Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Vinsældirnar aukast jafntog þétt og nú hafa umfjögur hundruð þúsundmanns í 65 löndum gerst áskrifendur að póstlista á vefnum FlyLady.net, sem settur var á lagg- irnar árið 2001. Þeir fá því sjálf- krafa allt að 15 tölvupóstskeyti á dag frá flugdömunni, sem hvetur þá áfram með ráðum og dáð. Þó ekki í tengslum við áhugamál á borð við fluguhnýtingar, flug, léttklæddar lafðir eða veiðiskap, eins og nafnið gæti bent til. Raunar sæta vinsældir flugdömunnar nokkurri furðu því umfjöllunarefni hennar er bæði ein- staklega hversdagslegt og að flestra mati leiðinlegt. Nefnilega heimilis- störf. Þótt flestir verði að láta sig hafa það að taka til og þrífa annað slagið hafa sárafáir brennandi áhuga á húsverkum. Margir fyllast vanlíðan, kvíða og samviskubiti við tilhugs- unina eina saman. Leyndarmál konu dómarans Slíkar tilfinningar gerðu vart við sig hjá forsprakka vefjarins, Marla Cilley, fyrir rúmum áratug þegar hún giftist héraðsdómara í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. „Hvern- ig gætu þau sameinað tvö heimili yf- irfull af allskonar dóti?“ hugsaði hún áhyggjufull. En það gerðu þau og bættu um betur. „Við sameinuð- um óreiðuna, fórum síðan á uppboð og keyptum meira,“ sagði hún í við- tali á beliefnet.com. Hús þeirra hjónakorna segir hún hafa orðið svo draslaralegt að þegar fulltrúar sýslumanns komu að hitta eigin- mann hennar, eins og oft bar við, bauð hún þeim ekki að ganga í bæ- inn. „ … svo þeir kæmust ekki að litla, ljóta leyndarmálinu mínu,“ út- skýrir hún. Árið 1999 var henni þó alveg nóg boðið og ákvað að taka sig taki og koma skikki á eitt í einu á heimilinu. Svo vel fórst henni verkið úr hendi að vinir og kunningjar hófu að leita hjá henni ráða um að leysa ýmis skipulagsvandræði á heimilum sín- um. Grunnurinn var lagður og tveimur árum síðar var Cilley orðin ókeypis húshjálp í netheimum. Fullkomnunarárátta Flestir áskrifendanna eru konur, sem hrífast af hispurslausri og, að því er virðist, einfaldri nálgun Cilley á viðfangsefninu, en sjálf lýsir hún sér sem klappstýru, álfkonu og lið- þjálfa í bland, sem líði ekki vol, væl og víl. Sumt sem lesa má á vefnum hljómar að vísu eins og afturhvarf til fortíðar eða til þess tíma er konur voru húsmæður að aðalstarfi. Ann- að er meira í takt við nútímann þeg- ar flestar konur hafa jafnframt ann- an starfa og glíma við að finna hið gullna jafnvægi á milli starfs og starfsframa annars vegar og heim- ilis og fjölskyldu hins vegar. Oftast er málinu beint til kvenna, en Cilley fullyrðir að fullkomnunar- árátta hrjái þær margar. Þótt þver- sagnakennt sé segir hún að gald- urinn við að halda heimilinu ætíð hreinu og snyrtilegu með lítilli fyr- irhöfn sé að láta af fullkomnunar- áráttunni. Í stórum dráttum þróaði Cilley kerfi sem byggðist á daglegri og vikulegri rútínu, eins og henni lét best að vinna eftir um árið. „Ég fann að ég gat ekki gert allt í einu og varð að koma mér niður á að vinna eitt verk í einu, en reglulega; búa til venju. Fyrsta venjan, sem ég setti mér í janúarmánuði, var að halda eldhúsvaskinum skínandi hreinum,“ segir Cilley og lýsir síðan hvernig vaskur smitar út frá sér hreinlæti. „ … síðan verður borðið í kring eins og ósjálfrátt hreinna og ofnarnir virðast hrópa „þrífðu mig líka“. Áður en þú veist af geislar eld- húsið af hreinlæti og þú hefur ekk- ert á móti því að fara þangað inn og elda kvöldmatinn.