Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Í GEGNUM árin hefur samsetning
alþingismanna breyst mikið sam-
hliða breytingum á samfélaginu.
Bændur, prestar og sýslumenn voru
fjölmennir á Alþingi fyrir hundrað
árum. Í dag er einn bóndi á þingi,
einn prestur en enginn sýslumaður.
Þar eru hins vegar 13 lögfræðingar,
fjórir hagfræðingar og fimm stjórn-
málafræðingar.
Fátítt er í dag að þingmenn gegni
öðrum störfum samhliða þing-
mennsku, en á árum áður var það
regla að þingmenn væru jafnframt í
öðrum störfum. Eftir að Alþingi var
endurreist árið 1845 kom það í fyrstu
saman aðeins annað hvert ár. Það
var ekki fyrr en í byrjun síðustu ald-
ar sem Alþingi var kallað saman á
hverju ári. Árið 1910 var t.d. ekkert
þing. Á þessum árum var þing-
mennska því sannkallað aukastarf
þeirra manna sem sátu á Alþingi.
Helmingurinn prestar,
bændur og sýslumenn
Árið 1907 sátu 40 þingmenn á Al-
þingi, en þar af voru níu prestar, sjö
bændur og fimm sýslumenn. Aðeins
einn útgerðarmaður sat þá á þingi,
þrír kennarar, þrír kaupmenn, þrír
læknar, tveir ritstjórar, póst-
afgreiðslumaður, bókavörður og þrír
menn sem kalla má embættismenn
eða fyrrverandi embættismenn. Á
þinginu sat einnig einn bankastjóri
og einn ráðherra.
Kaupfélagsstjórar
setjast á þing
Fimmtíu árum síðar má greina
þjóðfélagsbreytingar á skipan al-
þingismanna. Þá var þingmennska
enn aukastarf flestra þingmanna. Á
þingi voru þá fimm kaupfélags-
stjórar, fimm framkvæmdastjórar,
tveir bæjarstjórar og borgarstjórinn
í Reykjavík sat einnig á þingi. Á
þingi sátu þá að auki tveir banka-
stjórar og tveir bankaútibússtjórar.
Ritstjórar sátu einnig á þingi líkt og
1907. Þar voru einnig tveir læknar,
tveir kaupmenn og tveir sem titla má
kennara. Þá líkt og 1907 sat aðeins
einn útgerðarmaður á þingi og einn
maður sem vann sem múrari þegar
hann var ekki á þingi. Þar er einnig
að finna tvo menn sem titla má
verkalýðsforingja eða starfsmenn
verkalýðsfélaga.
Á þinginu 1957 sat aðeins einn
prestur og þrír sýslumenn. Sex
bændur sátu þá á þingi. Segja má að
þeir hafi verið eins konar héraðs-
höfðingjar sem gerðu fleira en að
vera þingmenn og bændur. Sama má
raunar segja um fleiri þingmenn;
þeir voru í ýmsum aukastörfum sam-
hliða þingmennsku.
Árið 1957 voru sex ráðherrar á
þingi og gegndu þeir ekki öðrum
störfum á meðan.
Doktorar og skipstjórar
Það er erfitt að flokka þingmenn í
dag eftir þeim störfum sem þeir
gegna vegna þess að þingmennska er
í dag orðin fullt starf. Það er hins
vegar fróðlegt að skoða menntun
þingmanna, en það verður ekki ann-
að sagt en að hún sé fjölbreytt.
Það hefur oft verið sagt að það séu
margir lögfræðingar á Alþingi. Af 63
þingmönnum eru 13 með lögfræði-
menntun. Þar sitja einnig a.m.k.
fimm hagfræðingar og fjórir sem
lokið hafa menntun í stjórn-
málafræði. Þar sitja líka þrír dokt-
orar, einn er doktor í lífeðlisfræði
með fiskeldi sem sérgrein, annar er
doktor í stærðfræði og þriðji í árang-
ursstjórnun. Á þingi sitja einnig
hjúkrunarfræð-
ingar, dýralækn-
ir, skipstjórar,
byggingatækni-
fræðingur, flug-
freyja, sjúkra-
þjálfari,
skólastjórar,
jarðfræðingur,
líffræðingur, leik-
stjóri og fólk sem
hefur menntað
sig í bók-
menntum, sögu
og heimspeki. Þá var einn bóksali
kjörinn á þing og þó nokkrir hafa
starfað sem blaðamenn um lengri
eða skemmri tíma. Á þingi eru núna
sex menn sem starfað hafa sem að-
stoðarmenn ráðherra. Margir þing-
menn hafa einnig gegnt störfum í
sveitarstjórnum, ýmist sem sveit-
arstjórnarmenn eða bæjarstjórar.
