Morgunblaðið - 20.04.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 41
✝ KristbjörgKristjánsdóttir
fæddist í Eyrarhús-
um í Tálknafirði 18.
janúar 1905. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Seli laug-
ardaginn 14. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristján
Kristjánsson, út-
vegsbóndi og
skógarvörður frá
Mýri í Bárðardal, og
Þórunn Jóhann-
esdóttir frá Sveinseyri við Tálkna-
fjörð. Þau eignuðust ellefu börn,
níu náðu fullorðinsaldri en tvö dóu
í frumbernsku. Eldri en Krist-
björg voru Ólafur,
Sigríður, Kristín og
Jóhannes en yngri
Haraldur, Helga
Þóra og Guðrún.
Þau eru öll látin.
Kristbjörg giftist
árið 1939 Jóhannesi
Eiríkssyni frá Sölva-
nesi í Lýtingsstaða-
hreppi. Þau bjuggu
lengst af á Kristnesi
í Eyjafirði. Þau hjón
tóku í fóstur Kol-
bein Kristjánsson og
Jóhannes M. Kol-
beinsson.
Útför Kristbjargar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Mýrarseiglan entist henni í 102
ár. Nú er hún horfin til þess fram-
haldslífs sem hún trúði staðfastlega
á og til samvista við mann sinn Jó-
hannes Eiríksson frá Sölvanesi í
Lýtingsstaðahreppi sem hún taldi
ævinlega vera einstakan mann.
Kristbjörg Kristjánsdóttir var
ekki síður einstök kona en maður
hennar. Mannkostir hennar og
hæfileikar voru slíkir. Hún var af
Mýrarættinni í föðurætt en af út-
vegsbændum á Sveinseyri við
Tálknafjörð og Selárdalsprestum í
móðurætt. Íhyglina og góða skapið
hafði hún líklega að norðan en
snerpuna og snör tilsvör að vestan.
Kristján Kristjánsson frá Mýri í
Bárðardal, faðir Kristbjargar, fór
sem kennari að norðan til Tálkna-
fjarðar og ílentist þar í fjóra ára-
tugi, bóndi og hreppstjóri að Eyr-
arhúsum. Hann kvæntist
heimasætunni á Sveinseyri, Þór-
unni, dóttur Jóhannesar Þorgeirs-
sonar útvegsbónda og Dannebrogs-
manns og konu hans Kristínar
Bjarnadóttur. Kristján og Þórunn
eignuðust ellefu börn og komust níu
þeirra á legg. Systurnar Sigríður,
Kristín, Helga, Kristbjörg, Þóra og
Guðrún festu allar rætur í Eyjafirði
og í Kristnes snéru Kristján og Þór-
unn að lokinni starfsævi fyrir vest-
an. Kristján langafi verður ávallt
hugstæður sem síðskeggjað og hvít-
hært ljúfmenni er stöðugt vék góðu
að manni. Hann var blindur síðustu
æviár sín eins og Kristbjörg og
hinsti fundur minn við hana á hjúkr-
unarheimilinu Seli á Akureyri
minnti sterklega á bernskuminn-
inguna um langafa. Það var sama
heiðríkjan yfir þeim.
Systurnar Kristbjörg og Þóra
bjuggu báðar í Kristnesi ásamt fjöl-
skyldum sínum og þar varð mið-
punkturinn í lífi ömmusystra minna.
Og það var heldur en ekki höfð-
ingjabragur og þytur í stórrósóttum
silkikjólum þegar þær Sveinseyrar-
dætur tóku til hendinni við veislu-
höld. Kristbjörg stjórnaði öllu með
hægðinni en þegar á þurfti að halda
lét röggsemin að sér kveða. Hún var
matráðskona á Kristneshæli í fjóra
áratugi, frá 1939 til 1979, og hafði
lært til þess í Danmörku. Raunar
voru ömmusysturnar fagkonur á
sínu sviði og höfðu lært hannyrðir,
skraddaraiðn og matreiðslu hér
heima og erlendis. Þegar talið barst
að ættfræði, þjóðháttum, matar-
gerð, tísku, sniðum og saumaskap
var ekki komið að tómum kofunum
hjá þeim. Sérgrein þeirra var þó
evrópskt kóngafólk, einkum nor-
rænt, enda gengu „dönsku blöðin“
milli þeirra systra.
