Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 81
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi yfirlýsing frá Stefáni
Hjörleifssyni, framkvæmdastjóra
D3 miðla ehf.
MORGUNBLAÐIÐ hefur nú í
vikunni sem er að líða birt fram-
haldssögu um málefni Tónlist.is og
hagsmunasamtaka tónlistarhreyf-
ingarinnar. Tilefnið var tölvupóstur
sem á að hafa gengið milli ungra tón-
listarmanna í kjölfarið á vel heppn-
aðri opnun á nýs Tónlist.is vefjar.
Það hefur komið í ljós að þessir tölvu-
póstar virðast byggðir á misskilningi
og rangfærslum sem einfalt hefði
verið að leiðrétta hefðu menn bara
spurt.
Þrátt fyrir yfirlýsingar undirritaðs
og fleiri aðila, s.s. Eiríks Tóm-
assonar, lagaprófessors og fram-
kvæmdastjóra STEFs, þar sem Tón-
list var hreinsað af rógburði þessum,
sá Morgunblaðið ástæðu til að draga
að borðinu nokkra tónlistarmenn og
útgefendur sem eru með samning við
Tónlist.is um sölu á tónlist. Viðtöl
þessi eru uppfull af staðhæfingum
sem eiga ekki við rök að styðjast og
Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu
til að leita skýringa hjá forsvars-
mönnum Tónlist.is vegna þeirra. Ég
hef lítinn áhuga á að svara þeim á síð-
um Morgunblaðsins eða öðrum op-
inberum vettvangi enda virðist það
ekki standa til boða af hálfu Morg-
unblaðsins. Ég mun hins vegar glað-
ur leiðrétta allan misskilning gagn-
vart þessum aðilum sem eru að tjá
sig opinberlega við hvern og einn.
Leiði rannsókn á málefnum þessara
aðila eitthvað misjafnt í ljós verður
það að sjálfsögðu leiðrétt enda hefur
Tónlist.is gefið það út frá upphafi að
það vilja standa löglega að málum.
Það verður þó ekki hjá því komist
að leiðrétta almennan misskilning
sem komið hefur fram í fyrr-
greindum viðtölum opinberlega.
1. Því er haldið fram Tónlist.is hafi
verið veitt leyfi af hagsmuna-
samtökum til að selja úr gagna-
grunni sem upphaflega hafi átt að
vera líkt og bókasafn. Þetta er rangt.
Tónlist.is var stofnað af undirrit-
uðum árið 2002 í þeim tilgangi að
selja tónlist rafrænt og í því skyni
setti Tónlist.is upp gagnagrunn.
Starfsfólk Tónlist.is hefur í á fimmta
ár unnið að því að setja tónlist og við-
tækar upplýsingar um tónlistarfólk í
grunninn og nú eru til verðmætar
upplýsingar á stafrænu formi sem
hvergi voru til áður. Tónlist.is hefur
ekki þegið styrki frá hagsmuna-
samtökum en er hins vegar með
samning við Samtón, heildarsamtök
tónlistarhreyfingarinnar um skrán-
ingu á ákveðnum upplýsingum og
tónlistarskrám og þiggur fyrir það
greiðslur sem þó eru aðeins lítill hluti
af kostnaði við skráningu. Tónlist.is
hefur frá upphafi borið allan kostnað
af gagnagrunninum s.s. við uppsetn-
ingu, hýsingu og afritun. Samtónn
hefur hins vegar aðgang að þessum
grunni skv. fyrrgreindum samningi
og útgefendur geta fengið umsamin
gögn afhent úr grunninum sé þess
óskað. Tilgangurinn með þessu sam-
starfi var að ekki þótti ástæða til að
tvívinna ákveðnar upplýsingar og D3
því falið að skrá þær.
2. Því er einnig haldið fram að
Sena hafi sölsað undir sig Tónlist.is í
viðskiptalegum tilgangi. Þetta er al-
rangt enda er félagið sem undirrit-
aður stofnaði utan um Tónlist.is
ennþá rekstraraðili vefjarins. Ég hef
stýrt fyrirtækinu frá upphafi og for-
svarsmenn Senu hafa ekki komið þar
að málum.
3. Þá er því haldið fram að útgef-
enda sé ekki getið á síðunni svo að
það líti út fyrir að aðeins sé eitt út-
gáfufyrirtæki þarna inni. Þetta er
óskiljanleg athugasemd enda erum
við hjá Tónlist.is ákaflega stoltir af að
geta boðið upp á breitt vöruúrval frá
nokkur hundruð útgefendum,
stórum og smáum. Þessi ákvörðun
var tekin vegna þess að við töldum
það ekki skipta almenning máli hvað-
an tónlistin kæmi, heldur gæði henn-
ar. Við höfum þó tekið tillit til þess-
arar athugasemdar samstarfsaðila
okkar og nú birtist nafn útgefenda á
vefnum.
4. Í föstudagsblaðinu er fjallað um
gagnagrunn Tónlist.is. Þar er er við-
tal við tvo fagaðila sem telja að enn sé
eitthvað í land að skráning verði full-
nægjandi. Það er rétt. Hins vegar er
ekki við Tónlist.is að sakast þar, þar
sem um er að ræða viðbótarupplýs-
ingar sem Tónlist.is hefur bent á að
vanti í grunninn, t.d. um flytjendur.
Tónlist.is er hins vegar með
ákveðnar skyldur við skráningu, og
hefur staðið við þær að fullu.
