Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KLEPPSSPÍTALI 100 ÁRA
úar 1930 og lagði þar til að ráð-
herrann tæki sér frí þar sem margt
sem hann hafði gert næst á undan
hefði orkað tvímælis. „Eruð þér að
bjóða mér á Klepp?“ mun Jónas þá
hafa spurt.
Í kjölfarið ritaði Jónas grein í Tím-
ann þar sem hann hélt því fram að
Helgi hefði úrskurðað sig geðveikan.
Málið vakti mikla athygli og blönd-
uðu fleiri menn sér í það. Tómas seg-
ir föður sinn í upphafi ekki hafa haft
áform um að svara ráðherranum op-
inberlega en á endanum séð sæng
sína uppreidda. Þessum viðskiptum
lauk með því að Jónas rak Helga 30.
apríl 1930. „Það kom boðsent bréf
þar sem föður mínum var gert að
rýma læknisbústaðinn fyrir hádegi
daginn eftir,“ segir Tómas.
Við tók Lárus Jónsson en að sögn
Óttars skildi hann ekki eftir sig djúp
spor í geðlækningasögu þjóðarinnar.
Helgi fékk uppreisn æru í nóvember
1932 og tók aftur við starfi yfirlæknis
á Nýja-Kleppi. Þegar Þórður hætti
árið 1940 voru spítalarnir tveir sam-
einaðir undir stjórn Helga. Gegndi
hann starfi yfirlæknis allt til dauða-
dags árið 1958.
Útrýmdi þvingunartækjum
Helgi var ekki aðeins frábrugðinn
Þórði í lækningaaðferðum, hann tók
sjúklingana líka öðrum tökum. Þann-
ig lét hann útrýma öllum þving-
unartækjum, beltum, ólum og
spennitreyjum, fljótlega eftir end-
urkomuna 1932. Í stað þess að óla
sjúklinga niður lét hann halda þeim
niðri með mannafli, auk þess sem
þeir voru sprautaðir með róandi lyfj-
um ef á þá rann æði.
Óttar segir erfitt að finna heimildir
um samskipti Þórðar og Helga. Ekk-
ert bendi þó til þess að fátt hafi verið
með þeim. „Nálgunin var vissulega
ólík en erfitt er að segja til um það
hvernig þeim gekk að vinna saman.
Sennilega hafa samskipti þeirra ekki
H
lutverk Kleppsspítala hefur breyst jafnt
og þétt á undanförnum fjórum áratug-
um. Fyrst eftir tilkomu geðdeildar
Borgarspítalans, 1968, og síðan þegar
geðdeild Landspítalans var sett á laggirnar,
1979. Sem kunnugt er voru spítalarnir samein-
aðir árið 2000 undir heitinu Landspítali – há-
skólasjúkrahús.
Hannes Pétursson, sviðsstjóri lækninga á
geðsviði LSH, segir að Kleppur sé fyrst og
fremst endurhæfingarmiðstöð fyrir geðsjúka í
dag og þannig verði það í framtíðinni. Að vísu
eru ennþá um sjötíu legusjúklingar á Kleppi en
það er fólk sem ekki getur nýtt sér búsetuúr-
ræði utan spítalans, a.m.k. ekki enn sem komið
er. Hannes segir stefnt að því að legusjúklingar
njóti félagslegra búsetuúrræða í framtíðinni en
erfitt sé að setja sér markmið um fjölda eða
tímaramma í þeim efnum.
Kleppi ekki lokað
Hannes segir engin áform um að loka Kleppi,
þvert á móti gegni spítalinn mikilvægu hlut-
verki í starfi geðsviðs Landspítalans. „Við höf-
um Klepp eins lengi og við þurfum og á næstu
árum verður lögð áhersla á að byggja þar upp
öfluga og nútímalega endurhæfingarmiðstöð.
Kleppur er snar þáttur í sögu geðlækninga á
Íslandi og okkur þykir mikilvægt að halda
nafninu enda þótt það hafi neikvæða merkingu
í huga margra. Vonandi verður þetta nýja hlut-
verk Klepps til þess fallið að vinda ofan af
þeirri ímynd.“
Geðsviðið leggur nú höfuðáherslu á félagsleg
búsetuúrræði fyrir geðsjúka og hefur þjónusta
utan sjúkrahúsa verið efld til muna á umliðnum
árum. Árið 2005 voru um eitt hundrað ein-
staklingar metnir í þörf fyrir búsetuúrræði, þar
af um sextíu í forgangsröð. Síðan hafa 23 ein-
staklingar fengið ýmsar úrlausnir, m.a. á lands-
byggðinni. Hannes segir listann yfir fólk í þörf
fyrir búsetuúrræði annars mjög breytilegan.