Móðir mín Sigríður Kristbjörg
naut nafns þegar Kristbjörg tók við
henni um tíma er Kristín amma
gekk í gegnum skilnað með þrjú
börn sín. Unglingurinn fékk vinnu í
eldhúsinu í Kristnesi og eftir gagn-
fræðapróf á Akureyri studdu þau
Kristbjörg og Jóhannes hana til
náms í Kvennaskólanum á Laugum
í Reykjadal. Mér er ekki grunlaust
um að móðir mín hafi tekið sér
Kristbjörgu til fyrirmyndar um
margt og foreldrar mínir mátu þau
Jóhannes ávallt mikils.
Kristbjörg gat þess í tilefni af 100
ára afmæli sínu að hún hefði lifað
það að sjá allt breytast. En Mýr-
arseiglan var söm við sig alla henn-
ar tíð og vammlaus hennar vegferð.
Við Steinunn færum Kolbeini og Jó-
hannesi samúðarkveðjur og biðjum
Guð að blessa minningu merkrar
konu.
Einar Karl Haraldsson.
Ég skal lofa þér í nótt
að gleyma þér aldrei
ef þú lofar mér í nótt
og gleymir því aldrei
að bíða eftir mér
og geyma mig hjá þér
í öllum þínum draumum
Viltu lofa mér í nótt
um nóttina svarta
að hvísla sannleikanum hljótt
að mínu hjarta
og þó að augun
séu aftur vona ég
að sál þín ennþá vaki
ég bíð eftir boðunum
frá himninum
að til þín á endanum
ég fáir að fljúga
(Einar Örn Jónsson)
Elsku frænka mín.
Nú ertu komin til hans Nóa okkar
eftir langa bið og ég veit að hann
tekur vel á móti þér þarna uppi. Ég
á svo margar góðar minningar um
þig sem ég ætla að geyma hjá mér í
framtíðinni. Það var svo gaman að
þú gast komið í ferminguna mína og
við sátum saman og opnuðum gjaf-
irnar mínar. Þú varst svo áhugasöm
og þreifaðir á þeim og spurðir mig
hvað hitt og þetta væri nú eiginlega,
þetta væri eitthvað sem hefði ekki
verið til þegar þú varst unglingur.
Þegar ég var lítil stelpa sagði ég þér
oft að þú yrðir að verða 100 ára því
mig langaði svo að koma í afmælið
þitt. Og þú varðst það og það var
frábært að fá að upplifa þann dag
með þér. Ég á svo fína mynd af okk-
ur síðan í afmælinu sem ég geymi á
náttborðinu mínu svo þú ert alltaf
hjá mér. Það var svo gaman þegar
þú komst með mér og mömmu í bíl-
túr fyrir örfáum árum. Við fórum og
keyrðum framhjá húsunum sem þú
hafðir búið í og svo komstu með
okkur heim og við fengum okkur að
drekka. Þegar ég kom til þín á Sel
og við sátum saman og borðuðum
konfekt, settum krem á hendurnar
hjá hvor annarri, fórum í sögustund
og vorum svo að syngja saman og
þú kenndir mér svo ótal mörg kvæði
og ekki má gleyma sykurmolunum
sem var það besta sem þú gast
fengið. Þér fannst svo gaman að
segja mér söguna af því þegar ég
spurði sem smástelpa hvað þú hétir
nú eiginlega því það héti enginn
frænka eins og ég kallaði þig allt-
af.Allar stundirnar sem við áttum
saman í bláu blokkinni, þegar við
sátum út í garðskála og horfðum á
gosbrunninn, þegar við fórum niður
í verslunina því mig langaði í nammi
og auðvitað léstu það eftir mér og
keyptir það handa mér, þegar við
sátum í sófanum og skoðuðum
gestabókina þína, þegar við vorum
að spila með Nóa og svo ótal margt
fleira. Þú varst alltaf svo stolt af
mér og rétt áður en þú kvaddir
þennan heim sagðir þú mér að vera
dugleg og það ætla ég svo sann-
arlega að vera fyrir þig frænka mín.
Það var svo gott að vera hjá þér og
fá að kveðja þig og syngja lagið okk-
ar fyrir þig um litlu fluguna. Núna
veit ég að þú ert komin á betri stað
og að þú horfir niður til okkar og
fylgist með okkur. Ég mun aldrei
gleyma þér, frænka mín, og veit að
við hittumst aftur seinna.
