Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 51 Í MORGUNBLAÐINU frá 20. maí sakar Anna S. Pálsdóttir Há- skólann á Bifröst um að ganga lengst í að taka [femín]ismann fram yfir fræðin og bendir í því sambandi á könnun sem gerð var á meðal útskrifaðra nemenda skól- ans, þar sem í ljós kom að karl- arnir voru með helmingi hærri laun en konurnar. Það er erfitt að sjá hvern- ig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að launakannanir séu merki um femínisma, enda margar alþjóð- legar stofnanir sem gera slíkar kannanir. Anna gleymdi auk þess að geta þess að verið var að skoða heildarlaun ein- staklinga sem gefa góða mynd af vanmati samfélagsins á hefð- bundnum kvennastörfum eins og umönnunarstörfum hvort sem þau eru unnin á vinnumarkaði eða inni á heimilum og birtist m.a. í styttri vinnutíma kvenna. Háskólinn á Bifröst hefur lagt áherslu á að bjóða upp á fjölskylduvænt náms- umhverfi og hefur hlutfall ein- stæðra mæðra verið hátt meðal nemenda. Vanmat – tvöföld skattlagn- ing Ein ástæða vanmats á hefð- bundnum kvennastörfum er t.d. staðalímyndir um að karlar séu fyrirvinnan og leggi harðar að sér við vinnuna. Raunveruleikinn er hins vegar ekki í samræmi við þessar staðalímyndir. Atvinnuþátt- taka kvenna hér á landi er t.d. meiri en annars staðar í Evrópu á sama tíma og íslenskar konur eignast að meðaltali fleiri börn. Auk þess hefur krafan um aukna arðsemi og viðvarandi und- irmönnun í mörgum hefðbundnum kvennastéttum leitt til þess að vinnuálagið er í engu samræmi við lág laun þeirra. Vanmatið þýðir í raun að starfsfólk í hefðbundnum kvennastörfum leggur almennt meira til samfélagsins í formi lágra launa en þeir sem uppskera laun í samræmi við markaðs- aðstæður. Lág laun í umönn- unarstéttum draga nefnilega úr nauðsyn aukinnar skattheimtu. Kjör viðskiptafræðinga Niðurstaða könnunar Háskólans á Bifröst er vísbending um að konur og karlar með við- skiptafræðipróf búi ekki við sömu tækifæri á vinnumarkaði. Hins vegar þyrfti að kanna betur en hægt er með einni launakönnun ástæður þessa. Það eru hagsmunir bæði karla og kvenna að gegnsæi ríki í samfélaginu hvað varðar stöðuveitingar og ákvarðanir um starfs- frama og laun. Slíkar upplýsingar gefa okk- ur mynd af þeim þáttum sem koma í veg fyrir að ein- staklingur uppskeri í samræmi við hæfni og getu. Stjórn- unarstöður í einka- geiranum eru t.d. sjaldan auglýstar og atvinnurekendur hafa frjálsar hendur þegar kemur að því að setja kröfur sem hæfasti einstakling- urinn þarf að uppfylla. Það er því oft óljóst hvort hæfasti ein- staklingurinn hafi í raun verið ráðinn. Launaleynd er jafnframt algeng meðal stjórnenda og hún þýðir að viðsemjendur hafa ekki sömu upplýsingar um þau laun sem verið er að greiða fyrir við- komandi starf eða sambærileg störf. Það eru því miklar líkur á því að einstaklingur sem tilheyrir hópi sem fær almennt greidd lægri laun í samfélaginu eins og t.d. konur vanmeti launin sem í boði eru og krefjist of lágra launa. Stjórnandi þarf að gæta aðhalds í rekstrinum og því er mjög freist- andi að samþykkja eða bjóða of lág laun, sérstaklega þegar launa- leynd tryggir að ekki komist upp um samningana. Launamunur mestur hér Anna sakar femínista eins og mig um að afneita raunveruleik- anum, þar sem við höfum haldið á lofti tölum og rannsóknum sem sýna að launamunur hér á landi er meiri en í nokkru aðildarlandi ESB og að viðvarandi óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar hér á landi. Hún gerir hins vegar enga tilraun til að rökstyðja með tölum og rannsóknum að hennar skilningur á raunveruleik- anum sé réttari. Þetta er miður, þar sem við femínistar höfum tek- ið gagnrýni á málflutning okkar alvarlega og tölum ekki lengur um laun karla og kvenna án þess að skilgreina hvað við eigum við. Við gerum því þá körfu til þeirra sem gagnrýna málflutning okkar að þau haldi sig við staðreyndir eins og t.d. þá að í 19 rannsóknum á tímabilinu 2000-2005 var óút- skýrður kynbundinn launamunur á bilinu 2% til 18% á Norðurlönd- unum. Bilið skýrist m.a. af því að fræðifólk er ekki sammála um hvernig eigi að leiðrétta launamun kynjanna. Hagfræði og launamyndun Anna fullyrðir jafnframt að við femínistar höfum hagsmuni af því að halda á lofti óréttlæti sem kon- ur eru beittar. Mér finnst þessi fullyrðing ósanngjörn, þar sem flestir femínistar starfa við annað en jafnréttismál. Ég er t.d. mennt- aður viðskipta- og hagfræðingur og hef aldrei haft aðalstarf af jafn- réttismálum. Hins vegar hef ég haft brennandi