Tveir fyrrverandi borgarstjórar í
Reykjavík sitja nú á þingi. Þá eru 12
menn á þingi sem gegna ráðherra-
embætti.
Almennt má segja að þingmenn
séu mjög vel menntaðir, en þeir hafa
líka gegnt störfum sem ekki krefjast
mikillar menntunar, einkum á yngri
árum. Sumir hafa reyndar sest á
þing mjög ungir og því verið skamm-
an tíma á almennum vinnumarkaði
eftir að þeir luku námi.
Árið 1907 sat engin kona á Alþingi,
en konur höfðu þá ekki kosningarétt.
Árið 1957 sat ein kona á þingi, en al-
þingismenn voru þá 52 að tölu.
Í kosningunum í vor náðu 20 kon-
ur kjöri á Alþingi, en þar sitja 63
þingmenn.
Að lokum er fróðlegt að skoða
menntun þeirra ráðherra sem tóku
við völdum í vikunni. Geir H. Haarde
er hagfræðingur, Árni M. Mathiesen
er dýralæknir, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir og Björn Bjarnason
eru lögfræðingar. Einar K. Guð-
finnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson
og Þórunn Sveinbjarnardóttir eru
stjórnmálafræðingar. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir er sagnfræðingur að
mennt, Össur Skarphéðinsson er
doktor í lífeðlisfræði með fiskeldi
sem sérgrein, Jóhann Sigurðardóttir
er fyrrverandi flugfreyja, Kristján
Möller er íþróttakennari að mennt,
og Björgvin G. Sigurðsson er með
BA-próf í sögu og heimspeki.
Gaman á þingi Þessir menn sátu lengi saman á Alþingi. Lögfræðingurinn Matthías Á. Mathiesen sat á þingi í 32 ár. Lögfræðingurinn
og sýslumaðurinn Friðjón Þórðarson sat á þingi samtals í 27 ár. Kennarinn og skólastjórinn Helga Seljan sat á Alþingi í 16 ár.
Í HNOTSKURN
»Prestar, bændur og sýslu-menn voru helmingur þing-
manna fyrir 100 árum síðan.
»Fyrir 50 árum var aðeinseinn prestur á þingi, en kaup-
félagsstjórar og framkvæmda-
stjórar voru talsvert margir á
þingi.
»Nú eru margir þingmennmeð menntun í lögfræði, hag-
fræði og stjórnmálafræði.
»Fyrir 50 árum var ein kona áþingi en nú eru 20 af 63 þing-
mönnum konur.
Bakgrunnur alþingismanna hefur breyst samhliða breytingum á samfélaginu
Lögfræðingur eða prestur
Pétur Ottesen
bóndi á Ytra-Hólmi
var alþingismaður í
43 ár.
Ragnhildur Helga-
dóttir lögfræð-
ingur var eina kon-
an á þingi 1957.
Séra Karl V. Matt-
híasson er eini
presturinn sem nú
situr á þingi.
AÐ mati forsvarsmanna Bolungar-
víkurkaupstaðar er ávinningur af
snjóflóðavörnum í Traðarhyrnu svo
mikill að neikvæð áhrif eru lítil eða
hverfandi í því samhengi. Hefur
kaupstaðurinn tilkynnt til athugun-
ar Skipulagsstofnunar frummats-
skýrslu um snjóflóðavarnagarð í
fjallinu. Í frummatsskýrslunni kem-
ur m.a. fram að félagsleg áhrif snjó-
flóðahættu verði seint vanmetin og
því sé nauðsynlegt að bægja þeirri
vá frá eins og auðið er. Verði varn-
argarðar ekki byggðir sé nauðsyn-
legt að kaupa upp stóran hluta bæj-
arins. Að mati forsvarsmanna
Bolungarvíkur er sá kostur í raun
óraunhæfur vegna mikils kostnaðar
sem og ákvæða í lögum um að Of-
anflóðasjóður taki ekki þátt í upp-
kaupum eða flutningi á húseignum.
Í frummatsskýrslunni kemur
fram að framkvæmdin muni hafa
óveruleg áhrif á jarðmyndanir,
vatnafar, fuglalíf og landnotkun.
Hins vegar eru áhrif á gróður nokk-
uð neikvæð en samt að hluta til aft-
urkræf.