Ég elska þig.
Þín
Ásrún Þóra.
Kristbjörg
Kristjánsdóttir
Elsku pabbi minn. Mér fannst þér
alltaf meira annt um mína velferð en
þína eigin. Á milli okkar ríkti alla tíð
einlægt og kært samband. Mér finnst
ég skulda þér svo mikið og finnst ég
aldrei hafa sagt þér nægilega vel
hversu þakklát ég er fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig, Magga og börn-
in okkar, hversu mikið mér þætti
vænt um þig og hversu stolt og þakk-
lát ég er að hafa átt þig sem pabba.
Elsku pabbi minn. Auðæfi þín voru
í hjarta þínu og þannig uppskarst þú
hjartríkustu konuna, sem við systk-
inin, tengdabörn og barnabörn mun-
um nú umvefja umhyggju. Ég veit að
Drottinn Guð hefur tekið vel á móti
þér ásamt hinum englunum sem þú
átt á himnum.
Ég elska þig.
Þín
Jónína (Jolla).
Í dag kveð ég kæran tendgdaföður
minn Kristján Sigurjónsson, eða
Didda eins og hann var alltaf kall-
aður af fjölskyldu og vinum sínum.
Fyrir 24 árum kom ég inn í fjöl-
skylduna er við Krissi kynntumst, og
var mér einstaklega vel tekið af
Didda og Helgu, tengdaforeldrum
mínum, og aldrei hefur skugga borið
á þau kynni okkar.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar sest er við skriftir og
hugsað til Didda. Fyrst og fremst eru
það þó persónueinkenni hans, en
hann var einstaklega ljúfur maður og
með þá þægilegustu nærveru sem
hugsast getur.
Barnabörnin hændust öll að hon-
um og gaf hann sér ætíð tíma fyrir
þau, spurði þau um áhugamálin, skól-
ann og lék við þau.
Diddi var menntaður húsgagna-
smiður, og fyrir u.þ.b 17 árum byggð-
um við Krissi húsið okkar í Fífuhjall-
anum, kom þá enginn annar til
greina en Diddi sem smiður og verk-
stjóri. Skemmst er frá því að segja að
allir hlutir eru vandlega gerðir og
frágangur með miklum sóma, en það
var eitt af einkennum Didda, vand-
virkni, og var hann því ætíð eftirsótt-
ur til vinnu. Alltaf var hann boðinn og
búinn til að grípa í smíðaverkfærin
sín þegar einhver í fjölskyldunni var
að breyta eða bæta og yljar það mér
um hjartarætur að eiga svo mörg
handverk eftir hann, bæði hér heima
og ekki síst í sumarbústaðnum.
Eitt af áhugamálum tengdaföður
míns var jass, og þekkti hann allflest
jasslög og flytjendur þeirra. Fyrir
utan það að hann var mikill sportisti
og fylgdist með flestum ef ekki öllum
íþróttum, þó aðallega fótbolta en
hann spilaði sjálfur með IA og var
einnig í frjálsum íþróttum hér á árum
áður.
Fyrir 3 árum fórum við nokkur úr
fjölskyldunni á fótboltaleik í London
í tilefni afmælis Helgu, gaman var að
sjá ánægjusvipinn á honum þegar við
settumst í stúkuna og held ég að
hann hafi notið þess til hins ýtrasta,
þótt Alzheimer-sjúkdómurinn væri
farin að gera verulega vart við sig.
Við fjölskyldan í Fífuhjalla búum
einnig yfir góðum minningum úr
Kanaríeyjaferð okkar árið 2000, þeg-
ar Helga og Diddi komu með okkur
og sé ég hann fyrir mér á stuttbux-
unum, brúnan og sællegan leggjandi
kapal úti á verönd þar sem hann var
vaknaður á undan okkur hinum, og
bauð góðan daginn.
Alla tíð bjó hann við góða líkam-
lega heilsu, stundaði sundlaugarnar
og var mjög vel líkamlega á sig kom-
inn allt fram í andlátið.
Núna þegar þú leggur upp í ferð-
ina miklu sé ég þig fyrir mér, sælleg-
an, leggjandi kapal með bros á vör
,hlustandi á jass.
Biðjum við góðan guð að geyma
þig og vaka yfir Helgu og fjölskyld-
unni.
Þín tengdadóttir,
Guðrún Hulda.
