Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
sem hafði nýlokið doktorsnámi í geð-
lækningum, ráðinn í stöðu prófessors
og yfirmanns spítalans. Störfuðu þeir
hlið við hlið uns Þórður lést árið 1975.
„Þórður var ákaflega vandaður mað-
ur og var samstarf okkar alla tíð
mjög gott. Það komst ekki hnífurinn
upp á milli okkar,“ segir Tómas.
Það er merkileg tilviljun að Þórður
Möller andaðist sama mánaðardag
og Helgi Tómasson, 2. ágúst, og í
sama húsinu, læknisbústaðnum á
Kleppi.
Tómas stýrði Kleppi allar götur til
1997 að hann lét af störfum fyrir ald-
urs sakir. „Tómas hélt áfram á sömu
braut og faðir hans og þetta tímabil
endurspeglar sögu geðlækninga í
heiminum á þessu árabili,“ segir Ótt-
ar. „Nýju lyfin, sem farið er að þróa
æ meira, setja svip sinn á allt starfið
og farið er að útskrifa fleira fólk en
áður. Þá voru búin til ný búsetuúr-
ræði, t.d. voru langlegusjúklingar í
auknum mæli sendir að Ási í Hvera-
gerði, til Stykkishólms og víðar.
Þetta var gert til að létta á spít-
alanum.“
Heilsuspillandi þrengsli
Tómas segir það hafa verið sitt
fyrsta verkefni að rýmka til á spít-
alanum. „Það voru 300 sjúklingar á
Kleppi þegar ég tók við. Til sam-
anburðar má geta þess að í dag eru
þeir 70 og þykir það engin ofrausn.
Þrengslin voru í sjálfu sér heilsuspill-
andi og ég man eftir að hafa talað um
það strax í byrjun sjöunda áratug-
arins á landsfundi Samtaka íslenskra
sveitarfélaga að æskilegt væri að
sveitarfélögin tækju þátt í því að
skaffa húsnæði fyrir geðsjúka. Á
þeim tíma höfðu þau ekki bolmagn til
þess.“
Smám saman komst hreyfing á
málið, m.a. vegna frumkvæðis Guð-
ríðar Jónsdóttur sem setti á lagg- Morgunblaðið/Sverrir
KLEPPSSPÍTALI 100 ÁRA
Kleppi en við af henni tók Jórunn
Bjarnadóttir sem gegndi starfi yf-
irhjúkrunarkonu til ársins 1938.
Jórunn var menntuð í Danmörku og
starfaði bæði við hlið Þórðar Sveins-
sonar og Helga Tómassonar. Eydís
og Páll segja að hugmyndafræðin
hafi verið mjög stofnanamiðuð á
þessum tíma, auk þess sem gríð-
arleg þrengsli settu mark sitt á
starfið. „Jórunn og hennar fólk
þurfti að vinna við mjög erfiðar að-
stæður,“ segir Páll.
Steinunn Þórarinsdóttir starfs-
stúlka á Kleppi orðar þetta svo í
endurminningum sínum: „Versta
verk mitt meðan ég starfaði á
Kleppi var að taka sjúklinga og
þrífa þá, þegar þeir komu fyrst.
Þeir komu víða af landinu og ásig-
komulag margra þeirra var vægast
sagt hörmulegt. Það varð að taka þá
frá hvirfli til ilja. Það var óþrifaverk
og erfitt, en ekki síður líknsemd að
gera það fyrir því. Og þetta kom
líka upp í vana.“
Páll segir geðhjúkrun – og raun-
ar hjúkrun almennt – fram á okkar
daga hafa verið „falið“ starf. Hann
er ekki í minnsta vafa um að það sé
partur af skýringunni að hjúkrun
hafi löngum verið „kvennastarf“. „Í
ljósi sögunnar er þetta mjög ósann-
gjarnt. Hjúkrunarfólk er í mjög
nánum tengslum við sjúklingana á
spítölunum og hefur það alla tíð
jafnframt borðið hitann og þungann
af samskiptum við fjölskyldu hins
veika,“ segir Páll og Eydís bætir við
að mýmörg dæmi séu um það að
hjúkrunarfræðingar hafi gengið
geðsjúklingum í móður eða föður
stað.
Helguðu sig starfinu
Árið 1933 tók Guðríður Jóns-
dóttir við starfi forstöðukonu á
Kleppi og gegndi því til ársins 1963.
Eydís og Páll segja að Guðríður hafi
verið öflug hugsjónakona sem hafi
lifað fyrir starf sitt. Hún hlaut
Á
umliðnum hundrað árum
hefur vitaskuld ekki verið
nóg að veita sjúklingum á
Kleppi læknisþjónustu,
heldur hefur þurft að hjúkra þeim
líka. Geðhjúkrun varð til sem starfs-
grein á Íslandi með stofnun Klepps.
