Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedapril 2007næste måned
    mationtofr
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 20.04.2007, Side 57

Morgunblaðið - 20.04.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 57 Hljómsveitarstjóri ::: Owain Arwell Hughes Einleikari ::: Guðný Guðmundsdóttir Gioacchino Rossini ::: Þjófótti skjórinn, forleikur Antonín Dvorák ::: Rómansa í f-moll op. 11 Maurice Ravel ::: Tzigane Sergej Rakhmanínov ::: Sinfónía nr. 1 gul tónleikaröð í háskólabíói Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Einleikur Guðnýjar fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is VEFMIÐILLINN Drowned in So- und gerir út frá Bretlandi og einbeit- ir sér að tónlistarumfjöllun hvers konar. Nýtur hann sívaxandi vin- sælda sem slíkur og er í dag með virtari miðlum á því sviðinu. Drow- ned in Sound, eða DiS, hefur auk þess verið mikill Íslandsvinur og sækja útsendarar hans jafnan stærstu viðburðina hérlendis, Airwaves o.s.frv. Þannig stóð vefrit- ið fyrir sérstökum Íslandstónleikum í London árið 2005 þar sem fram komu Skátar, Reykjavík!, Jan Ma- yen og Skakkemanage. Það ætti því ekki að koma að óvörum að blaða- maður frá DiS sótti síðustu Aldrei fór ég suður hátíð á Ísafirði en fyrir stuttu birtist ítarleg úttekt um þessa „rokkhátíð alþýðunnar“. Paul Sulliv- an heitir blaðamaðurinn og hefst greinin á nokkuð langri úttekt á sögu hátíðarinnar, þar sem segir m.a. að „á dæmigerða íslenska vegu varð hugmynd sem var kokkuð upp á fylleríi að veruleika.“ Sullivan lýsir síðan staðháttum og innviðum Ísafjarðarbæjar, auk þess að velta fyrir sér rómantíkinni sem felst í því að snúa litlum bæ á hvolf vegna stórviðburðar; þar sem ungir og aldnir leggjast á eitt um að láta draum verða að veruleika. Restin af greininni er síðan frem- ur hefðbundinn tónleikadómur. Hann setur ofan í við Blonde Red- head, sem tók sér klukkustund í að stilla græjurnar en hver listamaður á hátíðinni – frægur eða ekki – átti að fá tuttugu mínútur til að skila sínu. Hann lofar Esju, nýja hljóm- sveit Daníels Ágústs og Krumma, í hástert og einnig Ælu og Lay Low. Ampop og Reykjavík! er einnig hrósað en Sullivan klórar sér í hausnum yfir Dr. Spock, segir að blanda þeirra af „Stooges-legri orku og Beefheart-legri geðveiki“, hafi verið algerlega mögnuð. Greinin endar á tárvotri greiningu á snilld hátíðarinnar, Sullivan segir að í heimi þar sem kaupæði og kapít- alismi séu að rúlla yfir allt sem mannlegt er verði æ erfiðara að finna stað þar sem fólk kemur saman vegna hreinnar lífsgleði og ósnortins áhuga fyrir tónlist. Aldrei fór ég suð- ur sé í því tilliti öllum heiminum inn- blástur. Og hefur hann reyndar margt fyrir sér í þeim orðum. Drowned in Sound fjallar um hátíðina Aldrei fór ég suður Blonde Redhead Tónleikar sveitarinn olli nokkrum vonbrigðum í þetta sinn SÍÐAN Britney Spears lauk með- ferð í mars hefur hún lést nokkuð og er öll orðin lögulegri, en fyrrum partílífernið settist víst á mjaðm- irnar á henni sem og á sálina, segir tímaritið People. „Eftir allt þetta neikvæða í lífi sínu þá ætlar hún að léttast,“ sagði einn nákominn henni. Það sást til söngkonunnar kaupa sér mikið af stuttum kjólum nýlega og sagði ein afgreiðslustúlkan að hún liti mjög vel út og væri heil- brigð. „Og hún er með frábæra leggi,“ bætti hún svo við. Leyndarmálið á bak við þyngd- artap Spears er að hún er að hreyfa sig, borðar hollt og nýtur lífsins. Auk þess stundar hún dans. Núna þegar meðferðinni og skilnaðinum við Kevin Federline er lokið er það í forgangi hjá henni að koma ferli sínum sem söngkonu aft- ur af stað. Reuters Britney grennist DÝRAGARÐURINN í Berlín fékk í gær símbréf með líflátshótun sem beindist gegn hinum víðfræga hvítabjarnarhúni Knúti. Lögreglan telur víst að um gabb sé að ræða og ekki verður hætt við útivistartíma Knúts í dag. Knútur viðrar sig tvisvar á dag og dregur hann að um 15 þúsund áhorfendur á degi hverjum. Lög- reglan mun hafa rannsakað búrið sem Knútur dvelur í og útivist- arsvæði hans en stjórnendur dýra- garðsins hafa neitað því sem fram kom í blaðinu Bild að Knútur nyti nú lögregluverndar. Öryggisverðir dýragarðsins gæta Knúts eins og venjulega. Knútur er með sína eigin blogg- síðu og sjónvarpsþátt og hefur ný- lega birst á forsíðu bandaríska tímaritsins Vanity Fair með Leon- ardo DiCaprio en eins og frægt er orðið kom DiCaprio hingað til lands fyrir sína myndatöku en mynd- unum var síðan skeytt saman. Fyrr í vikunni þurfti Knútur að halda sig innan dyra þar sem hann var með vott af flensu og verki vegna þess að hann er að taka tenn- ur. Sætir Knútur og DiCaprio. Knútur í hættu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 106. tölublað (20.04.2007)
https://timarit.is/issue/285429

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

106. tölublað (20.04.2007)

Handlinger: