Morgunblaðið - 27.05.2007, Page 10
10 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KLEPPSSPÍTALI 100 ÁRA
É
g leyfi mér, við þetta tæki-
færi að geta þess, að eng-
ir sjúklingar hér á landi
eru svo illa settir sem
hinir geðsjúku, þar sem
ekki er að finna eitt ein-
asta geðveikrahæli hér á landi, og ég
þekki mörg dæmi þess, að vegna
þessara aðstæðna og til þess að gera
þannig sjúklinga hættulausa, hafa
menn neyðst til þess að grípa til
þeirra villimannlegu aðgerða að loka
sjúklingana inni í þröngum kössum
með litlu opi fyrir framan andlitið.
Þessir kassar eru síðan settir í eitt-
hvert útihús til þess að sjúklingarnir
trufli ekki ró annarra.“
Þannig kemst Þorgrímur Johnsen
héraðslæknir að orði í ársskýrslu
sinni 1871 en hann mun fyrstur
manna hafa vakið athygli á þessu
vandamáli hér á landi. Í kjölfarið
spannst nokkur umræða um málið en
því var eigi að síður drepið á dreif í
stjórnkerfinu í rúma þrjá áratugi og
menn slógu úr og í með þörfina fyrir
geðsjúkrahæli, að sögn Óttars Guð-
mundssonar geðlæknis en hann vinn-
ur nú að ritun sögu Kleppsspítala
sem koma mun út á bók með haust-
inu.
Í byrjun tuttugustu aldarinnar
komst aftur hreyfing á málið að
frumkvæði dansks læknis sem starf-
aði hér á landi, Christians Schier-
becks. Hann fór að berjast fyrir rétt-
indum geðsjúkra, m.a. með
blaðaskrifum, og bauðst til að byggja
lítið hæli fyrir eigin reikning og reka
það sjálfur. Málið fór fyrir Alþingi,
sem tók því vel, en fékk hvorki fram-
gang hjá ráðuneyti né konungi. Að
sögn Óttars móðgaðist Schierbeck
við það, hvarf af landi brott og sneri
aldrei aftur. Barátta Schierbecks var
þó ekki til einskis og samþykkt var á
Alþingi árið 1905 að byggja geð-
sjúkrahæli sem hýsa myndi fimmtíu
sjúklinga. Mátti verja til bygging-
arinnar 90 þúsund krónum úr Lands-
sjóði en það voru hvorki meira né
minna en 7,5% af heildarupphæð fjár-
laga ársins 1906. Spítalanum var val-
inn staður á afskekktri jörð í Reykja-
vík, Kleppi, en á þessum tíma var
talið æskilegt að búa geðsjúkum ró-
legt og fallegt heimili utan alfara-
leiðar. Framkvæmdir gengu hratt og
örugglega fyrir sig og tveimur árum
síðar var Kleppsspítali risinn.
Ákveðið var að Þórður Sveinsson,
sem þá var nýútskrifaður sem kandí-
dat, yrði fyrsti yfirlæknir spítalans og
fór hann utan með styrk landsstjórn-
arinnar til að nema geðlækningar,
fyrst í Danmörku og síðar Þýska-
landi. Þórður sneri heim árið 1907 og
tók við Kleppi.
Fyrsti sjúklingurinn var lagður inn
27. maí 1907, Arnbjörn Arnbjörnsson
bóndi úr Árnessýslu. Hann útskrif-
aðist 48 árum síðar – látinn. Óttar
segir ekkert feimnismál að birta nafn
Arnbjörns en lát hans var á sínum
tíma tilkynnt í blöðunum.
