Morgunblaðið - 27.05.2007, Page 20
20 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
I
ðjuþjálfun hóf að hasla sér völl í upphafi síðustu ald-
ar. Þá var um að ræða starfsemi þar sem skapandi
athafnir voru notaðar til að takast á við afleiðingar
veikinda og fötlunar. Iðjuþjálfun hefur þróast og
breyst í gegnum tíðina og víðast hvar í hinum vestræna
heimi hefur iðjuþjálfun náð því takmarki að vera skil-
greind sem fræðigrein með áherslu á vísindalega þekk-
ingu og gagnreynt starf. Iðjuþjálfun hefur stóru hlut-
verki að gegna í að efla heilsu og stuðla að jafnrétti og
tækifærum til iðju fyrir alla þegna samfélagsins og færni
og þátttaka fólks eru meginviðfangsefni iðjuþjálfunar.
Jóna Kristófersdóttir, fyrsti íslenski iðjuþjálfinn, út-
skrifaðist frá iðjuþjálfaskólanum í Kaupmannahöfn
1944. Hún hóf störf við Kleppsspítala ári síðar og fljót-
lega var heilt hús byggt fyrir starfsemi iðjuþjálfunar.
Þar starfaði Jóna alla tíð. Hún var eini iðjuþjálfinn hér á
landi um tveggja áratuga skeið.
Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðuiðjuþjálfi á LSH
segir menn hafa bundið miklar vonir við störf Jónu.
„Helgi Tómasson yfirlæknir tók á móti henni eins og
drottningu á höfninni við komuna frá Danmörku.“
Elín Ebba segir Jónu hafa bryddað upp á verkefnum
af ýmsu tagi fyrir sjúklingana á Kleppi. „Nálgun Jónu
mæltist strax mjög vel fyrir og mér skilst að hún hafi
haft mikinn aga og góða stjórn á sínu fólki. Ég hef séð
sumt af því handverki sem eftir sjúklinga hennar liggur
og þeir hafa greinilega ráðið við mjög fína vinnu.“
Elín Ebba segir hið fornkveðna, „vinnan göfgar mann-
inn“, hvergi eiga betur við en í tilfelli geðsjúkra. „Það er
ekkert vafamál að iðja sem hefur þýðingu og gildi fyrir
fólk hefur áhrif á heilsu og sjálfstraust þess. Með iðju-
þjálfuninni fengu sjúklingarnir á Kleppi hlutverk sem
hafði gildi, alla vega innan spítalasamfélagsins. Oft er
eina „hlutverk“ geðsjúkra sjúklingshlutverkið. Það er
nauðsynlegt að geðsjúkir fái verkefni við hæfi, þannig
öðlast þeir trú á það að þeir hafi eitthvað fram að færa í
samfélaginu þrátt fyrir veikindi sín.“
Hope Knútsson kom frá Bandaríkjunum árið 1974, en
hún var ein þeirra erlendu iðjuþjálfa sem völdu sér
starfsvettvang á Íslandi til frambúðar. Það var Hope sem
blés Elínu Ebbu áhuga í brjóst og hún hóf störf á Land-
spítalanum árið 1981. Eftir að Jóna lét af störfum árið
1986 hefur Elín Ebba jafnframt borið ábyrgð á starfinu á
Kleppi en Kleppur rann inn í geðsvið Landspítalans þeg-
ar því var komið á fót árið 1979.
Þegar Elín Ebba kom til starfa voru geðsjúkir mjög
einangraðir í samfélaginu, ekki síst á Kleppi. Fóru m.a.
iðulega í sérrútu út fyrir bæjarmörkin. „Mér þótti brýnt
að breyta þessu og braut því þessar „reglur“. Það var
mikill áfangasigur þegar geðsjúkir fóru í sína fyrstu
rútuferð í Þórsmörk með öðru fólki.“
Lengi var þó við ramman reip að draga. „Þegar gerð
var kynningarmynd um geðsviðið og iðjuþjálfun í sjón-
varpinu snemma á níunda áratugnum fékkst enginn
sjúklingur til að sýna andlit sitt. Við brugðum því á það
ráð að búa til gifsgrímur sem allir settu upp. Þetta vakti
mikla athygli en lýsir vel tíðarandanum á þessum tíma.
