Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 56

Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 56
56 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEGINMARKMIÐ þjóðfélags- fræðanna er að auka skilning okkar á þjóðfélaginu sem heild, stórum og smáum samfélögum innan þess og tengslum einstaklings og samfélags. Helstu stoðgreinar þeirra eru fé- lagsfræði, mannfræði og stjórn- málafræði en milli þeirra hafa jafn- framt þróast margvíslegar, fjölfaglegar greinar á borð við af- brotafræði, ferðamálafræði, fjöl- miðlafræði, kynjafræði, stjórn- unarfræði, tómstundafræði og vinnumarkaðsfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Formlegt nám í þjóðfélagsfræðum á sér ekki langa sögu á Íslandi þótt ýmsar fræðigreinar hafi fengist við einstök viðfangsefni þeirra hér á landi. Þann- ig hafa íslenskir há- skólanemar lengi kann- að menningu og sögu í íslenskum fræðum og sagnfræði, lögmál pen- inganna í viðskipta- og hagfræði, tengsl vit- undar og líkama í lækn- isfræði og síðar sálfræði, regluverk mannskepn- unnar í lögfræði og hinstu rök tilverunnar í guðfræði og heimspeki. Þegar kennsla hófst í þjóðfélags- fræðum við Háskóla Íslands árið 1970 var hins vegar brotið blað í þess- um efnum. Fyrstu árin voru þjóð- félagsfræðin kennd sem sérstök grein en fljótlega var farið inn á þá braut að byggja upp einstakar grein- ar þeirra sem sjálfstæð fræðasvið. Nú hafa þessar greinar þjóðfélags- fræðanna verið stundaðar á fjórða áratug hér á landi og vaxið og eflst. Rannsóknir íslenskra þjóðfélags- fræðinga eru í fremstu röð í heim- inum og niðurstöður þeirra hafa birst í flestum helstu alþjóðlegum fræði- tímaritum á sviðum þjóðfélagsfræða. Með stofnun félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri ár- ið 2003 var einangrun félagsvísind- anna á suðvesturhorni landsins loks- ins rofin (www.unak.is). Þar er lögð höfuðáhersla á rannsóknatengt nám og hagnýtingu fræð- anna í brennandi úr- lausnarefnum samtím- ans. Þannig hafa kennarar og nemendur við skólann stundað rannsóknir á vel- flestum sviðum þjóð- félagsfræðanna, allt frá jafnréttisvið- horfum unglinga til náttúruspeki gamalla selveiðimanna og frá nektardansi til byggðaþróunar í ís- lensku dreifbýli. Öflugt rannsóknarstarf kennara og nemenda byggist á traustum grunni við Háskólann á Akureyri. Deildarmúrar eru lægri og samstarf milli deilda því auðveldara en víðast hvar annars staðar. Rannsókna- og þróunarmiðstöð skólans (www.rha.is) er ein helsta rannsóknastofnun landsins á sviði félagsvísinda og þar gefast nemendum margvísleg tæki- færi, ekki síst í aðgangi að viðamikl- um gagnasöfnum af ýmsu tagi. Jafn- framt er þátttöku Íslands í tveimur stærstu rannsóknarverkefnum sam- tímans á sviði unglingarannsókna stýrt frá Háskólanum á Akureyri – evrópsku vímuefnarannsókninni ES- PAD (www.espad.is) og alþjóðlegu lífskjararannsókninni HBSC (www.hbsc.is). Í tengslum við þau hefur fjöldi nemenda fengið tækifæri til launaðrar rannsóknarvinnu og dýrmætrar þjálfunar í vinnubrögðum þjóðfélagsfræðanna. Haustið 2007 hefst kennsla í þjóð- félagsfræðum við Háskólann á Ak- ureyri. Þetta nám byggist á aðferð- um og kenningum félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði en námskeið sem þegar eru kennd við Háskólann á Akureyri veita nem- endum í þjóðfélagsfræðum umtals- vert frelsi við mótun eigin háskóla- náms. Þar má til dæmis nefna námskeið um afbrot, fjölmiðla, byggðaþróun, þróunaraðstoð, menntamál og heilbrigði í samfélag- inu, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt bjóðast nemendum sem þess óska margvíslegir möguleikar á því að stunda hluta náms síns við aðra há- skóla á Íslandi og í öðrum löndum. Uppbygging háskólanáms um allt land er eitt mikilvægasta viðfangs- efni næstu ára. Ríflega þriðjungur allra nýstúdenta útskrifast frá fram- haldsskólum utan suðvesturhornsins. Hins vegar gefst aðeins um 15% há- skólanema á landinu kostur á því að stunda nám utan Reykjavíkur. Engin haldbær rök eru fyrir því að há- skólanám í félagsvísindum þurfi að stærstum hluta að fara fram í Reykjavík, en nemendur í fé- lagsvísindum eru stærsti hópur há- skólanema á Íslandi. Aðstæður til háskólanáms eru til dæmis að mörgu leyti ákjósanlegri á Akureyri en í Reykjavík – fjarlægðir eru minni, húsnæði ódýrara, börn komast fyrr í leikskóla og umfram allt er þekkingarþorpið þar ekki að- eins abstrakt hugmynd heldur lifandi samfélag fólks í nánum tengslum við bæjarlífið. Háskólinn á Akureyri veitir ekki aðeins háskólanemum af svonefndri landsbyggð kost á há- skólanámi sem stenst samanburð við það besta sem býðst annars staðar á landinu – þar er einnig gullið tæki- færi fyrir væntanlega háskólanema af suðvesturhorninu til að sleppa úr rokinu og rigningunni