Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 63
MINNINGAR
Þ
á er upp var runninn
hvítasunnudagur,
voru þeir allir saman
komnir. Varð þá
skyndilega gnýr af
himni, eins og aðsteðjanda ster-
kviðris og fyllti allt húsið, þar
sem þeir voru. Þeim birtust tung-
ur, eins og af eldi væru, er kvísl-
uðust og settust á hvern og einn
þeirra. Þeir fylltust allir Heil-
ögum anda og tóku að tala öðrum
tungum, eins og andinn gaf þeim
að mæla.
Hver er
tilgangur lífsins?
Ætli þetta sé ekki
ein elzta spurning
mannsins?
Heilög ritning
flytur svarið.
Í upphafi
skapaði Guð
himin og jörð!
Og hann skapaði mann
eftir sinni mynd
til samfélags við sig!
Maðurinn einn
gat trúað á Guð!
Hann var frjáls
og gat valið
að lifa Guði,
eða hafna honum!
Ekki varð komizt
hjá áhættu
sköpunarinnar,
nema svipta
manninn frelsinu,
en þá hefði
sköpunin mistekizt!
Guð átti enga
aðra leið
til samfélags
við sköpun sína
byggða á kærleika!
Vér vitum
hvernig fór.
Maðurinn
hafnaði Guði
og settist sjálfur
í sæti hans.
Syndin
kom í mannheim
og maðurinn hvarf
burt frá Guði.
Margir spyrja:
Hví greip Guð
ekki inn?
Vissulega
greip Guð inn,
en kærleikurinn
beitir aldrei valdi.
Guð gaf fyrirheit
um frelsara
er opnaði manninum
nýja leið
til samfélags
við Guð.
Í fylling tímans
fæddist Jesús
meðal vor,
sjálfur kærleikur Guðs!
Það sást glöggt,
er hann gaf líf
sitt á krossi
og reis
upp frá dauðum
oss til lífs.
Þetta laukst upp
fyrir postulunum
á hvítasunnuhátíðinni,
er þeir fylltust
Heilögum anda,
gjörði Jesúm
vegsamlegan!
Þeir fóru þegar
að segja öðrum
frá Drottni sínum
og frelsara!
Þeir fylgdu hinzta
boði hans.
Guð stofnaði
kirkju sína
hér á jörð,
samfélag þeirra,
er trúa á hann.
Hver er
tilgangur lífsins?
Vér eigum að lifa
í samfélagi
við skapara vorn!
Hefur það lokizt
upp fyrir oss?
Hefur andi Guðs
fengið að gjöra
Jesúm Krist
vegsamlegan
fyrir oss?
Megi svo verða
á hátíð Heilags anda!
Þá eignumst vér
gleðilega
hvítasunnuhátíð!
Tilgangur
lífsins?
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Upp er runninn
afmælisdagur al-
heimskirkj-
unnar, en um at-
burði tengda
honum má lesa í
2. kafla Postula-
sögunnar. Sig-
urður Ægisson
birtir af þessu
tilefni ljóð síns
gamla læriföður,
sr. Jónasar
Gíslasonar, fyrr-
verandi vígslubiskups
í Skálholti.
HUGVEKJA
✝ Kristjana Sig-urðardóttir
Sigurz fæddist í
Reykjavík 18. ágúst
1922. Hún lést 10.
maí 2007.
Foreldrar Krist-
jönu voru Guðbjörg
J. Skúladóttir, f.
12.2. 1896 á Ytra-
Vatni, Lýtings-
staðahreppi, Skaga-
firði, d. 1957, og
Sigurður F. Sigurz,
f. 2.6. 1895, af Borg-
arabæjarætt í
Reykjavík, d. 1967. Börn þeirra í
aldursröð eru: Skúli Eggert, d.
1946, Kristjana, Áslaug, Margrét,
d. 1994, Sigurður, d. 1992, og Ing-
ólfur, d. 1994.
Kristjana giftist 12.9. 1942 Lár-
usi Péturssyni, lögfræðingi, f.
1918. Hann lést 1947. Barn þeirra
er Guðrún Ólafía, f. 5.9. 1947, gift
Christopher Bo Bramsen.
Kristjana giftist Stefáni Íslandi
6.10. 1950 í Kaupmannahöfn, en
þau skildu eftir rúmlega 20 ára
hjúskap. Þeirra sonur er Richard,
f. 11.12. 1951, kona
hans er Nanna Is-
landi.
Kristjana giftist
Stefáni Jónssyni,
fréttamanni, rithöf-
undi og alþingis-
manni, 1983, en
Stefán lést 1990.
