Morgunblaðið - 25.10.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 33
MINNINGAR
✝ Óskar B. Bjarna-son fæddist við
Rauðarárstíginn í
Reykjavík 8. febrúar
1912. Hann andaðist
á hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík 12. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Bjarni Bernharðs-
son frá Fljótshólum í
Flóa, bóndi á
Brekku og Eyvind-
arstöðum á Álftanesi
og verkamaður í
Hafnarfirði, f. 12.7. 1879, d. 13.7.
1923, og kona hans Ragnhildur
Höskuldsdóttir húsfreyja frá Stóra
Klofa í Landsveit, f. 20.1. 1880, d.
5.3. 1953. Óskar var elstur af 7
systkinum. Hin eru: Ragnar, raf-
virki í Reykjavík, f. 6.7. 1913, d.
13.7. 2006, Arndís, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík, f. 2.1. 1915,
d. 11.7. 2005, Bjarni, lengst af
starfsmaður KÁ á Selfossi, f. 25.5.
1916, d. 4.10. 1990, Róbert, verk-
stjóri hjá Eimskipi, f. 31.10. 1917, d.
23.7.2007, búsettur í Reykjavík,
Ólafur, f. 13.5. 1920, d. 2.3. 1935, og
Guðmundur Bjarni, f. 22.3. 1923, d.
18.4. 1926.
Þegar Óskar var á fyrsta árinu
fluttu foreldrar hans frá Reykjavík
á Álftanesið, þar sem þau bjuggu
frá 1912-1916, en þá fluttu þau til
Hafnarfjarðar. Frá Hafnarfirði fór
fjölskyldan austur í Flóa vorið
1918. Bjarni stundaði sjómennsku
og verkamannavinnu á Stokkseyri
og frá vorinu 1922 vann hann við
Flóaáveituna. Hann lést úr lungna-
bólgu 1923, 44 ára. Ekkja hans,
Ragnhildur, átti síðan heima á
Eyrarbakka þar til hún flutti til
Reykjavíkur vorið 1928. Frá sex
Hulda Ragnhildur og Vilhjálmur
Yngvi. b) Björg, grafískur teiknari,
f. 18.1. 1965, gift Ólafi Tryggva
Magnússyni, f. 13.12. 1960, þau
eiga þrjú börn, Vilhjálm, Magnús
og Sigurbjörgu Ástu. 3) Guðrún
lyfjafræðingur, f. 7.4. 1944, gift
Jóni R. Sveinssyni lyfjafræðingi, f.
14.6. 1942. Þau eiga þrjú börn, þau
eru: a) Gunnhildur Una, myndlist-
armaður og kennari, f. 2.11. 1972,
gift Hilmari Bjarnasyni, myndlist-
armanni og kennara, f. 6.1. 1965.
Þeirra börn eru Guðrún og Jón
Emil. b) Sveinn Rúnar tölvunar-
fræðingur, f. 15.3. 1974. c) Þor-
björg myndlistarnemi, f. 4.5. 1979.
Óskar var í Gaulverjabæjar-
barnaskóla frá tíu ára aldri og
stundaði síðan nám við Flensborg í
Hafnarfirði en mikill hvatamaður
að því var Sólmundur Einarsson,
kennari og bóndi á Arnarhóli. Ósk-
ar lauk stúdentsprófi frá MR 1933
og cand.Polyt.-prófi í efnaverk-
fræði frá verkfræðingaskólanum
Polyteknisk Læreanstalt í Kaup-
mannahöfn í janúar 1939. Hann
dvaldi við rannsóknir á fiskiolíum
við háskólann í Liverpool á Eng-
landi 1942-1943 með styrk frá Brit-
ish Counsel.
Óskar var verkfræðingur hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins á Sól-
bakka í Önundarfirði, á Siglufirði
og á Raufarhöfn sumrin 1939-1943
og jafnframt sérfræðingur við iðn-
aðardeild atvinnudeildar Háskóla
Íslands 1945-1961, hann var deild-
arstjóri 1961-1965 og deildarverk-
fræðingur í Rannsóknastofnun iðn-
aðarins 1965-1976. Hann var
stundakennari í verklegri efna-
fræði við Háskóla Íslands, í lyfja-
fræði lyfsala 1959-1972, í lækna-
deild 1972-1973 og í verkfræði- og
náttúrufræðideild 1969-1971 og
1975.
Útför Óskars fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
ára aldri ólst Óskar
upp hjá fósturfor-
eldrum, þeim Stein-
unni Magnúsdóttur
og Tómasi Guð-
mundssyni í Efri-
Gegnishólum í Flóa.
