Morgunblaðið - 27.05.2007, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Elín Kristjáns-dóttir frá Fells-
seli í Köldukinn í S-
Þingeyjasýslu var
fædd 25. nóvember
1925 . Hún lést 23.
mars sl. á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar hennar
voru hjónin Kristján
Ingjaldsson, f. 10.
mars 1893, d. 4.
október 1973, og
Þórunn Sveinbjörns-
dóttir, 19. maí 1895,
d. 5. desember 1927.
Elín átti eina systur, f. í janúar
1927, d. 29. ágúst 1927. Elín ólst
upp hjá móðurömmu sinni, Helgu
Sörensdóttur, f. 14.
desember 1860, d.
27. júlí 1961, og föð-
ur sínum sem síðar
kvæntist Önnu
Kristinsdóttur. Eftir
barnaskólanám hóf
hún nám við
Menntaskólann á
Akureyri. Elín vann
um tíma í Stjörnu-
apóteki. Hún flutti
til Reykjavíkur um
1945 þar sem hún
bjó til æviloka. Hún
vann við afgreiðslu-
störf alla sína starfsævi.
Útför hennar fór fram 30. mars
sl. í kyrrþey.
Ella mín.
Mig langar að kveðja þig með
nokkrum orðum. Ég held þú hefðir
ekki viljað hafa þau mörg. Þú varst
ekki kona margra orða en þau orð
stóðu örugglega. Við höfum þekkst
frá því ég man eftir mér og það voru
góð kynni. Það var gott að leita til þín
um ýmislegan fróðleik. Þú last dag-
blöðin spjaldanna á milli, ég las
kannski meira fyrirsagnirnar. Þann-
ig var oft gott að geta hringt og feng-
ið nánari skýringar á ýmsum málefn-
um. Ekki var komið að tómum
kofunum hjá þér þegar um ártöl var
að ræða. Kannski varstu ekki alveg
viss, þá kannaðir þú málin betur og
hringdir með nánari upplýsingar. Þú
vildir hafa allt rétt. Með þinni hóg-
væru nærveru studdir þú mig og
mína þegar áföll dundu yfir, fyrir það
vil ég þakka.
Seint á síðasta ári fór að bera á las-
leika hjá þér og tóku þá við ferðir til
lækna og síðan innlögn á sjúkrahús.
Heim komstu fyrir jólin til kisanna
þinna og blómanna. Kisanna þinna
sem þér þótti svo vænt um og voru
þínir bestu félagar. Þú gast dekrað
við kisurnar þínar í dálítinn tíma.
Í byrjun mars fór ýmislegt að
angra þig. Um miðjan mars fórum
við síðustu ferðina á bráðamóttökuna
í Fossvogi. Þaðan varð ekki aftur
snúið. Þú kvaddir þetta líf 23. mars.
Ég er þakklát fyrir að hafa getað ver-
ið með þér í þessum veikindum. Þú
kallaðir mig stundum „einkabíl-
stjóra“ og það vildi ég svo gjarnan
vera.
Ég kveð þig Ella mín með kærri
þökk fyrir öll árin. Guð geymi þig.
Þín vinkona
Guðbjörg.
Elín Kristjánsdóttir
✝ Sigríður Giss-urardóttir Mull-
er fæddist á Fjöln-
isvegi 6 í Reykjavík
2. júlí 1930. Hún
lést á heimili sínu í
St. Catharines í
Ontario í Kanada 8.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Gissur Sveinn
Sveinsson, f. 14.
september 1895, d.
27. febrúar 1969,
og Guðrún Sæ-
mundsdóttir, f. 23.
september 1899, d. 1. maí 1938.
Systkini Sigríðar eru 1) Ingólfur,
f. 7. ágúst 1923, d. 26. mars 2004,
2) Sæmundur Kristinn, f. 5.
september 1924, d. 4. nóvember
1974, 3) María, f. 17. september
1926, d. 16. apríl 1927, 4) Ísleif-
ur, f. 22. ágúst 1928, d. 3. apríl
1993, 4) Hróðmar, f. 3. október
1931, og 5) Gunnar, f. 23. janúar
1934, d. 14. október 1956.
