Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 27
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 27 Mamma! Þegar ég kem til þín þá verð ég Ameríkani! Þetta sagði Franklin litli Lopez við mömmu sína hana Blöncu þegar hún hringdi í hann um daginn. Blanca er búin að vera barnfóstra hjá mér eiginlega allar götur síðan ég fluttist hingað til Bandaríkjanna. Alveg einstök manneskja og frá- bær barnfóstra. Ég get talað af reynslu því dætur mínar hafa notið uppeldis hjá alveg hreint frábærum konum í gegnum tíðina. Utan einni sem fékk kringlukast og gleymdi dóttur minni í barna- geymslunni í samnefndu molli um árið. Barnfóstran sú er nú látin bless- unin og fær vonandi útrás fyrir kaupæði sitt á himnum. Blanca kom ólöglega til Banda- ríkjanna frá El Salvador aftan í bíl- skotti hjá einhverjum drullusokki og greiddi fyrir ósköpin andvirði flug- miða á fyrsta farrými. Hún var mis- notuð og hálfsvelt á leiðinni en hún var sannfærð um að í Bandaríkj- unum biði hennar betra líf. Betra líf fyrir hana og einkasoninn Franklin sem var skilinn eftir hjá ömmu sinni og honum lofað að seinna myndu þau sameinast í fyr- irheitna landinu. Hann var þá þriggja ára gamall. Blanca hefur reglulega fengið sendar myndir af drengnum og hef- ur þannig fylgst með uppvexti hans úr fjarska. Ekki skil ég hvernig hún hefur þolað við. Að vera svona lengi í burtu frá barninu sínu. Stundum er hún ansi langt niðri og einu sinni brotn- aði hún niður og sagði við mig: „Ól- ína, þú veist að ég elska börnin þín eins og þau væru mín eigin, en stundum finnst mér bara svo erfitt að hafa Franklin ekki hjá mér.“ Núna tæpum þremur árum síðar er Franklin lagður upp í sömu ferð og móðir hans um árið. Hann er ekki einn á ferð, hann er með móð- ursystur sinni og einhverjum mexí- könskum gripaflutningastjóra sem hefur lífsviðurværi sitt af því koma fólki ólöglega yfir landamærin. Núna hefur ferðalagið tekið tvær vikur og þar af vikubið við landa- mærin þar sem þau bíða færis að keyra yfir. Blanca er að vonum dauðhrædd um drenginn og við fjölskyldan fylgj- umst grannt með gangi mála. Þetta er langt ferðalag og aldrei að vita hvaða hættur geta leynst á leiðinni. Það er staðreynd að á degi hverjum deyja tvær manneskjur við landa- mæri Mexíkó á leiðinni til Bandaríkjanna. Blanca má hringja í bílstjórann annan hvern dag og til allrar hamingju er drengurinn vel haldinn og finnst bara gaman að ferðast. Hann er kátur og fullur eftirvænt- ingar að hitta mömmu sína. Það er stundum gott að vera lítill og átta sig ekki alveg á staðreyndum. Í síðasta símtali sagðist hann ætla að koma til mömmu sinnar eftir „tres manos“ eða þrjár hendur þ.e. fimmtán daga. Vonandi verður biðin ekki svo löng. Áður en Blanca kom hingað vann hún við saumaskap í El Salvador og saumaði fjöldaframleiddan tísku- fatnað fyrir Gap-fyrirtækið. Hún var með tæpa tvö hundruð dollara í mán- aðarlaun. Tvö hundruð dollara í mánaðarlaun fyrir fulla vinnu! Enda blöskraði henni verðlagið hjá Gap þegar hún kom hingað þótt þessar vörur þyki nú í ódýrari kant- inum. „Fjörutíu dollarar fyrir einar buxur! Vikulaun!“ Það skyldi engan undra að fólk flykkist ólöglega inn til Bandaríkj- anna. Allt er betra en þau laun sem bjóðast heima fyrir. Hér getur hún líka séð syni sínum fyrir betri menntun því þótt skólakerfið hér sé ekki fullkomið þá er það nú langtum betra en í El Salvador þar sem al- gengt er að börn gangi ekki í skóla nema til tólf ára aldurs. Nú er bara að biðja allar góðar vættir að fylgja honum í fang mömmu sinnar. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir El Salvador-Mexíkó- Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is Fyrirlestur Jane Plant 7. júní kl. 12 í Háskólabíói Prófessor Jane Plant mun halda fyrirlestur í Háskólabíói í sal 1 fimmtudaginn 7. júní kl. 12 sem fjallar um áhrif mataræðis á krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstakrabbamein. Einnig mun prófessor Kristín Vala Ragnarsdóttir halda fyrirlestur þar sem m.a. verða gefnar upplýsingar um mataruppskriftir og dr. Laufey Tryggvadóttir fjallar um tölfræði krabbameinanna og áform um nýjar rannsóknir. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Áhrif mataræðis á krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstum Krabbameinsfélagið Framför steinunnolina@mbl.is, steinunnolina.blog.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.