Óskar kynntist eig-
inkonu sinni, Sigur-
björgu Emilsdóttur, í
Kaupmannahöfn. Þau
giftu sig í Reykjavík
30.9. 1942. Sigur-
björg, f. 6.4. 1912, d.
11.3. 2001, er dóttir
Emils Tómassonar
búfræðings, f. 1881, d. 1967, frá
Hraukbæjarkoti í Eyjafirði og konu
hans, Hildar Þuríðar Bóasdóttur
frá Stuðlum, f. 1886, d. 1933. Emil
og Hildur bjuggu í um 3 ár á Borg í
Skriðdal en síðan á óðali Bóasar-
ættarinnar, Stuðlum í Reyðarfirði.
Óskar og Sigurbjörg eignuðust
þrjár dætur. Þær eru: 1) Ragnhild-
ur (Róska) myndlistarmaður, f.
31.10. 1940, d. 13.3. 1996, var gift
Gylfa Reykdal, grafískum teiknara,
látinn. Sonur þeirra er Höskuldur
Harri, grafískur teiknari, f. 18.10.
1963, kvæntur Önnu Birnu Ragn-
arsdóttur hómópata, f. 21.2. 1966.
Börn þeirra eru Eva Lind, Nína og
Óskar. Höskuldur Harri er fóstur-
sonur Óskars og Sigurbjargar.
Seinni maður Ragnhildar var Man-
rico Pavolettoni, d. 1997. 2) Borg-
hildur, myndlistarmaður, f. 11.8.
1942, gift Vilhjálmi Hjálmarssyni
arkitekt, f. 29.6. 1938. Þau eiga
tvær dætur: a) Ósk, myndlistar-
maður og leiðsögumaður, f. 8.10.
1962, var gift Indriða Benedikts-
syni líffræðingi, dóttir þeirra er
Borghildur. Seinni maður Óskar er
Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður,
f. 10.12. 1958. Þeirra börn eru
Tengdafaðir minn Óskar B.
Bjarnason, er látinn í hárri elli.
Hann andaðist á elliheimilinu Grund
eftir tæplega ársdvöl þar. Áður hafði
hann búið einn í íbúð sinni að Hörða-
landi eftir að Sigurbjörg Emilsdóttir
kona hans lést árið 2001. Óskar var
lengst af heilsuhraustur maður og
stundaði ávallt heilbrigt líferni.
Hann var duglegur að fara í göngu-
ferðir og gekk á hverjum degi. Leið
eiginlega hálfilla ef hann komst ekki
út að ganga. Ekki líkaði honum vel
ef einhver sagði „fór út að labba“, en
Óskar var unnandi íslenskrar tungu
og hafði næma máltilfinningu. Ýms-
ar enskuslettur voru honum ekki að
skapi, eins og til dæmis „þakka þér“
sem sumir ofnota. En eins og Óskar
sagði eru þetta áhrif frá ensku orð-
unum „thank you“. Málverndun
þessi minnti mig á gamlan íslensku-
kennara minn úr MR, Magnús Finn-
bogason. Fannst mér þeir oft nokk-
uð líkir í skapi og háttum en Óskar
og Magnús voru systkinasynir.
Gaman var að aka með Óskari um
landið, því hann hafði ferðast mikið
og kunni örnefni á mörgum stöðum.
Hann hafði gengið um ótal fjöll og
var vel að sér í náttúru Íslands.
Óskar var svo lánsamur að eiga
einstaka konu sem hugsaði vel um
sína fjölskyldu af ástúð og fórnfýsi.
Jón R. Sveinsson.
Við hittumst um daginn með
Siggu presti heima hjá afa og ömmu.
Nú eru þau bæði dáin, amma fyrir
nokkrum árum, afi fyrir nokkrum
dögum. Ég hef ekki komið oft í
Hörðaland undanfarin ár. Afi var oft
í mat hjá mömmu og við hittumst
frekar þar. Það var líka svoldið sárt
að sjá stólinn hennar ömmu við eld-
húsgluggann, með kringlóttri ullar-
sessu en engri ömmu. Allt annað var
óbreytt, myndirnar af fjölskyldunni
þöktu veggina kringum eldhúsborð-
ið, hveiti, sykur og smjörlíkisbréf
gáfu fyrirheit um hjónabandssælu
og mjólkurglas.
