Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 25
að verja nema korteri í einstaka
verk ella verði fólk leitt og gefist
upp. Hún mælir eindregið með sér-
stökum tímamæli, sem áskrifendur
geta keypt á vefnum ásamt varningi
af ýmsu tagi; afþurrkunarsópum,
handbókum um heimilishald, mat-
argerð, næringu og heilsu o.fl.
Ef farið er að ráðum Cilley sjálfr-
ar ætti þó að fara varlega í innkaup-
in, því hún leggur mikla áherslu á að
sanka ekki að sér dóti heldur fleygja
því sem hvorki er eigendum sínum
til gagns né gleði lengur. Hún segir
að þegar „FlyBabies“ hafi losað sig
við þessa hluti geti þau fyrst farið að
taka heimilið almennilega í gegn.
Samkvæmt kerfinu á að safna sam-
an 27 óþarfa hlutum á 15 mínútum
og fleygja þeim.
Undarleg skref
Hér verður ekki farið ofan í saum-
ana á skrefum byrjendanna í 31 dag,
enda hæg heimatökin fyrir áhuga-
sama að kynna sér þau og annað á
FlyLady.net. Sumt virðist ákaflega
undarlegt, til að mynda fyrsta
skrefið á öðrum degi: „Klæddu þig
og reimaðu skóna þína!“ Þegar nán-
ar er að gáð ber ekki að taka skip-
unina bókstaflega, heldur er skír-
skotað til mikilvægis þess fyrir
sjálfsvirðinguna að klæða sig og
jafnvel farða, í stað þess að slæpast
um í náttfötunum allan daginn.
Þriðja dag segir: „Gerðu það sem
þú hefur þegar gert“ (á 1. og 2.
degi). Og svo heldur þetta áfram,
síðu eftir síðu, með vaskinn og
skóna jafnan til áhersluauka. Að
sögn Cilley getur tekið marga mán-
uði, jafnvel ár, að koma sér upp rút-
ínu, allt eftir því í hvaða ástandi
heimilið er þegar hafist er handa.
FlyLady.net er orðin heilmikil út-
gerð og hefur Cilley her manna sér
til halds og trausts, enda ærinn
starfi að svara fyrirspurnum og
senda áskrifendum reglulega tölvu-
póst.
Markmiðið segir hún fyrst og
fremst að gera fjölskyldulífið auð-
veldara og skemmtilegra og halda
heimilinu hreinu og snyrtilegu án
þess að húsráðendur slíti sér út við
heimilisstörfin. Skipulag að hætti
flugdömunnar eigi að forða þeim frá
slíku.
síður enn öflug og íhaldssemin alls-
ráðandi. Það var Ahern því ekki
beinlínis til framdráttar að hann og
Miriam skyldu skilja að borði og
sæng 1992 og síðar að lögum, um leið
og það var hægt. Því síður litu kirkj-
unnar menn það jákvæðum augum
þegar Ahern gerði opinbert sam-
band sitt við Ceciliu Larkin. Upp úr
því sambandi slitnaði raunar fyrir
nokkrum árum og Ahern hefur ekki
staðið í frekara tilhugalífi á opinber-
um vettvangi.
Með þjóðfélagsbreytingum liðinna
ára hefur það hins vegar gerst, að
fólk hefur mun meiri skilning og um-
burðarlyndi gagnvart slíku.
Þó að „Berta-faktornum“ sé að
hluta til þakkaður góður árangur Fi-
anna Fáil í þrennum síðustu þing-
kosningum kemur ýmislegt fleira til.
Ótrúlegur uppgangur hefur átt sér
stað á Írlandi á síðustu fimmtán ár-
um eða svo og ríkisstjórn Aherns
hefur að miklu leyti getað þakkað
sér árangurinn, þó að írska efna-
hagsundrið, eða „keltneski tígurinn“
sem svo hefur verið nefndur, hafi
raunar verið kominn til sögunnar
nokkru áður en Ahern komst til
valda. Ríkisstjórn hans hefur lækkað
skatta á fyrirtæki sem aftur hefur
haft í för með sér aukin umsvif al-
þjóðlegra stórfyrirtækja, m.a. í
tölvugeiranum, og í kjölfarið fjölgun
vel launaðra starfa. Umbylting hefur
orðið á Írlandi á undanförnum
tveimur áratugum; allt fram á síð-
asta áratug síðustu aldar var fólks-
fækkun raunin á Írlandi, enda flýðu
margir land um leið og þeir gátu,
flúðu fátæktina og afturhaldið, fluttu
vestur til Bandaríkjanna, til Bret-
lands eða til Nýja-Sjálands og Ástr-
alíu. Í seinni tíð hefur gríðarleg
fólksfjölgun hins vegar átt sér stað,
fólk hefur flutt aftur heim og jafn-
framt hafa innflytjendur – frá Pól-
landi og Spáni og víðar – streymt til
landsins.
