Morgunblaðið - 20.04.2007, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
✝ RagnheiðurFriðrika Jónas-
dóttir fæddist í
Skálabrekku á
Húsavík 28. apríl
1924. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga á Húsa-
vík mánudaginn 9.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jónas Bjarna-
son, f. á Hraunhöfða
í Öxnadal 4. maí
1885, síðar vega-
verkstjóri á Húsa-
vík og Þórshöfn, d. 21.júlí 1968, og
Kristjana Guðbjörg Þorsteins-
dóttir húsfreyja og verkakona á
Húsavík, f. í Engimýri í Öxnadal
18. nóvember 1886, d. 17. sept-
ember 1960. Ragnheiður átti átta
systkini, þau eru: Guðmundur
Helgi, f. 1906, d. 1958, Svanlaug-
ur, f. 1907, d. 1907, Svanlaugur, f.
1908, d. 1909, Dalrós Hulda, f.
1910, d. 2001, Sigríður Jónína, f.
1913, d 1918, Skarphéðinn, f.
1917, d. 1990, Sigríður Jónína, f.
1919, og Jónasína Eva, f. 1926, d.
1941.
Ragnheiður giftist árið 1945,
Olgeir Sigurgeirssyni, f. í Voladal
á Tjörnesi 22. maí 1924. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurgeir Pét-
ursson, f. 19. apríl 1874, d. 9. apríl
1950, og Björg Jónsdóttir, f. 31.
janúar 1890, d. 18. september
1978. Olgeir og Ragnheiður eign-
uðust ellefu syni. Þeir eru: 1) Sig-
urður Valdimar, f. 23. maí 1942, d.
15. október 2005, maki Auður Þór-
unn Hermannsdóttir, f. 25. sept-
ember 1945. Börn þeirra eru:
Ásta, Olgeir, Hermann Arnar og
Kristján Friðrik. Sigurður og
Auður eiga tíu barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 2) Hreiðar
eiga eitt barnabarn. 10) Björn, f.
23. febrúar 1962, maki Rúna Björk
Sigurðardóttir, f. 24. mars 1960.
Börn þeirra eru: Haukur Rúnar,
Nanna Dröfn, Ragnheiður, Nói og
Máni. Björn og Rúna eiga eitt
barnabarn. 11) Heiðar Geir, f. 18.
júlí 1967, maki Brynja Björk Hall-
dórsdóttir, f. 7. desember 1962.
Börn þeirra eru: Brynhildur, Elías
Frímann, Heiður Sif, Halldór Geir
og Helga Björk. Heiðar og Brynja
eiga fjögur barnabörn.
Ragnheiður ólst upp á Húsavík
og þar bjó hún og starfaði alla tíð.
Hún gekk í barna- og unglinga-
skóla á Húsavík, Hún var lengst af
heimavinnandi húsmóðir, enda
var heimilið stórt og oft gest-
kvæmt í Skálabrekku, þó stundaði
hún ýmsa vinnu með heimilinu
þegar tækifæri gafst, s.s. síldar-
söltun á sumrin og beitninga-
vinnu. Eftir að strákarnir voru
komnir á legg vann hún í allmörg
ár við aðhlynningarstörf á Sjúkra-
húsi Húsavíkur. Þá tók hún þátt í
atvinnurekstri með eiginmanni
sínum sem árið 1961 stofnaði út-
gerð, ásamt sonum sínum, sem
hann starfaði við þar til hann
hætti störfum sökum aldurs. Ol-
geir og Ragnheiður fluttu í Skála-
brekku, æskuheimili Ragnheiðar,
árið 1945 og bjuggu þar allan sinn
búskap. Þeim hjónum var gefið
mikið barnalán og er nú stór-
fjölskyldan út af Olla og Rögnu í
Skálabrekku orðin yfir 140
manns, þ.e. afkomendur og mak-
ar.
Ragnheiður var félagslynd og
starfaði m.a. til fjölda ára með
Kvenfélagi Húsavíkur, var í Slysa-
varnadeild kvenna á Húsavík og
síðustu árin í Félagi eldri borgara
á Húsavík.
Síðustu mánuði dvaldi Ragn-
heiður á Heilbrigðisstofnun Þing-
eyinga, sínum gamla vinnustað,
þar sem hún naut góðrar aðhlynn-
ingar í erfiðum veikindum.