“ Eldhúsvaskurinn gegnir þýðing- armiklu hlutverki og er táknrænn fyrir aðferðafræði Cilley, sem segir hvert herbergi hafa sinn „gljáfægða vask“ því uppbúið rúm og snyrtilegt skrifborð hafi sömu áhrif. Á Fly- Lady.net er farið með byrjendum, svonefndum FlyBabies, skref fyrir skref í gegnum daglegan verkefna- lista í 31 dag. Fyrsta regla fyrsta dags Fyrsta regla fyrsta dags er: Farðu og fægðu vaskinn! „Þegar það er búið þarftu að halda honum skínandi hreinum, þurrka af honum eftir notkun og sjá til þess að hann sé gljáfægður þegar þú ferð í hátt- inn – til þess að þú getir brosað næsta dag. […] Gljáfægður vaskur- inn endurspeglar að þér þykir vænt um sjálfa þig,“ segir á síðunni og síðan er útskýrt út á hvað kerfið gengur, þ.e. að koma sér upp venj- um, sem smám saman verði að ein- faldri rútínu; á morgnana, eftir vinnu og áður en farið er að sofa. Fyrsta skrefið ætti ekki að vera neinum ofviða, enda eru byrjendur hvattir til að fara sér í engu óðslega við að reyna að gera allt í einu. Grundvallarreglan samkvæmt kerfi flugdömunnar er að ekki eigi Morgunblaðið/Golli Skínandi fínn Gljáfægður eldhúsvaskur er sagður geta orðið húsráð- endum innblástur til að koma öllu heimilinu í sama stand. Í HNOTSKURN Nokkur ráð og hugleiðingar á flylady.net, sem Marla Cilley, áhugamanneskja um veiðar á flugu, stofnaði árið 2001: » Gerðu það núna. Frestuner einkenni fullkomnunar- áráttu, sem þarf að yfirvinna. Gerðu það sem þú getur, þeg- ar þú getur, eins vel og þú get- ur. » Stilltu tímastillinn á 15mínútur. Hættu svo, þótt verkinu sé ekki lokið. » Lagaðu daglega til í einudraslhorni eða skúffu (hot spot) eða þar sem heim- ilisfólkið á vanda til að henda hlutunum frá sér. » Heimili okkar urðu ekkidraslaraleg á einum degi og þau verða heldur ekki þrif- in hátt og lágt á einum degi. NETIл Þeim sem eru haldnir fullkomnunaráráttu og fyllast vanlíðan, kvíða og samviskubiti við tilhugsunina um heimilisstörf stendur ókeypis húshjálp til boða í netheimum Húsráð handa ráðalausum Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is H ANN er klárastur, undirförulastur og sá útsmognasti af þeim öllum,“ sagði Charlie heitinn Haughey, fyrrverandi forsætisráðherra Ír- lands, einhverju sinni um Bertie Ahern. Ummælin voru meint sem ein- stakt hrós um Ahern, sem var ráð- herra í ríkisstjórn Haugheys, eftir að honum hafði tekist að bjarga sam- steypustjórn Fianna Fáil og Fram- sækinna demókrata frá falli 1991 í viðræðum um framhald stjórn- arsamstarfsins. En þau hafa verið rifjuð upp í seinni tíð vegna ásakana á hendur Ahern um spillingu – og hljóta að teljast þeim mun kald- hæðnislegri því að á daginn kom að Haughey, sem mælti þessi fleygu orð, hafði á löngum stjórnmálaferli ítrekað blekkt landsmenn og þegið ótrúlegar fjárupphæðir frá írskum auðmönnum. Ahern neyddist sjálfur sl. haust til að viðurkenna að hann hefði á ár- unum 1993 og 1994, en þá var hann fjármálaráðherra, þegið til eigin nota „gjafir“ upp á sem samsvarar fjórum milljónum íslenskra króna frá vinum og vandamönnum. Pen- ingana sagðist Ahern hafa notað til að greiða kostnað sem féll til er hann skildi við konu sína, Miriam. Ým- islegt fleira kom upp úr dúrnum en Ahern stóð fastur á því að um per- sónulega vini hans hefði að ræða, ekki ókunnuga viðskiptamenn sem mögulega hefðu viljað njóta póli- tískrar velvildar í kjölfarið. En hann greiddi aldrei skatt af þessum gjöf- um, ekki fyrr en í fyrra þegar greiðslurnar komust í hámæli og Ahern í verulegan bobba. Ætlar að hætta sextugur En það er ekki að ástæðulausu sem Ahern hefur verið kallaður „tef- lon-maðurinn“. Það virðist