Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 26
Í HNOTSKURN
»Sýning Metropolitan-listasafnsins í New York á
hönnun Poiret stendur yfir til
5. ágúst.
»Paul Poiret fæddist í Parísinn í fjölskyldu vefn-
aðarvöruverslunarfólks árið
1979.
»Hann var lærlingur hjáJacques Doucet og hinu
þekkta hátískuhúsi House of
Worth.
»Hann opnaði eigin hátísku-verslun árið 1903.
»Á meðal þekktra við-skiptavina Poiret voru Sa-
rah Bernhart, Isadora Dunc-
an, Colette, Josephine Baker
og Helena Rubinstein.
»Hann gaf út sjálfsævisöguárið 1931 sem bar nafnið
Konungur tískunnar.
»Þrátt fyrir að Poiret hafiverið mikill frumkvöðull á
sínum yngri árum gekk hon-
um erfiðlega að aðlagast
breyttum tímum og tíðaranda
og lést í fátækt árið 1944.
Þ
rátt fyrir að hafa frelsað
konur frá korselettinu
og bylt tískuheiminum í
upphafi 20. aldarinnar
er franski hönnuðurinn
Paul Poiret fólki ekki eins mikið í
minni og landi hans Coco Chanel.
Það breytist ef til vill núna því Met-
ropolitan-listasafnið í New York hef-
ur sett upp sýningu tileinkaða
manninum sem kallaði sjálfan sig
„konung tískunnar“. Hann hafði
mikið auga fyrir sniði og uppbygg-
ingu fatnaðar, þrátt fyrir að sauma
ekki sjálfur. Hönnun hans byggðist
upp á því að láta fötin falla á fallegan
hátt um líkamann. Hann var enginn
klæðskeri heldur vann með því að
festa efni beint á gínu. Sýningin
leggur áherslu á hversu nútímalegur
Poiret var og líka fær tæknilega.
Var fallinn í gleymsku
„Hann er fallinn í gleymsku, nema
hjá tískusérfræðingum,“ sagði sýn-
ingarstjórinn Harold Koda í samtali
við fréttastofu AFP. Hann bætti því
við að hann vonaðist til að sýningin
myndi auka áhugann á bylting-
arkenndri hönnun Poiret.
Ekki er ólíklegt að spá hans ræt-
ist en í gagnrýni New York Times
um sýninguna segir að hún eigi eftir
að breyta skilningi gesta á uppruna
nútímatísku.
Koda sagði einfaldar línur hönn-
uðarins, glæsileg efnin og djúpa lit-
ina vera jafn heillandi nú og fyrir
nærri öld. „Þetta er algjört augna-
konfekt og almenningur á eftir að
elska þetta.“
Alls eru um 50 uppáklæddar gínur
í sýningunni og veita fötin góða inn-
sýn í ævintýralegan stíl þessa frum-
kvöðuls 20. aldarinnar í fatahönnun.
Rúmlega öld er liðin frá því að hann
kynnti kvenfatnað án korseletts
fyrst til sögunnar árið 1906.
Barnabarn Poiret hélt uppboð á
flíkum eftir afa sinn í París árið
2005. Þar keypti Metropolitan-
safnið um 20 alklæðnaði. Eru þeir
allir til sýnis nú ásamt fleirum, sem
eru fengnir að láni frá stofnunum á
borð við Sögufélag Chicago og
Tískusafn Parísar.
Fór út fyrir rammann
Fötin sýna hvernig Poiret inn-
leiddi beinar línur á plíseruðum pils-
um og kimono-legum kápum, fyrir
árið 1915. Áherslan er ekki á mittið
heldur hanga fötin á öxlunum. Hann
vann ekki samkvæmt félagslegum
hefðum heldur fór út fyrir ramm-
ann. Að hluta til var þessi frelsun
kvenlíkamans Poiret hugleikin
vegna eiginkonu hans og innblást-
urs, Denise, sem var bæði grann-
vaxin (gott fyrir þessi víðu föt) og
sjálfstæð, en þau gengu í hjónaband
árið 1905. Koda segir að Denise hafi
verið „sveitastúlka sem bjó yfir
dirfsku og öryggi til að klæðast
þessari hönnun.“
Sýningin leiðir líka í ljós áherslu
Poiret á hið framandi og fjarlæga.
