Morgunblaðið - 20.04.2007, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÆTLA AÐ
KAUPA FLEIRI
DISKA
SVONA ER
AÐ VERA
PIPARSVEINN
ÉG VAR EKKI
ALINN UPP TIL ÞESS
AÐ VERA LOFTNET!
ERTU BÚINN
AÐ SJÁ
MARSBÚA?
NEI
ER ÞETTA
EKKI „VIKING“
SEM ÞEIR
SENDU HINGAÐ
Á ÁTTUNDA
ÁRATUGNUM?
JÚ!
ÆTLI
HANN
VIRKI
ENNÞÁ?
NÚNA
HAFA ÞEIR
HJÁ NASA
EITTHVAÐ
AÐ GERA!
MIG HEFUR
ALLTAF
LANGAÐ TIL
ÞESS AÐ GERA
EITTHVAÐ
SVONA
HRÓLFUR... JÁ
?
GAT ÞÉR EKKI DOTTIÐ ÞETTA
Í HUG ÁÐUR EN ÞEIR
UMKRINGDU OKKUR?!?
ÉG ER
BÚINN AÐ
SKRIFA BRÉFIÐ
MITT TIL
JÓLASVEINSINS
NÚNA ÞARF
ÉG AÐ GERA
ERFIÐASTA HLUT
SEM ÉG HEF GERT
Á ÆVINNI!
HVAÐ
?
VERA GÓÐUR
VIÐ BRÉF-
BERANN
VIÐ EIGUM Í
VANDRÆÐUM MEÐ AÐ
FÁ SON OKKAR TIL
ÞESS AÐ FARA Í
TRÚARBRAGÐASKÓLA
ÉG HEF KOMIST AÐ
ÞVÍ AÐ KRAKKAR
ENDURSPEGLA OFT
SKOÐANIR FORELDRA
SINNA
MÆTTI ÉG SPYRJA YKKUR
HVERSU OFT ÞIÐ ERUÐ
VIÐSTÖDD TRÚARATHAFNIR?
ÖÖÖ...
MINNSTA
KOSTI TVISVAR
Á ÁRI
EF VEÐUR
LEYFIR
ÉG
SKIL
BLÓÐIÐ HANS PARKER
GAT EKKI LÆKNAÐ
SÝKINGAR EFTIR
ALLT SAMAN
HANN ER
EKKERT
SÉRSTAKUR
OG MÉR
TÓKST EKKI
AÐ VERÐA
RÍKUR
HANN KEMST
ALDREI AÐ ÞVÍ
HVAÐ ÉG GERÐI
LOKSINS
GENGUR ALLT
Í HAGINN
dagbók|velvakandi
Með hvassar klær
LÍTIL stúlka skrifaði sögu þar sem
hún persónugerði fátæktina. Þetta
var ljót kerling með hvassar klær
sem læsti þeim í fólk og sleppti ekki
taki sínu ef hún á annað borð náði að
festa sig í fólk. Fátæktin er ansi
þaulsætin ef hún kemur í heimsókn
og það er engin leið að sleppa úr
klóm hennar. Hvaða leiðir eru færar
fyrir fólk sem svo illa er ástatt fyrir?
Þær eru varla margar. Í viðtölum við
stjórnarliða segja þeir gjarnan, ef
talað er um fátækt, að allir hafi það
svo gott og líka þeir sem minnst
hafa. Þeir horfa fram hjá vanda-
málinu í stað þess að reyna að gera
eitthvað í því. Þeir segja að kaup-
máttur fólks hafi aukist um 60%. Ég
hef hins vegar heyrt töluna 16% og
ætli það sé ekki nærri lagi. Það er
vor í lofti og kosningar framundan
og loforðalistinn verður ætíð langur
hjá frambjóðendum og meðal annars
ætla þeir allir að gera vel við aldr-
aða, öryrkja og aðra þá sem skildir
voru eftir í góðærinu. Kjósendur
velta fyrir sér hvað sé nú að marka
þetta og hver ætli eiginlega að
standa við stóru orðin. Það er stórt
spurningamerki. Hætt er við að lof-
orðaflóðið týnist í sigurvímu og gla-
saglaumi húmblárrar kosninga-
nætur. Þeir fátæku halda áfram að
vera snauðir og allt verður eins og
það hefur ætíð verið. Fátækt hefur
alltaf fylgt mannkyninu, heyrði ég
sagt í fjölmiðlum um daginn eins og
það sé bara lögmál. Fátæktin getur
valdið alls konar félagslegum vanda-
málum sem og heilsufarslegum fyrir
utan mannlega þjáningu sem seint
verða mældar með mælistikum vís-
indamanna. Heilbrigt, hamingju-
samt fólk og jöfn tækifæri á við aðra
er gulli betra í samfélagi okkar. Burt
með fátækraófreskjuna og hennar
löngu klær.