Kleppsspítali fylltist fljótlega – og
rúmlega það. Sjötíu sjúklingar voru
komnir inn í þessi fimmtíu rúm. „Það
bar m.ö.o. snemma á vandamálinu
sem átti eftir að hrjá spítalann alla
tuttugustu öldina, þrengslum,“ segir
Óttar og bætir við að talið sé að á
bilinu 130 til 150 geðsjúkir hafi verið í
landinu þegar Kleppur var settur á
laggirnar. „Og þá erum við að tala um
mjög alvarlega veikt fólk.“
Aðstandendur þurftu í upphafi að
borga með sjúklingunum, ýmist
KLEPPUR ER VÍÐA
Hundrað ár eru í dag liðin
frá því fyrsti sjúkling-
urinn var lagður inn á
Kleppsspítala. Markmiðið
var að létta vanda af
heimilum geðsjúkra og
búa hinum veiku mann-
sæmandi dvalarstað. Allar
götur síðan hefur Klepp-
ur, eins og spítalinn er
gjarnan kallaður, verið
samofinn sögu geðlækn-
inga og -hjúkrunar hér á
landi. Þegar mest var
dvöldust ríflega 300 sjúk-
lingar á Kleppi en
þrengsli settu svip á starf-
semina langt fram eftir
síðustu öld. Í dag hefur
þungamiðja geðlækninga
flust inn á geðsvið Land-
spítala – háskólasjúkra-
húss og Kleppur er fyrst
og fremst endurhæfing-
armiðstöð.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þröng á þingi Á þessu herbergi á Gamla-Kleppi voru til skamms tíma sex sjúklingar. Myndin er tekin árið 1973.
Í HNOTSKURN
»1907. Kleppsspítali tekur tilstarfa.
»1929. Nýi-Kleppur opnar.»1934. Sjúkrahús Hvíta-bandsins sett á laggirnar.
»1950. Reykjavíkurborgfestir kaup á Arnarholti.
»1955. Farsóttarsjúkrahúsiðbyrjar að leggja inn geð-
sjúka.
»1952. Nýju geðlyfin komatil sögunnar og gjörbreyta
andrúmsloftinu á geðsjúkra-
húsum um heim allan.
»1968. Geðdeild Borgarspít-alans tekin í notkun, fyrst
klínískra deilda á spítalanum.
»1979. Geðdeild Landspít-alans komið á fót og starf-
semin sameinuð Kleppsspítala.
»2000. Sjúkrahús Reykjavík-ur og Ríkisspítalarnir sam-
einast undir merkjum Land-
spítala – háskólasjúkrahúss.
»2002. Deild á Vífilsstöðumlokað og starfsemi Gunn-
arsholts hætt.
»2004. Arnarholti lokað.»2005. Ríkisstjórnin ákveðurað verja milljarði króna og
Öryrkjabandalagið hálfum
milljarði til eflingar fé-
lagslegum búsetuúrræðum.
Helgi TómassonÞórður Sveinsson
Listin að stjórna eigin lífi fjallar um
sjálfsstjórn í verki og byggir meðal
annars á fjölbreyttri þekkingu á
tilfinningagreind, þ.e. hæfileikanum til
að bera kennsl á, skilja, bregðast við og
stýra tilfinningum sínum með það fyrir
augum að nýta þær til að skapa það líf
sem maður vill lifa.
BÓKIN HJÁLPAR ÞÉR AÐ:
KYNNAST SJÁLFUM ÞÉR BETUR OG
UPPGÖTVA STYRKLEIKA ÞÍNA
SKILGREINA OG YFIRSTÍGA HINDRANIR
BÆTA SAMSKIPTAHÆFNI ÞÍNA OG
LEIÐTOGAHÆFILEIKA
HVETJA SJÁLFAN ÞIG
OG AÐRA ÁFRAM
TAKAST Á VIÐ
STREITU OG
ÖÐLAST
SÁLARRÓ
*
Metsö lu l i s t i Eymundsson og Máls og menningar
23 . maí 2007 - Handbækur/ f ræðibækur/æv isögur
*
ÞÚ B ERÐ ÁBY RGÐ Á EIGIN LÍFI !
TAK TU STJÓRNINA
Í Þ Í NAR HENDUR!