Morgunblaðið - 27.05.2007, Page 50
50 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞESSA dagana er kynnt með
kappi í fjölmiðlum ný námsleið,
frumgreinadeild Keilis, ætluð fólki
sem vantar undirbúning fyrir há-
skólanám. Gott mál en lítil nýjung.
Frumgreinadeild var stofnuð árið
1964 við Tækniskóla Íslands, síðar
Tækniháskóla Íslands, og við sam-
einingu hans og Háskólans í Reykja-
vík árið 2005 var nafninu breytt í
frumgreinasvið. Við erum stolt af
því metnaðarfulla starfi sem farið
hefur fram við frumgreinasvið HR í
ríflega fjörutíu ár. Það að aðrir vilji
auglýsa nám undir sama nafni sýnir
og sannar enn á ný að orðstír okkar
er góður og margir vildu Lilju kveð-
ið hafa. Menn skyldu samt varast að
rugla saman frumgreinadeild Keilis
og frumgreinasviði HR, þó að vissu-
lega komi margt í kennsluskrá
þeirra fyrrnefndu kunnuglega fyrir
sjónir.
Hagnýt menntun frá árinu 1964
Tilgangur frumgreinasviðs Há-
skólans í Reykjavík hefur alla tíð
verið að mynda nokkurs konar brú
milli iðnmenntunar, atvinnulífs og
háskólanáms. Þar hefur mikil
áhersla verið lögð á stærðfræði og
raungreinar en tungumálin eru
einnig mikilvæg í undirbúningi nem-
endanna. Frumgreinasvið HR er
líka vettvangur fyrir fólk sem þarf
að bæta við sig námi í stærðfræði og
raungreinum. Nemendur á frum-
greinasviði HR eru fjölbreyttur hóp-
ur; iðnaðarmenn og fólk með mikla
starfsreynslu. Allir keppa að sama
markmiði, að öðlast hagnýtan og
markvissan undirbúning fyrir há-
skólanám.
Hvað segja nemendur?
Árið 2006 var unnin rannsókn með
stuðningi frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna, Iðnskólafélaginu, Há-
skólanum í Reykjavík og Samtökum
iðnaðarins um hversu vel nám við
frumgreinasvið nýttist nemendum í
tæknifræði og verkfræði við HR.
Niðurstaðan var mjög jákvæð því
mikill meirihluti sagðist hafa fengið
hagnýtan og markvissan undirbún-
ing við frumgreinasviðið, auk þess
sem iðn- og starfmenntun nýttist vel
í fyrrnefndu námi.
Meðalaldur nemenda frum-
greinasviðs HR er í
kringum 27 ár, starfs-
andi er góður og
metnaður mikill. Við
segjum engum sem
hyggur á nám við
frumgreinasvið HR
að þeirra bíði nota-
legt nám og mikill frí-
tími. Þvert á móti
viljum við að nem-
endur viti að vinnu-
semi, kraftur og
ástundun eru mikils
metin við skólann. Í
áðurnefndri könnun frá 2006 kom
einnig fram að nemendum líkar vel
námið við frumgreinasvið m.a. vegna
þess að þar eru gerðar kröfur. Mikil
og krefjandi vinna en skemmtileg
eru orð sem margir notuðu í könn-
uninni til að lýsa frumgreinasviði
HR. Þetta eru verðug ummæli um
nám sem byggir á traustum grunni.
Enn er hægt að sækja um
Umsóknarfrestur við frum-
greinasvið Háskólans í Reykjavík
rennur út 31. maí n.k. Við hvetjum
þá sem eiga sér draum um að kom-
ast í nám í tæknifræði og verkfræði,
en skortir viðeigandi undirbúning,
að skoða heimasíðu frumgreinasviðs
og námsframboð skólans á
www.hr.is. Látið drauminn rætast
og veljið leið sem hefur verið fjöl-
mörgum lykill að spennandi námi og
starfi. Frumgreinasvið Háskólans í
Reykjavík er engin ný bóla – hefur
staðið traust í ríflega fjörutíu ár.
Fátt er nýtt undir sólinni
Anna Bragadóttir og Karl
Jósafatsson skrifa
um frumgreinasvið HR
» Frumgreinasvið Há-skólans í Reykjavík
er engin ný bóla – hefur
staðið traust í ríflega
fjörutíu ár.
Anna Bragadóttir
Anna Bragadóttir, M.Paed. íslensku-
kennari og Karl Jósafatsson, Ph.D.
eðlisfræðikennari.
Karl Jósafatsson
ÉG veit ekki hvort ég á að hlæja
eða gráta. Geir
Haarde hefur myndað
nýja ríkisstjórn. Hann
hefur dregið Samfylk-
inguna upp úr feninu,
sem hún hefur setið í
frá fæðingu. Þar hefði
hana dagað uppi án
áhrifa, ef enginn hefði
komið til hjálpar. En
það gerði Geir, að því
er virðist af góð-
mennsku einni saman,
því aðrir kostir voru
til staðar. Hann hefur
komið Ingibjörgu Sól-
rúnu í valdastól, ásamt Össuri
Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurð-
ardóttur og Kristjáni Möller, sem
hvað harðast hafa lamið á Sjálf-
stæðisflokknum í
valdatíð hans und-
anfarin 16 ár. Í minni
sveit var þetta kallað
að kyssa vöndinn. Þar
að auki fær Norðaust-
urkjördæmi engan
ráðherra, sem ég túlka
sem svik við kjós-
endur Sjálfstæð-
isflokksins í kjördæm-
inu.