Útför Ragnheiðar verður gerð
frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ófeigur, f. 26. maí
1943, maki Halla
Hallgrímsdóttir, f. 8.
október 1945. Börn
þeirra eru: Hafþór,
Hallgrímur, Ragn-
heiður, Olga Hrund
og Anna Heba.
Hreiðar og Halla
eiga átta barnabörn.
3) Óskírður drengur,
f. 10. ágúst 1944, d.
10. ágúst 1944. 4)
Pétur Sigurgeir, f.
12. október 1945,
maki Ása Dagný
Hólmgeirsdóttir, f. 13. júlí 1945.
Börn þeirra eru: Sigurgeir, Linda
og Sævar. Pétur og Ása eiga sex
barnabörn. 5) Jón, f. 6. maí 1947,
maki Hulda Salómonsdóttir, f. 12.
febrúar 1950. Börn þeirra eru:
Björg, Örvar Þór og Særún. Jón
og Hulda eiga sex barnabörn. 6)
Skarphéðinn Jónas, f. 6. júní 1948,
maki Kristjana V. Ketilsdóttir, f.
15. nóvember 1948. Börn þeirra
eru: Karólína, Róbert Ragnar,
Katla Sóley og Jóna Rún. Skarp-
héðinn og Kristjana eiga fimm
barnabörn. 7) Egill, f. 24. ágúst
1949, maki Pálína Stefánsdóttir, f.
12. september 1949. Börn þeirra
eru: Stefán Ómar, Olgeir Heiðar,
Víðir Rósberg, Egill Páll og Eydís
Lillý. Þau eiga fjögur barnabörn.
8) Aðalgeir, f. 2. apríl 1952, d. 6.
apríl 2006, maki Sigríður Svein-
björnsdóttir, f. 31. ágúst 1952.
Börn þeirra eru: Þóra Ragnheið-
ur, Ollý Sveinbjörg, Hjalti Már og
Elvar Hrafn. Aðalgeir og Sigríður
eiga fjögur barnabörn. 9) Kristján
Bergmann, f. 1. júlí 1960, maki
Fríða Sólrún Rúnarsdóttir, f. 24.
desember 1960. Dætur þeirra eru:
Kristjana María, Harpa Sóley, Sæ-
unn og Sólveig. Kristján og Fríða
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við elskulega ömmu okkar
hinsta sinni. Hún amma Ragna eða
amma í Skálabrekku er nú komin á
fallegan stað, laus við þjáningar
veikindanna og aftur í stóra hlýja
faðminn hans afa, sem kvaddi
þessa jarðvist fyrir rúmu ári síðan
ásamt því að vera umvafinn strák-
unum sínum þremur. Afi og amma
höfðu þá verið lífsförunautar í um
65 ár.
Angrið sækir okkur heim
sem erum fávís börn í þessum heim.
Við skynjum fátt en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó.
Að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
Amma og afi eignuðust 11 syni
og yfir 100 afkomendur. Það var
alltaf líf og fjör heima hjá þeim í
Skálabrekku og vel tekið á móti
öllum þeim er þangað komu. Minn-
ingarnar um ömmu og afa eru
margar í hjörtum okkar og munu
þær án efa ylja okkur um ókomin
ár. Amma var hress kona og alltaf
stutt í húmorinn hjá henni og ófá
hlátrasköllin sem hafa framkallast
í félagsskap við hana. Hún þreytt-
ist seint á að setjast niður með
okkur lítil barnabörnin og segja
okkur sögur og þar var sagan um
hann Smjörbita eflaust sú vinsæl-
asta. Þau afi vildu bæði hafa allan
krakkaskarann sem oftast í kring-
um sig og gáfu sér alltaf tíma til að
spjalla við okkur um daginn og
veginn. Amma talaði oft um það að
græðgi og peningar væru ekki það
sem gæfi lífinu gildi heldur börnin
okkar og fjölskylda. Samveru-
stundir með fólkinu okkar. Það
væri það sem við skyldum hlúa að
því börnin væru það mikilvægasta í
lífinu.