Annað sem Ahern getur hrósað
sér af er framlag hans til þróun-
arinnar á N-Írlandi, þar sem var-
anlegur friður er nú kominn á eftir
áratuga átök.
Síðastliðið haust virtist þó sem
staða hans væri farin að verða tæp.
Spillingarumræðan var þá farin að
tengjast honum persónulega, þannig
að óþægilegt mátti teljast, en þess
verður að geta í því sambandi að eft-
ir að upp komst um ótrúleg umsvif
læriföður Aherns, Charlies Haug-
hey, í þeim efnum fyrir um tíu árum
síðan var farið í það að rannsaka
skipulega ósæmileg samskipti
stjórnmálamanna og auðjöfra.
Ýmislegt ónotalegt kom þar í ljós
um fjölmarga framámenn í Fianna
Fáil í gegnum tíðina – en flokkinn má
með réttu nefna Stjórnarflokkinn á
Írlandi með stóru essi – en það var
ekki fyrr en í fyrrahaust sem sú um-
ræða tengdist Ahern sjálfum þannig
að hætta var á að hann byði skaða af.
Ahern bað þjóð sína hins vegar
náðarsamlegast afsökunar og hefur
staðið af sér þennan storm. Það blés
að vísu ekki byrlega í upphafi kosn-
ingabaráttunnar nú, því að svo virt-
ist sem hans persónulegu fjármál
myndu vera í brennidepli fram að
kosningum. Jafnvel samstarfsfólk
hans í ríkisstjórn, Framsæknir
demókratar, hafði reynst tregt til að
gefa honum syndaaflausn.
Eftir sjónvarpseinvígi Aherns og
Enda Kenny, leiðtoga Fine Gael og
stjórnarandstöðunnar, fyrir rúmri
viku var hins vegar sem írsku þjóð-
inni yrði ljóst – enn einu sinni – að
henni líkaði undurvel við forsætis-
ráðherrann sinn og að ekki væri
ástæða til að kasta honum á dyr al-
veg strax. Að minnsta sýndu skoð-
anakannanir umtalsverða fylgis-
aukningu hjá Fianna Fáil í kjölfarið,
flokkurinn fór úr 36% í þau 41% sem
hann síðan fékk á kjördag. Því er það
svo að Bertie Ahern stendur með
pálmann í höndunum, enn einu sinni.
Það loðir ekkert slæmt við hann og
allir andstæðingar verða frá að
hverfa. Hann er sannarlega „klár-
astur af þeim öllum“.
Í HNOTSKURN
»Flokkakerfið á Írlandi lík-ist engu öðru í Vestur-
Evrópu og erfitt er að skil-
greina það á vinstri-hægri
kvarða.
»Fianna Fáil og Fine Gael,tveir stærstu flokkarnir á
Írlandi, urðu til á þriðja ára-
tug síðustu aldar í borg-
arastríðinu 1922-1923, en þar
var tekist á um afstöðu til frið-
arsamninga við Breta. Cu-
mann na nGaedheal, forveri
Fine Gael, studdi samninginn
sem tryggði fullveldi en ekki
lýðveldi, Fianna Fáil-liðar
höfnuðu honum.
»Bæði Fianna Fáil og FineGael teljast mið-hægri-
flokkar. Í kosningunum sl.
fimmtudag fengu flokkarnir
samanlagt tæplega 70% at-
kvæða. Hefðbundin vinstri-
hreyfing hefur verið veik, en
auk Verkamannaflokksins
bjóða græningjar fram og svo
Sinn Féin, stjórnmálaarmur
IRA.
»Fianna Fáil hefur meira ogminna verið við völd á Ír-
landi frá árinu 1932, ef undan
eru skilin stutt tímabil, síðast
1994-1997 en þá stýrðu Fine
Gael og Verkamannaflokk-
urinn landinu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 25
Umsóknarfrestur
til 5. júní.
Lagadeild
Laganám í Háskóla Íslands:
Reynsla, metnaður og gæði
Skrásetningargjald allt skólaárið
aðeins kr. 45.000.-
www.lagadeild.hi.is