Jæja, þá förum við bara til Akur-
eyrar sagði tengdafaðir minn eftir að
kona hans og dóttir höfðu stigið út úr
bílnum og við sátum tveir eftir. Svo
brosti hann glaðlega og skutlaði mér
mína leið. Þetta litla atvik kom mér í
hug þegar ég frétti andlát Didda.
Glaðværð, góðmennska og greiðvikni
voru hans mannkostir. Aldrei heyrði
ég hann hallmæla nokkrum manni,
aldrei hækka róminn, aldrei kvarta
undan neinu. Alltaf hugsa um aðra
fyrst, sjálfan sig síðar. Betri manni
hef ég ekki kynnst. Margt getur
maður lært af slíkri hetju hins dag-
lega lífs sem Diddi var. Hógvær en
ekki feiminn, glaðvær en ekki gal-
gopi. Fyrstur til að bjóða aðstoð, síð-
astur til að innheimta gjald eða
greiða. Frábær tengdafaðir, yndis-
legur afi. Kristján Sigurjónsson var í
alla staði góður maður, heill í gegn.
Ég þakka fyrir alla hjálpina,
stuðninginn og stundirnar á þeim
rúmum 24 árum sem ég fékk að vera
samferðamaður hans. Ekki síst er
mér mikið þakklæti í huga fyrir allan
þann tíma sem hann hafði fyrir Alex-
ander Eðvald. Hann hefur ekki bara
misst afa heldur líka sinn besta leik-
félaga.
Ég trúi því að Diddi, smiðurinn, sé
nú á betri stað í faðmi hins hæsta
himnasmiðs, sæll og glaður unandi
vel við sitt. Um leið og þakkað er fyr-
ir samferðina bið ég Drottin að
blessa allt hans fólk og þá sem hann
syrgja.
Guð blessi minningu Kristjáns Sig-
urjónssonar.
Magnús E. Kristjánsson.
Þegar Helga systir mín hringdi í
mig að morgni 12. apríl síðastliðins
og sagði mér að hann Diddi sinn væri
dáinn brá mér mikið og setti mig
hljóða um stund. Þetta hefði ekki átt
að koma mér á óvart þar sem hann
var búinn að vera mjög veikur en
maður virðist aldrei tilbúinn að taka
á móti svona fréttum. Diddi, eins og
hann var ávallt kallaður af fjölskyldu
og vinum, var hvers manns hugljúfi,
alltaf góður heim að sækja, gestris-
inn og skemmtilegur. Það var alltaf
gaman að segja honum skemmtileg-
ar sögur svo ég tali nú ekki um
brandara, þá var nú hlegið mikið.
Síðustu árin hafa verið þér og fjöl-
skyldu þinni mjög erfið Diddi minn,
þar sem þú greindist með þennan
hræðilega sjúkdóm Alzheimer sem
dregur fólk niður uns líkami og sál
gefast upp. Elsku Diddi minn, þín er
sárt saknað af tengdafjölskyldu þinni
og bið ég algóðan guð að taka vel á
móti þér og umvefja þig hlýjum örm-
um sínum. Guð blessi eftirlifandi eig-
inkonu þína, hana Helgu systur
mína, börnin ykkar öll og fjölskyldur
þeirra á þessum erfiðu tímum.
Samúð mín er hjá ykkur.
Kolbrún Kristjánsdóttir.
Í dag er Kristján Sigurjónsson
kvaddur hinstu kveðju.
Kristján var í daglegu tali kallaður
Diddi. Smiðshæfileikar Didda komu
snemma í ljós og vann hann alla tíð
við smíðar, á meðan heilsan leyfði.
Diddi stofnaði ásamt öðrum inn-
réttingaverkstæði. Í innréttinga-
smíðinni kom vel fram vandvirkni
Didda og smekkvísi hans, enda var
hann eftirsóttur smiður.
Það tóku margir eftir því hvað
Diddi var barngóður og hafði mikla
ánægju af að vera innan um og meðal
barna sem í kringum hann voru
hverju sinni. Þegar börn þeirra hjóna
Didda og Helgu uxu úr grasi voru
þau boðin og búin að liðsinna þeim
við það sem þau tóku sér fyrir hend-
ur og gerðu það með bros á vör.
