Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 2007Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Í GEGNUM árin hefur samsetning alþingismanna breyst mikið sam- hliða breytingum á samfélaginu. Bændur, prestar og sýslumenn voru fjölmennir á Alþingi fyrir hundrað árum. Í dag er einn bóndi á þingi, einn prestur en enginn sýslumaður. Þar eru hins vegar 13 lögfræðingar, fjórir hagfræðingar og fimm stjórn- málafræðingar. Fátítt er í dag að þingmenn gegni öðrum störfum samhliða þing- mennsku, en á árum áður var það regla að þingmenn væru jafnframt í öðrum störfum. Eftir að Alþingi var endurreist árið 1845 kom það í fyrstu saman aðeins annað hvert ár. Það var ekki fyrr en í byrjun síðustu ald- ar sem Alþingi var kallað saman á hverju ári. Árið 1910 var t.d. ekkert þing. Á þessum árum var þing- mennska því sannkallað aukastarf þeirra manna sem sátu á Alþingi. Helmingurinn prestar, bændur og sýslumenn Árið 1907 sátu 40 þingmenn á Al- þingi, en þar af voru níu prestar, sjö bændur og fimm sýslumenn. Aðeins einn útgerðarmaður sat þá á þingi, þrír kennarar, þrír kaupmenn, þrír læknar, tveir ritstjórar, póst- afgreiðslumaður, bókavörður og þrír menn sem kalla má embættismenn eða fyrrverandi embættismenn. Á þinginu sat einnig einn bankastjóri og einn ráðherra. Kaupfélagsstjórar setjast á þing Fimmtíu árum síðar má greina þjóðfélagsbreytingar á skipan al- þingismanna. Þá var þingmennska enn aukastarf flestra þingmanna. Á þingi voru þá fimm kaupfélags- stjórar, fimm framkvæmdastjórar, tveir bæjarstjórar og borgarstjórinn í Reykjavík sat einnig á þingi. Á þingi sátu þá að auki tveir banka- stjórar og tveir bankaútibússtjórar. Ritstjórar sátu einnig á þingi líkt og 1907. Þar voru einnig tveir læknar, tveir kaupmenn og tveir sem titla má kennara. Þá líkt og 1907 sat aðeins einn útgerðarmaður á þingi og einn maður sem vann sem múrari þegar hann var ekki á þingi. Þar er einnig að finna tvo menn sem titla má verkalýðsforingja eða starfsmenn verkalýðsfélaga. Á þinginu 1957 sat aðeins einn prestur og þrír sýslumenn. Sex bændur sátu þá á þingi. Segja má að þeir hafi verið eins konar héraðs- höfðingjar sem gerðu fleira en að vera þingmenn og bændur. Sama má raunar segja um fleiri þingmenn; þeir voru í ýmsum aukastörfum sam- hliða þingmennsku. Árið 1957 voru sex ráðherrar á þingi og gegndu þeir ekki öðrum störfum á meðan. Doktorar og skipstjórar Það er erfitt að flokka þingmenn í dag eftir þeim störfum sem þeir gegna vegna þess að þingmennska er í dag orðin fullt starf. Það er hins vegar fróðlegt að skoða menntun þingmanna, en það verður ekki ann- að sagt en að hún sé fjölbreytt. Það hefur oft verið sagt að það séu margir lögfræðingar á Alþingi. Af 63 þingmönnum eru 13 með lögfræði- menntun. Þar sitja einnig a.m.k. fimm hagfræðingar og fjórir sem lokið hafa menntun í stjórn- málafræði. Þar sitja líka þrír dokt- orar, einn er doktor í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein, annar er doktor í stærðfræði og þriðji í árang- ursstjórnun. Á þingi sitja einnig hjúkrunarfræð- ingar, dýralækn- ir, skipstjórar, byggingatækni- fræðingur, flug- freyja, sjúkra- þjálfari, skólastjórar, jarðfræðingur, líffræðingur, leik- stjóri og fólk sem hefur menntað sig í bók- menntum, sögu og heimspeki. Þá var einn bóksali kjörinn á þing og þó nokkrir hafa starfað sem blaðamenn um lengri eða skemmri tíma. Á þingi eru núna sex menn sem starfað hafa sem að- stoðarmenn ráðherra. Margir