Þeir þættir sem verða fyrir tals-
verðum neikvæðum áhrifum eru
landslag, hljóðvist og fornleifar. Við
framkvæmdir munu þannig minja-
staðir vera í hættu eða verða rask-
að. Þar er átt við landdísarstein,
fjárhús/hlöðu, bæjarhól, fjós, kvíar,
kálgarð, brunn, tvo túngarða og áð-
ur óþekktar rústir. Frummats-
skýrslan liggur frammi til kynning-
ar til 9. júlí á skrifstofu
Bolungarvíkur, bókasafninu á Bol-
ungarvík, í Þjóðarbókhlöðunni og
hjá Skipulagsstofnun.
Mikill ávinning-
ur af snjóflóða-
vörnum
VÍÐTÆKT samstarf í lýðheilsuvís-
indum, hjúkrunarfræði, læknisfræði,
stúdentaskiptum, sameiginlegum
rannsóknum, gististöðum vísinda-
manna og sameiginlegar útgáfur
fræðirita eru meðal atriða í nýjum
samstarfssamningi Háskóla Íslands
og Háskólans í Minnesota sem und-
irritaður var á föstudag af Kristínu
Ingólfsdóttur, rektor HÍ og Robert
H. Bruininks, rektor Minnesotahá-
skóla,
Samstarf háskólanna tveggja
teygir sig aftur um áratugi en form-
legu 25 ára samstarfsafmæli er fagn-
að um þessar mundir. Í samningnum
er sérstök áhersla lögð á að efla sam-
starf innan hjúkrunarfræði, læknis-
fræði og lýðheilsuvísinda.
Samstarf háskólanna tveggja hef-
ur náð til fjölmargra fræðasviða.
Meðal annars hafa stúdentar Min-
nesotaháskóla getað stundað nám í
íslensku og íslenskum fræðum við
skólann og í bókasafni Minnesotahá-
skóla er að finna stærsta safn innan
Bandaríkjanna af ritum sem tengj-
ast Norðurlöndum, 225 þúsund titla.
Hundruð stúdenta
Þá hafa íslenskir doktorsnemar í
raunvísindum, verkfræði og hugvís-
indum notið leiðsagnar vísinda-
manna við Háskólann í Minnesota.
Allt frá upphafi hafa stúdentaskipti
verið snar þáttur samstarfsins og
hafa hundruð stúdenta annars skól-
ans stundað hluta af námi sínu við
báða skólana.
Enn eitt dæmi um samstarf skól-
anna er stuðningur dr. Carol Paz-
andak, prófessors í félagsráðgjöf við
Minnesotaháskóla, við uppbyggingu
menntunar í félagsráðgjöf við Há-
skóla Íslands á sínum tíma. Var hún
bæði stjórnendum og akademískum
starfsmönnum til aðstoðar og stund-
aði jafnframt kennslu við félagsráð-
gjöf við Háskóla Íslands.
Innsigla
endurnýjað
háskóla-
samstarf
KANADÍSKI álr-
isinn Alcan sendi
frá sér tilkynn-
ingu fyrir helgi,
þar sem kom
fram að hann
„myndi íhuga“
annað yfirtöku-
tilboð frá Alcoa.
Yfirlýsingin
barst í fyrradag,
tveimur dögum
eftir að Alcan hafnaði um 2.054
milljarða króna tilboði keppinaut-
arins. Var tilboðið ekki sagt full-
nægjandi fyrir hluthafa fyrirtæk-
isins, betra tilboð yrði skoðað.
Er á kreiki orðrómur um að Alc-
an íhugi samruna við ástralska
námurisann BHP Billiton.
Opnir fyrir
öðru boði Alcoa
Alcan Álverið í
Straumsvík.
BROTIST var inn í apótek í aust-
urborginni aðfaranótt laugardags,
þar unnar skemmdir og lyfjum stol-
ið, að sögn lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu. Öryggisverðir
fóru á staðinn eftir að viðvör-
unarbjalla fór í gang og kölluðu
þeir eftir aðstoð lögreglumanna.
Skömmu síðar var ungur maður
handtekinn sem hafði neytt efna í
miklum mæli, og leikur grunur á að
maðurinn sé innbrotsþjófurinn sem
var að verki.
Talið er að hann hafi innbyrt hin
stolnu lyf í miklu magni og var
hann fluttur á slysadeild Landspít-
alans til að láta dæla þeim upp úr
honum. Lögreglan rannsakar máls-
atvik nánar.
Brotist inn
í apótek
Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift!
www.oryggi.is
Hi
m
in
n
og
h
af
/
SÍ
A
Hver vak
tar
þitt heim
ili?