Fyrir þann tíma var geðsjúklingum
gjarnan komið fyrir hjá bændum út
um sveitir landsins. Þekking fólks á
umönnun geðsjúkra var lítil, úrræði
fá og aðbúnaður ekki góður þar sem
þeir dvöldust.
Fyrsta yfirhjúkrunarkonan á
Kleppi var Þóra J. Einarsson sem
hlaut menntun sína í Skotlandi.
Strax á öðru ári beindust spjótin að
henni eftir að tveir sjúklingar fyr-
irfóru sér á spítalanum. Var látið að
því liggja að hjúkrunin hefði brugð-
ist skyldum sínum. Þurfti Þóra þá
að verja hendur sínar og benti m.a.
á að ógjörlegt væri fyrir starfsfólk á
Kleppi, lækna og hjúkrunarfólk, að
vakta vistarverur sjúklinganna all-
an sólarhringinn.
Hún sagði m.a.: „Það er vitanlega
satt og ómótmælanlegt, sem sagt
hefir verið, að læknirinn getur ekki
alltaf staðið við klefadyr sjúkling-
anna. En mér finnst almenningur
megi ekki ætlast til þess, að ég geti
það – þó ég sé hjúkrunarkona. Ég
þarf að sofa, eins og aðrir.“
Eiga að vaka yfir geðsjúkum
Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðs-
stjóri hjúkrunar á geðsviði LSH, og
Páll Biering, doktor í geðhjúkrun,
segja þessa umræðu endurspegla
ábyrgð geðhjúkrunarfræðinga
gegnum tíðina. Hjúkrunarfræð-
ingar hafi alla tíð staðið nálægt
sjúklingum á Kleppi enda beri þeir
ábyrgð „24-7“, eins og þau komast
að orði. „Það að varpa sökinni á
Þóru staðfestir þá skoðun fólks að
hjúkrunarfólk eigi að vaka yfir geð-
sjúkum en ekki læknar,“ segir Ey-
dís.
Þau Páll segja ekki óalgengt að
hjúkrunarfræðingar taki við sjúk-
lingi niðurbrotnum og standi
frammi fyrir því verkefni að byggja
hann upp frá grunni. „Staðreyndin
er sú að þetta hlutverk mæðir öðr-
um fremur á hjúkrunarfræðing-
unum. Sjúklingarnir eru stöðugt í
okkar umsjá,“ segir Eydís.
Þau Páll benda á að samskipti við
geðsjúklinga geti í mörgum til-
vikum verið flókin. „Þú sest ekki
niður með geðrofssjúklingi, eins og
við erum að gera núna, og byrjar að
spjalla við hann. Það getur tekið
langan tíma að byggja upp traust
áður en samskipti geta hafist,“ segir
Eydís.
Það var óþrifaverk og erfitt
Hjúkra þarf fólki sem ekki getur
uppfyllt þarfir sínar. Páll bendir á
að í geðhjúkrun sé ekki alltaf jafn
augljóst hvaða þarfir það séu. „Ef
sjúklingur getur ekki pissað setur
maður upp þvaglegg. Hjá geðsjúkl-
ingum er þetta ekki jafn einfalt. Þar
er um að ræða fólk sem ekki getur
uppfyllt sínar félagslegu og tilfinn-
ingalegu þarfir og úrlausnirnar
geta verið af ýmsu tagi.“
Þóra var aðeins þrjú ár í starfi á
menntun sína í Noregi og Dan-
mörku og Páll vekur athygli á því
að hún hafi verið með menntun á
heimsmælikvarða á þessum tíma.
Þekkingu hafi því sannarlega ekki
verið ábótavant.
„Guðríður er í raun holdgerv-
ingur hjúkrunar á Íslandi á tutt-
ugustu öldinni. Á þessum tíma
bjuggu hjúkrunarkonurnar með
sjúklingunum – í risinu á Kleppi –
og helguðu sig starfinu. Margar
þessara kvenna voru ógiftar og áttu
ekki börn, þeirra á meðal Guðríður.
Það er engin tilviljun að það var
lengi vel skilyrði fyrir inngöngu í
hjúkrunarnám að konurnar væru
barnlausar,“ segir Páll.
Þau Eydís eru sammála um að
hjúkrunarnám hafi fram eftir síð-
ustu öld örugglega í einhverjum til-
fellum verið leið kvenna sem vildu
standa á eigin fótum.