Seinni kona Gissurar var Guð-
rún Pálsdóttir, f. 1. apríl 1891, d.
10. júlí 1981. Fóstursonur Guð-
rúnar var Páll Sigurðsson, f. 2.
september 1919, d. 19. janúar
2004. Einnig ólu þau Gissur upp
Þrúði Pálsdóttur, f. 31. mars
1941, og Gunnrúnu Gunnars-
dóttur, f. 23. mars 1957.
Sigga, eins og hún alltaf var
kölluð, fór út til
Noregs 16 ára göm-
ul til frænku sinnar
Maríu Schjöll og
manns hennar
Thorleif Schjöll, í
Horten við Ósló-
fjörð, lauk þar
námi í verslunar-
skóla og vann þar
síðan í banka. Hún
bjó hjá Maríu og
Thorleif þar til hún
gifti sig.
Hinn 25. febrúar
1956 giftist Sigríð-
ur norskum manni, Sam Harry
Muller verkfræðingi, f. 3. sept-
ember 1930, og fluttu þau að því
búnu til Baie Comeau í Quebec í
Kanada þar sem Harry var búinn
að fá vinnu í pappírsverksmiðju.
Þar eignuðust þau þrjú börn,
sem eru: 1) Sam Gunnar, f. 26.
febrúar 1958, kvæntur Lyndu, f.
27. október 1946, þau eiga Ta-
miu og Clinton. Þau búa í Gra-
venhurst í Ontario. 2) Maria
Cogswell, f. 11. júlí 1959, gift
Michael Cogswell, f. 2. nóvember
1957, þau eiga Jennifer og
Stephanie. Þau búa í St. Cathari-
nes í Ontario. 3) Norman, f. 2.
júní 1962, hann á synina Nathan
Samuel og John. Hann býr í Baie
Comeu í Quebec.
Útför Sigríðar var gerð ytra.
Eins og fyrr var sagt fór elsku
Sigga frá Íslandi aðeins 16 ára, en í
hjarta hennar var Ísland henni alltaf
mjög kært. Hún var sérstaklega
frændrækin og hafði ótrúlega mikið
samband við stórfjölskylduna, að
ekki sé talað um okkur öll sem næst
henni stóðum, með bréfum, kortum
og símtölum. Einnig kom hún og fjöl-
skyldan hennar oft til Íslands og þá
var nú gaman og Sigga þurfti helst að
heimsækja alla ættingjana, sem eru
mjög margir.
Sigga og Harry bjuggu í Baie
Comeau til ársins 1981 að þau fluttu
sig sunnar til St. Catharines í
Ontario, sem er rétt hjá hinum til-
komumiklu og fallegu Niagara foss-
um og vann Harry þar hjá sama
pappírsfyrirtæki þar til að hann fór á
eftirlaun.
Við áttum þess þrisvar kost að
heimsækja þau og voru það yndisleg-
ir tímar, en í síðustu ferð okkar 1996
sáum við að Sigga okkar var veik,
ekki bara af liðagigt og sykursýki
sem höfðu hrjáð hana í mörg ár og
sem hún lét aldrei aftra sér, því hún
var með ólíkindum dugleg.
Síðustu ferð sína til Íslands komu
þau svo sumarið 1997 og stuttu eftir
heimkomuna var krabbameinsæxli
greint og byrjaði þá fyrir alvöru
hennar hetjulega barátta, alltaf
bjartsýn og vongóð en fjórum sinnum
tóku veikindin sig upp, áður en yfir
lauk. Fyrir einstakan dugnað Harrys
og fjölskyldu þeirra og góða heima-
hjúkrun gat Sigga að mestu verið
heima sem var henni svo mikils virði
og heima lauk lífi hennar að við-
staddri fjölskyldunni.
