Morgunblaðið - 20.04.2007, Page 8

Morgunblaðið - 20.04.2007, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ BÓK EFTIR HÖFUND ALKEMISTANS „Hugarfjötur er meistaraverk Coelhos … Hrífandi lei›sögn um lendur lífsins og ástarinnar.“ News Dásamlega þroskað verk sem snertir lesendur um ókomna tíð.” Allemagne Zeitung Nafn Grétar Mar Jónsson. Starf Var bæði sjómaður og skip- stjóri en hætti í janúar sl. Fjölskylduhagir Einhleypur. Kjördæmi Suðvestur, 1. sæti fyrir Frjálslynda flokkinn. Helstu áhugamál? Þau eru svo mörg! Félagsmál af ýmsu tagi. Ég er t.a.m. mikill áhugamaður um pólitík, handbolta og fótbolta. Hvers vegna pólitík? Ég hef verið í félagsmálavafstri alla mína tíð, alveg frá því að ég var krakki. Ég sat í sveitarstjórn í átta ár og svo hef ég verið í stjórn íþróttafélaga, í hafnarstjórn og var í stjórn Ungra jafnaðarmanna á sínum tíma. Ég var líka formaður fiskifélagsdeildar í Sandgerði sem og atvinnumálanefndar Suðurnesja og fleira og fleira. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Ég veit lítið um það. Ég sat sem varaþingmaður í þrjá og hálfan mánuð á síðasta kjörtímabili og auðvitað var það ný reynsla og þekking. Lögunum er breytt á Al- þingi og þess vegna hef ég áhuga á því. Ég vil gera breytingar og láta gott af mér leiða. Ég hugsa að flestir sem sækjast eftir því að fara á þing séu þessu marki brenndir. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Ég mun leggja áherslu á breyt- ingar í sjávarútvegsmálum og að bæta hag öryrkja og ellilífeyr- isþega. Síðan eru auðvitað fleiri mál eins og eiturlyfjavandinn og innflytjendavandinn sem maður vill beita sér fyrir. Þarf breytingar? Já, það er mikið órættlæti í sam- félagi okkar sem þarf að laga og breyta. Það er engin spurning. Nýir frambjóðendur | Grétar Mar Jónsson Vil láta gott af mér leiða Morgunblaðið/Alfons Breytingar „…það er mikið óréttlæti í samfélagi okkar sem þarf að laga og breyta.“ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN Lágafell við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ var vígð í gær, en fyrsti áfangi mann- virkjanna var tekinn í notkun á liðnu hausti. Íþróttamannvirkin eru um 5.000 fermetrar að stærð. Þar er íþrótta- salur, saunaklefi, hvíldarherbergi og nuddherbergi ásamt tilheyrandi búnings- og hreinlætisaðstöðu. Ennfremur úti- og innisundlaug, barnalaug, vaðlaug, þrjár vatns- rennibrautir, tveir heitir pottar og nuddpottur. Innisundlaugin er með lyftanlegum botni þannig að hægt er að stilla vatnsdýptina. Í tengslum við sundlaugarsalinn eru skiptiklefi fyrir fatlaða og áhaldageymsla. Á annarri hæð sal- arins er vaktherbergi þar sem út- sýni er yfir útisvæðið og innisund- laugarsalinn. World Class verður með líkamsrækt í húsinu og kaffi- hús er í anddyrinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vígslan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri Nýsis ehf., Klara Klængsdóttir og Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar, við vígsluna við Lækjarhlíð í gær. Íþróttamiðstöðin Lágafell við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ vígð Ljósmynd/Mosfellsbær Vígslusundið 17. júní 1964 Klara Klængsdóttir eftir vígslusundið í Varm- árlaug fyrir um 43 árum. Jón M. Guðmundsson, þáverandi oddviti Mosfells- hrepps, tekur á móti henni og til