Kristjana varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1941. Hún vann
hjá Sjóvá hér
heima, síðar hjá SÍS
í Kaupmannahöfn
og Eimskipum þar í borg. Hún
var aðalgjaldkeri Norræna menn-
ingarmálasjóðsins í 15 ár. Er til
Íslands var komið sem ritari hjá
Raunvísindastofnun Háskóla Ís-
lands.
Barnabörn hennar eru Stefán
Lárus, Kristín María, Kristiana
Therese, Jón Stefán og Vilhelm
Pétur og langömmubörnin eru
sex.
Kristjana var kvödd í kyrrþey
16. maí frá Fossvogskapellu að
eigin ósk.
Ég kveð með söknuði Kristjönu
systur mína. Fyrir nokkrum dögum
vorum við tvær eftir af sex systkina
hópi. Ég tel að við höfum verið sam-
rýnd og góð systkin. Áttum yndis-
lega og hugulsama foreldra. Elsku-
leg mamma okkar var alltaf til
staðar fyrir okkur. Faðmaði okkur
áður en farið var í skólann og aftur
vorum við föðmuð er heim kom. Las
með okkur ef með þurfti og hlýddi
okkur yfir. Það var helst Sjana sem
ekki þurfti hjálp. Hún var góður
námsmaður.
Sem börn sváfum við tvær í sama
rúmi og sofnuðum í faðmi hvor ann-
arrar eftir að hafa þulið allar bæn-
irnar.
Hún sýndi fljótt hvað í henni bjó.
Sem barn var hún sívinnandi. Við ól-
umst upp við gott atlæti, ekki bara
heima. Stórfjölskyldan á Bræðra-
borgarstíg 1, sem kallað var Sveins-
bakarí, var okkar annað heimili –
bara hlaupið yfir götuna. Þar var
Steinunn föðursystir og Sveinn
Hjartarson og amma Margrét sem
og öll börnin, sem þau ólu upp.
Amma kenndi öllum barnabörnun-
um sínum að lesa.
Sjana giftist ung Lárusi sínum.
Varð ekkja 25 ára og var dóttir
þeirra Gunna Lóa þá aðeins fimm
mánaða. Kristjana stóð ekki ein.
Tengdaforeldrarnir, Pétur og Ólafía
í Hofi, og Einar mágur hennar dýrk-
uðu barnið. Ekki var hún síðri hún
Huld – eða Hulla í Hofi – sem var
bústýra til margra ára á heimilinu.
Hún tók þeirri litlu opnum örmum.
Sjana fór til Kaupmannahafnar,
eftir lát Lárusar, til náms. Gunna
Lóa varð eftir í umsjá áðurnefndra,
kom til móður sinnar er hún gekk að
eiga Stefán Íslandi – og varð kjör-
dóttir hans.
Þegar hún nálgaðist seinni hluta
ævinnar kynntist hún Stefáni Jóns-
syni fréttamanni. Þau gengu í hjóna-
band. Stefán lést eftir sjö ára sam-
búð. Í Kaupmannahöfn vann Sjana
hörðum höndum og var virt af sam-
starfsfólki, sem sendi henni kveðju
víða að.
Hún elskaði afkomendur sína. Þau
voru hennar kjölfesta. Hún lifði svo
sannarlega fyrir þau. Hún var vakin
og sofin yfir velferð þeirra. Barna-
börnin voru dugleg að skrifa henni.
Hægt er að vitna í óteljandi bréfa-
sendingar – sem hún varðveitti í
gegnum árin – í stórri skjalamöppu.
Þar segja þau frá lífi sínu, námi og
starfi.
Hún fékk að sjá tvö langömmu-
börn sín, tíu mánaða dreng og
þriggja mánaða telpu, sem þær
Kirstín og Kristjana komu með til
Íslands og voru hjá ömmu síðustu
daga lífs hennar. Þótt amman væri
orðin mikið veik vissi hún af þeim og
gladdist er hún fékk þau í fangið.
Börn Kristjönu hringdu daglega til
hennar frá Kaupmannahöfn. Guðrún
vakti yfir henni síðustu sólarhring-
ana.
Tengiliður fjölskyldunnar hér
heima er elskulegur bróðursonur,
Skúli Eggert Sigurz, og hans góða
kona, Ingunn, sem hafa sýnt ómælda
hjálpsemi og fórnfýsi. Ekki má
gleyma að þakka Kitty Johansen,
mágkonu minni, alla elsku í garð
Kristjönu. Þessum vinum verður
aldrei nógsamlega þakkað.
