Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 88

Morgunblaðið - 27.05.2007, Síða 88
SUNNUDAGUR 27. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 9 °C | Kaldast 1°C  Hægviðri og bjart- viðri víða um land. Líkur á skúrum, eink- um SA-lands. 3-10 stig yfir daginn. » 8 ÞETTA HELST» Ísland á tímamótum  Að mati nýs utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, stendur Ísland nú á tímamótum í ör- yggismálum. Hún segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nú skipti öllu að skilgreina stöðu og rödd landsins rétt og skynsamlega og takast á við það verkefni af alvöru og vandvirkni. Segist hún ekki hafa nein áform um að fjölga sendiráðum erlendis. » 1 Tekin vegna fjársvika  Lögreglan rannsakar nú grun um stórfelld fjársvik sem hálffertug kona er talin hafa stundað með stoln- um greiðslukortum. Fjárhæðin er á aðra milljón króna og er talið að hún hafi verið svikin út úr hraðbönkum. Konan er fædd árið 1972 og var sett í fangageymslu lögreglunnar aðfara- nótt laugardags. » 2 NATO-þingmenn á leiðinni  Ársfundur þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins, NATO, verður haldinn hér á landi dagana 5. til 9. október í haust. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi fundur er hald- inn hérlendis og sækja hann um eitt þúsund manns. Samtökin voru stofn- uð árið 1955 og eru samráðsvett- vangur þingmanna aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins. Á þinginu eiga sæti 248 þingmenn. » 4 Skoða verksmiðjukosti  SIGMUNDUR Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska og stjórn- armaður í Moltu ehf., segir norð- anmenn munu kanna fýsileika þess að reisa lífmassaverksmiðju á Eyja- fjarðarsvæðinu. Myndi verksmiðjan framleiða raforku úr metangasi úr lífrænum búfjárúrgangi. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Góður kostur Forystugreinar: Fjölskyldur og fíkniefni Ljósvaki: Kveikt á fimmtudeginum UMRÆÐAN» Lítil ríkisaðstoð við atvinnulíf á Íslandi Staðall gegn launamisrétti Réttindi erlendra starfsmanna Geir kyssir vöndinn Andfemínismi skaðsamur ... Skógrækt á Íslandi kælir loftið Vefjagigt er ekki hugsýki ATVINNA» TÓNLIST» Sigrún Vala syngur „Ekki gera neitt“. » 78 Gyrðir Elíasson rit- höfundur hefur ákveðið að hætta hjá Eddu útgáfu, en þar hefur hann verið í heil 23 ár. » 78 BÓKMENNTIR» Hættur hjá Eddu FÓLK» Kirsten Dunst leikstýrir sinni fyrstu mynd. » 80 KVIKMYNDIR» Paul Newman er hættur að leika í myndum. » 83 Heiða Jóhannsdóttir gefur nýjustu sjó- ræningjamyndinni aðeins tvær stjörn- ur, en segir Johnny Depp þó góðan. » 82 Lélegir sjó- ræningjar DÓMUR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Nauðgunarleikur fjarlægður 2. „Það er ekki allt í lagi“ 3. Emma Thompson hneykslar 4. Kristrún Heimisdóttir ráðin KLEPPUR, hið gamalgróna geð- sjúkrahús í Reykjavík, er hundrað ára í dag. Áratugum saman var það táknmynd þessara flóknu veikinda í augum almennings og margir sjúk- lingar áttu aldrei afturkvæmt eftir að hafa lagst þar inn. Á undan- förnum áratugum hefur hlutverk Klepps gjörbreyst og Hannes Pét- ursson, sviðsstjóri lækninga á geðsviði LSH, segir að Kleppur sé í dag fyrst og fremst endurhæfing- armiðstöð fyrir geðsjúka og þannig verði það í framtíðinni. Að vísu eru ennþá um sjötíu legu- sjúklingar á Kleppi en það er fólk sem ekki getur nýtt sér búsetuúr- ræði utan spítalans, a.m.k. ekki enn sem komið er. Hannes segir stefnt að því að legusjúklingar njóti fé- lagslegra búsetuúrræða í framtíð- inni en erfitt sé að setja markmið um fjölda eða tímaramma í því efni. Hannes segir engin áform um að loka Kleppi. „Við höfum Klepp eins lengi og við þurfum og á næstu árum verður lögð áhersla á að byggja þar upp öfluga og nútímalega endurhæfing- armiðstöð. Kleppur er snar þáttur í sögu geðlækninga á Íslandi og okkur þykir mikilvægt að halda nafninu enda þótt það hafi neikvæða merk- ingu í huga margra. Vonandi verð- ur þetta nýja hlutverk Klepps til þess fallið að vinda ofan af þeirri ímynd.