um nokkurra ára skeið. Þjóðfélagsfræði utan Reykjavíkur Þóroddur Bjarnason skrifar um háskólanám á Akureyri » Allt frá jafnrétt-isviðhorfum ung- linga til náttúruspeki gamalla selveiðimanna og frá nektardansi til byggðaþróunar í ís- lensku dreifbýli. Þóroddur Bjarnason Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Síðumúli 13, sími 569 7000, Óskar R. Harðarson hdl. og lögg. fasteignasali, Jason Guðmundsson lögfr. BA og lögg. fasteignasali Viðarás - gott tveggja íbúða hús Vandað einbýlishús á tveimur hæðum með samþykktri 74 fm aukaíbúð á jarðhæð og 48 fm bílskúr. Alls um 275 fm. Glæsilegt útsýni er af efri hæð. Húsið stendur innst í botnlan- ga. Vönduð og vel skipulögð eign. 6645 Þelamörk - Hveragerði Gott einlyft einbýlishús auk bílskúrs/aukaí- búðar á friðsælum stað í Hveragerði. Glæsi- legur garður ásamt stórum, steyptum heitum potti og sólstofu. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, sólstofu, þrjú herbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og eldhús. Bak- inngangur inn af þvottahúsi. Bílskúrinn er tvöfaldur og búið er að útbúa íbúðaraðstöðu í bílskúrnum. V. 31,5 m. 6546 Espigerði - glæsileg - laus strax Sérlega glæsileg útsýnisíbúð á 6. hæð í eftir- sóttu húsi við Espigerði miðsvæðis í Reykja- vík. Tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús ásamt sér- geymslu. Nýtekin í gegn, s.s. parket, innrétt- ingar og hurðir. Tvennar svalir. Útsýnið er óviðjafnanlegt og sést m.a. til Hallgrímskirkju, Álftaness, Nauthólsvíkur, Keflavíkur og Esjan sér um stofumálverkið. V. 37,5 m. 6616 Ásakór - glæsilegar íbúðir Glæsilegar íbúðir í nýju og fjölskylduvænu hverfi í Kópavogi. Íbúðirnar afhendast full- búnar án gólfefna, nema baðherbergi og þvottahús sem skilast með flísum. Sér- þvottahús, sérgeymsla í kjallara. Sérsmíðað- ar ítalskar innréttingar frá InnX og heimilis- tækin eru frá Heimilistækjum. 6514 Hæðargarður - jarðhæð Falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sér- inngangi á frábærum stað í Smáíbúðahverf- inu. Eignin skiptist í hol, eldhús, stofu, her- bergi og baðherbergi. Nýtt eikarparket á öll- um gólfum nema á baði þar sem eru flísar. Fallegur og gróinn garður. V. 18,4 m. 6558 Álfheimar - 4ra herbergja Falleg 4ra herbergja endaíbúð við Laugardal- inn með tvennum svölum. Eignin skiptist í hol, eldhús, stofu, borðstofu, tvö barnaher- bergi, hjónaherbergi, fataherbergi og baðher- bergi. Í kjallara er sérgeymsla ásamt sameig- inlegu þvottahúsi. Frábær staðsetning og stutt er í alla þjónustu; skóli, leikskóli og Laugardalurinn í næsta nágrenni. Börn þurfa ekki að ganga yfir götu til að fara í skóla, Langholtsskóla. V. 24,7 m. <B> 6609 Álfheimar - 5-6 herbergja Falleg 5-6 herbergja íbúð á 2. hæð við Álf- heima í Laugardalnum. Eignin skiptist í hol, þrjú herbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Íbúðinni fylgir sérherbergi í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Hentar vel fyrir ungling eða til útleigu. Eignin lítur vel út og hafa m.a. gólfefni, gluggar og gler ásamt raf- magni verið endurnýjuð síðustu ár. Gegnheilt eikarparket á gólfi, flísar og marmari. V. 26,9 m. 6557 Kaplahraun - atvinna Heil húseign á tveimur hæðum við Kapla- hraun í Hafnarfirði ásamt stórri sameiginlegri baklóð og bílastæðum fyrir framan húsið. Eignin, sem er samtals 496,8, skiptist í tvær u.þ.b. 248,4 fm hæðir. Neðri hæðin er flísa- lögð og afstúkuð að hluta til. Snyrtingar og kaffistofa. Lofthæðin er um 3-3,5 metrar. Tvær innkeyrsludyr eru að hæðinni sem búið er að loka en hurðir geta fylgt með. V. 90,0 m. 6613 Faxafen - lagerrými Gott 750 fm lagerrými miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu sem skiptist m.a. í einn geim og snyrtingar. Húsnæðið er með einum inn- keyrsludyrum. Lofthæðin er um 4 metrar. Eignin er nýmáluð og með lökkuðu gólfi. Mjög snyrtilegt og gott rými. V. 93,0 m. 6612 SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Suðurlandsbraut 18 - Reykjavík Til leigu er, í eini fallegustu skrifstofubyggingu borgarinnar, 673 fm mjög gott skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð við Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík. Húsnæðið er sérlega vandað að allri gerð enda hefur húsið nýlega verð allt klætt með vönduðum flísum að utan sem gerir það sérlega glæsilegt. Að innan hefur húsnæðið að stærstum hluta verið endurnýjað. Gólfefnin eru góð, innréttingar eru vandaðar og öll salerni eru sérstaklega snyrtileg. Hlutfall bílastæða við húsið er gott m.v. sambærilega hús í miðborginni. Hér er á ferðinni sérstaklega vel staðsett hús með fallega ásýnd. Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Jón Gretar Jónsson sölumaður, s. 840 4049

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.