þing- menn hafa einnig gegnt störfum í sveitarstjórnum, ýmist sem sveit- arstjórnarmenn eða bæjarstjórar. Tveir fyrrverandi borgarstjórar í Reykjavík sitja nú á þingi. Þá eru 12 menn á þingi sem gegna ráðherra- embætti. Almennt má segja að þingmenn séu mjög vel menntaðir, en þeir hafa líka gegnt störfum sem ekki krefjast mikillar menntunar, einkum á yngri árum. Sumir hafa reyndar sest á þing mjög ungir og því verið skamm- an tíma á almennum vinnumarkaði eftir að þeir luku námi. Árið 1907 sat engin kona á Alþingi, en konur höfðu þá ekki kosningarétt. Árið 1957 sat ein kona á þingi, en al- þingismenn voru þá 52 að tölu. Í kosningunum í vor náðu 20 kon- ur kjöri á Alþingi, en þar sitja 63 þingmenn. Að lokum er fróðlegt að skoða menntun þeirra ráðherra sem tóku við völdum í vikunni. Geir H. Haarde er hagfræðingur, Árni M. Mathiesen er dýralæknir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Björn Bjarnason eru lögfræðingar. Einar K. Guð- finnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórunn Sveinbjarnardóttir eru stjórnmálafræðingar. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir er sagnfræðingur að mennt, Össur Skarphéðinsson er doktor í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein, Jóhann Sigurðardóttir er fyrrverandi flugfreyja, Kristján Möller er íþróttakennari að mennt, og Björgvin G. Sigurðsson er með BA-próf í sögu og heimspeki. Gaman á þingi Þessir menn sátu lengi saman á Alþingi. Lögfræðingurinn Matthías Á. Mathiesen sat á þingi í 32 ár. Lögfræðingurinn og sýslumaðurinn Friðjón Þórðarson sat á þingi samtals í 27 ár. Kennarinn og skólastjórinn Helga Seljan sat á Alþingi í 16 ár. Í HNOTSKURN »Prestar, bændur og sýslu-menn voru helmingur þing- manna fyrir 100 árum síðan. »Fyrir 50 árum var aðeinseinn prestur á þingi, en kaup- félagsstjórar og framkvæmda- stjórar voru talsvert margir á þingi. »Nú eru margir þingmennmeð menntun í lögfræði, hag- fræði og stjórnmálafræði. »Fyrir 50 árum var ein kona áþingi en nú eru 20 af 63 þing- mönnum konur. Bakgrunnur alþingismanna hefur breyst samhliða breytingum á samfélaginu Lögfræðingur eða prestur Pétur Ottesen bóndi á Ytra-Hólmi var alþingismaður í 43 ár. Ragnhildur Helga- dóttir lögfræð- ingur var eina kon- an á þingi 1957. Séra Karl V. Matt- híasson er eini presturinn sem nú situr á þingi. AÐ mati forsvarsmanna Bolungar- víkurkaupstaðar er ávinningur af snjóflóðavörnum í Traðarhyrnu svo mikill að neikvæð áhrif eru lítil eða hverfandi í því samhengi. Hefur kaupstaðurinn tilkynnt til athugun- ar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um snjóflóðavarnagarð í fjallinu. Í frummatsskýrslunni kem- ur m.a. fram að félagsleg áhrif snjó- flóðahættu verði seint vanmetin og því sé nauðsynlegt að bægja þeirri vá frá eins og auðið er. Verði varn- argarðar ekki byggðir sé nauðsyn- legt að kaupa upp stóran hluta bæj- arins. Að mati forsvarsmanna Bolungarvíkur er sá kostur í raun óraunhæfur vegna mikils kostnaðar sem og ákvæða í lögum um að Of- anflóðasjóður taki ekki þátt í upp- kaupum eða flutningi á húseignum. Í frummatsskýrslunni kemur fram að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á jarðmyndanir, vatnafar, fuglalíf og landnotkun. Hins vegar eru áhrif á gróður nokk- uð neikvæð en samt að hluta til aft- urkræf. Þeir þættir sem verða fyrir tals- verðum neikvæðum áhrifum eru landslag, hljóðvist og fornleifar. Við framkvæmdir munu þannig minja- staðir vera í hættu eða verða rask- að. Þar