Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sérlega fallegt sumarhús á þessum vin- sæla stað við Tunguflót, rétt við Reykholt í Biskupstungum. Húsið er tæpl. 50 fm. og auk þess er 9 fm gestahús. Nánari lýs- ing: 2 góð svefnherb. baðherbergi, þar er gert ráð fyrir sturtu. Góð stofa og þaðan er útgengt á sólpall. Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Gott svefnloft. Einnig fylgir með klætt gestahús sem á eftir að leggja lokahönd á. Allt innbú fylgir, fyrir utan persónulega muni. Landið er kjarri vaxið. Sérlega falleg staðsetning innst í botnlanga. Glæsilegt útsýni. Eign sem vert er að skoða. Verð 12,5 millj. Þuríður býður ykkur velkomin. Gsm 864 8095. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús Heiði - Biskupstungum Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 16.00 Sölusýning sunnudag milli kl. 14 og 17 Halldór Jensson Viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Ásgarður við Sogsbakka Mjög fallegt 150 fm heilsárshús á eignarlóð með bílskúr við Freyjustíg 16. Húsið er 125 fm ásamt 25 fm bílskúr/gestahúsi, samtals 150 fm. Húsið er klætt með borðaklæðningu og flísum. Ál-tré gluggar og hurðir. Húsið skilast með gólfhita og tilbúið til innréttinga að innan, en fullbúið að utan, hellulagt og frágengin sólpallur. Glæsilegt útsýni. Einnig til sölu lóðir á sama svæði. Steinar tekur á móti gestum og vísar veginn, sími 893 3733. Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasali Glæsileg eign rétt austan Selfoss www.gljufurfasteign.is Til sölu er jörðin Bitra í Flóahreppi, Árnessýslu. Jörðin er talin vera um 150 hektarar að stærð. Land jarðarinnar liggur að þjóðvegi 1 og Skeiðavegi, er fjölbreytt að landslagi og gróðri. Tjarnir eru í landinu, sem gefa því ákveðið aðdráttarafl varðandi fuglalíf og ásýnd. Víðsýnt er frá bæjarhól. Skógræktarsamningur við Suður- landsskóga. Á jörðinni er íbúðarhús að stærð um 585 fermetrar, á þremur hæðum, sem gefur ýmsa nýtingarmöguleika. Frekari upplýsingar eingöngu gefnar hjá fasteignasala í síma 896-4761. Ásett verð kr. 150 milljónir. Einkasala. Upplýsingar um framangreinda eign eru veittar á skrifstofu Gljúfur fasteignasölu í síma 896-4761. SÚ þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag er önnur og talsvert flóknari en hún var fyrir 30-40 árum. Af því leiðir að aukin þörf hefur skapast fyr- ir fólk með menntun í félagsráðgjöf til þess að veita stuðning og upplýs- ingar um réttindi og úrræði. Að nota ýmsa félagslega þjónustu er réttur þeirra sem á henni þurfa að halda. Þjón- usta félagsráðgjafa á geðsviði miðar einnig að því að viðhalda og styrkja tengsl ein- staklinga með geðræn- an vanda við fjölskyldu, vinnufélaga o.fl. Fyrir marga er þessi þjón- usta forsenda þess að ná virkni, viðhalda lífs- gæðum sínum og mannréttindum. Félagsráðgjöf á geðsviði kallar á skiln- ing á daglegu lífi fólks, þörfum þess, óskum og vilja. Það eru gerðar miklar kröfur til félagsráð- gjafa sem fagfólks og hugsandi ein- staklinga. Félagsráðgjafar á geðsviði hafa umfram allt það hlutverk að styðja skjólstæðinga sína til sjálfshjálpar samkvæmt vinnureglum og siðfræði félagsráðgjafar. Þar vegur þekking, reynsla og innlifun félagsráðgjafans þungt. Hann vinnur með tengsl sem hafa rofnað. Í þessari vinnu eru skoð- aðir ytri og innri þættir sem hafa áhrif og þar skipar viðtalstækni háan sess og er talin vera undirstaða þess að geta náð til skjólstæðings á hans forsendum. Viðtalstækni er meira en aðferð og tækni. Þar kemur til sam- kennd og tillitssemi. Hlustað er af innlifun. Það er ákveðin list að lesa í sögð og ósögð orð og tilfinningar. Líkja má samskiptum skjólstæðings og með- ferðaraðila við flugferð. Maður hefur sig á loft frá einum stað yfir á annan og á fluginu fær maður sýn yfir landslagið. Allan tímann mætir mað- ur einstaklingnum af innlifun og vinnur með innsæi og vitund. Sagan Kristín Gústafsdóttir kom fyrst fé- lagsráðgjafa