Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 62
62 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ
Annað ráðu-neyti Geirs H.
Haarde, ríkis-stjórn
Sam-fylkingar og
Sjálfstæðis-flokks, tók við
völdum á ríkisráðs-fundi á
Bessa-stöðum um miðjan
dag á fimmtu-dag.
Í ríkis-stjórninni sitja, auk
Geirs, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
utanríkis-ráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir
menntamála-ráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmála-ráðherra, Árni M.
Mathiesen fjármála-ráðherra,
Björgvin G. Sigurðsson
viðskipta-ráðherra, Björn
Bjarnason
dómsmála-ráðherra, Þórunn
Sveinbjarnardóttir
umhverfis-ráðherra, Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegs-
og landbúnaðar-ráðherra,
Össur Skarphéðinsson
iðnaðar-ráðherra og
Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðis-ráðherra.
„Ég lít á þetta sem
sátta-stjórn, ég held að það
sé gott að kalla hana það,
þar sem stærstu fylk-ingarnar
í þjóð-félaginu hafa ein-sett
sér að ná sáttum á breiðum
grund-velli um ýmis mál. Ég
hlakka mjög til þess að taka
þátt í því og leiða það starf,“
sagði forsætis-ráðherrann
við Morgun-blaðið.
Ný ríkis-stjórn tekur við völdum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ný ríki-stjórn á vinda-sömum degi.
Jón Sigurðsson sagði á
miðviku-daginn af sér sem
for-maður
Framsóknar-flokksins. Þá tók
Guðni Ágústsson við
em-bættinu sem Jón hafði
gengt í 9 mánuði.
Jón Sigurðsson sagði að
ástæðan fyrir af-sögn sinni
vera að nú þegar
Framsóknar-flokkurinn er
kominn í stjórnar-andstöðu,
væri alger-lega nauðsyn-legt
að for-maður flokksins hefði
að-gang að ræðu-stól
Al-þingis. Hann hefði ekki
náð kjöri á þing og því tekið
þessa ákvörðun.
Jón segir
af sér for-
mennsku
Jón Sigurðsson
Eig-endur Fisk-vinnslunnar
Kambs ehf. á Flat-eyri hafa
ákveðið að hætta út-gerð og
fisk-vinnslu og selja allar
eignir félagsins. Þetta er
gífur-legt áfall fyrir staðinn.
Um 120 manns starfa hjá
fyrir-tækinu og er meira en
helmingur starfs-manna er af
er-lendum upp-runa.
Sam-kvæmt Finnboga
Sveinbjörnssyni, for-manni
Verkalýðsfélags Vest-firðinga,
Verk-Vest, eiga starfs-menn
frá löndum utan Evrópska
efnahags-svæðisins, EES,
ekki rétt á
atvinnuleysis-bótum, nema
þeir hafi ís-lenskan
ríkisborgara-rétt. Hann skorar
á stjórn-völd að veita því
fjöl-marga fólki að-stoð, sem
sé í þessari stöðu.
Mikil reiði er meðal íbúa
Flat-eyrar og mörgum finnist
stjórnmála-menn hafa gengið
á bak orða sinna. Sumir
halda í vonina og trúa því að
ein-hver taki við út-gerðinni
og vinnslunni, en aðrir kalla á
stefnu stjórn-valda í málum
sjávar-byggðanna.
Hug-myndir eru uppi um að
stofna almennings-hlutafélag
til kaupa á afla-heimildum.
Fjallað var um málið á
ríkisstjórnar-fundi á föstu-dag
til að at-huga hvaða að-gerðir
eru mögu-legar fyrir Flat-eyri.
Óvissa ríkir
á Flat-eyri
Nú má nálgast í gegnum
ís-lenska vef-svæðið
torrent.is. japanskan
þrívíddar-tölvuleik. Hann
nefnist RapeLay og hefur að
mark-miði að þjálfa
þátt-takendur í nauðgunum.
