Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 68

Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 68
68 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Elskulegur bróðir minn, SIGURÐUR TRYGGVI ARASON fyrrum bréfberi, Sólvangi, áður Öldutúni 4, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 19. maí verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Guðmundar Gissurarsonar v/elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Sigríður Aradóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR SIGURJÓNSSON, Hvammsdal 9, Vogum, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 14.00. Ingileif Ingólfsdóttir, Guðmundur F. Jónasson, Iðunn Ingólfsdóttir, Lúðvík Rúnarsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÁSTHILDUR BIRNA KÆRNESTED, Háaleitisbraut 105, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 30. maí kl.13.00. Örn Johnson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Björn Hrannar Johnson, Friðrik Johnson, Alma Rós Ágústsdóttir, Haukur Johnson, Anton Örn Kærnested, Ágústa Bjarnadóttir, Sigrún Gróa Kærnested, Grétar Mar Hjaltested, Sigríður G. Kærnested og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÓLAFUR INGIBJÖRNSSON læknir, Æsufelli 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðviku- daginn 30. maí kl. 15.00. Ingvar B. Ólafsson, Jón Á. Ólafsson, Kristín Ásmundsdóttir, Gunnar Þ. Ólafsson, Catrina Hendry, Ólafur P. Ólafsson, Guðrún M. Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Guðmundsson, Lísa Ólafsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Halldóra Ingibjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JENSÍNA ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Reynihvammi 29, Kópavogi, sem lést sunnudagsinn 20. maí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 15.00. Katrín A. Magnúsdóttir, Jack D. Sublett, Unnur Magnúsdóttir, Sævar Þór Sigurgeirsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Einar Finnbogason, Andrés Magnússon, Guðrún Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BOGI JÓHANNSSON, rafvirkjameistari frá Vestmannaeyjum, Furugrund 60, Kópavogi, sem lést 20. maí verður jarðsunginn þriðjudaginn 29. maí frá Digraneskirkju í Kópavogi kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Halldóra Guðrún Björnsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Eiríkur Bogason, Guðbjörg Ólafsdóttir, Kristján Bogason, Jóhanna Emilía Andersen, Svava Bogadóttir, Kristján Bjarnason, Gunnar Bogason, Bergþóra Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ég ákvað að rita nokkrar línur til að minnast ömmu minn- ar sem lést eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég man þegar ég var lítil þá var hvergi betra að koma en til ömmu og afa á Stokkseyri og það var margt hægt að bralla þar. Alltaf var amma mín þolinmóð við þessa tvo villinga úr Þorlákshöfn og síðar Reykjavík. Ég man sérstaklega eftir því þeg- ar við stálumst inn í svefnherbergi hjá ömmu og afa og stálumst til að hoppa á rúminu þeirra. Þvílík skemmtun það var þangað til að það brotnaði, og ég man að amma reyndi að skamma óþekkt- arormana en gat það varla fyrir hlátri. Í eldhúsinu hjá ömmu var Viktoría Þorvaldsdóttir ✝ Viktoría Þor-valdsdóttir fæddist 23. apríl 1937 í Reykjavík. Útför hennar fór fram í Ríkissal Votta Jehóva í Reykjavík laugar- daginn 12. maí og var jarðsett í Stokkseyrarkirkju- garði. skúffa þar sem leynd- ust ótrúlegustu fjár- sjóðir og gat ég eytt mörgum klukkutím- um í að skoða allt sem þar var að finna og aldrei þreyttist amma á að svara spurning- um mínum um hvern einn og einasta hlut. Alltaf þegar ég kom austur til ömmu og afa fann ég ást og hlýju streyma frá ömmu og þeim báð- um, þannig að ég hlakkaði alltaf til að koma aftur þó að ég væri nýkomin frá þeim. Ég þakka fyrir það að amma mín skuli hafa getað verið viðstödd