Þegar ég var lítil og við bjuggum á
Hornafirði komu afi og amma alltaf
til okkar á jólunum. Mamma og
pabbi höfðu meira en nóg að gera í
apótekinu, að selja höfuðverkjatöfl-
ur og ilmvötn og Sibba amma tók sér
stöðu í eldhúsinu. Afi hinsvegar hóf
sína daglegu gönguferð um þorpið.
Hann gekk þá inn Kirkjubrautina og
mamma vinkonu minnar, sem þar
bjó, sagði að það hefði verið tryggur
fyrirboði jólanna, að sjá Óskar afa
ganga framhjá. Alltaf á sama tíma, á
hverjum degi og án orða. Kannski er
þetta eins og ég man afa best frá
æsku minni. Alltaf til staðar, aðeins
til hliðar við kjaftaganginn í eldhús-
inu, þögulan og annað hvort á leið-
inni í eða nýkominn úr gönguferð.
Seinna kynntist ég afa meira í
gegnum orðin. Í menntaskóla upp-
götvaði ég að ég gat leitað til hans og
fengið nákvæm svör með réttum ár-
tölum sem dugðu á prófum. Sumt
sem hann vissi var ekki beinlínis inn-
an minnar þekkingar, eins og þegar
hann spurði bróður minn út í efna-
fræðinámið og þeir töluðu um að
títra, eða eitthvað þessháttar. Svo
kunni hann rússnesku og var með
ættfræði flestra hreppa á hreinu.
Frekar flottur afi, klár og sigldur.
Hafði komið til allra mögulegra
landa og ræddi við mig um San
Francisco og Pittsburgh þegar ég
var að velja skóla fyrir mastersnám-
ið mitt.
Síðustu árin varð afi allt í einu
gamall. Öldrunarlæknir spurði
hvort hann fyndi fyrir ellinni og
hann jánkaði að það hefði gerst
svona uppúr níræðu.
Afi var orðinn órólegur heima í
Hörðalandi. Hann hélt áfram að fara
í gönguferðir og lærði að elda hafra-
graut eftir að amma dó. En smám
saman mundi hann verr eftir nútím-
anum og var feikna pirraður yfir því.
Hann vildi helst hafa mömmu og
Borghildi hjá sér alltaf. Í Hörða-
landi. Hann hafði daglega rútínu en
stundum ruglaðist hann á nóttu og
degi, þegar dagsbirtan gaf ekkert
uppi um tíma sólarhringsins. Um
jólin síðustu fór hann á Grund og
kom aldrei aftur til að búa í Hörða-
landi. Við skiptumst á að heimsækja
hann og fara í gönguferðir, en með
tímanum rýrnaði hann og orðin hans
fáu urðu varla nein. Dauðinn kom
svo til hans, ákaflega fallega. Ég hef
hugsað svo mikið um fæðingar síð-
asta árið og lært hvernig við getum
treyst líkamanum til að sjá um þetta
ferli frekar en að reyna að stjórna
því með inngripum og tækni. Þessi
hugsun kom til mín þegar ég sá afa
rétt fyrir dauðann. Líkaminn veit
hvað á að gera næst. Okkar er að
treysta og leyfa þessari ferð milli til-
verustiga að gerast á sem eðlileg-
astan hátt.
Gunnhildur Una Jónsdóttir.
Ætli það segi ekki eitthvað um
skapgerð Óskars B. Bjarnasonar að
aldrei, á þeim rúmum tuttugu árum
sem við þekktumst, var rætt um
langa og farsæla starfsævi hans.
Hann vildi frekar rifja upp örnefni,
tala um ferðalög – innanlands og ut-
an, ættfræði eða jafnvel stjörnu-
fræði ef það var heiðskírt og
stjörnubjart. Mig grunar að honum
hafi ekki þótt viðeigandi að tala um
eigin afrek og ágæti. Í raun þurfti
heldur ekki að hafa um það mörg
orð. Það nægði að koma inn á heimili
hans og Sigurbjargar konu hans,
blessuð sé minning hennar, til þess
að átta sig á að Óskar var maður
hugmyndanna – hugsjónamaður
með ríka og djúpa réttlætiskennd.
Bækur og myndlist voru þar í fyrsta,
öðru og þriðja sæti.
Jóhannes úr Kötlum orti fyrir
hönd kynslóðar:
Mitt fólk! Mitt fólk! Mitt upphaf, endir, von!
Í ást, í ást þú kallar heim þinn son
og allar sýnir, alla drauma hans,
– ert athvarf, gleði og stolt þíns smæsta
manns.
… Og hvert eitt handtak, hvert eitt fótspor
þitt
er hugsjón mín, er söngvaefni mitt.