„Græna bókin“ er vel þekkt inn-
an stórfjölskyldunnar og hefur oft
verið vitnað í hana við eldhúsborðið
í Skálabrekku. Þetta er sérstök
bók sem amma blessunin átti en
þar skráði hún samviskusamlega
niður nöfn allra fjölskyldumeðlima
og sér í lagi þeirra nýju, eftir röð
og nöfnum sona sinna, en enginn
komst á síður „grænu bókarinnar“
nema amma hefði trú á viðkom-
andi. Oftar en ekki hafði hún á
réttu að standa þar því ekki stöldr-
uðu allir lengi við.
Ein af okkar bestu minningum
með afa og ömmu var frábær ferð
og heimsókn sem við áttum með
þeim um jól og áramót 1994 til
Nýja Sjálands í brúðkaups Sigur-
geirs. Sú ferð á eftir að verða í
minningu okkar um aldur og ævi
enda dásamlegt að fá að njóta
svona dýrmæts tíma með þeim. Í
þessari ferð kom væntumþykja
þeirra beggja, gleði og glettni vel í
ljós. Amma lék á als oddi og mikið
var hlegið og enn þann dag í dag
rifjum við upp þessar gleðistundir
með bros á vör. Amma var aldrei
rög við að tala við fólk, jafnvel á er-
lendri grundu, þrátt fyrir að vera
einungis talandi á ylhýra móður-
málið. Hún átti oft í löngum sam-
ræðum við fólk og náði til þess með
brosi sínu og líkamstjáningu, það
var nú ekki vandamálið. Við systk-
inin sáum ömmu einn daginn í
hrókasamræðum við nágranna Sig-
urgeirs á Nýja Sjálandi, nágrann-
inn talandi ensku og amma ís-
lensku á móti. Það lýsir hugrekki
hennar og viðmóti til lífsins vel.
Við látum hér staðar numið því
hægt væri að vitna í samveru-
stundir með ömmu og afa og fylla
nokkrar bækur.
Elsku amma, við söknum þín nú
þegar en erum ævarandi þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og eiga þig sem ömmu og lang-
ömmu.
Við trúum að þú sért komin til
Paradísar og munir vaka yfir okk-
ur sem eftir erum og er það okkur
huggun harmi gegn. Skarðið sem
er nú í hjörtum okkur eftir að þið
afi eruð bæði farin til himna, verð-
ur aldrei fyllt.
Blessuð sé minning þín.
Sigurgeir, Linda og Sævar
Pétursbörn og fjölskyldur.
Elsku amma Ragna!
Nú hefur þú kvatt þetta jarð-
neska líf og ert komin yfir til afa
Olla og strákanna þinna. Þetta er
alltaf svo sárt og erfitt, en við vit-
um að þú ert komin á góðan stað og
þú ert ánægð. Þegar litið er til
baka þá eigum við svo margar góð-
ar minningar saman, það var alltaf
svo yndislegt að koma í Skála-
brekkuna til ykkar afa. Efst í huga
eru öll spilin okkar við eldhúsborð-
ið, söngurinn við orgelið og Smjör-
bitasagan góða. Við erum svo
heppin að hafa átt ykkur afa alltaf
að, alltaf stóðu dyrnar í Skála-
brekkunni opnar fyrir okkur. Þú
hefur verið okkur mikil fyrirmynd,
elsku amma, allt sem þú hefur
gengið í gegnum hefur sýnt okkur
hversu sterk og frábær kona þú
varst og þú gafst aldrei upp, hvað
sem á gekk. Við eigum eftir að
sakna þín svo mikið, þú munt alltaf
lifa í minningunni.
Elsku amma, í okkar augum
varst þú einstök hetja og við viljum
kveðja þig með sálmi sem við sung-
um svo oft saman:
Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mína
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ástarkveðja
Heiður Sif, Helga Björk og
Halldór Geir.