Við Sigga töluðum oft og lengi
saman í síma og dáðumst við alltaf að
því hvað hún hélt íslenskunni, þó að
hún gæti aldrei talað hana í Kanada
og söknum við þess mikið að símtölin
þau verða ekki fleiri, en við Harry
okkar góða vin og fjölskylduna höld-
um við ótrauð sambandi áfram.
Guð blessi minningu okkar elsku-
legu systur og mágkonu.
Hróðmar og Sigrún.
Mig langar að skrifa fáein orð um
hana frænku mína Siggu, sem kvaddi
heiminn þriðjudaginn 8. maí síðastlið-
inn, eftir langvarandi veikindi. Sigga
var ákaflega traust og vönduð kona
sem gaf mikið af sér til allra sem um-
gengust hana. Hún var mjög fjöl-
skyldurækin og gerði sér far um að
kynna sér hagi ættingja sinna og
fylgjast með hvernig hverjum og ein-
um gekk, jafnvel þótt hún byggi fjarri
fólkinu sínu nánast alla sína ævi. Það
er til marks um útgeislun Siggu að
koma hennar til Íslands með Harry
og börnunum 1967 er mér enn í
fersku barnsminni. Seinna þegar ég
var orðin 12 ára gamall gafst mér
tækifæri til að búa hjá Harry og
Siggu í eitt ár. Það var dásamlegur
tími sem gaf mér mikið og var mér
ómetanleg reynsla út í lífið. Við Sigga
hittumst síðast sumarið 2005 þegar
við hjónin ásamt börnum okkar og
móður minni heimsóttum hana. Þess-
ir dagar voru okkur öllum mikils virði
og geymast vel innan um aðra fjár-
sóði mnninganna. Nú er það okkar,
sem eftir lifum, að skerpa tengslin við
Harry, Gunnar, Maríu, Norman og
börnin þeirra. Þannig getum við
minnst Siggu og heiðrum minningu
hennar best.
Að lokum langar mig að nota orð
skáldsins Davíðs Stefánssonar þegar
ég kveð ástkæra frænku:
Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt,
er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, –
og bráðum kemur eilíft vor.
Með ást og virðingu
Karl Ísleifsson.
Sigríður
Gissurardóttir Muller
✝ Jón Níelssonbóndi á Helga-
felli í Mosfellsbæ
fæddist í Laxárholti
í Hraunhreppi 14.
nóvember 1916.
Hann andaðist 29.
apríl síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Níelsar
Guðmundssonar
bónda og Unnar
Guðmundsdóttur
húsfreyju. Systkini
Jóns, Haukur og
Marta, eru látin.
Jón kvæntist árið 1967 Nönnu
Renate Möller, f. í Dassow í
Þýskalandi 1936. Börn þeirra eru
Ríkharður, f. 1950,
sambýliskona Þóra
Skúladóttir, Unnur,
f. 1953, gift Frey
Ferdinandsyni, Íris,
f. 1962, gift Krist-
jáni Þóri Valdimars-
syni, Erna, f. 1965,
sambýlismaður Sig-
urgeir Guðjónsson
og Auður, f. 1967.
Barnabörnin eru
tólf og barna-
barnabörnin eru
fjögur.
Jón og Nanna
bjuggu alla tíð á Helgafelli.
Útför Jóns var gerð frá Lága-
fellskirkju 3. maí.
Elsku pabbi, nú ert þú fallinn frá
eftir langa og viðburðaríka ævi. Átt-
um við margar góðar minningar sam-
an, kæri pabbi minn, það mun verða
tómlegt án þín. Ég man að þegar ég
var lítil varð ég alltaf að vera með þér
hvort sem þú varst að gefa dýrunum,
fara á dráttarvélinni niður í gryfjur
eða slóðdraga. Þú varst alltaf þekkt-
ur fyrir mikla snyrtimennsku og fjár-
húsinu þurfti alltaf að vera snyrti-
legt, bæði í hlöðunni og einnig það
sem sneri að dýrunum. Heyskapur-
inn var stór hluti af sumrinu og var
ávallt mikið líf og fjör á þeim tíma.
