Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 82
82 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Sam- bíóin og Selfossbíó Sjóræningjar Karíbahafsins: Á hjara ver- aldar (Pirates of the Caribbean: At World’s End)  Leikstjórn: Gore Verbinski. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Keira Knightley, Orlando Bloom, Geoffrey Rush o.fl. Bandaríkin, 168 mín. SJÓRÆNINGJAR Karíbahafsins eru mættir til leiks í þriðja sinn og enn lengist langavitleysan, en nýj- asta myndin er tæpir þrír tímar að lengd og drekkhlaðin af ævintýrum og tæknibrellum. Eins og fyrr spi- last ævintýrið út innan skemmti- legrar heimsmyndar, þar sem sið- menningin tekst á við hin villtu öfl sjóræningjamenningarinnar. En hér eru sjóræningjarnir góðu gæjarnir en fulltrúar heimsvaldasinnaðrar vestrænnar menningar eru illskan uppmáluð. Heimur þeirra Jack Sparrows og félaga er jafnframt laus í reipunum þegar kemur að mörkum lifenda og dauðra og ýmsum eðl- isfræðilegum lögmálum. Þannig sigla hetjurnar meðal annars fyrir endimörk alheimsins, sem er vit- anlega flatur eins og gömul sjóræn- ingjakort gefa til kynna og halda til heljar til þess að sækja Jack Spar- row. En því miður er ævintýrafram- vindan sem á sér stað innan þessa hugmyndaríka söguheims lítið ann- að en ruglingsleg steypa sem knúin er áfram af óðagoti fremur en sagna- gleði. Sagan fer frá einu bardaga- og tæknibrelluatriðinu til annars og þróun persónanna og söguþráðarins er troðið inn þar sem hún kemst fyr- ir í miklum flýti. Þannig sver sagan sig í ætt við uppruna sinn – rússi- bana í skemmtigarði sem gengur hring eftir hring. Hvorki Orlando Bloom né Keira Knightley ná að yf- irgnæfa skarkalann með fremur veikri og útlitsmeðvitaðri frammi- stöðu sinni, en Johnny Depp heldur sínu striki og vel það í hlutverki Jacks Sparrows. Aðrir leikarar, á borð við Geoffrey Rush og Bill Nighy gera sitt besta til að fóta sig í æðibunuganginum, og innkoma Keith Richards (innblásturs Depps að þróun Jack Sparrow persón- unnar), er aðeins í mýflugumynd. Frammistaða Depps er raunar það eina sem hægt er að festa hugann við í kvikmynd sem einkennist af viðvarandi athyglisbresti. Heiða Jóhannsdóttir Langavitleysan lengist Knightley og Depp „Frammistaða Depps er raunar það eina sem hægt er að festa hugann við í kvikmynd sem einkennist af viðvarandi athyglisbresti.“ HIN brjóstgóða Pamela Anderson hefur viðurkennt að strákarnir hennar tveir séu villtir. Hún á tvo syni, Brandon, tíu ára, og Dylan, níu ára, með fyrrverandi eiginmanni, sínum rokkaranum Tommy Lee. Hún segir þá vera nokkuð erfiða en þeir hafi svo sem aldrei átt möguleika á að verða góðir strákar vegna foreldra sinna. „Synir mínir eru óþægir en ef tekið er tillit til foreldra þeirra þá eru þeir ekki svo slæmir. Þó að þeir séu engir englar er mjög skemmti- legt að umgangast þá,“ sagði And- erson í viðtali nýlega og bætti við að ef hún ætti ekki drengina tvo vissi hún ekki hvar hún væri stödd í dag þar sem móðurhlutverkið hefði róað hana. Hún sagði nýlega að hún vildi barn í viðbót en ekki er langt síðan hún heimsótti munaðarleysingja- heimili í Rússlandi með það í huga að ættleiða. Anderson er nú í sam- bandi með ameríska ruðningskapp- anum David Binn og segir hann vera mjög barnelskan. Reuters Pamela á villta syni - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Fracture kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Condemned kl. 10 B.i. 14 ára Spider Man 3 kl. 4 (450 kr.) - 7 B.i. 10 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 4 (450 kr.) - 6 Pirates of the Carribean 3 kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9 - 11 B.i. 10 ára Pirates of the Carribean 3 kl. 1 - 5 - 9 LÚXUS Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Unknown kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Painted Veil kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 It’s a Boy Girl Thing kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 Spider Man 3 kl. 3 - 6 - 9 B.i. 10 ára FALIN ÁSÝND eee „Falin ásýnd er vönduð kvikmynd...“  H.J., MBL It’s a Boy Girl Thing kl. 1:30 - 3.45 - 5.50 Spider Man 3 kl. 2 - 5 - 8 - 10.50 B.i. 10 ára Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is 30.000 MANNS! eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett Hann reynir að komast úr nærbuxunum hennar... ekki í þær! ÞEIR ERU LOKAÐIR INN OG MUNA EKKI HVAÐ GERÐIST. ÞEIR TREYSTA ENGUM OG ÓTTAST ALLA. FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM LEIKURUM. eee F.G.G. - FBL eeee S.V. - MBL D.Ö.J. - Kvikmyndir.com og VBL M.M.J. - Kvikmyndir.com og VBL POWERS ÝNING Í DOLBY DIGITAL KL. 11 Í SMÁRA BÍÓI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.