áhuga á efnahags- legri stöðu karla og kvenna frá því ég kom fyrst út á vinnumarkaðinn og eytt stórum hluta frítíma míns sl. 18 ár í að fjalla um þetta við- fangsefni í ræðu og riti – oftast vegna áskorana frá öðrum konum og körlum sem vilja breytingar. Ég hef leitast við að samþætta menntun mína í viðskipta- og hag- fræði við kynjafræðina í starfi mínu sem kennari við við- skiptadeild HA, HR og á Bifröst, þar sem mér hefur fundist skorta á þekkingu þessara framtíðarvið- skiptaleiðtoga okkar þegar kemur að launamyndun. Umræða nem- enda minna um mismunandi launakröfur þeirra eftir kyni varð m.a. til þess að enginn munur var á launavæntingum þeirra við út- skrift. Andfeminísmi skaðsamur konum og körlum Lilja Mósesdóttir skrifar um launamun og svarar Önnu S. Pálsdóttur » Gagnrýni á málflutn-ing femínista bygg- ist á afneitun. Í 19 ný- legum rannsóknum mældist kynbundinn launamunur á bilinu 2% til 18% á Norðurlönd- unum. Lilja Mósesdóttir Höfundur er prófessor við Háskólann á Bifröst. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Álfahvarf, Kópavogi - einbýlishús á frábærum útsýnisstað 350 fm einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt 44 fm bílskúr. Húsið skil- ast í núverandi ástandi, rúmlega fokhelt með grófjafnaðri lóð. Stofa með góðri lofthæð og útgangi í sól- skála. Útsýni af efri hæð yfir fjöllin og Elliðavatn. Möguleiki er á að fá húsið keypt fullklárað að utan. VERÐTILBOÐ. Nánari uppl. á skrifstofu. Haukanes, Garðabæ - einbýlishús með sjávarútsýni Fallegt og vel skipulagt 483 fm ein- býlishús með 56 fm innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað með sjávar- útsýni á Arnarnesi. Eignin skiptist m.a. í eldhús, setustofu, arinstofu, rúmgóða borðstofu, sjónvarpshol með útg. á svalir til norðurs, stórt hobbýherbergi, 3 rúmgóð svefn- herb. auk fataherbergis og 2 bað- herbergja. Sér 2ja herb. aukaíbúð er á jarðhæð hússins með gufubaði inn af. Verulega aukin lofthæð á að- alhæð hússins. 1.333 fm skjólgóð og ræktuð lóð. Gróðurhús á baklóð. Verðtilboð. Brúnastekkur Glæsilegt 334 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 50 fm bílskúrs. Sér 2ja herb. íbúð er í kjallara húss- ins. Húsið er mikið endurnýjað hið innra og skiptist aðalíbúðin m.a. í rúmgott hol, gestasnyrtingu, eld- hús, stórt sjónvarpshol, samliggjandi bjartar stofur, 3-4 herbergi og flísalagt baðherbergi. Mikið útsýni úr stofu. Falleg ræktuð lóð með veröndum og skjólveggjum, mikil veðursæld. Hiti í stéttum fyrir framan hús. Staðsetning eignarinnar er afar góð í nánd við Elliða- árdalinn. Frábærar gönguleiðir í næsta nágrenni. Verð 75,0 millj. Stigahlíð - glæsilegt einbýlishús Glæsilegt 275 fm einbýlishús með 30 fm innb. bílskúr á þessum eftir- sótta stað. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, rúmgott hol, sam- liggjandi glæsilegar stofur með arni, rúmgott eldhús, þvottaherbergi inn af eldhúsi með bakútgangi, 4 svefn- herbergi auk fataherbergis inn af hjónaherbergi, stórt bókaherbergi og 2 baðherbergi. Hellulögð suður- verönd út af stofu og útgangur á suðursvalir úr hjónaherbergi. Hiti er í innkeyrslu að bílskúr. Falleg ræktuð lóð. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Hvannalundur - Garðabæ Fallegt 164 fm einbýlishús á einni hæð, þ.m.t. 41 fm bílskúr, í þessu gróna og eftirstótta hverfi í Garða- bæ. Eignin skiptist í forstofu, rúm- góða parketlagða borð- og setu- stofu, eldhús, þvottaherbergi og búr inn af eldhúsi með bakútgangi á hellulagða verönd, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Hiti í plani fyrir framan bílskúr. Lóð ræktuð. Verð 46,0 millj. Skúlagata - eldri borgarar - útsýnisíbúð 70 fm útsýnisíbúð á 10. hæð auk sérstæðis í bílageymslu í lyftuhúsi fyrir eldri borgara. Mikil lofthæð er í stærstum hluta íbúðarinnar. Útsýni út á sundin og til suðurs að Bláfjöll- um. Laus til afhendingar við kaup- samning. Verð 27,9 millj. Hraunhamar kynnir glæsileg rað- hús á tveimur hæðum á þessum frábæra stað í Norðlingaholtinu. Glæsileg hönnun og vönduð vinna fer saman í þessum skemmtilegu húsum, þannig að nýting húsanna er með eindæmum góð. Húsin eru 172,4 fm að stærð með innbyggð- um 21,9 fm bílskúr. Húsunum verður skilað fokheldum að innan en fullbúnum að utan. Byggingar- aðili: Steinval ehf. Hús nr. 48 og 50. Allar nánari upplýsingar munu sölumenn Hraunhamars veita. Verð 30 millj Hólmavað - Reykjavík Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is 2 H ÚS EFT IR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.