Morgunblaðið - 20.04.2007, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Saga Heimspekinnar
Tilvalin
útskriftargjöf
Menningarsjóður styrkir útgáfuna
Heimspekisagan frá Grikkjum
til forna til vorra daga
Eftir einn mesta hugsuð
íslensku þjóðarinnar!
Lafleur útgáfan
Hólmaslóð 4, 101 Reykavík, sími 659 3313
eftir Gunnar Dal
„Þetta gagnmerka rit eftir Gunnar Dal veitir manni
einstæða innsýn í undraveröld heimspekinnar
sem endist manni út allt lífið“
Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. rektor HR
Búkarest. AFP. | Þingið í Rúmeníu
samþykkti í gær með miklum meiri-
hluta atkvæða að setja forseta
landsins, Traian Basescu, af og er
um að ræða fyrsta skref í þá átt að
réttað verði yfir honum. Stjórnar-
andstæðingar saka Basescu um að
hafa brotið stjórnarskrána.
Forsetinn er m.a. sakaður um að
hafa „tekið með hjálp samstarfs-
manna sinna yfir allar ríkisstofn-
anir, haft afskipti af dómskerfinu
og verndað hagsmuni glæpa-
samtaka í efnahag Rúmeníu“.
Basescu var kjörinn forseti árið
2004 og hefur lengi átt í hörðum
deilum við forsætisráðherrann, Cal-
in Tariceanu, sem rak ráðherra úr
flokki forsetans fyrir nokkrum vik-
um. Nánir samstarfsmenn forset-
ans, sem er 55 ára gamall og vinsæll
meðal almennings, sögðu að hann
myndi segja af sér embætti í kjölfar
niðurstöðunnar á þingi. Yrði þá að
efna til nýrra forsetakosninga og
talið víst að Basescu færi fram á ný.
Forseti settur af vegna
meintra stjórnarskrárbrota
Reuters
Vikið Traian Basescu ávarpaði
stuðningsmenn sína í gær.
Brussel. AFP. | Fram kemur í skýrslu Evrópusambandsins
um neytendamál að nær helmingur af vörum sem seldar
eru í sambandsríkjunum og teljast hættulegar komi frá
Kína. Sumar af vörunum voru taldar svo varasamar að
lagt var þegar í stað blátt bann við að selja þær og það
eru fleiri en Kínverjar sem syndga. Seldir voru finnskir
bangsar með augu sem detta úr tóttunum, taílenskir
barnasmekkir með háu blýinnihaldi og varasamar plast-
endur, ekki er vitað hvar þær voru framleiddar.
Alls reyndust 440 tegundir af varningi frá Kína, þ.á m.
fegrunarlyf, tölvuvélbúnaður og leikföng, ekki fullnægja gæða- og örygg-
isstöðlunum sem er tífalt hærri tala en hjá upprunalandinu sem kom næst,
Þýskalandi. Þegar kannað var hve vel leikföng fullnægðu kröfunum reynd-
ist um 85% kínverskra leikfanga vera áfátt. „Það er gott merki að æ fleiri
dæmi eru um að gripið sé til aðgerða, það sýnir að um alla Evrópu er fólk
meira á varðbergi en áður,“ sagði framkvæmdastjóri neytendamála í
stjórn ESB, Meglena Kuneva.
ESB segir kínverskar neyslu-
vörur oft vera hættulegar
Ósló. AFP. | Norsk stjórnvöld vilja að
mótvægisaðgerðir gegn losun kol-
díoxíðs verði orðnar svo umfangs-
miklar árið 2050 að Norðmenn telj-
ist þá saklausir af því að auka á
gróðurhúsaáhrif með losun. Jens
Stoltenberg forsætisráðherra sagði
á þingi Verkamannaflokksins í gær
að dregið yrði úr losuninni um 30%
fyrir árið 2020. Noregur á ekki að-
ild að Evrópusambandinu sem
hyggst minnka losunina um 20% á
sama tímabili.
„Ríku þjóðirnar verða að gerast
losunarfríar þjóðir,“ sagði ráð-
herrann. Raforka er að mestu
framleidd með vatnsafli í Noregi en
Norðmenn eru hins vegar meðal
stærstu útflytjenda á olíu og gasi.
Reuters
Mengun Mikið af koldíoxíðlosun í
heiminum stafar frá bílum.
Norðmenn í
fararbroddi
Teheran. AP. | Íranar byrjuðu í gær að fylla uppistöðulón við Savand-fljót,
um 840 km sunnan við höfuðborgina Teheran en fornleifafræðingar óttast
að framkvæmdirnar valdi tjóni á rústum hinnar fornu höfuðborgar Perse-
pólis og fleiri minjum. Vatn úr lóninu verður notað til áveitu á ökrum á
svæðinu. Aðgerðinni var á sínum tíma frestað í nokkra mánuði til þess að
alþjóðlegum hópi vísindamanna gæfist tími til að stunda rannsóknir á forn-
leifum sem fundust fyrir skömmu á væntanlegum botni lónsins en þar er
m.a. ævaforn vegur milli borganna Persepólis og Súsa.