Eru margar góðar minningar tengd-
ar þessum tíma og þeim störfum. Ég
man svo vel að þegar við vorum að
raka þá var alltaf tekið með nesti.
Var maður ekki sjaldan sendur heim
til að ná í útvarp því ekki mátti missa
af veðurfréttunum sem voru fastur
liður hjá pabba. Síðan voru það
hauststörfin, þá voru það réttirnar
sem að stóðu hæst. Mér mun alltaf
verða minnisstæðast þegar við fórum
á traktornum í Hafravatnsrétt til að
sækja kindurnar. Þar var oft glatt á
hjalla og fengum við okkur kjötsúpu.
Þér fannst nú stundum gaman að
setja fram vísur ef þú sást eitthvað
áhugavert. Í dag er mjög mikil eft-
irsjá að því að hafa ekki ritað þessar
vísur þínar niður.
Elsku pabbi, þú varst alltaf heima-
kær og fórst sjaldan til Reykjavíkur.
Undir þér alltaf best við bústörf. Þú
varst með mikinn búskap, kindur,
beljur, hesta, hænsni og hunda. En
undir það síðasta vorum við með
nokkrar kindur og þótt þú værir ekki
með kraft til að sjá um þær sjálfur
varstu alltaf að fylgjast með hvort ég
ekki væri búin að þessu og hinu.
Með stáli plógsins reist þú þína rún.
Þú ræktaðir þitt land, þín föðurtún.
Til verka þinna viljans máttur knúði
þá vinarhönd, sem ungum gróðri hlúði.
Frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún
bjóst óðal hjartans græna sumarskrúði.
(Davíð Stefánsson)
Alltaf var gott að leita til þín ef mér
leið illa eða bara til að tala um daginn
og veginn.
Elsku pabbi, mikið sakna ég þín.
Ég mun eiga þessar góðu minningar
okkar að eilífu. Þín dóttir
Auður.
Nú er afi minn fallinn frá eftir
langa og viðburðaríka ævi. Hann var
merkilegur maður og eru það einstök
forréttindi að hafa fengið að alast
upp með honum. Hann var fróður
maður og skapgóður, fyrir mér var
hann einfaldlega heimsins besti afi.
Hann bjó alla sína tíð uppi á Helga-
felli og fór sjaldan þaðan. Hann var
alltaf með allt á hreinu og ef mann
vantaði að vita eitthvað var alltaf
hægt að spyrja afa. Á ég ótrúlega
margar skemmtilegar minningar úr
æsku minni með honum afa á Helga-
felli. Afi fór alltaf snemma í rúmið
enda byrjaði hann daginn snemma,
þá voru það ófá skiptin sem ég sat við
rúm hans og rabbaði við hann um allt
og ekkert. Með afa þurfti maður ekki
annað en bara vera, því hann hafði
svo góða og hlýja nærveru. Að vera
með afa var alltaf ævintýri alla daga,
ferðir í gryfjuna, fjósið, sveitin og
dýrin. Koss á ennið, hlýja, ást og um-
hyggja. Þó svo að afi hafi ekki verið
mikið fyrir að tala um tilfinningar fór
alls ekki á milli mála hversu mikla
væntumþykju og hlýju hann hafði að
gefa.
Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt,
og undarleg var gangan heim í hlaðið,
því fjallið hans og bærinn og allt var orðið
breytt,
þó auðnin væri mest, þar sem kistan hafði
staðið.
(Davíð Stefánsson)
Helgafell verður aldrei það sama
án hans, en ég mun alltaf eiga þessar
yndislegu minningar sem aldrei
munu hverfa.
Takk, elsku afi minn, fyrir allar
yndislegu stundir, ég kveð þig með
sárum söknuði.
Hrafnhildur.
Elsku afi minn.