Tvö til níu rými voru nýlega tekin í gagnið á
Fellsenda, Öryrkjabandalagið á þrettán íbúðir í
Reykjavík og fimm bætast við á næsta ári og
fimm rými eru í íbúðasambýli í Njarðvíkum.
Reiknað er með fimmtán rýmum fyrir eldri
geðsjúka á hjúkrunarheimilinu Mörkinni og
rætt hefur verið um kaup á lóðum og íbúðum,
auk bygginga íbúðasambýla í Reykjavík, Kópa-
vogi og Hafnarfirði. Í flestum tilvikum er um
sólarhringsþjónustu að ræða.
Árið 2005 samþykkti ríkisstjórn Íslands að
verja einum milljarði króna í uppbyggingu bú-
setuúrræða fyrir geðsjúka og Öryrkjabandalag-
ið leggur til hálfan milljarð. Hannes segir að
skriður sé nú að komast á það mál.
Samkvæmt tilmælum frá Svæðisráði málefna
fatlaðra í Reykjavík óskaði félagsmálaráðu-
neytið eftir því að velferðarsvið Reykjavík-
urborgar tæki að sér framkvæmd átaksverk-
efnisins og uppbyggingu þjónustu fyrir
geðsjúka í Reykjavík. Segir Hannes þetta upp-
haf þess að málaflokkurinn flytjist til Reykja-
víkurborgar. „Þetta tímamótaverkefni er í góð-
um höndum hjá borginni og við bindum miklar
vonir við það.“
Velferðarsvið mun sjá um öll ný búsetuúr-
ræði á vegum átaksverkefnisins. Velferðarráð
hefur samþykkt þetta erindi og segir Hannes
að viðræður séu að hefjast. Stefnt er að því að
koma á fót áttatíu plássum fyrir geðsjúka fram
til ársins 2010.
Mikil gróska í rannsóknum
Hannes segir bjart yfir geðlækningum á Ís-
landi nú um stundir og fræðastarf hafi ekki í
annan tíma verið öflugra. „Víðtækt samstarf er
um rannsóknir, m.a. við erlendar háskólastofn-
anir, og mikil gróska. Rannsóknaverkefni og
styrkir eru fjölmargir og þess má geta að ís-
lenskir doktorsnemar í geðlækningum og sál-
fræði eru nú fjórir. Árlega er fjöldi greina eftir
þá birtur í viðurkenndum fagritum, auk bóka-
kafla, veggspjalda og fyrirlestra. Við geðlækn-
ar erum mjög stoltir af þessari framþróun í
faginu og horfum björtum augum til fram-
tíðar.“
UNDIÐ OFAN AF ÍMYNDINNI
Morgunblaðið/Eyþór
Sviðsstjóri Hannes Pétursson vonar að nýtt
hlutverk Klepps verði til þess að vinda ofan af
ímynd hans sem sé í hugum margra neikvæð.
»Kleppur er snar þáttur í sögu
geðlækninga á Íslandi og okk-
ur þykir mikilvægt að halda
nafninu enda þótt það hafi nei-
kvæða merkingu í huga margra.
Mercedes-Benz ML-Class 280 CDI, verð: 6.370.000 kr. með Íslandspakka*
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is
Þú getur verið viss um gæðin
Mercedes-Benz ML-Class er jeppi sem slær samkeppnisaðilunum við hvað varðar gæði, glæsileika og öryggi. Í boði
eru þrjár bensínvélar og þrjár dísilvélar. Sú nýjasta, V8 420 CDI dísilvélin, er sannkallað tækniundur sem skilar 306
hestöflum. Hröðun frá 0 og upp í 100 km er aðeins 6,5 sekúndur og togið er ótrúlegt, 700 Nm. Þrátt fyrir þetta er
meðaleyðsla bílsins aðeins 11,1 lítrar á hverja 100 km.
ASKJA er eini viðurkenndi umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi.