Morgunblaðið - 25.10.2007, Page 34

Morgunblaðið - 25.10.2007, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bernard JohnScudder fæddist í Kantaraborg í Eng- landi 29. ágúst 1954. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 15. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jo- an Mary Cooke, f. 1926, d. 2005, og William Frederick Scudder, f. 1924, d. 1969. Systir Bern- ards er Marilyn Elizabeth, f. 1951. Maður hennar er William John Butler, f. 1953. Dóttir Marilyn af fyrra hjónabandi er Jo- Anne, f. 1978. Maður hennar er Craig Kevin Purchase, f. 1979. Dóttir þeirra er Lily Juliette, f. 2007. Árið 1980 hóf Bernard Scudder sambúð með Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur, f. 18.11. 1954, dóttur Jóhönnu Pétursdóttur, f. 1921, og Eiríks Hreins Finnbogasonar, f. 1922, d. 2006. Bernard og Sigrún eiga tvær dætur, Hrafnhildi Ýri, f. þýddi meðal annars Grafarþögn, Kleifarvatn, Mýrina og Röddina eftir Arnald Indriðason, Eftirmála regndropanna og Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Svaninn eftir Guðberg Bergsson, Fyrirgefningu syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson og Brota- höfuð eftir Þórarin Eldjárn. Hann þýddi Egils sögu og Grettis sögu og Völuspá og átti sæti í ritnefnd sem annaðist útgáfu The Complete Sag- as of the Icelanders. Hann skrifaði bókina Iceland: Life and Nature on a North Atlantic Island (1991) og þýddi ýmsar bækur um íslenska listamenn og Ísland. Þá þýddi hann ljóð eftir fjölmörg íslensk skáld, allt frá Agli Skallagrímssyni og Bjarna Gizurarsyni til nútíma- skálda, Matthíasar Johannessen og yngri höfunda. Ljóðaþýðingar eftir Bernard Scudder er m.a. að finna í Brushstrokes of Blue (1994) Voices from across the Water (1997) Cold was that Beauty … (2002) og Fire & Ice: Nine poets from Scandinavia and the North (2004). Árið 1996 kom út ljóðabókin Composures með ljóðum eftir hann. Útför Bernards verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 6.7. 1983, og Eyrúnu Hönnu, f. 13.1. 1987. Sonur Hrafnhildar og Eiðs Ágústs Egils- sonar, f. 25.10. 1984, er Valur Kári, f. 15.5. 2007. Báðar dætur Bernards og Sigrún- ar leggja stund á há- skólanám í Englandi. Bernard ólst upp í Kantaraborg og lauk B.A.-prófi í enskum bókmenntum frá há- skólanum í York 1976. Hann kom til Ís- lands 1977 og lauk prófi í íslensku fyrir erlenda stúdenta árið 1979. Bernard kenndi ensku í Náms- flokkum Reykjavíkur fyrstu árin eftir að hann lauk námi og starfaði sem blaðamaður og ritstjóri hjá Iceland Review um árabil. Árið 1995 stofnaði hann sitt eigið fyr- irtæki, Orðalag ehf, og rak þýðing- arþjónustu til dauðadags. Árið 2003 hóf hann störf sem þýðandi Seðlabanka Íslands. Eftir Bernard Scudder liggur fjölbreytt safn þýðinga. Hann Það hefur verið Íslandi gæfa að eignast hóp kjörsona og -dætra sem hafa tekið að sér íslenska menningu, auðgað hana og útbreitt. Einn þess- ara var mágur okkar og svili, Bern- ard Scudder. 23 ára gamall kom Bernard til Ís- lands knúinn áhuga á íslensku máli og bókmenntum. Upp frá því varð Ís- land, íslensk menning og málefni við- fangsefni hans. Það var bjart yfir Sigrúnu Ástríði systur minni og mágkonu þegar hún kynnti okkur fyrir kærastanum enska, sem óþarft var að ávarpa á ensku því þrátt fyrir stutta dvöl var hann altalandi á íslensku og það án lýta eða hreims. Svo gott varð vald Bernards á íslensku máli og orðaforði breiður að hverjum innfæddum Ís- lendingi hefði verið sómi að. En vald Bernards á enskri tungu var ekki minna. Hans næma tilfinn- ing fyrir blæbrigðum orða, hugtökum og orðanotkun beggja tungumála gerði hann að yfirburðaþýðanda hvort sem var úr fornu máli eða nýju. Og hann kom víða við. Viðskiptalífið naut hæfileika hans, ýmsum forystu- mönnum okkar skóp hann mælsku og vandað mál í ræðum á erlendum vett- vangi og málefni stofnana urðu lif- andi í enskum