Morgunblaðið - 27.05.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 59
UMRÆÐAN
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hlein - Álftanesi. Einbýli
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í
einkasölu, glæsilegt og vel hannað, ca
300 fm einbýli á 1. hæð, þar af þrefaldur
62,4 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett á
glæsilegum stað á Álftanesinu við golfvöll
og leiksvæði. Húsið er mjög bjart og
skemmtilega hannað, teiknað af Hannesi
Kr. Davíðssyni arkitekt. Eignin skiptist í
góða forstofu, gestasnyrtingu, eldhús,
stofu, borðstofu, setustofu, sólstofu,
gang, 3 barnah., hjónah., baðh., þvotta-
hús, millirými og þrefaldan bílskúr. Glæsi-
legur gróinn garður. Frábært útsýni. Ein-
stök staðsetning.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi í síma 896 0058.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Hlíðasmári - Til leigu
192,5 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð. Mjög gott og vel innréttað húsnæði á mjög
góðum stað. Húsnæðið er í mjög góðu standi og allt mjög snyrtilegt. Gott
auglýsingagildi.
Upplýsingar á skrifstofu. Magnús, sími 822-8242
Sími 588 4477
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
FRAMTÍÐAR BYGGINGARLAND
Vorum að fá til sölu 78.500 fm lóð við Reynisstaðarvatn í Grafar-
holtinu. Um er að ræða vel staðsetta lóð sem er framtíðar bygg-
ingarsvæði Reykjavíkurborgar. Útsúni að Langavatni og Hafra-
vatni. Lóðin er staðsett austan við Úlfarsfell.
Allar nánari upplýsingar veitir Grétar s. 696 1126
eða gretar@gimli.is
Traust þjónusta í 30 ár
Til leigu – Snorrabraut – Rvík
Mjög gott verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Mjög gott verslunar- sem og skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í verslunar-
og þjónustuhverfi þar sem auglýsingagildi er mikið.
Húsnæðið er 67,1 fm og er bjart og snyrtilegt.
Upplýsingar gefur Haraldur í s. 565 6104 og 848 5488.
Glæsilegt nýtt heilsárshús
í Svarfhólsskógi, Svínadal
Til sölu og afhendingar strax nýtt glæsilegt 85 fm heilsárshús á einni
hæð á frábærum veðursælum stað. Húsið selst í núverandi ástandi
sem fullbúið að utan með frágenginni verönd (gert ráð fyrir sérrými
fyrir heitan pott). Að innan er húsið tilbúið til innréttinga, veggir og
loft panilklætt, allir ofnar komnir og uppsettir, raflagnir klárar og til-
búnar til ídráttar. Rotþró frágengin og tengd við hús, hitaveita og
rafmagn er á lóðarmörkum (inntaksgjöld ógreidd), 3 góð svefnher-
bergi, stór stofa, borðstofa og eldhús, baðherbergi með sérinngangi,
bakforstofa m. inngangi, geymsla og inntaks + þvottaherbergi.
Glæsileg kjarrivaxin lóð með fallegu útsýni á Skarðsheiðina, Hafnar-
fjall og út Leirársveitina. Við hlið hússins og í gegnum lóðina rennur
fallegur LÆKUR sem gefur ýmsa möguleika. Lóðin er 8.500 fm
leigulóð en möguleiki er á kaupum á henni. Verð 14,9 millj. Áhvílandi
25 ára vtr. Lán 9,0 millj. Glæsilegt sumar/heilsárshús aðeins liðlega
50 km (40 mín.) frá Reykjavík. Í nágreninnu er sundlaug (Á Hlöðum)
og gölfvöllur á Þórisstöðum.
Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 896 5222. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
ÓLYMPÍUSTÆRÐFRÆÐI fyr-
ir grunnskólabörn er ný og
skemmtileg aðferð til að leiða
börnum fyrir sjónir hversu
skemmtileg stærðfræðin getur
verið. Hún byggist á þrautum sem
eru settar fram í formi keppna.
Þær reyna á hugmyndaflug og
rökhugsun. Þetta eru skemmtileg
og ögrandi verkefni
fyrir þá sem hafa
gaman af að glíma við
þrautir og að reikna.
Áhersla er lögð á
ánægju af stærð-
fræði, innsæi og sam-
vinnu.
Ég kynntist ólymp-
íustærðfræði fyrir
grunnskólanema í
Bandaríkjunum þegar
elsti sonur minn tók
þátt í námskeiði þar.