Ég hef búið með afa og ömmu
ásamt móður minni alla mína tíð á
Helgafelli. Afi hefur alltaf verið mér
og reynst mér sem faðir, og hefur
kennt mér margt um lífið og til-
veruna. Ég man að það fyrsta sem ég
gerði þegar skólanum lauk á daginn
var að kíkja upp í fjós og athuga hvað
afi var að gera. Það brást ekki að þar
var afi á fullu við sveitastörf, enda
unni hann þeim störfum og var
vinnusamur. Ekkert var meira
spennandi en að sitja í kerrunni aftan
í dráttarvélinni og fara með afa út í
gryfjur og skoða hvað hinir bænd-
urnir í sveitinni væru að sýsla.
Þegar árin liðu og ég varð eldri fór
maður að sinna sveitastörfum eins og
slá, raka, snúa heyinu yfir sumartím-
ann. Þetta hef ég horft á afa gera alla
sína tíð og man hversu mikið ég
hlakkaði til að fá að spreyta mig í
þessum störfum. Ég man ennþá þann
dag sem ég fékk fyrst leyfi hjá afa til
að keyra dráttarvélina og verður það
mér ætíð minnisstætt, þegar hann
sýndi mér það traust og þá ábyrgð.
En núna ertu farinn frá mér og bú-
skapurinn farinn með þér, eftir eru
vinnuvélar í hvíld og hin eilífa minn-
ing um þig og þín störf.
Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit,
komið er sumar og fögur er sveit.
Sól er að kveðja við bláfjalla brún
brosa við aftanskin fögurgræn tún.
Seg mér hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.
(Guðm. Guðm. skólaskáld.)
Ég kveð þig með söknuði og mun
alltaf minnast þín um ókomna tíð.
Jón Sverrir.
Þeir hverfa nú óðum af sjónarsvið-
inu, þeir samferðamenn sem fylgt
hafa okkur á lífsleiðinni, nú síðast
kvaddi okkur Jón á Helgafelli. Þeir
feðgar stækkuðu jörðina við þær að-
stæður sem þá voru. Ekki var mikið
um vélar, þá voru hestarnir þarfasti
þjónninn, var þeim beitt fyrir þær
vélar sem til voru, ég man að mjólkin
var flutt í brúsum á hestakerru niður
að Álafossi í veg fyrir mjólkurbílinn.
Eftir stríðið byggðu þeir stórhýsi á
þeirra tíma mælikvarða á Helgafelli,
og er þar enn mikil sveitaprýði sem
eflaust á eftir að standa uppúr nýrri
byggð. Síðustu mánuði hefur Jón og
við nágrannar hans mátt horfa upp á
ævistarf þeirra tætt í sundur, og fal-
legu túnin orðin að moldarhrúgum,
það hefur ekki verið sársaukalaust
fyrir Jón.
Ég var svo lánsöm að alast upp í
nágrenni Helgafells. Foreldrar mínir
keyptu mjólk þar, og var það hlut-
verk okkar systranna að sækja mjólk
í brúsa í fjósið. Síðan fórum við að
venja komu okkar þar fyrir utan,
okkur var vel tekið og gjarnan var
okkur falið eitthvert verkefni í sam-
bandi við búskapinn. Ég minnist for-
eldra Jóns Unnar og Níelsar með
mikilli hlýju. Þegar ég fór að búa
fengum við lóð hjá Níelsi og byggð-
um okkur hús þar sem við höfum bú-
ið í nær 50 ár. Þegar strákarnir mínir
stálpuðust, voru þeir fljótir að venja
komur sínar á Helgafelli til að
,,hjálpa Jóni“ og voru þeir jafn vel-
komnir og við systur á árum áður.
Það var þeim gott veganesti útí lífið,
sem þeir hafa búið að.
Við fjölskyldan í Litlagerði viljum
þakka Jóni, Nönnu og börnum þeirra
einstaka vináttu í gegnum árin, með
hjartans þökk fyrir allt. Fjallið
Helgafell mun standa áfram um
ókomna tíð, þótt allt breytist, og mun
minna á allt það góða fólk sem á
Helgafelli hefur búið.
Hulda Jakobsdóttir.
Jón Sverrir Níelsson