Ég ætla að kveðja ömmu Rögnu
með fáum orðum. Ég trúi ekki enn
að þú sért farin, amma mín. Ég
sakna ykkar afa svo mikið að það
er eiginlega óbærilegt. En lífið er
ekki alltaf sanngjarnt, því höfum
við kynnst í þessari fjölskyldu síð-
asta eina og hálfa árið. Það hefur
verið tekið vel á móti þér og nú er
friður yfir þér amma mín og það
var það sem ég óskaði þegar ég sá
þig síðasta dag þinn á lífi. Þú varst
orðin svo veik. En þetta er samt
svo erfitt. Ég var alltaf svo mikil
afa- og ömmustelpa og kom oft til
ykkar í Skálabrekku. Þið voruð
alltaf svo ánægð að sjá mann, ef ég
kom ekki í nokkra daga þá sagði afi
,,Nei, ert þú komin, ég hélt að þú
værir flutt til Noregs“ og lét mig
þannig vita að það væri orðið held-
ur langt síðan síðast. Ósjaldan sát-
uð þið afi og horfðuð á Leiðarljós
þegar ég kom og þá átti ég helst að
horfa með ykkur. Á örstuttum tíma
komuð þið mér inn í atburðarásina
því ykkur fannst ég fara á mis við
svo mikið í lífinu með því að horfa
ekki. Svo komum við Simmi oft og
spiluðum Kana við ykkur. Simma
fannst alltaf svo gaman að segja
hærra en þú og helst falla með það
því það tók þig alveg á taugum. Afa
þótti líka gaman að segja hærra en
þú, sérstaklega þegar þú sagðir
háa sögn. Þetta voru yndisleg
kvöld sem ég mun alltaf muna vel
eftir. Síðustu árin ykkar voru sér-
staklega skemmtileg, þið voruð
farin að gleyma oft í miðju spili
með hverjum þið væruð að spila og
tókuð slagi af mótherja.
Síðustu fimm ár bökuðum við
saman smákökur fyrir jólin. Þetta
voru gullstundir. Afi fylgdist með
og setti svo með mér kremið á
mömmukökurnar. Það var líka til
þess að tryggja að það færi nóg
krem á kökurnar, okkur fannst það
svo gott. Afi var svo mikið jólabarn
og tók marga daga í að setja upp
seríur. Enda var Skálabrekka allt-
af svo jólaleg. Ég hef alltaf verið
mikið jólabarn og á næstu jólum
mun ég sakna ykkar afa alveg of-
boðslega mikið, mér fannst hræði-
legt að hafa ekki afa með okkur
síðustu jól. En ég fékk að hafa þig
og fyrir það er ég þakklát.
Það var líka gaman hjá okkur
þegar við vorum saman tvær í her-
bergi á Spáni. Þá spiluðum við á
hverju kvöldi. Svo fórum við saman
á tískusýningu og þú keyptir
græna dressið. Ég fékk svo kaup-
bæti fyrir það sem þú keyptir, það
var sjávarperla og mér fannst ég
hafa eignast gull. Flott varstu í
græna dressinu.
Þú varst alltaf svo stolt af stóra
barnahópnum þínum, alltaf að
segja okkur sögur. Ég er svo glöð
að Rebekka fékk að kynnast þér,
þú varst alltaf svo ánægð þegar ég
kom með hana til þín, sem var svo
oft þegar þú bjóst heima hjá
mömmu og pabba.
En þetta er bara brot af öllum
góðu minningunum, elsku amma
mín, hinar geymi ég. Mér þótti svo
vænt um ykkur afa að því fá engin
orð lýst. Nú veit ég að þið eruð aft-
ur saman með drengjunum ykkar
tveimur sem fóru of snemma frá
okkur. Þið vakið yfir okkur og
verndið. Ég verð ykkur afa æv-
inlega þakklát fyrir allt sem við
áttum saman og allt sem þið gerð-
uð fyrir mig.
Ég kveð þig nú með söknuði,
amma mín, og bið góðan guð að
styrkja okkur öll í sorginni.
Þín
Kristjana María.
Elsku amma Ragna, nú ertu far-
in frá okkur en ert komin til afa
Olla, Sigga og Alla. Mig dreymdi
draum nóttina eftir að þú lést, mig
dreymdi þig og afa á pallinum í
Skálabrekkunni, afi sat og raulaði
lag eins og hann gerði alltaf en þú
varst að laga til bakkelsi, greini-
lega að koma gestir. Það var svo
gott veður og svo bjart og fallegt í
kringum ykkur, þá vissi ég að þú
værir komin til afa og þér liði vel.
Margar eru góðar minningarnar úr
Skálabrekku, þegar við stelpurnar
spiluðum rommí og olsen við ykkur
afa og sumir voru tapsárir, allar
kleinurnar sem maður renndi niður
með mjólk, svo var það nú ekki
verra að ég bjó við hliðina á ykkur
þangað til ég var tíu ára og því
ekki langt að fara. Þegar ég gekk
með Öglu Pálu óraði mig ekki fyrir
því að þú myndir lifa það að sjá
hana, en annað kom nú á daginn.
