Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 55

Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 55 NÝTT SUMARHÚS - GOLF, SUND O.FL. Nýtt sumarhús sem skiptist í aðalhús 77,4 fm og gestahús 25,7 fm. Húsið er nr. 7 við Lækjarmýri í Mýrarkotslandi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið selst og afhendist í núverandi ástandi fullfrágengið að utan og fokhelt að innan. Heitt og kalt vatn komið svo og rafmagn. Staðsetning er frábær m.a. lítil á sem rennur rétt hjá lóðarmörkum. Landið er 1,3 hektara eignarland. Stutt í golfið á Kiðjabergslandi og sundlaug í Hraunborgum. V. 16,3 m. 6626 SÓLHEIMAR - ENDARAÐHÚS Vel skipulagt 159,1 fm endaraðhús á tveimur hæðum ásamt 22 fm bílskúr eða samtals 181,1 fm. Á neðri hæð er forstofa, stigahol, eldhús, þvottaher- bergi, gestasnyrting og stofur. Á efri hæð eru fjögu herbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Suðurgarður þar sem gengið er út á verönd úr stofu. Mjög góð staðsetning. V. 48,0 m. 6638 KRISTNIBRAUT 8 - 3.H.H. Stórglæsileg 118 fm 3ja herbergja íbúð á 3.hæð í fallegu lyftuhúsi með glæsilegu útsýni. Íbúðir í húsinu hafa verið eftirsóttar af eldra fólki m.a. vegna golfvallarins og útvistarsvæð- isins svo og útsýnisins sem er einstakt. Hægt er að sjá til Bláfjalla, yfir borgina, Snæfellsjökuls, Esjunar og Úlfarsfells. Mikið af gönguleiðum eru skammt frá og fékk húsið m.a. verðlaun frá Reykjavíkurborg. V. 35,4 m. 6607 EIGNIN VERÐUR TIL SýNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15. Jón og Halla taka vel á móti ykkur. VESTURBERG - ÚTSÝNI Góð 4-5 herbergja 105,2 fm íbúð á 4. hæð í fjölbýli. Húsið er nýlega viðgert og er mjög snyrtilegt. Frábært útsýni er af svölum íbúðarinnar. Skiptist íbúðin í þrjú svefnherbergi, sjón- varspsstofu, dagstofu, eldhús, bað- herbergi og geymslu. V. 20,5 m. 6635 VESTURBERG - E. BREIÐHOLT Rúmgóð 60,8 fm tveggja herbergja íbúð í efra Breiðhotli. Íbúðin skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús, bað og- þvottahús inn af eldhúsi. Geymsla er í kjallara. Blokkin lýtur vel út og er snyrti- leg. Stutt er í skóla og sundlaug. V. 15,5 m. 6633 LÆKJASMÁRI - LAUS STRAX Hér er um að ræða 94,5 fm íbúð á 7. hæð í nýlegu álklæddu fjölbýlishúsi, ásamt stæði í upphituðu bílskýli. Húsið er 8 hæða, steinsteypt fjölbýlishús og er það byggt árið 1996. Íbúðin skiptist í eldhús, baðherbergi, tvö herb., stóra stofu og borðstofu. Sérþvottahús í íbúð. Glæsilegt útsýni. Áhvílandi 21 m. góð lán. V. 26,5 m. 6637 BERGSTAÐASTRÆTI - GLÆSILEG ÍBÚÐ Um er að ræða glæsilega 4ja her- bergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli við Bergstaðastræti í Reykjavík. Mjög fallegt útsýni til suðurs. Eignin skiptist í forstofu, geymslu, tvö hol, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og tvær stofur. V. 39,0 m. 6629 OPIÐ HÚS Í DAG Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sumarbústaður í Snæfoks- staðalandi við Vaðnes – glæsi- legt útsýni – mikill gróður. Þessi fallegi sumarbústaður er til sölu. Bústaður- inn stendur í landi Skógræktarfélags Árnessýslu við Vaðnes í um 45 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hann er að mestu leyti á einni hæð en auk þess er steyptur kjallari undir hluta bústaðarins. Á 1. hæð er m.a. stór stofa, eldhús, bað, 3 herbergi, forstofa o.fl. Í kjallara er inntak fyrir hitaveitu, geymslurými o.fl. Við bústað- inn er sólpallur (sólpallar) um 150 fm að stærð og þar er heitur pottur og dúkkuhús. Öll húsgögn í bústaðnum fylgja. Bústað- urinn stendur á 11.000 fm gróinni lóð sem er vaxin miklum birkigróðri, grenitrjám, öspum, furu, lerki o.fl. Glæsilegt útsýni m.a. yfir Hvítá og land Skógræktarinnar. (Bústaðurinn stendur milli 2ja golfvalla í um 5-15 mín. akstursfjarlægð). Stjörnu- skoðunarturn við bústaðinn getur fylgt. Þessi sumarbústaður stendur á einu eftir- sóttasta sumarbústaðasvæði sunnan- lands. 5913 Frostaskjól - Einstök eign Vel skipulagt og fallegt einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur sem skiptist þannig: á 1. hæð er anddyri, hol, stofa,borðstofa og eldhús. Á neðri palli (kjallari/jarðhæð) er þvottahús, geymslur, sjónvarpsherbergi og svefn-her- bergi með sérbaðherbergi (þetta herbergi er bílskur á teikningu). Á efri palli eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 6594 Grasarimi - Góð eign Um er að ræða 155,4 fm einbýlishús með 20,7 fm innbyggðum bílskúr. Eignin skiptist í for- stofu, 3 svefnherb., baðherb., gesta-snyrt- ingu, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldh. og þvottah. Garður við húsið er sérstak- lega skemmtilegur og góður. Stórglæsileg timburverönd með tengi fyrir heitan pott. Bílskúr er fullbúinn og góður. V. 46,5 m. 6578 