Að lokum, hugheilar þakkir til
hjúkrunarfólks í Skógarbæ sem
hlúðu að henni með miklum sóma.
Ég kveð þig með trega, elsku
systir mín.
Þín
Áslaug.
Kristjana
Sigurðardóttir Sigurz
Stella kynntist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Rayburn Poteet, á ár-
Sigrún Stella
Guðmundsdóttir Poteet
✝ Stella Guð-mundsdóttir
Poteet fæddist í
Reykjavík 18. maí
1923 og lést í Kla-
math Falls í Oregon
að morgni 5. maí sl.
eftir langvarandi
baráttu við erfiðan
sjúkdóm.
Stella var dóttir
hjónanna Guð-
mundar K. Bjarna-
sonar málarameist-
ara og Henriettu H.
Magnúsdóttur hús-
freyju. Systir Stellu var Júlíana
Lillý Guðmundsdóttir, f. 20. febr-
úar 1920, d. 12. júní 2005.
Útför Stellu fór fram í Klamath
Falls 12. maí sl.
um seinni heimsstyrj-
aldarinnar, en hann
kom hingað á vegum
bandaríkjahers. Þau
hófu búskap sinn á
Íslandi, en árið 1961
fluttust þau til San
Rafael í Kaliforníu
þar sem þau bjuggu
fram til ársins 2003,
er þau fluttu til Kla-
math Falls í Oregon-
ríki.
Stella undi sér vel í
Bandaríkjunum og
sinnti hún heimilis-
störfum af alúð meðan heilsan
leyfði.
Stolt hennar var heimilið og að
hugsa vel um eiginmanninn og syn-
ina þrjá, þá Henry f. 1947, David, f.
1951 og Raymond f. 1958. Stella
hafði mikinn áhuga á garðrækt og
lagði hún mikla vinnu í að rækta
blóm og runna í garðinum sínum í
San Rafael.
Annað áhugamál Stellu var út-
saumur og vann hún til fjölda verð-
launa á þeim vettvangi fyrir hand-
verk sitt.
Stella var alltaf stolt af íslenskum
uppruna sínum og lagði sig fram
við að bera fram þjóðlega íslenska
rétti á heimili sínu. Svo eitthvað sé
nefnt þá var hangikjöt, flatkökur og
SS pylsusinnep þar jafnan til og
borið fram með stolti ef gest bar að
garði.
Synir Stellu og Rayburn búa allir
í Bandaríkjunum, Henry er giftur
Penny Poteet, sonur þeirra er Jeff-
rey giftur Shirley Poteet og eiga
þau dótturina Lauren. David er
giftur Kathy Poteet og Raymond er
giftur Tingting Poteet og búa þau
tvö síðastnefndu í Klamath Falls í
Oregon.
Garðar Lárusson.
Þennan heim hefur
nú kvatt maður sem
setti mark sitt á mikil-
væga stund í lífi ungmenna sem út-
Pétur Eyfeld
✝ Halldór PéturFerdinandsson
Eyfeld fæddist í
Hrísakoti á Sel-
tjarnarnesi 28. júní
1922. Hann andaðist
á hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni 3. maí
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Fossvogskirkju 11.
maí.
skrifast úr framhalds-
skólum landsins,
maður sem saumað
hefur ófáa hvíta kolla á
hálfri öld. Maðurinn er
Pétur Eyfeld, kaup-
maður á Laugavegi 65.
Á hverju heimili má
líklega finna hand-
bragð Péturs, stúd-
entshúfu sem geymd
er á góðum stað og
jafnvel í gylltum kassa
merktum P. Eyfeld.
Já, það var stæll yfir
Pétri.
Í minningunni er Pétur við sauma-
vélina í kjallaranum á Laugavegi.
Það þurfti að fikra sig niður hring-
stiga einn ógurlegan til að stíga inn í
veröld hans, en þangað var forvitni-
legt að koma enda hinn léttfætti Pét-
ur þolinmóður við krakka sem sýndu
vinnutólum hans á köflum fullmikinn
áhuga.
Innlit á Laugaveginn var líkast
smáættarmóti. Börn Péturs og Lillu
– nánast alla fjölskyldumeðlimi – var
að finna við afgreiðslustörf og húfu-
gerð. Í törninni á vorin vissi maður
að best var að trufla sem minnst.
Megi andi Péturs vaka yfir húfu-
gerðinni sem sonur hans og fjöl-
skylda halda nú á lofti.
Elsku Pétur og Lilla, hvar sem þið
eruð, takk fyrir húfurnar okkar.
F.h. systkinanna úr Huldulandi 5,
Lísa Björg Hjaltested.