ekkert loða við hann. Kjósendur á Írlandi hafa nú kosið hann og flokk hans, Fi- anna Fáil, til stjórnarsetu til fimm ára í viðbót. Þrátt fyrir að Ahern hafi nú þegar gegnt embætti forsætis- ráðherra í tíu ár virðist ekkert lát á vinsældum hans. Fátt virðist í vegi fyrir því að hann þjóni í heil fjögur ár í viðbót, eða þangað til hann verður sextugur, en þá hyggst Ahern hætta afskiptum af írskum stjórnmálum. Flokkur Aherns, Fianna Fáil, tryggði sér í þingkosningum á fimmtudag um það bil sama hlutfall atkvæða og fyrir fimm árum, í kosn- ingunum 2002. Flokkurinn fékk rúmlega 41% atkvæða sem í gær- morgun virtist ætla að tryggja hon- um 78 fulltrúa á 166 manna þingi, eða um það bil sömu þingmannatölu og síðast. Þá vantar Fianna Fáil átta þingmenn til að hafa meirihluta. Sl. tíu ár hefur Fianna Fáil verið í sam- starfi við Framsækna demókrata, frjálslyndan hægriflokk, en sá galt afhroð í kosningunum nú, hafði átta þingmenn en fær líklega aðeins tvo að þessu sinni. Því er ljóst að Ahern þarf að leita sér að nýjum samstarfs- flokki. Fyrirfram höfðu Verkamanna- flokkurinn og Fine Gael, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bundist fastheitum um það að fella ríkis- stjórnina. Þó að það takmark hafi í sjálfu sér náðst, í ljósi þess að Fram- sæknir demókratar þurrkuðust nán- ast út, þýðir það ekki að þeir geti í staðinn myndað ríkisstjórn. Á írska þinginu verður að finna fimm óháða þingmenn, sem standa mun nær Fi- anna Fáil heldur en Fine Gael eða Verkamannaflokknum, og ýmsa minni flokka, s.s. Sinn Féin, sem for- ráðamenn Fine Gael hafa beinlínis útilokað samstarf við. Óhjákvæmi- legt virðist því annað en að Ahern sitji áfram á stóli forsætisráðherra og voru uppi vangaveltur um það í gær að hann myndi leita eftir sam- starfi við Verkamannaflokkinn, sem fékk líklega 20 menn kjörna, eða Græningja sem fengu sex. Bertie Ahern er fæddur í Drum- condra í Dublin 12. september 1951. Hann hefur setið á þingi í þrjátíu ár og verið ráðherra í tuttugu, var fyrst atvinnumálaráðherra 1987-1991 og svo fjármálaráðherra 1991-1994. Fi- anna Fáil átti ekki aðild að ríkis- stjórn næstu þrjú árin þar á eftir en í kosningunum 1997, þeim fyrstu sem Ahern háði sem leiðtogi flokksins, bar hann sigur úr býtum og Ahern tók við sem forsætisráðherra 26. júní 1997. Eitt af einkennismerkjum Aherns er harður Dyflinnarhreimur hans. Hann þykir hafa umtalsverða per- sónutöfra, en þeir felast einkum í vinalegri framkomu hans og eðlis- lægri tilhneigingu hans til að tala al- múgamál. Ahern kann best við sig meðal „venjulegs“ fólks, hann fær sér Guinness eins og góðum Íra sæmir og í stað þess að dýrka há- menningu er hann staðfastur íþróttaáhugamaður, sækir reglulega leiki í gelískum fótbolta og rugby á Croke Park og Lansdowne Road í Dublin og styður Manchester United í enska boltanum, eins og svo margir landa hans. Ahern kvæntist Miriam Kelly árið 1975. Þau eignuðust tvær dætur, Georginu og Ceciliu, en sú fyrr- nefnda er gift liðsmanni „drengja- bandsins“ Westlife á meðan Cecilia er metsöluhöfundur, bækur hennar hafa m.a. verið þýddar á íslensku. „Berta-faktorinn“ Miklar þjóðfélagsbreytingar hafa átt sér stað á Írlandi undanfarin ár en kaþólska kirkjan er þar engu að Klárastur af þeim öllum Reuters Sigursæll Bertie Ahern sló á létta strengi þegar hann mætti til viðtals í sjónvarpsstúdíó RTÉ seint í fyrrakvöld. Írum líkar of vel við Bertie Ahern til að vilja refsa honum fyrir gamlar syndir SVIPMYND»
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.