Ný sýn í geðheilbrigðismálum
Arftaki Guðríðar var María
Finnsdóttir. Hún gegndi starfi for-
stöðukonu á Kleppi frá 1963 til
1969. Eydís segir Maríu hafa haft
gríðarleg áhrif. „Þegar hún tekur
til starfa er Kleppur stofnun í öllum
skilningi þess orðs. Sjúklingarnir
voru allir í stofnanafötum sem
bundið var snæri utan um þegar
þeir lögðust til hvílu. Borðað var af
blikkdiskum og drukkið úr blikk-
málum. María einhenti sér í að
breyta þessu – gera umhverfið
manneskjulegra. Hún keypti hús-
gögn, leirtau, blóm og bjó til borð-
stofu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hóf
hún að klæða fólkið í venjuleg föt.
Þetta var algjörlega ný sýn í geð-
heilbrigðismálum á Íslandi, þar sem
áhersla var lögð á að styrkja sjálfs-
mynd sjúklinganna,“ segir Eydís og
bætir við að það hafi tvímælalaust
haft sín áhrif að María nam sálfræði
og uppeldisfræði meðfram geð-
hjúkruninni.
Á þessum tíma voru nýju geðlyfin
komin til sögunnar en þau auðveld-
uðu til muna samskipti fagfólks og
sjúklinga.
Þórunn Pálsdóttir leysti Maríu af
hólmi árið 1969. Hún nam geð-
hjúkrun í Noregi og í hennar tíð var
lögð aukin áhersla á meðferðarstarf
og samskiptatækni. Svokölluð um-
hverfismeðferð ruddi sér til rúms
upp úr 1970 og komu hjúkr-
unarfræðingar að henni af miklum
þunga.
Vinna með en ekki gæta
„Frá forsjá til fjölskyldustuðn-
ings“ var yfirskrift fyrirlesturs sem
Eydís hélt á föstudag á ráðstefnu í
tilefni af hundrað ára afmæli
Klepps og segir hún þá yfirskrift ná
vel utan um þær miklu breytingar
sem orðið hafa á hugmyndafræði
geðhjúkrunar síðustu öldina. „Hlut-
verk okkar hér áður var að gæta
sjúklinganna en í dag er það að
vinna með sjúklingunum og fjöl-
skyldum þeirra að því að þeir eigi
sér líf utan veggja spítalans. Af-
stofnanavæðingin er í algleymingi
og gamla hælislíkanið er á hröðu
undanhaldi.“
Eydís og Páll segja geðhjúkrun
áratugum saman ekki hafa verið til
í opinberri umræðu. Það sé hægt og
bítandi að breytast. „Þetta fer að
breytast á áttunda áratugnum þeg-
ar geðhjúkrun verður að námsgrein
í Háskóla Íslands,“ segir Páll.
„Fram að því höfðu geðhjúkr-
unarfræðingar ekki verið stefnu-
mótandi í geðheilbrigðismálum
þjóðarinnar. Smám saman varð
stéttin sýnilegri og fór að láta að sér
kveða. Það fylgir kvennahreyfing-
unni líka.“
Horft á heildrænu myndina
Þau Eydís benda á að mennt-
unarstigið og sérhæfingin séu stöð-
ugt að aukast og nú hafa tveir
hjúkrunarfræðingar lokið dokt-
orsprófi í geðhjúkrun, Páll og Helga
Sif Konráðsdóttir. Tveir til viðbótar
eru í doktorsnámi, Eydís og Jó-
hanna Bernharðsdóttir lektor og
forstöðumaður fræðasviðs geð-
hjúkrunar við hjúkrunarfræðideild
HÍ.
Rannsóknum á sviði geðhjúkr-
unar fer líka jafnt og þétt fjölgandi
með áherslu á þarfir sjúklinga og
fjölskyldna þeirra. „Við höfum mik-
ið verið að horfa á hugræna upp-
lifun sjúklinga á því að vera veikir
og hvernig þeir fara að því að lifa
með sjúkdómnum og afleiðingum
hans. Við horfum mikið á hina heild-
rænu mynd – ekki bara sjúkdóminn
sem slíkan,“ segir Páll.
Enn er þó mikið verk óunnið. Um
það eru Eydís og Páll sammála.
„Við erum á eftir helstu samanburð-
arlöndunum á sviði geðhjúkrunar,
a.m.k. tuttugu árum,“ segir Eydís.
„Þá er ég ekki að tala um þekkingu,
hún er til staðar, heldur félagslega
uppbyggingu. Við erum þó á réttri
braut og nú er brýnt að láta kné
fylgja kviði.“
STÖÐUGT Í OKKAR UMSJÁ
Morgunblaðið/Sverrir
Flókin veikindi „Þú sest ekki niður með geðrofssjúklingi, eins og við erum
að gera núna, og byrjar að spjalla við hann. Það getur tekið langan tíma að
byggja upp traust áður en samskipti geta hafist,“ segja Eydís Sveinbjarn-
ardóttir og Páll Biering geðhjúkrunarfræðingar.