er átt við landdísarstein, fjárhús/hlöðu, bæjarhól, fjós, kvíar, kálgarð, brunn, tvo túngarða og áð- ur óþekktar rústir. Frummats- skýrslan liggur frammi til kynning- ar til 9. júlí á skrifstofu Bolungarvíkur, bókasafninu á Bol- ungarvík, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Mikill ávinning- ur af snjóflóða- vörnum VÍÐTÆKT samstarf í lýðheilsuvís- indum, hjúkrunarfræði, læknisfræði, stúdentaskiptum, sameiginlegum rannsóknum, gististöðum vísinda- manna og sameiginlegar útgáfur fræðirita eru meðal atriða í nýjum samstarfssamningi Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota sem und- irritaður var á föstudag af Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ og Robert H. Bruininks, rektor Minnesotahá- skóla, Samstarf háskólanna tveggja teygir sig aftur um áratugi en form- legu 25 ára samstarfsafmæli er fagn- að um þessar mundir. Í samningnum er sérstök áhersla lögð á að efla sam- starf innan hjúkrunarfræði, læknis- fræði og lýðheilsuvísinda. Samstarf háskólanna tveggja hef- ur náð til fjölmargra fræðasviða. Meðal annars hafa stúdentar Min- nesotaháskóla getað stundað nám í íslensku og íslenskum fræðum við skólann og í bókasafni Minnesotahá- skóla er að finna stærsta safn innan Bandaríkjanna af ritum sem tengj- ast Norðurlöndum, 225 þúsund titla. Hundruð stúdenta Þá hafa íslenskir doktorsnemar í raunvísindum, verkfræði og hugvís- indum notið leiðsagnar vísinda- manna við Háskólann í Minnesota. Allt frá upphafi hafa stúdentaskipti verið snar þáttur samstarfsins og hafa hundruð stúdenta annars skól- ans stundað hluta af námi sínu við báða skólana. Enn eitt dæmi um samstarf skól- anna er stuðningur dr. Carol Paz- andak, prófessors í félagsráðgjöf við Minnesotaháskóla, við uppbyggingu menntunar í félagsráðgjöf við Há- skóla Íslands á sínum tíma. Var hún bæði stjórnendum og akademískum starfsmönnum til aðstoðar og stund- aði jafnframt kennslu við félagsráð- gjöf við Háskóla Íslands. Innsigla endurnýjað háskóla- samstarf KANADÍSKI álr- isinn Alcan sendi frá sér tilkynn- ingu fyrir helgi, þar sem kom fram að hann „myndi íhuga“ annað yfirtöku- tilboð frá Alcoa. Yfirlýsingin barst í fyrradag, tveimur dögum eftir að Alcan hafnaði um 2.054 milljarða króna tilboði keppinaut- arins. Var tilboðið ekki sagt full- nægjandi fyrir hluthafa fyrirtæk- isins, betra tilboð yrði skoðað. Er á kreiki orðrómur um að Alc- an íhugi samruna við ástralska námurisann BHP Billiton. Opnir fyrir öðru boði Alcoa Alcan Álverið í Straumsvík. BROTIST var inn í apótek í aust- urborginni aðfaranótt laugardags, þar unnar skemmdir og lyfjum stol- ið, að sögn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Öryggisverðir fóru á staðinn eftir að viðvör- unarbjalla fór í gang og kölluðu þeir eftir aðstoð lögreglumanna. Skömmu síðar var ungur maður handtekinn sem hafði neytt efna í miklum mæli, og leikur grunur á að maðurinn sé innbrotsþjófurinn sem var að verki. Talið er að hann hafi innbyrt hin stolnu lyf í miklu magni og var hann fluttur á slysadeild Landspít- alans til að láta dæla þeim upp úr honum. Lögreglan rannsakar máls- atvik nánar. Brotist inn í apótek Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is Hi m in n og h af / SÍ A Hver vak tar þitt heim ili?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 143. tölublað (27.05.2007)
https://timarit.is/issue/285541

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

143. tölublað (27.05.2007)

Iliuutsit: