Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 291. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Á HJÓLUM FJALLABÖK, FLJÓT OG HEIÐAR ERU ENGIN HINDRUN FYRIR ÖLDU >> 22 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Á TÍMABILINU frá 31. desember 1997 til sama tíma árið 2006 hefur fjöldi barna á aldrinum 0-15 ára í Reykjavík nánast staðið í stað. Í árslok 1997 voru samtals 23.037 börn í borginni, þar af 10.179 börn á aldrinum 0-5 ára og 12.858 á aldrinum 6-15 ára. Í árslok 2006 voru samtals 23.169 börn í Reykjavík, þar af 9.572 börn á aldrinum 0-5 ára og 13.597 á aldrinum 6-15 ára. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr tölum Hagstofu Ís- lands. Til samanburðar má nefna að á sama tíma hefur fjölgun barna á aldrinum 0-15 ára í Kópavogi verið rétt tæplega 29,4%. Þannig bjuggu í árslok 1997 samtals 4.698 börn í Kópavogi, þar af 1.984 börn á aldrinum 0-5 ára og 2.714 á aldrinum 6-15 ára. Í árslok 2006 voru börn í Kópavogi hins vegar sam- tals 6.079, þar af 2.522 börn á aldrinum 0-5 ára og 3.557 á aldrinum 6-15 ára. Séu tölurnar greindar eftir hverfum Reykjavíkurborgar má sjá nokkra breyt- ingu milli ára. Þannig má sjá að börnum á aldrinum 0-16 ára fækkar í Vesturbænum á milli ára úr 3.409 árið 1997 í 3.218 árið 2006, í Austurbænum, Norðurmýri og Hlíðum (þ.e. póstnúmerinu 105) fækkar börnum úr 3.109 í 2.945, í Breiðholti fækkar þeim úr 5.275 í 4.471 og í Grafarvogi fækkar þeim úr 4.942 í 4.872. Engin börn eru skráð í Grafarholti ár- ið 1997 enda hverfið ekki komið í byggingu. Í árslok 2006 voru hins vegar skráð 1.333 börn á aldrinum 0-15 ára í hverfinu. Hlutfall nemenda er 13% Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg er hlutfall nemenda af íbúafjölda í Reykjavík 13%. Þessi tala er samt breytileg eftir hverfum, hún rokkar allt frá því að vera lægst 7% í Austurbæjarskóla og hæst 23% í Borgaskóla. Á vef Reykjavíkurborgar má nálgast spá um nemendafjölda næstu 5 árin í 35 grunnskólum borgarinnar. Þar má sjá að alls er reiknað með fjölgun grunnskólanem- enda í 10 skólum, en fækkun nemenda í 15 skólum. Grandaskóli er einn þeirra skóla þar sem gert er ráð fyrir fækkun nemenda á næstu árum. Í dag eru 304 börn í skólanum, en því er spáð að árið 2011 verði þau 287. Þegar mest var árið 1996 voru 486 börn í skólanum. Að sögn Ingu Sigurðardóttur, aðstoðar- skólastjóra Grandaskóla, er skýringanna á þessari þróun að leita í því að þegar skólinn tók til starfa árið 1986 var hverfið frekar ungt og enn í uppbyggingu. Lítil endurnýjun hafi orðið meðal íbúa, þar sem fólk ílengist í hverfinu, sem skýri það að börnum fækkar við skólann. „Það eru einfaldlega færri börn sem búa í hverfinu.“ Hvar eru börnin? Fjöldi barna í borginni hefur staðið í stað sl. 9 ár Morgunblaðið/Ásdís Börn að leik Í þeim felst sjálf framtíðin. HUGSANLEGT er að stuðst verði við fyrsta aðal- skipulag Akureyrar, frá 1926, þegar byggð verður skipulögð á svæðinu þar sem íþróttavöllur bæjarins er nú, undir klöppunum í miðjum bænum. Það var Guðjón Samúelsson sem gerði þetta fyrsta aðalskipu- lag bæjarins, en samkvæmt því yrðu lágreist íbúðarhús á svæðinu, í samræmi við byggðina sem fyrir er á Eyrinni. Bæjarstjórn ákvað fyr- ir nokkrum misserum að leggja Akureyrarvöll niður og þróunar- félagið Þyrping hefur sóst eftir því að byggja Hagkaupsverslun á svæðinu, en ekki eru líkur á að slík bygging verði að veruleika. Sigrún Björk Jakobsdóttir segir að bærinn hafi í raun aldrei léð máls á því; þreifingar hafi átt sér stað en aldrei alvarlegar viðræður. „Nú eru uppi hugmyndir um lágreista íbúðabyggð og garð. Maður hefur heyrt kröfur, skiljanlega, um að þarna verði grænt svæði og samkomu- staður sem hægt væri að nota þegar Ráðhústorgið dugar ekki.