“ | 10 Snar þáttur í sögu geðlækninga á Íslandi og enn með hlutverk Morgunblaðið/Sverrir Kleppsspítali fagnar aldarafmæli. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 29. maí. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, alla helgina. Senda má ábendingar um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Áskriftardeild Morg- unblaðsins verður opin í dag, sunnudag, kl. 8-15. Lokað verður annan í hvítasunnu. Skiptiborð Morgunblaðsins er lokað í dag. Skiptiborðið verð- ur opið á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 13-20. Sími Morgunblaðsins er 569- 1100. DÆMIGERT er að óhreinindi sjáist best í þurru og köldu veðri, og á Suður- landi er norðangarrinn ekki besti vinur bíla með tilheyrandi saltroki af hafi. Því er ráð að þrífa. Norðanáttin víkur hins vegar fyrir sunnanátt og vaxandi hita á morgun, annan í hvítasunnu, samkvæmt veðurspám. Morgunblaðið/Sverrir Hvítasunnuþvottur í garranum Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Á ÍSLENSKA þjóðkirkjan að leyfa hjónaband samkynhneigðra? er spurning sem séra Bjarni Karlsson spyr í meistararitgerð sem hann vinnur nú að við guðfræðideild Há- skóla Íslands en hann er í námsleyfi frá störfum sínum sem sóknarprest- ur í Laugarneskirkju. Hann svarar spurningunni játandi og færir fyrir því sterk rök. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir hann m.a. að kirkjan verði að vera öruggur staður og segja satt til að gegna hlutverki sínu sem þjóð- kirkja. „Þess vegna má ekki lengur skrifa kynlífssiðfræði í nafni krist- innar trúar út frá stjórnunarsjónar- miðum. Tíðarandinn er að breytast og guðfræðin þarf að breytast með og svara nýjum spurningum sem snúa fremur að inntaki samskipta en formi þeirra,“ segir Bjarni sem hefði viljað sjá kirkjuna hafa meira frum- kvæði. „Við verðum að taka þetta skref, að leyfa hjónaband samkyn- hneigðra. Gagnkynhneigðarhyggj- an, sem skilgreinir heilu hópana til hliðar við samfélagið, er búin að kosta svo mörg mannslíf, fórnir og þjáningu. Karlaveldiskerfið er út- breiddasta valdakerfi veraldarinnar og þegar dýpst er skoðað er það rek- ið áfram af óttanum við dauðann. Það er ekki til erfiðari óvinur. Krist- in hefð á allt það sem svarar þessu. Þess vegna er það svo mikil fölsun þegar menn leyfa sér að tengja þvingandi hugmyndir sem niður- lægja fólk og gera manneskjur fram- andi hverja annarri við trúarsetning- ar kirkjunnar.“ | 36 Kirkjan þarf að breytast Varpað er fram þeirri spurningu hvort þjóðkirkjan eigi að leyfa hjónaband sam- kynhneigðra í meistararitgerð við guðfræðideild Háskólans og svarað játandi Morgunblaðið/G.Rúnar Hjónaband Séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Í HNOTSKURN » Tíðarandinn er að breyt-ast og guðfræðin þarf að breytast með og svara nýjum spurningum. »Við verðum að taka þettaskref, að leyfa hjónaband samkynhneigðra. »Karlaveldiskerfið er út-breiddasta valdakerfi ver- aldarinnar og þegar dýpst er skoðað er það er rekið áfram af óttanum við dauðann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.