Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 4

Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 4
4 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Róm hefur verið nefnd „borgin eilífa“. Sögulegar minjar Rómar, listræn arfleifð og umhverfi endurspegla rætur og sögu vestrænnar menningar í gegnum 2500 ár. Sæktu Róm heim og láttu heillast. Leiðsögn er í höndum Ólafs Gíslasonar sem er sérfróður um sögustaði Rómar. www.uu.is hin forna Vikuferðir meðÓlafi Gíslasyni 12.–19. júní og 7.–14. ágúst ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS 123.990 kr. á manní tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallaskattar, hótel með morgun- verði, allar skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. SÍÐUSTU SÆTIN Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HLUTAFÉLAGIÐ Molta ehf., sem var stofnað í kringum fyrirhugaða jarðgerðarverksmiðju í Eyjafjarðar- sveit, hyggst kanna fýsileika þess að reisa lífmassaverksmiðju sem fram- leitt geti orku úr lífrænum úrgangi. Yrði slík framkvæmd viðbót við verksmiðju sem framleiddi jarðvegs- bætinn moltu á svæðinu og kosta mun um 350 milljónir króna með vél- um og búnaði í fyrsta áfanga. Í lífmassaverksmiðju er úrgangur meðhöndlaður og úr honum unnið gas sem má nýta til orkuvinnslu. Að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska og stjórnarmanns í Moltu, er áætlað að um 250.000 tonn af búfjáráburði falli til á Eyjafjarðarsvæðinu árlega, eða um 23.400 tonn að þurrvigt. Úr honum megi vinna 2,8 milljón rúmmetra af metangasi, sem nýtist til raforkuframleiðslu, eða sem elds- neyti. Allt að 3.200 bíla mætti knýja með gasinu og framleiða um 10 gíga- vattstundir af orku á ári í tæplega þriggja megavatta orkuveri. Sigmundur segir slíka verksmiðju mundu kosta um 800 milljónir króna og því væri stofnkostnaður mikill. Hún sé dýrari en aðrir orkukostir, en komi til förgunargjald á allan líf- ræna úrganginn, þ.m.t. búfjárúr- gang, líkt og vænta megi, breytist reikningsdæmið. Bygging álvers fyrir norðan gæti einnig haft veruleg áhrif hvað orkuna snertir. Hann bendir jafnframt á að með því að vinna allan áburðinn í slíkri verk- smiðju væri verið að skapa ígildi 70.000 tonna Kýótó-losunarkvóta sem væri „milljóna virði“. Kaupa jarðvegsverksmiðju Molta ehf. mun staðfesta kaup á moltugerðarverksmiðju innan tveggja mánaða sem mun framleiða um 4.500 tonn af jarðvegsbætinum moltu úr 9.000 tonnum af lífrænum úrgangi og er kostnaður sem fyrr segir áætlaður um 350 milljónir króna. Mörg fyrirtæki og sveitar- félög koma að verkefninu og stendur til að hefja gangsetningu næsta ár. Um fyrsta áfanga yrði að ræða og er ráðgert að þriðja og síðasta áfanga muni ljúka seint á árinu 2011 og framleiðslugetan þá verða um 11.000 tonn úr 20.700 tonnum af úr- gangi, eða sem nemur 91% af lífræna úrganginum frá fyrirtækjum og heimilum á Eyjafjarðarsvæðinu. Líkt og önnur sveitarfélög á land- inu þurfa Eyfirðingar að draga úr urðun lífræns úrgangs vegna tilskip- ana frá Evrópusambandinu. Miðast þær við að 1. janúar 2009 hafi urðun lífræns úrgangs minnkað niður í 75% af viðmiðun árið 1995. Rúmum fjórum árum síðar, eða 1. júlí 2013, á hlutfallið að vera komið niður í 50% af viðmiðunarmagninu og svo niður í 35% sama dag 2020. Draga kann til frekari tíðinda í sorpmálunum fyrir norðan en verið er að skoða hvort lífrænum úrgangi verður safnað í sértunnur við heimili á Akureyri. Stór lífmassaverksmiðja til skoðunar á Norðurlandi  Kostar um 800 milljónir króna  Raforkuframleiðslugetan tæp þrjú megavött Í HNOTSKURN »Sjö stór fyrirtæki koma aðverkefninu, Norðlenska, Samherji, Brim, Gámaþjón- ustan, Kjarnafæði, B. Jensen og Sagaplast, auk níu sveitar- félaga við Eyjafjörð. »Hugmyndin undirstrikarhversu mikil alvara er að baki þeim ásetningi að um- bylta sorphirðu á Eyjafjarð- arsvæðinu og gera hana nú- tímalegri og grænni. »Molta ehf. mun einnigfesta kaup á 350 milljón króna moltugerðarverksmiðju á næstu mánuðum. »Lífmassaverksmiðja þykirhenta einkar vel fyrir mik- ið magn lífræns úrgangs, líkt og búfjárúrgang, og á stórum þéttbýlissvæðum. „ÞETTA er í fyrsta skiptið sem fundurinn fer fram hér,“ segir Helgi Bernód- usson, skrif- stofustjóri Al- þingis, um ársfund þing- mannasamtaka Atlantshafs- bandalagsins, NATÓ, hér á landi dagana 5. til 9. október í haust. „Þessi samtök voru stofnuð árið 1955 og eru samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins. Á þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá 26 aðild- arríkjum, auk 59 þingmanna frá 13 aukaaðildarríkjum. Það er búist við að erlendir gestir verði hátt í eitt þúsund í kringum þessa ráðstefnu.