“ | 20 Skipulag frá 1926? Leikhúsin í landinu Öll leikhúsin á einum stað. >> 48 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TILFINNANLEGUR skortur er á sérfræðingum á sviði orkurann- sókna hér á landi, að sögn Ólafs G. Flóvenz, forstjóra Íslenskra orku- rannsókna (ÍSOR). „Aðalvandamálið undanfarið hefur verið að fjármálageirinn hef- ur sogað til sín svo mikið af raun- greinafólki,“ sagði Ólafur. Það er ekki síður verkfræðin en jarðvís- indin sem hafa séð á eftir sérfræð- ingum yfir í fjármálafyrirtækin, að sögn Ólafs. Hann sagði að í fjár- málaheiminum væru menn að horfa á allt annað launakerfi og kjör en bjóðast í jarðvísindum eða verkfræði. Hjá ÍSOR starfa nú um 80 manns, flestir sérfræðingar. Ólafur sagði að þar skorti nú starfsfólk með ákveðna sérmenntun. „Það er kannski fyrst og fremst á þeim sviðum sem við höfum verið að missa fólk inn í bankageirann,“ sagði Ólafur og nefndi að þeir hafi t.d. misst sérfræðinga á sviði jarð- eðlisfræði og forðafræði. En hvað gerir slíka sérfræðinga eftirsókn- arverða í fjármálaheiminum? „Allir sem kunna að reikna virðast vera eftirsóttir í banka,“ sagði Ólafur. Möguleiki að ráða erlent fólk Þrátt fyrir skort á sérfræðingum og að ekki séu svo ýkja margir námsmenn að mennta sig í þeim fræðigreinum sem eru undirstaða jarðfræðirannsókna og orkurann- sókna kvaðst Ólafur líta það sem jákvætt tækifæri taki útrás á sviði jarðhitanýtingar flugið. Menn verði aðeins að gæta þess að bregðast af ábyrgð við stóraukinni eftirspurn eftir sérhæfðu starfsfólki. Í því sambandi nefndi Ólafur nauðsyn þess að þjálfa upp nýtt fólk og eins þann möguleika að sækja starfsfólk til annarra landa. Það gæti vel gengið ef þetta fólk fengi að starfa undir stjórn færustu sérfræðinga og margfaldaði þannig afköst þeirra. Hins vegar muni það ekki ganga að slást um þá fáu sérfræð- inga sem við eigum eða ætla sér að láta þá vinna öll störfin. Nú er fólk frá ÍSOR við störf í Djibouti í Afríku en undanfarna mánuði hafa starfsmenn ÍSOR starfað í Þýskalandi, Ungverja- landi, Níkaragva og Gvadelúp. Í Níkaragva var verið að vinna fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ólafur taldi að auðveldlega mætti afla ÍSOR fleiri verkefna erlendis, en það væri ekki gert því ekki væri mannafli til að sinna fleiri verkefn- um. Missa fólkið í bankana Í HNOTSKURN »Íslenskar orkurannsóknir(ÍSOR) eru ríkisstofnun sem vinnur að rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. »ÍSOR hefur tekið þátt íútrásinni og er nú í verk- efnum erlendis, mest í gegn- um íslensk útrásarfyrirtæki á borð við Enex, Enex-Kína og Orkuveitu Reykjavíkur.  Forstjóri ÍSOR segir fjármálageirann hafa sogað til sín mikið af raungreina- fólki  Skortur á sérhæfðu starfsfólki stendur orkurannsóknum fyrir þrifum FEIKNAMIKIL stemmning var í Vesturbæjarlauginni í gærkvöldi í til- efni kvennafrídagsins þar sem konur á öllum aldri hittust til að syngja í sturtunni og ræða jafnréttismál í pottinum. Um leið notaði ÍTR tækifærið til að leita eftir viðhorfum kvenna til þjónustunnar og vildi athuga með hvaða hætti sundlaugarnar gætu lag- að þjónustu sína að óskum þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Kátt í kvennasundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.