Mitt fólk! Mitt fólk! Ég býð þér hug og hönd
til hjálpar, er þú slítur loks þín bönd.
Í þínum, þínum vilja er máttur minn,
Minn máttur er að stæla vilja þinn,
Og sérhver, sérhver hræring hjarta míns
er helguð lokasigri frelsis þíns.
Fólkið hans Óskars var alþýðu-
fólk úr Flóanum og Landsveitinni og
þar hafa hugsjónir hans átt rætur.
Óskar var af kynslóð sem kynntist
hungri og sárri fátækt af eigin raun
og leyfði sér að spyrja: Því ekki
frelsi, jafnrétti og bræðralag? Og
því ekki að nota þá skynsemi sem al-
mættið gaf okkur til þess að láta
hugsjónirnar verða að veruleika.
Óskar naut sín á fjöllum og í ferða-
lögum. Hann var léttur á fæti og fót-
viss alveg fram á síðustu ár.
Ég man ekki betur en að hann hafi
verið kominn vel yfir nírætt þegar
hann gekk að Strútslaug ásamt
barnabarnabörnum. Virðingu fyrir
landinu og náttúrunni innrætti hann
öllu sínu fólki og að því búum við alla
tíð. Síðustu mánuðirnir voru Óskari
erfiðir. Það átti illa við hann að vera
farinn að heilsu og upplifa hvernig
stálminnið sem einkenndi hann alla
tíð var farið að klikka og finna að
hugsunin var ekki jafn skýr og skörp
og áður.
Aftur getur Jóhannes úr Kötlum
talað fyrir hans hönd:
Ég er einn, ég er einn,
– sál mín allslaus og hljóð.
Langt frá upprunans æð
þjáist eirðarlaust blóð.
Hvar er vængur þinn, vor?
Kannski verð ég of seinn,
kannski dey ég í dag,
kannski dey ég hér einn.
Ég vil heim – ég vil heim
yfir hyldjúpan sæ,
– heim í dálítinn bæ.
Hver vill bera mig blítt
um hinn bláheiða geim?
Ó, þú blíðasti blær!
Vilt þú bera mig heim?
Allt er ljóð – allt er ljóð,
þar sem lynghríslan grær,
þar sem víðirinn vex,
þar sem vorperlan hlær.
– Þar sem afi minn bjó,
þar sem amma mín dó,
undir heiðinni há,
vil ég hvíla í ró …
Þrátt fyrir heilsuleysið lifnaði allt-
af yfir Óskari þegar fólkið hans kom
í heimsókn. Jafnvel á endasprettin-
um, þegar hann var hættur að geta
tjáð sig auðveldlega, skein áhuginn,
forvitnin og væntumþykjan úr aug-
unum og smitaðist gegnum handa-
takið þegar barnabarnabörnin komu
í heimsókn.
Þar glitti enn í gamla hugsjóna-
manninn, trúan kærleikanum og
með von í brjósti.
Blessuð sé minning Óskars B.
Bjarnasonar.
Ólafur Tryggvi Magnússon.
Óskar B. Bjarnason
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
REYNIR GUÐJÓNSSON,
Hlíðargötu 20,
Fáskrúðsfirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum mánudaginn
22. október.
Útför hans fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju
laugardaginn 27. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Lára Hjartardóttir,
börn og fjölskyldur.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LILJA INGIMARSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 20. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn
29. október kl. 14.
Auðbjörg Díana Árnadóttir, Jón Hermannsson,
Ingimundur Árnason, Jónína Þórarinsdóttir,
Ingvi Jens Árnason, Ása Helga Halldórsdóttir,
Ingimar Arndal Árnason, Dace Rumba,
Rakel Árnadóttir, Bjarni Vestmann
og ömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRIR GUNNARSSON
plötu- og ketilsmiður,
Heiðarvegi 3,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn
22. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gunnar Hafsteinn Þórisson, Loftveig Kristín Kristjánsdóttir,
Jón Þórisson,
Gunnar Þórisson, Vilborg Þorgeirsdóttir,
Þórir Már Þórisson,
Steinþór Ingi Þórisson,
Árni Óli Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR HELGASON
bifreiðastjóri,
Lundi,
Skagaströnd,
sem lést föstudaginn 19. október á Heilbrigðis-
stofnuninni Blönduósi, verður jarðsunginn frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn
27. október kl. 11.00.
Helgi Gunnarsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir,
Eygló K. Gunnarsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Unnur I. Gunnarsdóttir, Vilmar Þór Kristinsson,
barnabörn og langafabörn.