“ Helgi segir fundinn hluta af þeim skyldum sem Ísland þurfi að axla sem aðildarríki NATÓ, hann verði haldinn í Laugardalshöllinni. NATÓ- þing í fyrsta sinn á Íslandi Helgi Bernódusson Fjöldi erlendra gesta verður hátt í þúsund KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar og bjóða sérstaklega út- lendingum og aðkomufólki að koma og lesa texta þessarar hátíðar á eigin tungumálum. Í bréfi til presta segir biskup að lexía Postulasögunnar um hvíta- sunnudag segi frá „er andinn kom yf- ir lærisveinana og þeir „tóku að tala öðrum tungum eins og andinn gaf þeim að mæla.“ Undur hvítasunn- unnar, kraftaverkið sem hratt þeirri hnattvæðingu af stað sem er kristin kirkja, var í því fólgið að fólk hvaðan- æva skildi boðskapinn, „heyrði þá tala á sínum eigin tungum um stór- merki Guðs.““ „Ég hef hvatt til þess að við gerum messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar.“ Hvítasunna verði þjóðahátíð Berlín, AFP. | Spilltir dómarar og lög- fræðingar koma í veg fyrir að ein- staklingar víða um heim geti fengið sanngjörn réttargjöld, að því er kemur fram í nýrri skýrslu samtak- anna Transparency International. Skýrslan byggðist á spurningalist- um sem lagðir voru fram í 32 ríkjum og er komist að þeirri niðurstöðu að spilling sé næst minnst á Íslandi. Kemur þar fram að spilling í dómskerfinu skiptist yfirleitt í tvo flokka, afskipti framkvæmda- og löggjafarvaldsins og svo mútur. Argentína og Rússland eru nefnd sem dæmi um ríki þar sem grafið hefur verið undan sjálfstæði dóm- stóla með afskiptum stjórnmála- manna. Er þetta sagt hafa einkar slæm áhrif, rödd hinna saklausu heyrist ekki og hinir seku komist hjá refsingu. Dæmi um það síðar- nefnda sé þegar dómari kýs að taka ekki til greina sönnunargögn, í því skyni að geta kveðið upp sýknudóm yfir spilltum stjórnmálamanni. Lág laun dómara geti aukið líkur á mút- um. Spilling talin lítil á Íslandi                                              !  " #  "!    $!             %&' '( )) *+            !" # $%&' () * + ,- *&. '/  0. * 1*   ,2345 46 , %  5 7  ,*  8" ,9: #& ,9* 4" ' ;  "  % **' '( )) *+              !" # $    "                        ♦♦♦ FYRSTU síldinni á vertíðinni var landað á Eskifirði í gær, þegar Að- alsteinn Jónsson SU 11 kom að landi með eitt þúsund tonn. Að sögn Karls Más Einarssonar útgerðarstjóra veiddist síldin norður af Rauðatorg- inu, austur af Glettingi. Veiðiferðin stóð yfir í viku og fer Aðalsteinn Jónsson aftur á síldarmiðin eftir löndun. Síldin er í magrara lagi að sögn Karls og kjaftfull af átu.Til stendur að vinna síldina í samflök eða svo- kallaða flapsa og verður hún flutt á Austur-Evrópumarkað. Sextán þúsund tonna síldarkvóti er enn óveiddur hjá útgerðinni og telur útgerðarstjórinn mjög líklegt að það náist að veiða allan kvótann. Síldin gengur nú vestar og vestar og stöðugt aukast líkur á vetursetu hennar úti fyrir Norðurlandi. Útflutningsverðmæti síldaraflans í fyrra var tæpir 10 milljarðar króna og hafði aukist um rúmlega þriðjung frá fyrra ári. Síldin er að mestu leyti unnin til manneldis. Í fyrra voru markaðir fyrir frysta síld ekki eins góðir og árið áður og fór mest af síldinni í mjöl- og lýsisvinnslu. Verð á þeim afurðum var þá í sögulegu hámarki. Síldin horuð Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Síldinni landað Aðalsteinn Jónsson SU11 landaði þúsund tonnum af frystri síldá Eskifirði í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.