Morgunblaðið - 20.04.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 20.04.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 23 MENNING 4 vikna vornámskeið hefst 23. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur. Innritun og upplýsingar í síma 561 5620. www.schballett.is Nemendurnir eru á aldr-inum þriggja til áttatíuára, alls um 400 talsins. Það er Myndlistaskólinn í Reykja- vík, með fjölbreyttu og öflugu starfi, sem dregur að sér svo breiðan nemendahóp – og það út af fyrir sig staðfestir gildi starf- seminnar í samfélaginu.    Myndlistaskólinn í Reykjavíkfagnar um þessar mundir 60 ára afmæli og efnir af því til- efni til sýninga vítt og breitt um bæinn – t.d. verða myndir frá sögu skólans til sýnis í Borg- arbókasafninu við Tryggvagötu, í Þjóðminjasafninu sýna 6-12 ára börn textílverk og í Hoffmanns- galleríi í JL-húsinu sýna 4 kyn- slóðir kennara við skólann – auk þess sem verk nemenda og starf- semi skólans verður kynnt þar á opnu húsi á morgun. Þar verður boðið upp á ýmsa viðburði og geta gestir m.a. spreytt sig á að renna leir.    Skólinn hefur á að skipa úrvals-hópi háskólamenntaðra kenn- ara og býður ekki aðeins upp á námskeið og símenntun fyrir full- orðna – þar sem margur hefur sótt sér endurnærandi kraft í daglegu lífi og starfi – og fullgilt fornám í myndlist, hönnun eða arkitektúr fyrir nám á há- skólastigi, heldur er gildi skólans ekki síst fólgið í merku og þörfu framlagi hans til myndlist- armenntunar barna og unglinga. Lengi hefur verið bent á veikleika íslenska skólakerfisins hvað grunnmenntun í myndlist áhærir.    Myndlistaskólinn í Reykjavíkgegnir því brýnu hlutverki. Starfsemin er metnaðarfull og fjölþætt; lögð er áhersla á hefð- bundna þjálfun auga og handar, svo sem módelteikningu og lita- fræði, auk tilraunakenndari verk- efna í takt við hræringar í sam- tímanum. Myndlistaskólinn er í samstarfi við grunnskóla í Reykjavík og fá börn og ungling- ar tækifæri til að spreyta sig í margvíslegu faglegu samhengi í samvinnu skólans við erlenda listaskóla og ýmsar borgarstofn- anir, svo sem söfnin eða Listahá- tíð í Reykjavík.    Listum hefur verið líkt viðtaugakerfi þjóðarlíkamans og út frá þessu má álykta að þjóð- félag sem bælir eða hlúir ekki að listum sé óheilbrigt,“ segir Ing- ólfur Arnarsson, prófessor við Listaháskóla Íslands og einn sýn- endanna úr kennarahópi Mynd- listaskólans í Hoffmannsgalleríi. Starfsemi Myndlistaskólans á sér hliðstæðu í Myndlistaskólanum á Akureyri en hlúa þarf betur að því grasrótarstarfi sem á sér stað annars staðar á landinu og marka starfseminni skýran ramma. Ingi- björg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans, hefur bent á þá gríðarlegu grósku í tónlistarlífinu sem hlotist hefur af um 30 ára gamalli lagasetningu um rekstur tónlistarskóla um land allt.    Nú er lag að kynna sér fyr-irmyndarstarf Myndlista- skólans í Reykjavík – snara sér kannski að rennibekknum á morg- un – og spyrja hvort ekki sé kom- inn tími til að setja lög um mynd- listarskóla um land allt og gefa öllum þegnum lýðræðisþjóðfélags- ins kost á vandaðri undirstöðu- menntun í myndlist og öðrum list- greinum – þar sem skapandi hæfileikar ungra einstaklinga er virkjuð. Það skilar sér í frjórra samfélagi og auknum lífsgæðum. Hið frjóa samfélag » Gildi skólans er ekkisíst fólgið í merku og þörfu framlagi hans til myndlistarmenntunar barna og unglinga. Morgunblaðið/G. Rúnar Myndlistaskólinn í Reykjavík Sennilega getur enginn skóli á landinu stát- að af jafnmikilli breidd í aldri nemenda segir Anna Jóa um skólann. annajoa@simnet.is AF LISTUM Eftir Önnu Jóa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.