Ég studdi Kristján
Þór Júlíusson, fyrrver-
andi bæjarstjóra á Akureyri, í
prófkjöri, sem efnt var til við upp-
stillingu á lista Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi. Stuðnings-
menn hans og flokksins töldu mik-
ilvægt að Akureyringar ættu odd-
vita listans. Þar að auki töldum við
næsta víst, að ef Kristján ynni af-
gerandi sigur í prófkjörinu og síð-
an góðan sigur í alþingiskosning-
unum, þá væri tæpast hægt að
ganga fram hjá hon-
um við ráðherraval, ef
flokkurinn yrði áfram
í ríkisstjórn. Þetta
gekk eftir. Kristján
fékk afgerandi kosn-
ingu í efsta sæti
listans, sem hann
leiddi síðan til sigurs í
nýafstöðnum kosn-
ingum til Alþingis.
Hann náði því
markmiði að verða
fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins, skákaði þar
með Valgerði Sverr-
isdóttur.
Þar að auki bætti flokkurinn við
sig þriðja þingmanninum í kjör-
dæminu og var nærri því að ná
þeim fjórða. Þrátt
fyrir þetta var gengið
fram hjá Kristjáni
Þór, þegar að því kom
að velja ráðherra.
Geir Haarde hefur
með þessu sýnt Krist-
jáni Þór og kjós-
endum Sjálfstæð-
isflokksins í
Norðausturkjördæmi
lítilsvirðingu. Geir er
sjálfur kosinn á þing
fyrir annað Reykja-
víkurkjördæmið, en úr hinu kjör-
dæminu ákvað hann að taka tvo
ráðherra, jafnvel þótt fimmtungur
kjósenda annars þeirra hafi strikað
annan þeirra, Björn Bjarnason, út
af listanum. Þar með færðist hann
niður um eitt sæti. Þrátt fyrir það
naut hann áfram trausts hjá for-
manninum, sem ákvað að verð-
launa þetta kjördæmi með tveimur
ráðherrum, en á sama tíma fékk
Norðausturkjördæmi engan ráð-
herra á vegum Sjálfstæðisflokks-
ins. Eina kjördæmið sem ekki á
ráðherra á vegum flokksins. Á
sama tíma velur Samfylkingin odd-
vita sinn í kjördæminu, Kristján
Möller, í sæti samgönguráðherra.
Það er til að snúa hnífnum í sári
okkar Sjálfstæðismanna í Norð-
austurkjördæmi. Fyrst Geir vildi
ekki okkar mann í ráðherrastól átti
hann að fyrirbyggja þennan gjörn-
ing Ingibjargar. Þetta gefur Krist-
jáni Möller tækifæri til að vinna
sér til vinsælda í kjördæminu, sem
gæti síðan leitt til þess, að Sam-
fylkingin yrði stærri flokkur en
Sjálfstæðisflokkurinn í næstu
kosningum.
Ég held að Geir Haarde hafi
gert mikil mistök með því að hafna
áframhaldandi stjórn með Fram-
sókn. Þar átti hann möguleika á
átta ráðherrastólum. Þar átti Sjálf-
stæðisflokkurinn mun meiri sókn-
armöguleika. Þess í stað ákvað
hann að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu
upp í dans. Ég óttast að það verði
hrunadans Sjálfstæðisflokksins,
enda mátti greina háðsglott á
vörum Samfylkingarfrúarinnar,
þegar fyrsta sporið var stigið.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur setið í ríkisstjórn hefur hann
nær undantekningalaust falið ein-
hverjum þingmanni sínum af Norð-
austurhorninu ráðherradóm. Und-
antekning var eftir kosningarnar
2003, þegar Tómas Ingi Olrich
þurfti að yfirgefa ráðherrastól og
Halldór Blöndal var ekki forseti
Alþingis nema hálft kjörtímabilið.
Við því var ekkert að segja, því þá
galt listi flokksins afhroð í kjör-
dæminu. Nú unnum við stóran sig-
ur undir forystu Kristjáns Þórs
Júlíussonar, en hann hlýtur ekki
stuðning til ráðherradóms. Geir
Haarde hefur gert lítið úr kjós-
endum Sjálfstæðisflokksins í Norð-
austurkjördæmi. Ég veit ekki um
aðra, en ég mun hugsa mig tvisvar
um áður en ég kýs flokkinn oftar,
ef Geir gerir ekki bragarbót fyrr
en síðar.
Geir kyssir vöndinn
Sverrir Leósson er óánægður
með þá ákvörðun að Norðaust-
urkjördæmi fái ekki ráðherra
Sverrir Leósson
» Geir Haardelítilsvirti
kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins
í Norðaust-
urkjördæmi
með því að snið-
ganga Kristján
Þór Júlíusson.
Höfundur er fyrrverandi útgerð-
armaður á Akureyri.
www.klettur.is
ÁSAKÓR 9-11 KÓPAVOGI - GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR
Glæsilegar íbúðir í sex hæða lyftuhúsi með tveimur stigagöngum við
Ásakór 9-11 í Kópavogi. Stærð íbúða er 85–158 fm, 2ja–5 herbergja íbúðir.
Alls er 31 íbúð í húsinu og 12 bílskúrar.
Allar íbúðir skilast fullbúnar án gólfefna, en þó er gólf á baði
og þvottahúsi flísalagt, sjá skilalýsingu.
Ásakór 11 afhendist í júní og Ásakór 9 í júlí.
Allar nánari upplýsingar um þessa eign er hægt að fá hjá sölumönnum
Kletts fasteignasölu og á heimasíðunum www.asakor.com og www.klettur.is