Tónlist.is harmar að greiðslur
skulu ekki hafa borist til listamanna
en eins og fram hefur komið í yfirlýs-
ingum er ekki við Tónlist.is að sak-
ast. Þessi umræða virðist sem betur
fer hafa ýtt undir að greiðslur muni
berast fljótlega frá STEFi og Senu
og vonandi fylgja aðrir útgefendur í
kjölfarið. Ég efast ekki um að nokkr-
ir þeirra hafi nú þegar greitt sínum
listamönnum enda hafa þeir reglu-
lega fengið uppgjör og greiðslur frá
Tónlist.is.
Áhugi Morgunblaðsins
á málinu
Þáttur Morgunblaðsins í þessari
umfjöllun hefur verið athyglisverður.
Eins og áður segir hefur ekki verið
leitað skýringa hjá Tónlist.is á þess-
um rógburði fyrir utan skilmerkilegt
viðtal við undirritaðan í fyrsta kafla
sögunnar. Það var síðan fyrst eftir að
framhaldssagan hafði verið birt fjóra
daga í röð að undirritaður heyrði frá
blaðamanni Morgunblaðsins, þrátt
fyrir að hafa strax haft samband við
blaðið til að koma að leiðréttingum.
Blaðamaðurinn sagði að þessu máli
væri senn að ljúka af þeirra hálfu og
hann vantaði svör við tveimur spurn-
ingum. Ég veitti þau svör fúslega og
ég vonast til að þau birtist rétt í
blaðinu enda virtist enn einn róg-
burðurinn í uppsiglingu.
Blaðamaður Morgunblaðsins sá
sérstaka ástæðu til að taka það fram í
upphafi símtalsins að ekki væri um
neinar árásir á Tónlist.is að ræða
enda á Morgunblaðið í harðvítugri
samkeppni við D3 miðla ehf., rekstr-
araðila Tónlist.is. D3 rekur einnig
Vísir.is, samkeppnisaðila mbl.is sem
hefur undanfarnar vikur birt ómak-
legar samanburðarauglýsingar.
Morgunblaðið hefur verið ávítað af
Modernus, Samræmdri vefmælingu
fyrir að birta rangar upplýsingar
sem gerðar eru til þess að villa um
fyrir notendum og auglýsendum. Þá
hefur mbl.is í auknum mæli væri að
færa sig inn á dreifingu tónlistar á
Netinu í samkeppni við Tónlist.is.
Þessi athugasemd blaðamanns
Morgunblaðsins, sem hefur einnig
verið einn af lykilmönnum mbl.is
vakti mig til umhugsunar og skýrði
raunar margt af þessum óskiljanlega
áhuga Morgunblaðsins á þessu máli.
Það skýrði líka í mínum huga hvers
vegna Morgunblaðið sæi sérstaka
ástæðu að nefna móðurfélag D3, 365
hf., samkeppnisaðila Árvakurs á bak-
síðu Morgunblaðsins sl. miðvikudag
undir fyrirsögninni „Eigendur skulu
bera ábyrgðina“. Þar er vísað til
greiðslna sem ekki áttu hafa hafa
borist frá Tónlist.is en í sama blaði er
yfirlýsing frá Eiríki Tómassyni þar
sem hann lýsir því yfir að ábyrgðin sé
STEFs en ekki D3. Dæmi nú hver
fyrir sig.
Það hefur verið dapurlegt fyrir
undirritaðan að fylgjast með þessari
umræðu því einn helsti tilgangur
með stofnun Tónlist.is var að bjóða
löglegan valkost á Netinu til að lista-
menn fengju greitt fyrir hugverk sín.
Þar rann mér blóðið til skyldunnar
sem tónlistarmanni. Það hefur hins
vegar verið ánægjulegt að fylgjast
með árnaðaróskum notenda sem
streyma inn því notendur tónlist.is
eru í skýjunum með nýjan vef og
framtíðin er björt fyrir okkur, tón-
listamann og notendur í þessum efn-
um.
Ég vona að þessi leiðindamál séu
nú til lykta leidd og ef eitthvað er
óljóst bið ég listamenn um að hafa
samband beint við mig.
Virðingarfyllst,
Stefán Hjörleifsson,
framkvæmdastjóri D3 miðla ehf.,
rekstraraðila Tónlist.is.
Framhaldssagan
um Tónlist.is
Morgunblaðið/Ásdís
Stefán Hjörleifsson
ÍS
L
E
N
S
K
A
/
S
IA
.I
S
/
L
B
I
37
83
5
05
/2
00
7
3. UMFERÐ
Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn.
Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans.
LANDSBANKADEILD KVENNA
LANDSBANKADEILD KARLA
4. UMFERÐ
mán. 28. maí kl. 17:00 Fylkir – ÍA
mán. 28. maí kl. 19:15 Keflavík – HK
mán. 28. maí kl. 19:15 KR – Víkingur
mán. 28. maí kl. 19:15 Breiðablik – Valur
þri. 29. maí kl. 20:00 Fram – FH
sun. 3. júní kl. 16:00 Fjölnir – Þór/KA
mán. 4. júní kl. 19:15 Keflavík – ÍR
mán. 4. júní kl. 19:15 Breiðablik – Stjarnan
mán. 4. júní kl. 19:15 Fylkir – KR
www.yogaretreat.is
Hálfsdags námskeið
laugardaginn
16. júní
í Norræna húsinu, kl. 14.00 – 18.00
Leiðbeinendur eru
Swami Janakananda og Ma Sita
Upplýsingar og skráning:
Hugleiðsla, fyrirlestur, jóga og djúpslökun