Áhrifin komu úr austri til dæmis
hvað varðar „harem“-buxur, víðar
buxur teknar saman við ökkla. Hann
sýndi þessar buxur fyrst í fatalínu
sinni árið 1909 en þær nutu ekki al-
mennra vinsælda fyrr á þriðja ára-
tuginum. Þá klæddust tískusinnaðar
og félagslega djarfar konur bux-
unum. Á fjórða áratugnum var það
ekki lengur hneykslanlegt fyrir kon-
ur að klæðast buxum og eiga víðu
buxurnar hans Poiret áreiðanlega
þátt í því.
Hönnuðurinn gerði ýmsar litatil-
raunir og vann til dæmis með
franska listamanninum Raoul Dufy
sem aðhylltist óargastefnu (fauv-
ism). Dufy gerði mörg sérstök
mynstur sem Poiret notaðist við.
Hann hélt góðu sambandi við
marga listamenn en þeirra á meðal
voru Henri Matisse, Jean Cocteau
og Pablo Picasso.
Líflegur frumkvöðull
Heilmikið líf var í kringum Poiret,
hann var ástríðufullur listsafnari og
hélt veglegar veislur. Hann hafði
sérstaklega gaman af því að halda
grímudansleiki. Oft var ákveðið
sögulegt tímabil þema dansleikj-
anna eins og Loðvík XIV eða arab-
ískar nætur en ein veislan gekk und-
ir nafninu Þúsund og tvær nætur.
Hann lagði áherslu á að fatahönnun
væri nútímalist og nútímalegur
bransi. Hann var fyrsti hönnuðurinn
sem skildi mikilvægi þess að hanna
föt á þekktar leikkonur bæði á sviði
og utan þess. Hann var líka sá fyrsti
til að koma fram með eigið ilmvatn,
Rosine, en ilmvatnið hét eftir elstu
dóttur hans. Einnig var hann sá
fyrsti til að opna verslun tileinkaða
innanhússhönnun, Atelier Martine,
en hún fékk nafn sitt frá annarri
dóttur hans.
Þrátt fyrir að Poiret hafi haft
svona mikil áhrif á tískuheiminn var
það svo að á endanum varð hann
sjálfur fórnarlamb hans. Áhrif hans
dvínuðu með breyttum tímum og
tíðaranda. Var Coco Chanel mikill
keppinautur hans á þriðja áratugn-
um og tók í raun við titlinum af hon-
um. Honum fór að ganga illa og seldi
hátískufyrirtæki sitt og greindist á
fjórða áratugnum með Parkinson-
sjúkdóm. Hann einbeitti sér að mál-
aralistinni eftir þetta. Poiret lést í
París árið 1944, þá 65 ára gamall.
ingarun@mbl.is
AP
Arabískar nætur Austurlönd nær og fjær og hið framandi var Poiret hugleikið í hönnun sinni.
Klassískt Grískur andi svífur yfir vötnum hér en Poiret
vann gjarnan með efni beint á gínur frekar en að sníða.
Sterkt Bæði litirnir og hönnunin er sterk. Áherslan er
ekki lengur á mittið heldur hanga fötin af öxlunum.
Konungur
tískunnar
Franski fatahönnuðurinn Paul Poiret var einhver
mesti frumkvöðull tískuheimsins á 20. öldinni.
Inga Rún Sigurðardóttir leit yfir feril hans í til-
efni nýrrar yfirlitssýningar í New York.
daglegtlíf
Gönguferð með Ferðafélagi Ís-
lands um náttúruperlurnar
Héðinsfjörð og Hvanndali lætur
engan ósnortin. » 32
ferðalög
Séra Bjarni Karlsson hefur ein-
beitt sér meira að kynlífs-
siðfræði en sóknarbörnum sín-
um undanfarið. » 36
samkynhneigð
Björgólfur Guðmundsson og
Þóra Hallgrímsson tengjast Ís-
lendingabyggðum í Argylehér-
aði í suðvestur Manitoba. » 40
rætur
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður segir að í mörg
horn sé að líta og minjaverðir
hugsi í ö́ldum, ekki árum. » 42
minjar
Nýjum utanríkisráðherra finnst
merkilegt að körlum virðist
stundum standa stuggur af
tengslaneti kvenna. » 28
stjórnmál
|sunnudagur|27. 5. 2007| mbl.is