Sigrún Reynisdóttir.
Af fátækt og vændisleyfi
ÉG vil taka undir orð Einars S.
Jónssonar í Velvakanda 17. apríl.
Mér finnst skömm að því að ráða-
menn þjóðarinnar láti fólk ekki fá
mannsæmandi laun og horfi heldur
upp á fólk standandi í biðröðum eftir
mat. Þeir ættu að hækka skattleys-
ismörkin. Alltaf er verið að hjálpa
úti í heimi og látið eins og það sé
ekki fátækt á Íslandi. En svo er.
Svo ætla ég líka að benda á ósann-
gjarna staðreynd. Ég er öryrki, ný-
lega flutt til Hafnafjarðar og ætlaði
að sækja um að fá niðurgreiddan
fasteignaskatt. En það er ekki hægt
hér í bæ, því annaðhvort þurfa báðir
makar að vera öryrkjar eða orðnir
gamalmenni. Í Reykjavík er því
öðruvísi farið, því þar færðu vissa
prósentu af þinni eign niðurgreidda
vegna örorkunnar.
Í þriðja lagi finnst mér mikil
skömm að því að yfirvöld hafi sam-
þykkt þetta vændisleyfi. Með því eru
yfirvöld að kalla yfir sig dóp, mansal
og ofbeldi. Þetta er ekki hægt. Það
hefði verið nær að samþykkja tákn-
mál sem móðurmál en þetta ógeð-
fellda leyfi.
Björg Gunnarsdóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
RÓLEGT var um að litast í Kristjaníu í Danmörku þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins kíkti á svæðið. Íbúar fríríkisins féllust á tilboð danska
ríkisins um að Kristjanía lyti sömu lögum og önnur dönsk svæði gegn því
að lagt yrði fé til uppbyggingar á svæðinu í byrjun mánaðarins.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Frelsi og friður
Hafnfirðingar í ferðahug –
Lokakvöld BH
Bridsfélag Hafnarfjarðar heldur
sína lokakeppni á þessu starfsári
næsta mánudag 23. apríl.
Það er sérstaklega mikilvægt að
þeir sem koma með í keppnisferðina
til Spánar mæti því farið verður yfir
ferðatilhögun og fleira.
Spilaður verður eins kvölds tví-
menningur að því loknu.
Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á
mánudögum kl. 19:30 í Hampiðju-
húsinu, Flatahrauni 3. (Hraunsel)
Upplýsingar veitir Hafþór í s. 899-
7590.
Forsetinn efstur í aðaltvímenn-
ingi Bridsfélags Reykjavíkur
Tvö pör hafa tekið dágóða forystu
í aðaltvímenningi BR eftir 2 kvöld af
4. Forseti BSÍ, Guðmundur Baldurs-
son, ásamt Steinberg Ríkarðssyni
náðu að velta tvímenningshaukunum
Hrólfi og Oddi Hjaltasonum úr topp-
sætinu. Næstu pör eygja enn von ef
vel verður haldið á spilum næstu 2
kvöld.
Guðm. Baldurss – Steinberg Ríkarðss 60,0%
Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 58,8%
Rúnar Einarss. – Haraldur Gunnlss. 55,1%
Ástvaldur Ágústss. – Kristinn Þóriss. 54,6%
Ómar Ómarss. – Örlygur M. Örlygss. 53,8%
Sveinn Þorvaldss. – Gísli Steingrímss. 53,5%
Minnt er á bronsstigakeppnina
þar sem 24 efstu vinna sér rétt í veg-
legum lokaeinmenningi 8. maí.
Alfreðsmót
Bridsfélags Akureyrar
Nú er impa-mótið komið vel á veg
en annað kvöld keppninnar ein-
kenndist af miklum sveiflum og
nokkur pör skutust á toppinn þó Pét-
ur og Björn hafi með góðum enda-
spretti náð dágóðu forskoti.
Skor fyrir annað kvöldið, 17. apríl:
Pétur Gíslason – Björn Þorláksson 47
Hermann Huijbens – Stefán Vilhjálmss. 24
Brynja Friðfinnsd. – Ólína Sigurjónsd. 18
Heildarstaða para:
Pétur Gíslason – Björn Þorláksson 55
Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 27
Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 27
Efsta sveitin (samanlagt skor) er
prýdd Gylfa, Helga, Stefáni, Her-
manni og Símoni Gunnars með +41.
Sunnudagurinn 15. apríl fór svo:
Reynir Helgason – Frímann Stefánsson 14
Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 11
Sveinbj. Sigurðss. – Sigurður Marteinss. 3
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is