giftingu móður minnar í árslok 2006 en þá var hún strax orðin mjög veikburða. Ég þakka einnig fyrir að hafa getað átt með henni stund þremur vikum áður en hún lést því að ég gerði mér alls enga grein fyrir hversu alvarleg veikindi hennar voru. Elsku afi, mamma, Valdi, Villi, Gunnar, Bjarni og Signý, ég votta ykkur samúð mína á þessum erfiðu tímum. Viktoría Júlía Laxdal. Elsku Ingibjörg mín. Þessu er erfitt að kyngja, þú sem varst stálhraust og í blóma lífsins. Þér leið vel í Grundarlandi og hafðir nóg fyr- ir stafni. Við vorum góðar vinkonur og gerðum margt saman enda miklir nautnaseggir báðar tvær. Best und- um við okkur þegar við vorum bara tvær, þá sérstaklega í bíltúrum en þá var mikið hlegið. Skemmtilegast fannst þér að fara í Kringluna og Ingibjörg Lovísa Sæunn Jónsdóttir ✝ IngibjörgLovísa Sæunn Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvem- ber 1966. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 24. apríl síðastliðinn. og var útför hennar gerð frá Grens- áskirkju 4. maí. ekki þurfti að snúa upp á handlegginn á mér til þess að láta til leiðast. Einnig fórum við ófáar ferðirnar á kaffihús, í bíó, í sund, í heimsóknir og margt fleira skemmtilegt. Hláturrokur þínar voru svo smitandi og þeim fór fjölgandi hin síðari ár. Við nutum fé- lagsskaps hvor ann- arrar og mikið óskap- lega á ég eftir að sakna þín mikið, þá sérstaklega að fá ekki knúsið mitt þegar ég mæti á vaktina, svo fast að ég gat varla and- að en samt svo innilegt. Þú varst góð kona, eins og þú sagðir sjálf svo margoft við mig. Hittumst á Café Himnaríki þegar þar að kemur. Þín vinkona, Drífa (Gilla). Hörður Sævaldsson ✝ Hörður Sævaldsson fæddist íNeskaupstað í Norðfirði 7. febrúar 1934. Hann lést 6. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 15. apríl. Elsku Hörður, ég á bágt með að trúa því að þú sért farinn og komir ekki aftur. Mér fannst svo gaman að spjalla við þig og það var alltaf gott að vera í návist þinni. Ég fann alltaf fyr- ir hlýju frá þér og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér. Guð geymi þig. Þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir, Dagný Lind Jakobsdóttir. Sigurbjörg Guðmunds- dóttir ✝ Sigurbjörg Guðmundsdóttirfæddist 1. september 1918 í Sigluvík í Vestur-Landeyjum. Hún lést á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 15. maí sl. Útför Sigurbjargar fór fram frá Seltjarnarneskirkju mánudag- inn 21. maí sl. Nú er hún Bagga mín dáin. Senni- lega hvíldinni fegin. Hún var búin að vera svo veik síðustu mánuðina. Mér finnst samt skrítið að eiga ekki eftir að sjá hana aftur. Hún var alltaf svo létt í lundu þegar við hitt- umst og eljan ótrúleg. Þrátt fyrir sjónleysi heklaði hun fram á síðustu stundu og nýfætt barnabarn okkar á teppi eftir hana. Ég kynntist Böggu fyrst þegar ég kom í heimsókn og gisti heima hjá Steinu vinkonu minni dóttur hennar eftir að við höfðum verið saman á Húsmæðraskólanum Ósk árið 1960. Ég átti oft eftir að gista og koma að Ytri-Grund og það var eins og hún ætti í mér hvert bein frá fyrstu stund. Heimilið á Ytri-Grund var mannmargt og gestkvæmt þar. Fljótlega eftir að við kynntumst eignaðist hún yngsta son sinn Kjart- an sem varð ellistoð móður sinnar. Hún kom á heimili hans og Þóru konu hans og dætra þeirra eftir að Felix dó og naut þar góðs atlætis. Ég hitti hana líka oft hjá Steinu vinkonu minni sem hún dvaldi oft hjá um helgar. Bagga hafði ótrúlega græna fingur. Hún kom öllum plöntum til. Hún þurfti ekki nema stein úr ávöxtum til að fá stærðartré. Felix byggði sumarbústað í Grímsnesi á efri árum og átti hún þar margar góðar stundir með börnum sínum á seinni árum ævi sinnar. Ég vil þakka henni alla gæsku við mig og sendi öllum ástvinum hennar samúðar- kveðjur frá mér og Júlíusi. Guð geymi Sigurbjörgu Guð- mundsdóttur. Jóna K. Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.