Íranska sjónvarpið sagði að Mahmoud Ahmadinejad forseti hefði gefið
skipun um aðgerðina en hann var þó ekki viðstaddur athöfn í tilefni dags-
ins. Fjöldi íranskra menntamanna og pólitískra andófsmanna í Íran hefur
fordæmt áætlanir stjórnvalda um lónið og sagt að hugmyndin sé „heimsku-
leg“. Hafa sumir þeirra hvatt alþjóðasamfélagið til að berjast gegn fram-
kvæmdinni.
Umdeilt lón ógnar fornleifum
TVEIR hindúar í Malasíu berjast nú
fyrir því að fá aftur eiginkonur sín-
ar og börn sem eru úr röðum músl-
íma. Íslömsk yfirvöld fjarlægðu þau
af heimilum sínum og sendu í
endurhæfingarbúðir fyrir múslíma.
Heimilum sundrað
FYRSTI lýðræðislega kjörni forseti
Máritaníu, Sidi Ould Cheikh Abdall-
ahi, sór embættiseið sinn í gær.
Abdallahi var pólitískur fangi með-
an herforingjar fóru með völdin.
Rétt kjörinn
NEYTENDASAMTÖK í Noregi
sinna ýmsum málum. Nýlega kvart-
aði maður yfir kynlífssímaþjónustu
og sagðist ekki hafa orðið fyrir
neinum áhrifum af samtalinu, það
hefði ekki veitt sér neina gleði.
Vörusvik
UM hálf önnur milljón Frakka í alls
82 borgum mun kjósa með rafræn-
um hætti í forsetakosningunum á
sunnudag. Komin er upp öflug and-
staða við þessa nýju aðferð og full-
yrt er að auðvelt verði að svindla.
Óttast svindl
HAKAKROSSAR voru málaðir á legsteina í grafreit
múslíma í Souchez í norðanverðu Frakklandi aðfara-
nótt fimmtudags. Ekki er vitað hver eða hverjir voru
að verki. Um er að ræða legsteina múslíma frá göml-
um, frönskum nýlendum, mennirnir börðust í franska
hernum í fyrri heimsstyrjöld.
Dómsmálaráðherrar Evrópusambandsins náðu í gær
samkomulagi um að refsivert yrði í öllum aðildarríkj-
unum 27 að hvetja til kynþáttahaturs og útlendinga-
andúðar. Verður hægt að dæma brotlega í allt að
þriggja ára fangelsi.
Deilt hefur verið um löggjöf af þessu tagi í sex ár í
ESB, Þjóðverjar vildu að gert yrði refsivert að afneita
því að þjóðarmorð nasista á gyðingum, Helförin svo-
nefnda, hefði átt sér stað. Fulltrúar Breta og norrænu
aðildarríkjanna þriggja, Dana, Svía og Finna, voru á
móti og töldu að með slíkum ákvæðum væri verið að
setja of miklar hömlur á tjáningarfrelsið.
Reuters
Legsteinar múslíma saurgaðir
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
SKIPTAR skoðanir voru í gær í
Bandaríkjunum um þá ákvörðun
NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að
birta tugi myndbanda og yfir 40 ljós-
myndir sem bárust stöðinni frá
námsmanninum Cho Seung-hui er
myrti í vikunni 32 nemendur og
kennara í háskóla í Virgínu og loks
sjálfan sig.
„Það hafa margir komist í uppnám
af því að sjá þessar myndir,“ sagði
lögreglumaðurinn Steve Flaherty,
sem fer fyrir rannsókn málsins, í
gær. Aðrir benda á að hugsanlega
séu fjölmiðlar að ganga erinda hins
óhamingjusama Cho eftir dauða
hans, hann hafi ekki síst viljað vekja
athygli á sér með illvirkinu. Einnig
geti þeir ýtt undir árásarhugmyndir
hjá öðrum með umfjöllun sinni.
Talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar
segir upplýsingarnar hins vegar gefa
fólki mikilvægar vísbendingar um
það hvað manninum hafi gengið til.
„Ég held að við munum aldrei skilja
til fullnustu hvers vegna þetta gerð-
ist, en ég held að þetta sé það næsta
sem við munum nokkru sinni komast
því að fá að gægjast inn í hug morð-
ingjans,“ segir Steve Capus, yfir-
maður fréttadeildar NBC.
Cho sendi stöðinni pakka með 28
myndskeiðum og 43 ljósmyndum.
Þar af sýndu ellefu hann beina skot-
vopni að myndavélinni. Pakkinn var
sendur frá háskólasvæðinu sama dag
og harmleikurinn átti sér stað.
„Þið höfðuð hundrað milljón tæki-
færi til að gera hlutina öðruvísi og
koma í veg fyrir þetta,“ segir Cho og
formælir skólafélögum sínum. „En
þið ákváðuð að úthella blóði mínu.
Þið hröktuð mig út í horn og gáfuð
mér aðeins einn kost. Ákvörðunin
var ykkar.“
Birtu myndir Cho