Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 86

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 86
86 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ www.mpm.is Nýr og spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. TVEGGJA ÁRA NÁM SAMHLIÐA STARFI MEÐAL NÁMSEFNIS Á 1. ÁRI • BA/BS/B.ed. eða sambærilegt • Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu • Reynsla við verkefnavinnu æskileg Þ Á T T T Ö K U S K I L Y R Ð I : Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). MEÐAL NÁMSEFNIS Á 2. ÁRI • Ferli og ferlisvæðing • Hópurinn og hópdýnamík • Stjórnandinn og skipulag • Fjármál verkefna • Stefnumótun • Áætlanagerð • Leiðtoginn og sjálfið • Samningar og deilur • Upplýsingatækni KYNNINGARFUNDUR Þriðjudaginn 3. maí kl. 17:00 í Elju sal Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 3. Umsóknarfrestur er til 22. maí. FJALAKÖTTURINN sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astrid Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymonds Depardons fara fram. Þá verður boðið upp á úrval franskra stuttmynda. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem komst nýverið inn í leiklist- ardeild Juilliard-listaháskólans í New York, mun kynna barnamynd- irnar og bregða á leik með börn- unum. Frönsk kvikmyndagerð hefur ver- ið í forgrunni síðustu vikur vegna fransks vors og nú um helgina verð- ur endapunkturinn settur með því að sýna sex franskar stuttmyndir í tveimur hlutum. Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis leikur hlutverk í einni þeirra, Daydreamer, sem verð- ur sýnd í dag klukkan 19 ásamt tveimur öðrum myndum. Sunnudagur, 29. apríl 15.00 Ronja ræningjadóttir 17.00 Börnin í Ólátagarði 19.00 Franskar stuttmyndir I 1: Af- ter The Rain 2: Daydreamers 3: Life vest under your seat 21.15 Ketill Larsen (brot) og Blaða- menn (Reporters) Mánudagur, 30. apríl 17.00 Bróðir minn Ljónshjarta 19.00 Hvað er nýtt í Garet? (Quoi de neuf au Garet?) og Svipmynd úr sveitinni: Hið daglega líf (Profils paysans : Le Quoti- dien) 21.15 Franskar stuttmyndir II 1: Sale Boulot 2: Luluboy 3: DirtyHandz Barnvænn köttur Bróðir minn Ljónshjarta Snúður er kominn til Nangijala. Fjalakötturinn með fjölbreytta dagskrá ÞEIR Baggalútar hafa nú boðið upp á þá nýjung á vef sínum að gefa les- endum innsýn í blogg helstu mik- ilmenna íslenskrar samtímasögu auk Egils Skallagrímssonar. Þarna pára niður athugasemdir sínar ekki ómerkari menn en Jón forseti Sigurðsson, Einar Bene- diktsson, Jónas Hallgrímsson, Hall- dór Laxness og Hallgrímur Pét- ursson, svo fáeinir séu nefndir. Sr. Hallgrímur bloggar undir slóðinni uppupp.blogmasters.ru og veltir meðal annars fyrir sér hvers vegna ekki sé lögð meiri áhersla á málefni holdsveikra hér á landi. Reykjavíkurskáldið Tómas Guð- mundsson (tommiskald.blog.is) er trúr sínum heimaslóðum: „Mikið lif- andis ósköp er Reykjavíkin mín alltaf falleg. Vesturbærinn ilmar. Perluna ber við himin. Fuglar syngja. Það er vor í lofti. En mikið djöfulli sökkar Kópavogurinn …“ Jónas Hallgrímsson skrifar svo hjá sér minnispunkta: „Note to self: Ekki drekka rakspíra áður en mað- ur fer í rauðvínspartí í mennta- málaráðuneytinu.“ Elsti bloggarinn er áðurnefndur Egill og hann segir farir sínar ekki sléttar af bílastæðamálum: „Æi krapp! Ek hjó einn í morgun. Var frekar messí. Lagði í stæði vort. Skíthæll. Ek var alveg hellaðr. Far- ið hefr fé betra.“ Jóhannes S. Kjarval skrifar svo hugrenningar sínar á 2kkall- inn.blogspot.com og segir þar frá nýrri uppfinningu: „Það er allt ann- að líf að mála uppi á Þingvöllum, eftir að ég fékk mér iPodinn. Hlust- aði á Duran Duran á blastinu með- an ég málaði fullt, fullt af hrauni og tvær rjúpur …“ Hallgrímur Pétursson. Jón Sigurðsson. Jónas Hallgrímsson. Einar Ben bloggar Baggalútur vitnar í blogg sögufrægra einstaklinga baggalutur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.