Fólk þorði ekki að sýna andlit sitt af ótta við fordóma.“
Elín Ebba segir þetta hafa breyst mikið á síðustu árum
vegna aukinnar fræðslu um geðsjúkdóma. Nefnir hún
sérstaklega geðræktarverkefnið sem Héðinn Unn-
steinsson kom á fót árið 2000.
En betur má ef duga skal. „Það er ekki nóg að tala um
þessa hluti. Við verðum að sýna í verki að við séum
reiðubúin að starfa með geðsjúkum að þeirra málum. Þá
er ég bæði að tala um okkur fagfólkið og ekki síður hinn
almenna borgara. Geðsjúkdómar eru ekkert feimnismál
og geðsjúkir eiga fullan rétt á því að vera virkir þátttak-
endur í samfélaginu. Við erum á góðri leið en ekki komin
á leiðarenda.“
Að áliti Elínar Ebbu á bráðaþjónusta við geðsjúka ekki
að vera þungamiðja starfsins í framtíðinni. Leggja eigi
höfuðáherslu á forvarnir og eftirfylgd. „Í mörgum til-
vikum er hægt að fyrirbyggja geðsjúkdóma ef gripið er
nógu snemma í taumana. Eins og staðan er í dag erum
við mun duglegri að beita brunaslöngunni á eldinn í stað
þess að fyrirbyggja að hann komi upp. Bráðaþjónustan á
ekki að vera nafli starfsins, heldur neyðarúrræði ef allt
annað þrýtur. Vonandi þarf Kleppsspítali ekki að halda
upp á fleiri stórafmæli. Hann á að verða óþarfur.“
Hún segir líka mikilvægt að hlusta betur á það sem
geðsjúkir sjálfir hafa að segja. „Í geðlækningum er ekk-
ert klippt og skorið og við treystum alltof mikið á sér-
fræðingana. Rödd sjúklinganna sjálfra vill oft gleymast
og nú er lag á hundrað ára afmæli Klepps að efla um-
ræðugrundvöllinn í þjóðfélaginu á forsendum notenda
og aðstandenda þeirra. Ég vona að hinir nýju ráðherrar,
Jóhanna Sigurðardóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson,
muni bretta upp ermarnar hvað þetta varðar.“
VINNAN GÖFGAR MANNINN
Morgunblaðið/Eyþór
Iðja „Það er ekkert vafamál að iðja sem hefur þýðingu
og gildi fyrir fólk hefur áhrif á heilsu og sjálfstraust
þess,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi.
irnar heimili fyrir sjúklinga á Reyni-
mel 55 árið 1967 og rak það sjálf
þangað til hún gaf spítalanum húsið
árið 1973. Kleppur fékk líka aðgang
að húsnæði á Laugarásvegi, í Hátúni
og víðar.
Starfsemi göngudeildar Klepps
hófst árið 1964 og var hún í fyrstu
fólgin í eftirmeðferð sjúklinga sem
voru útskrifaðir af spítalanum.
1973 var Gamla-Kleppi lokað og
honum gjörbreytt. Óttar segir það
hafa verið tímabært enda hafi gamli
spítalinn verið úr sér genginn. „Þetta
var timburhús og eldhætta orðin
mikil.“ Í nýja húsinu er nú matstofa
fyrir starfsfólk og dagdeild.
Horfið frá einangrun spítalans
Á sjöunda áratugnum var horfið
frá þeirri hugmyndafræði að geð-
sjúkrahús eigi að vera einangrað, líkt
og Kleppur hafði verið frá upphafi.
„Það varð alþjóðleg vakning í þessum
efnum og menn fóru að átta sig á því
að það er skaðlegt fyrir einstakling
að vera lengi inni á stofnun. Menn
gerðu sér grein fyrir því að sjúkling-
arnir urðu þar ósjálfbjarga – urðu
stofnuninni beinlínis að bráð,“ segir
Óttar.