Þrátt fyrir erfið veikindi Didda var
hann líkamlega vel á sig kominn,
sjálfsagt hefur knattspyrnuiðkun
hans hjálpað honum að halda sínu lík-
amlega atgervi í góðu formi. Það eru
ekki margir á áttræðisaldri sem geta
staðið teinréttir, beygt sig niður og
lagt lófana á gólfið, þetta gat Diddi
gerð fram til hins síðasta.
Að lokum sendi ég Helgu, börnum
þeirra og fjölskyldu innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðmunda Þorsteinsdóttir.
Til Didda, með þökk fyrir sam-
fylgdina.
Að lokum kemur þú á staðinn þar
sem sér yfir á engin iðgrænu, þar
sem fegurðin og friðsældin ríkja að
eilífu. Við landamærin er farangur
ferðalanganna athugaður. Á hvítu
vogarskálina fara velgjörðirnar og
mannkostirnir en á þá svörtu er sett
allt það sem miður er.
Þegar röðin kemur að þér seilist
vörðurinn ofan í knýtið þitt, tekur
upp kærleika, glaðværð og gott
hjartalag og segir: „Þú gengur hér
inn án þess að greiða vegatoll.“
Einar Rafn Haraldsson.
Jæja, elsku hjartans frændi minn,
það hefur verið mikil gleði í Himna-
ríki þegar amma, afi og bræður þínir
tóku á móti þér.
Gaman hefði verið að geta setið á
skýi og fylgst með öllum kossunum
og faðmlögunum.
Diddi minn, þú varst gull af manni
sem öllum þótti vænt um. Marga á ég
góða frændur, en það er ekki á neinn
hallað þó mér hafi fundist þú bestur
allra, slíkt ljúfmenni varstu alla tíð,
góður drengur eins og sagt er og það
í orðsins fyllstu merkingu. Ég hef oft
sagt að ef allir í heiminum væru eins
góðir og Diddi frændi minn væri
heimurinn svo fallegur, allir svo góðir
við alla, þannig varstu, vinur minn.
Þú varst frábær með börnin, allir
orðaleikirnir sem þú bjóst til og varst
að láta okkur geta í eyðurnar, sem og
öll skemmtilegu gælunöfnin sem þú
kallaðir okkur stundum.
Þú kunnir svo sannarlega að varð-
veita barnið í þér og miðla til okkar
sem yngri vorum.
Ég og systkini mín erum mjög
þakklát fyrir allt af því góða og fal-
lega sem þú gafst okkur í gegnum
tíðina og munum alltaf geyma mynd
þína og gjörðir í hjörtum okkar.
Móðir mín sér á eftir yndislegum
bróður og biður fyrir kveðjur, með
þakklæti fyrir allt.
Ég þakka þér og Helgu, eiginkonu
þinni, kærlega fyrir hversu góð og
hjálpleg þið hafið verið Sigga bróður
mínum í gegnum árin.
Nú hefur ljósið slokknað en lýsir
samt svo skært og bjart og mun gera
um ókomna framtíð í hugum okkar
sem elskum þig.
Ég votta eiginkonu hans, Helgu,
börnum þeirra, tengdabörnum,
barnabörnum, systkinum og öðrum
ættingjum mína dýpstu samúð.
Lifi minningin um elskulegan
frænda minn.
Takk fyrir allt, kæri vinur. Bið að
heilsa Ömmu, afa, Steinari og Nafna
mínum.
Sjáumst seinna.
Sævar Benediktsson
og fjölskylda.
Kær vinur er nú allur, hann Diddi
hennar Helgu eins og við vinkonurn-
ar kölluðum hann.
Diddi var einstakt ljúfmenni og
alltaf gott og gaman að fá hann í
heimsókn. Hann kom stundum ásamt
konu sinni í heimsókn til okkar
Gumma heitins í Kílhraun og þá var
nú kátt í höllinni. Diddi hefur átt við
vægast sagt mjög mikil veikindi að
stríða undanfarin ár og hefur það
valdið fjölskyldu hans og vinum mik-
illi sorg að sjá hann svona veikan, svo
ég tali nú ekki um fyrir hann sjálfan
sem var nánast hættur að geta tjáð
sig.
Elsku Diddi minn, ég þakka þér
samfylgdina og allar góðu og
skemmtilegu stundirnar. Ég bið góð-
an guð að blessa Helgu konu hans,
börnin þeirra og alla fjölskylduna
hans. Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ykkar vinkona,
Kristjana Kjartansdóttir
(Kiddý).