hægri er Tómas Sturlaugsson, fyrrver- andi kennari og skólastjóri við Brúarlands- og Varmárskóla. Eftri Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ALLS eru 221.368 kjósendur á kjör- skrárstofnum vegna alþingiskosning- anna 12. maí. 110.969 konur og 110.399 karlar. Eru konur því 570 eða 0,5% fleiri en karlar. Þessar upplýs- ingar koma fram í yfirliti Hagstofu Íslands yfir kjósendur á kjörskrár- stofni sem kom út í gær. Við seinustu alþingiskosningar, 10. maí 2003, voru 211.304 kjósendur á kjörskrá og nemur fjölgunin því 10.064 manns eða 4,8%. 8.793 kjósendur eru með lögheimili sitt erlendis Heildarfjöldi kjósenda sem eru með lögheimili erlendis er nú 8.793 eða 4,0% kjósendatölunnar og hefur þeim fjölgað um 65 frá síðustu alþing- iskosningum, eða um 0,7%. Kjósend- um sem eru með lögheimili hér á landi hefur fjölgað um 9.999 eða 4,9%. Þá kemur fram í upplýsingum Hagstofunnar að þeir sem vegna ald- urs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Al- þingis eru 17.132, eða 7,7% af kjós- endatölunni. Í Reykjavíkurkjördæmunum báð- um eru nú 87.173 kjósendur á kjör- skrá. Hefur þeim fjölgað um 1,9% frá seinustu kosningum. Í Suðvesturkjördæmi eru þeir 54.584. Þar hefur fjölgunin hinsvegar orðið mun meiri, eða um 11,8% frá 2003. Í Norðvesturkjördæmi eru kjós- endur á kjörskrárstofni nú 21.126 og hefur fækkað um 0,6%. Í Norðaust- urkjördæmi eru þeir 27.888 og fjölg- aði um 2,2% og í Suðurkjördæmi 30.597 og hefur þeim fjölgað um 7,9%. Skv. upplýsingum Hagstofunnar semja sveitarstjórnir kjörskrár eftir kjörskrárstofnum sem Þjóðskrá læt- ur þeim í té. Í endanlegri tölu kjós- enda á kjörskrá, sem birt verður í skýrslu Hagstofunnar um kosning- arnar, verður svo tekið tillit til tölu látinna og þeirra sem fá nýtt ríkis- fang eftir að kjörskrárstofnar voru unnir, svo og breytinga sem verða á kjörskrá vegna leiðréttinga. Tíu þúsund fleiri kjósendur 17.132 fá að kjósa í fyrsta sinn til þings FJÓRIR hafa sýnt áhuga á að eignast flutningaskipið Wilson Muuga sem bjargað var af strandstað við Hvals- nes á dögunum. Hugsanlega mun fulltrúi mögulegs kaupanda skoða skipið þegar í dag, að sögn Guðmund- ar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Nesskipa. Þrír höfðu haft samband við Guð- mund í gær og lýst áhuga á að athuga með kaup á skipinu. Einn þeirra var fulltrúi tveggja mögulegra kaupenda. Guðmundur taldi að skip í því ástandi sem Wilson Muuga er í myndi seljast á rúmlega brotajárnsverði. Hann sagði að ljósavélar, rafmagnstafla og annað sem er ofarlega í vélarrúmi væri í lagi. Óvíst er um aðalvél, dælur og búnað á neðsta palli vélarrúmsins því þar gætti flóðs og fjöru meðan skipið var strandað. Því er ljóst að taka þarf upp aðalvélina og búnað sem leg- ið hefur í sjó. Tveir kostir eru í stöðunni, að sögn Guð- mundar. Að draga skipið í því ástandi sem það er til viðgerðar er- lendis, eða að koma aðalvélinni í gang og sigla skipinu fyrir eigin vélarafli utan. Guðmundur taldi að þétting sem gerð var á skipinu áður en það var dregið á flot mundi nægja til bráðabirgða. Wilson Muuga er 32 ára en í góðu ástandi miðað við aldur. Guðmundur taldi góðan grundvöll fyrir því að gera skipið sjófært á ný. Áhugi á Wilson Muuga Wilson Muuga dreginn á flot.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.