til starfa á Kleppsspít- ala árið 1967. Hún var eini fé- lagsráðgjafinn í rúmlega 3 ár. Nú starfa 26 félagsráðgjafar á öllum ein- ingum geðsviðs; Barna- og unglinga- geðdeild, ferli- og bráðaþjónustu, áfengis- og vímuefnadeildum, bráða- meðferðardeildum og endurhæf- ingar- og hæfingardeildum. Snemma tóku fé- lagsráðgjafar, í sam- ræmi við menntun sína, að sér að skipuleggja vinnu með fjölskyldum geðsjúkra. Fjölskyldu- meðferð er talsverð hjá félagsráðgjöfum á geðsviði með mismun- andi áherslum sem mótast af þekkingu þeirra á viðfangsefninu, nýjum kenningum o.fl. Kristín sérhæfði sig í fjölskylduvinnu/ meðferð í framhalds- námi sínu og kynnti hana fyrir þeim félagsráðgjöfum sem unnu með henni, þannig að hér hefur fjölskylduvinna/ meðferð verið notuð nánast alveg frá upphafi fé- lagsráðgjafar hér á geðsviði. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við H.Í. hefur svo þróað þetta meðferðarform með nýjum stefnum og straumum, sem svo hefur haldið áfram að taka á sig nýjar birtingarmyndir í höndum fé- lagsráðgjafa á geðsviði. Kristín lagði ríka áherslu á að þeir sem ynnu með henni væru ekki í hvít- um sloppum. Það var gert grín að þessu í upphafi, en nú eru fáir í hvít- um sloppum á geðsviði. Starfsfólk vill ekki vera í sérstöðu. Við vinnum sam- an að ákveðnum málefnum fyrir skjólstæðinga. Það er ekki lengur viðhorfið „við og þið“. Þarna var ver- ið að byggja upp valdeflingu sjúk- linga og draga úr stofnanavaldi og valdamisvægi meðferðaraðila og sjúklinga. Félagsráðgjafar hafa haft faglega umsjón með vernduðum heimilum síðastliðin 34 ár, en þau voru stofnuð að frumkvæði félagsráðgjafa á Land- spítalanum árið 1973. Rannsóknir sýna fram á að inn- lögnum hefur fækkað til muna með tilkomu vernduðu heimilanna og fag- legri umsjón félagsráðgjafa þar. Vernduð heimili þykja nú barn síns tíma og önnur hugmyndafræði varð- andi búsetu geðfatlaðra hefur litið dagsins ljós. Nú eru kröfur um meira einkarými og einkalíf geðfötluðum til handa, sem þykja sjálfsögð mann- réttindi, og ekki þykir lengur við hæfi að fullorðið fólk búi í litlum her- bergjum eins og tíðkast á vernduðu heimilunum og deili stofu, eldhúsi og baðherbergi með 2–3 öðrum íbúum. Meginmarkmið með störfum fé- lagsráðgjafa er að búa svo um hnút- ana að þeir, sem til geðsviðsins leita, fái þannig þjónustu að minni líkur séu á að þeir þurfi á þjónustu geð- sviðs að halda til lengri tíma. Félagsráðgjafar á geðsviði starfa í teymum með öðrum heilbrigð- isstéttum eða taka þátt í því starfi sem er á hverri einingu. Teymin eru samansett af fagfólki sem hefur mis- munandi menntun og býr yfir fjöl- þættri þekkingu og reynslu. Þannig fæst víðtækari sýn á aðstæður ein- staklingsins og möguleika hans. Crafoord, C. (1994). Människan är en berät- telse. Stockholm: Natur och kultur. Kristín Gyða Jónsdóttir og Sigurrós Sigurð- ardóttir (2003). Hagir geðfatlaðra í verndaðri búsetu. Í Friðrik H. Jónsson (ritstj.), Rann- sóknir í félagsvísindum IV (bls, 203-215). Reykjavík: Félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, Háskólaútgáfan. Björg Karlsdóttir, Ólöf Unnur Sigurð- ardóttir og Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir (2006). Geðheilbrigði og félagsleg tengsl. Í Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guð- mundsson (ritstj.) Heilbrigði og heildarsýn, félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu, Háskóli Íslands (bls 172 ), Háskólaútgáfan og RBF. Siðareglur félagsráðgjafa. 100 ára afmæli Kleppsspítala Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir skrifar um félagsráðgjöf á Kleppsspítala í 40 ár » Þjónusta félagsráð-gjafa miðar að því að styrkja tengsl til þess að viðhalda lífsgæðum og réttindum. Hún kallar á skilning á daglegu lífi fólks. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Höfundur er forstöðu- félagsráðgjafi á geðsviði LHS. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.