Hann saknaði þess að
geta ekki haldið
áfram í ólympíustærðfræði þegar
fjölskyldan flutti heim til Íslands
og yngri bróðir hans var svekktur
að fá ekki líka að spreyta sig á
stærðfræði í keppnisanda. Úr varð
að ég gekk til liðs við Háskólann í
Reykjavík til að koma á fót ólymp-
íustærðfræði fyrir grunnskóla á
Íslandi. Undirbúningur hófst árið
2005 og var eitt námskeið haldið í
Hlíðaskóla skólaárið 2005-2006,
með 26 nemendum. Efnið er feng-
ið frá Bandaríkjunum og var próf-
að með íslenskum nemendum, þýtt
og staðfært. Skólaárið 2006-2007
var svo blásið til sóknar í ólympíu-
stærðfræði og Háskólinn í Reykja-
vík bauð upp á námskeið í 15
grunnskólum í Reykjavík auk þess
sem nemendum bauðst að sækja
námskeið í Háskólanum í Reykja-
vík. Öflugur liðsstyrkur var feng-
inn frá fjárfestingarfélaginu Eyri,
Kaupþingi og Menntasviði Reykja-
víkurborgar til þess að nið-
urgreiða námskeiðskostnaðinn.
Viðtökurnar voru framar björt-
ustu vonum, í haust mættu um 700
krakkar í kynningar á ólympíu-
stærðfræði. Það var mjög ánægju-
legt að sjá hve margir mættu með
opinn huga fyrir því að prófa ól-
ympíustærðfærði. Um 400 nem-
endur skráðu sig síðan til þátttöku
í námskeiðum í ólympíustærð-
fræði, þar af voru 45% drengir og
55% stúlkur. Námskeiðið stóð í 20
vikur, með vikulegum æfingum og
mánaðarlega var blásið til keppni.
Þátttakendur söfnuðu stigum í 5
keppnum yfir árið. Í lok mars var
svo haldið lokahóf í Háskólanum í
Reykjavík þar sem helmingi allra
þátttakenda voru veitt verðlaun.
Efstu 50% fengu silfurverðlauna-
pening, efstu 10% fengu gull-
verðlaunapening og stigahæsti
einstaklingur í hverju
liði fékk bikar. Það
var stórkostleg stund
að sjá fullan sal af
börnum og fjöl-
skyldum þeirra sam-
ankomin til að fagna
árangri þeirra og
ástundun í stærð-
fræði.
Ólympíustærðfræði
byggist á þungum
þrautum sem nem-
endur leysa með
dyggri aðstoð leið-
beinenda. Leiðbein-
endur eru nemendur í kennslu-
fræði- og lýðheilsudeild Háskólans
í Reykjavík. Með því að takast
reglulega á við verkefni af þessu
tagi byggja nemendur upp færni í
þrautalausnum sem nýtist þeim al-
mennt í námi sínu og jafnframt í
öðru sem þau taka sér fyrir hend-
ur. Nemendur kynnast spennandi
og skemmtilegri hlið stærðfræð-
innar og þjálfast í að beita aðferð-
um þrautalausna.
Ólympíustærðfræðin hefur
kennt börnunum að stærðfræði
getur verið skemmtilegt tóm-
stundagaman, hún færir stærð-
fræðina út úr hinu hefðbundna
námi og gefur börnum kost á að
kynnast stærðfræðinni á öðrum
forsendum, auk þess sem þau hafa
fengið mikla þjálfun í reikningi og
þrautalausnum. Það sem ég sé á
meðal barnanna sem ég hef fengið
að vinna með er nánast ólýsandi,
glampinn úr augunum, spennan og
ákefðin sem þau fyllast þegar þau
fá nýja hugmynd. Þessi áhugi og
ánægja sem ólympíustærðfræðin
veitir þeim eflir sjálfstraust þeirra
í námi.
Það er ekki síður ánægjulegt að
segja frá því að nú hefur mennta-
málaráðuneytið veitt 5 milljóna
króna styrk til ólympíustærðfræði
fyrir grunnskóla sem gerir okkur
kleift að gera enn betur á næsta
ári. Stefnt er að því að bjóða ól-
ympíustærðfræði í enn fleiri skól-
um á næsta ári auk þess sem við
höfum hug á að færa út kvíarnar í
nágrannasveitafélögin. Þetta er
gott dæmi um samvinnu einka-
geirans, ríkisins og sveitarfélaga.
Menntasvið Reykjavíkurborgar,
Kaupþing og fjárfestingarfélagið
Eyrir gerðu okkur kleift að fara af
stað með þetta verkefni, og með
liðsstyrk menntamálaráðuneyt-
isins og Orkuveitu Reykjavíkur
höfum við tækifæri til að bjóða
enn fleiri börnum að kynnast því
hvað stærðfræði er skemmtileg.
Ólympíustærðfræði í sókn
Chien Tai Shill segir frá nýj-
ungum í stærðfræðikennslu » Ólympíustærðfræðinhefur kennt börn-
unum að stærðfræði
getur verið skemmtilegt
tómstundagaman.
Chien Tai Shill
Höfundur er verkefnisstjóri við Há-
skólann í Reykjavík.
Fréttir í tölvupósti