Áttum við yndislegar stundir allar
saman og það var svo gaman af því
hvað þú hafðir mikinn áhuga á því
hvernig við mæðgur hefðum það,
þessar stundir eru mér ómetanleg-
ar í minningunni.
Elsku amma Ragna, ég mun
sakna þín en um leið veit ég að þú
ert hjá Olla afa í góðum félagskap,
vakandi yfir okkur öllum.
Blessuð sé minning þín að eilífu.
Eydís Lillý.
Ragnheiður Friðrika
Jónasdóttir
✝ Óskar IngiÞórsson fædd-
ist á Blönduósi 10.
júlí 1975. Hann lést
fimmtudaginn 5.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Rósa Björg Högna-
dóttir, f. 23.6.
1958, sambýlis-
maður Heiðar
Sigurbjörnsson, og
Þór Ingi Árdal, f.
31.12. 1957, sam-
býliskona Sigrún
Wiencke. Systkini
Óskars eru Steinþór Ingi Þórs-
son, f. 26.4. 1977, Hafsteinn
Auðunn Björnsson, f. 31.5. 1982,
Lilja Nótt Sævarsdóttir, f. 20.8.
1985, Hafdís Gréta Þórsdóttir, f.
16.12. 1986, og Jóhanna Lilja
Þórsdóttir, f. 3.6. 1988. Óskar
var í sambúð með Dagbjörtu
Magnúsdóttur. Þau slitu sam-
vistir árið 2005. Þau eiga þrjár
dætur, þær eru: Victoría Rós, f.
23. nóvember 1999,
Ástrós Anita, f. 11.
apríl 2001, og Arn-
rún Mist, f. 12.
september 2002.
Árið 2005 hóf
Óskar sambúð með
Huldu Björk Mar-
teinsdóttur, sonur
þeirra er Óðinn
Þór, f. 19. febrúar
2006. Dóttir Huldu
er Ragnheiður
Diljá Káradóttir, f.
4.11. 1999. Óskar
og Hulda slitu sam-
vistir árið 2007.
Óskar starfaði lengst af sem
sjómaður. Árið 2006 tók Óskar
sig upp og fór í Framhaldsskóla
Húsavíkur. Stefndi hann á garð-
yrkjufræðinginn. Óskar var
heitur ásatrúarmaður og starf-
aði mikið á vegum félagsins.
Útför Óskars fer fram frá
Fellsborg á Skagaströnd í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Það var núna í byrjun janúar sem
Byr-hópurinn settist á skólabekk í
Framhaldsskóla Húsavíkur. Öll vor-
um við bjartsýn á skóagöngu okkar,
en pínulítið kvíðin. Það kostar jú smá
átak að stíga yfir skólatröppurnar
eftir öll þess ár. Þetta var samheld-
inn hópur karla og kvenna sem sam-
an bjó til vönd af skrautfjöðrum. Ein
skrautfjöðrin var hann Óskar.
Elsku Óskar.
Það er svo margt sem fer í gegn-
um huga okkar, þegar við kveðjum
þig, eftir alltof stutta samveru. Það
var oft gaman með þér, og hlegið
mikið, eins og þegar þú tókst nokkur
dansspor við beinagrindina í leik-
fimisalnum okkar. Eða skaust inn
lúmsku bröndurunum þínum í ís-
lenskutímum. Hæfileikar þínir virt-
ust vera óendanlegir, þó þeir fengu
ekki allir að njóta sín meðal okkar.
Þú varst líka svo tilfinningaríkur og
næmur á allt og alla og það sannaði
sig kannski best með hvernig þú
rissaðir upp fallegu listaverkin þín í
tímum, án þess að þurfa að hafa
nokkuð fyrir því. En þú áttir líka þín-
ar erfiðu stundir og gast verið svo
dulur og hljóður.
Það var höggvið stórt skarð í hóp-
inn þegar sjúkdómurinn tók þig svo
skyndilega frá okkur, án þess að við
gætum kvatt þig.
Okkur er líka hugsað til barnanna
þinna, fjölskyldu og vina, um leið og
við sendum þeim okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Bekkjarfélagar Framhaldsskól-
ans á Húsavík,
Byr-hópurinn, Húsavík.
Óskar Ingi Þórsson
MINNINGAR