyti. Meðal þessara verka eru leiknar myndir í fullri lengd, stuttmyndir, heimildarmyndir og leikið sjón- varpsefni. Myndirnar eru úr ýmsum áttum og á lista yfir styrkþega má sjá nöfn á gömlum kempum í kvik- myndaiðnaðinum í bland við ný- græðinga. Hér að neðan verða nokkrar þess- ara mynda skoðaðar nánar. R.W.W.M. (Reykjavik Whale Watching Massacre) Leikstjóri: Júlíus Kemp. Framleiðandi: Kvikmyndafélag Íslands. Upphæð: 43.000.000. Stefnt er að því að hefja upptökur á myndinni í lok sumars eða snemma í haust. Ekki hefur verið ákveðið hverjir fara með aðalhlutverkin í myndinni sem verður frumsýnd á næsta ári. Handritið er frumsamið og er eft- ir rithöfundinn Sjón. Leikstjórinn Júlíus Kemp vildi lít- ið gefa upp um myndina, annað en kynningarlínu hennar sem er eft- irfarandi: „Hunting humans in the cold waters of Iceland.“ S.A.S. Leikstjóri: Óskar Jónasson. Framleiðandi: Spiral, Friðrik Þór Friðriksson. Upphæð: 55.000.000. Friðrik Þór segir að S.A.S. sé ein- ungis vinnuheiti, myndin muni hugs- anlega heita Reykjavík – Rotter- dam. Óskar skrifar handritið ásamt oft nefndum spennusagnahöfundi Ís- lands, Arnaldi Indriðasyni. Baltasar Kormákur kemur til með að leika aðalhlutverkið en hann hef- ur undanfarin misseri verið iðnari við leikstjórn en leik. „Myndin fjallar um mann sem lendi í smáklemmu, og ætlar að redda fjárhagsvandræðum sínum með síðasta smyglinu,“ segir Friðrik og bætir við að um blöndu af spennu og gríni sé að ræða. „Þegar þessir tveir snillingar koma saman kemur eitthvað skemmtilegt út,“ segir Friðrik um samvinnu Arnaldar og Óskars. Tökur á myndinni hefjast í ágúst og stefnt er að því að frumsýna hana um áramótin. Rafmögnuð Reykjavík Leikstjóri: Arnar Jónasson. Framleiðandi: Zik Zak. Upphæð: 6.000.000. Hér er um að ræða heimild- armynd um sögu raftónlistar á Ís- landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands veitir styrki og vilyrði til væntanlegra mynda Besta mynd allra tíma Sólveig AnspachÓskar Jónasson Þorfinnur Guðnason Friðrik ÞórFriðrikssonArnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.