Klukkberg - Glæsilegt útsýni Um er að ræða 4ja herbergja í búð á tveimur hæðum við Klukkuberg í Hafnarfirði. Glæsilegt útsýni er til vesturs. Eignin skipt- ist þannig: forst,, gestasnyrt., stofa, borð- st., eldh., 3 svefnherbergi og baðherbergi. Bílskúr er 27,0 fm fullbúinn. Samtals er eignin 133,1 fm V. 25,0 m. 6622 Þingholtsstræti - Falleg eign Um er að ræða fallega og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á 1. hæð á eftirsóttum og rólegum stað við Þingholtsstræti. Húsið er 9 íbúða fjölbýli, staðsett á móti gamla bókasafninu við Þingholtsstræti. Örstutt gönguleið niður á Tjörn. Hús og sameign í mjög góðu standi. Tvær sérgeymslur í kjallara, önnur með glugga og rafmagns- tengli. Sameiginleg vagnageymsla og þvottahús. V. 29,9 m. 6618 Bugðulækur - Sérinngangur Falleg og björt 74,4 fm íbúð í kjallara með sérinngangi. Vel staðsett hús við Bugðu- lækinn. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi með glugga, stórt eldhús og stofu. Parket. Íbúðin er laus til afhendingar 1.júlí n.k. Falleg og björt íbúð á vinsælum stað við Bugðulækinn. V. 18,9 m. 6636 Keilugrandi - góð Þriggja herb. mjög falleg og snyrtileg 82 fm íbúð á 2. hæð með tvennum svölum og stæði í bíla- geymslu. Íbúðin skiptist í hol, 2 svefnher- bergi, baðherbergi. eldhús og stóra stofu. ÍBÚÐIN ER TIL AFHENDINGAR INNAN 7 DAGA. V. 22,9 m. 6426 Tjarnarmýri Um er að ræða geysilega vel skipulagða og fallega 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í fallegu fjölbýli á Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í hol/gang stofu, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. Einnig fylgir eigninni stæði í bílageymslu. Einnig er sér geymsla í kjallara. Á hæð, sitt hvorum megin við íbúðina er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla annar svegar og sameigin- legt þvottahús hins vegar. V. 20,5 m. 6632 „VERKALÝÐSFÉLÖGIN eru al- þjóðleg og þá skiptir auðvitað höf- uðmáli að innflytjendur búi við sömu kjör og aðrir landsmenn …“ Vitnað er hér til orða Katrínar Jakobsdóttur í Morgunblaðinu ný- verið. Þetta þykir okkur sjálfsagt og Katrín Jakobsdóttir hefur undir- strikað með orðum sínum það sem svo margir hafa haldið fram áður í ræðu og riti. Vonandi hefur þetta gengið eftir og innflytjendur sitji við sama borð og við hin. En sitjum við öll við sama borð? Því miður er ekki svo. Hjá byggða- samlagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru fjögur fyr- irtæki sem annast þjónustuna og tel ég þau upp eftir hlutfallslegri stærð hvað varðar fjölda vagnstjóra: Strætó bs., Hagvagnar, Allra- handa og Teitur Jónasson. Strætó bs. semur við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar um kaup og kjör sinna vagnstjóra, Hag- vagnar semja við Hlíf í Hafnarfirði og Allrahanda og Teitur Jónasson semja við Eflingu. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér hjá Eflingu og Hlíf eru vagnstjórar sem þau semja fyrir með 14% lægri laun en vagnstjórar sem Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar semur fyrir. Vagnstjórar hjá Allrahanda, Hag- vögnum og Teiti Jónassyni vinna ná- kvæmlega sömu störf og við hjá Strætó bs. en bera 172.000 krónur úr býtum þegar við fáum 200.000 krónur. Við hittumst í hléum á milli ferða og höfum þetta í flimtingum, en vagnstjórar einkafyrirtækjanna eru tregir til að veita okkur upplýsingar um launakjör sín, en segja þau bara lakari. Því fór ég þá leið að fá upp- lýsingar hjá viðkomandi verkalýðs- félögum. Ég hef líka spurst fyrir hjá yfirstjórn Strætós bs. og fengið þær upplýsingar að kostnaður fyrirtæk- isins er nákvæmlega sá sami á ekinn km, hvort heldur það er hjá aksturs- deild Strætós eða einkafyrirtækj- unum. Nú langar mig að spyrja hvort ekki sé tímabært að íslenskir vagn- stjórar geti kinnroðalaust sest við sama borð og borið höfuðið hátt þeg- ar talið berst að kaupi og kjörum, þess fullvissir að unnið sé fyrir þá ekki síður en innflytjendur. Það sem er verst í þessu máli er að fyrirtækin hafa gert með sér sam- komulag um að þeir sem vinna hjá einkafyrirtækjunum geta ekki feng- ið vinnu hjá Strætó bs. nema eftir svo og svo langan tíma frá því að þeir unnu fyrir einkafyrirtækin. Þessi launamunur gerir einkafyr- irtækjum kleift að bjóða lægra verð, allavega um stundarsakir, í fólks- flutningana með þeim afleiðingum að Strætó bs. gæti boðið allt út og við sem hærri launin höfum mynd- um að sjálfsögðu lækka í launum. Vonandi fer ekki svo illa. Vill einhver svara eða taka mál starfssystkina okkar upp? HEIMIR L. FJELDSTED, vagnstjóri og trúnaðarmaður hjá Strætó bs . Nútíma vistarbönd Frá Heimi L. Fjeldsted BRÉF TIL BLAÐSINS Fréttir í tölvupósti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.