Farið var að leita annarra úrræða.
Innlögnum var fækkað og ef sjúk-
lingur þurfti að leggjast inn var það
meðvituð stefna að reyna að útskrifa
hann sem allra fyrst aftur. Á sama
tíma var farið að koma sjúklingunum
með markvissum hætti út í sam-
félagið aftur, kaupa húsnæði utan
spítalalóðarinnar. Þetta hefur þróast
jafnt og þétt síðan og í dag er stefnan
að sjúklingar búi ýmist einir í sínum
íbúðum eða á sambýlum og taki sem
allra mestan þátt í samfélaginu. Á
hundrað árum hefur hugmynda-
fræðin farið í heilhring. Um aldamót-
in 1900 árum var stefnan að leggja
sem allra flesta geðsjúklinga inn og
láta þá liggja sem allra lengst inni en
í dag er markmiðið að leggja sem
fæsta inn og ef þeir þurfa að leggjast
inn að þeir liggi inni sem allra styst.
Þetta er í algjöru samræmi við það
sem hefur verið að gerast í nágranna-
löndunum,“ segir Óttar.
Vatnaskil í geðlækningum
Vatnaskil urðu í sögu geðlækninga
á Íslandi þegar geðdeild Borgarspít-
alans tók til starfa sumarið 1968,
fyrst klíniskra deilda á spítalanum.
Þar með var búið að rjúfa ríflega sex-
tíu ára langa einangrun geðsjúkra í
landinu. Fyrsti yfirlæknir deild-
arinnar var Karl Strand en Hannes
Pétursson tók við af honum 1982.
Geðdeild Landspítalans var opnuð
árið 1979 og sameinuð Kleppsspítala.
Sjúkrahús Reykjavíkur og Ríkisspít-
alarnir sameinuðust árið 2000 og þar
er nú þungamiðja geðlækninga í
landinu. Segir Óttar það mikið gæfu-
spor þar sem brýnt sé að eyða for-
dómum í garð geðsjúkra. Það sé best
gert með því að rjúfa einangrun geð-
deilda og starfrækja þær við hlið
annarra sjúkrahúsdeilda. „Það er án
efa stærsta afrek Tómasar Helga-
sonar að hafa flutt geðdeildina frá
Kleppi og á Landspítalann.“
Tómas er sammála því að þetta
hafi borið hæst í tíð hans í starfi.
„Meginmálið var að brjótast út úr
einangruninni til að draga úr fordóm-
unum. Það þykir ekki eins voðalegt
að leggjast inn á geðdeild og leggjast
inn á Klepp. Annars væri auðvitað
best að starfrækja geðdeild í mið-
bænum svo fólk geti séð það með eig-
in augum að geðsjúklingar eru bara
venjulegt fólk.“
Óttar segir að göngudeildarþjón-
ustan sé brjóstvörn geðlækninga í
dag. „Það er það sem allt gengur út á,
þ.e. göngudeildir, heimaþjónusta og
vettvangsteymi. Allt gengur út á að
gera sjúklingunum kleift að búa úti í
samfélaginu – að þeir þurfi ekki að
KLEPPSSPÍTALI 100 ÁRA
PLATÍNUM-KORT
N‡tist stjórnendum
fyrirtækja sem þarfnast
ví›tækrar þjónustu og
bestu trygginga.
FYRIRTÆKJAKORT GLITNIS
NÝJUNG
Glitnir b‡›ur fjölbreyttara úrval fyrirtækjakorta en
þekkst hefur og fleiri frí›indi standa til bo›a.
Hægt er a› velja milli eftirtalinna frí›inda:
Endurgrei›slu af veltu kortsins,
sem er n‡r valkostur fyrir fyrirtæki
Fer›aávísunar MasterCard, sem
rennur til fyrirtækis e›a starfsmanns
Vildarpunkta Icelandair
55
85