„Maður verður ekki
nauðg-ari af því að spila
leikinn, ekki frekar en maður
verður morð-ingi af því að
spila morð-leiki,“ segir
Svavar Lúthersson, eig-andi
lénsins torrent.is. 18.500
not-endur hafa að-gang að
leiknum. Þeir eru á öllum
aldri.
Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðis-ráðherra er
sleginn miklum óhug vegna
leikisins og finnst að svona
efni eigi al-farið að banna.
Tölvu-leikur
vekur óhug
Á fimmtud-daginn voru haldnar
þing-kosningar á Ír-landi. Á göstu-daginn leit
út fyrir að Bertie Ahern, forsætis-ráðherra
Ír-lands síðast-liðin 10 ár, yrði áfram við völd.
Flokkur hans, Fianna Fáil, hafði sam-kvæmt
útgöngu-spá írska ríkis-útvarpsins, RTÉ,
tryggt sér 41,6% at-kvæða í kosningunum.
Helsti stjórnar-andstöðu-flokkurinn, Fine
Gael, jók fylgi sitt um 4% og fær nú 26,3%.
Ekki var þó út-lit fyrir að Fine Gael og
Verkamanna-flokknum tækist að fella
samsteypu-stjórn Fianna Fáil og
Fram-sækinna demó-krata, sem er lítill
mið-hægri-flokkur sem tapar þó-nokkru fylgi.
Skýringin er einkum sú að
Verkamanna-flokkurinn tapaði líka fylgi.
Pat Rabbitte, leið-togi
Verkamanna-flokksins, játaði sig sigraðan um
miðjan dag á föstu-dag en Enda Kenny,
leið-togi Fine Gael, vildi ekki strax viður-kenna
að Bertie Ahern yrði áfram við völd.
Fianna Fáil
með mest fylgi
REUTERS
Bertie Ahern á kosninga-stað á fimmtu-dag.
Í vikunni kom upp á yfir-borðið
óánægja tónlistar-manna með
starf-semi net-síðunnar
Tónlist.is. En á henni má kaupa
ís-lenska tón-list til hlustunar
eða til niður-hals.
Tónlistar-mennirnir segjast ekki
hafa fengið greitt fyrir söluna á
tón-list þeirra. Virðist sem
Tónlist.is hafi staðið við
greiðslur til rétt-hafa. Hins vegar
hafa sam-norrænu
höfunda-réttar-samtökin, sem
sjá um að út-hluta greiðslunum,
lík-lega beðið með þær þar sem
þetta þóttu svo litlar upp-hæðir.
Menn hafa einnig gagn-rýnt
að lög þeirra og plötur séu til
sölu á Tónlist.is í leyfis-leysi.
Vef-síðan Tónlist.is
gagn-rýnd
Morgunblaðið/Sverrir
Birgir Örn Steinarsson er
óánægður með Tónlist.is.
Í janúar á næsta ári fer fram
Evrópu-meistara-mót í
hand-knatt-leik í Noregi.
9. og 17. júní leikur Ísland
á móti Serbíu um sæti í
keppninni. Alfreð Gíslason
landsliðs-þjálfari hefur valið
17 manna landliðs-hóp sem
byrjar að æfa 4. júní í
Tékk-landi. Hópinn skipa:
Markverðir: Björgvin
Gústavsson, Hreiðar
Guðmundsson, Birkir Ívar
Guðmundsson. Aðrir
leikmenn: Vignir Svavarsson,
Logi Geirsson, Bjarni
Fritzson, Sigfús Sigurðsson,
Ásgeir Hallgrímsson, Arnór
Atlason, Markús Máni
Michaelsson, Guðjón Valur
Sigurðsson, Snorri Steinn
Guðjónsson, Ólafur
Stefánsson, Ragnar
Óskarsson, Alexander
Petterson, Sverre Jakobsson
og Róbert Gunnarsson.
Alfreð velur
landsliðs-hóp
Morgunblaið/RAX
Alfreð Gíslason.
Netfang: auefni@mbl.is