þýðingum Bernards. Mest afrek sín vann hann þó með þýðingum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. Erfitt er að gera upp á milli þeirra verka enda eiga þau hvert sitt mikilvægi og hverju voru gerð skil með sínum rétta hætti. Þýðing Egilssögu og kvæða Egils, Sonatorreks og Höfuðlausnar, hlýtur þó að teljast með fremstu verkum Bernards ef ekki fremstu þýðingum íslenskra bókmennta. Líklega stóð Bernard styrkustum fótum í ljóða- þýðingum enda sjálfur skáld, sem skildi ljóðmálið. Bernard féll strax vel inn í fjöl- skyldu okkar enda á svipaðri bylgju- lengd og flestir sem þar voru fyrir og höfðu gaman af spjalli um bókmennt- ir og pólitík. Bernard var jákvæður að eðlisfari og hafði léttan enskan húmor. Hann saug í sig íslenskan veruleika og hafði oft gaman af. Hann sá hlutina yfirleitt með tvennum hætti, jákvæðum eða kómískum. Nei- kvæðni var honum ekki sérlega töm. En þó að Bernard virtist íslenskari en margir Íslendingar var hann trúr uppruna sínum. Hann var ávallt Eng- lendingur og ræktaði ekki síður með sér enska menningu en íslenska. Þótt dagleg viðfangsefni væru íslensk voru ræturnar enskar. Hann var ís- lenskur þýðandi en enskt skáld. Síðustu æviárin brosti hamingjan við Bernard og fjölskyldu. Dæturnar, Hrafnhildur og Eyrún, stunda nám við enska háskóla. Dóttursonurinn Valur Kári er nýr skólargeisli fjöl- skyldunnar. Síðustu árin starfaði Bernard í Seðlabankanum og leið þar vel í góðum félagsskap. Vikuna fyrir áfall sitt fóru þau Ástríður í ferð til Englands, sem meðal annars lá til æskuslóðanna í Kantaraborg. Þar leit Bernard í hinsta sinn æskuheimilið og átti stund í dómkirkjunni frægu. Heim kom hann sjúkur en lítt grun- andi um að hann væri helsjúkur. Eft- ir daglanga vinnu féll hann niður og þrátt fyrir baráttu sína og starfs- fólks Landspítalans átti hann ekki afturkvæmt þaðan. Það er eftirsjá og söknuður að Bernard. Pétur J. Eiríksson og Erla Sveinsdóttir. Það var haustið 1978 sem við hóf- um háskólanám og leigðum herbergi á Nýja-Garði. Skömmu eftir komuna þangað veittum við sérstaka athygli ungum skeggjuðum manni sem var á sama gangi og við. Hann drakk te, þegar aðrir drukku kaffi. Þarna var kominn Breti eða Tjalli eins og hann kallaði sig oft í gríni. Bernard Scud- der hét maðurinn, kominn frá Eng- landi til Íslands að læra íslensku. Skemmst er frá að segja að það tókst með okkur ágætur félagsskap- ur. Bernard var gæddur miklum mannkostum sem lýstu sér í leiftr- andi gáfum, tryggð við vini sína auk þess sem hann var sérstaklega skemmtilegur maður. Oft var þá glatt á hjalla hjá ungu fólki að skemmta sér. Ísland var þá enn bjór- laust sem virtist undarlegt í augum manns sem var alinn upp við kráa- menningu Bretlandseyja. En Bern- ard sá við því, hann bjó veigarnar bara til eins og fleiri á þessum árum, enda var ekki langt í að lög breyttust hvað bjórinn varðaði. Bernard var fljótur að tileinka sér íslenskuna og hann vildi skilyrðis- laust láta tala við sig íslensku. Það skilaði sér hratt og brátt fór hann að vitna betur og meira í okkar bók- menntaarf heldur en við og flestir landa okkar. Um þetta leyti kynntist hann íslenskri stúlku, en þá háttaði svo undarlega til að hún var í námi á Bretlandi þegar hann var í námi hér. Ekki truflaði það ástina. Þetta var hún Sigrún skáldkona eins og við kölluðum hana. Þau bjuggu saman alla tíð eftir að námsárum lauk. Hver hélt sína leið eftir námsárin. Við rákumst hver á annan af og til næstu árin. Annir og erli húsakaupa, barnauppeldis og vinnu urðu til þess að tengsl rofnuðu. Alltaf fylgdist maður þó með Bernard og varð þess áskynja að hann naut mikillar virð- ingar sem þýðandi og bókmennta- maður. Fyrir um ári tókum við þrír upp þráðinn að nýju. Við fórum að hittast stöku sinnum og spjalla. Það voru ánægjulegar stundir. Upp rifjaðist hinn hárbeitti húmor Tjallans. Hann var ánægður, sáttur við líf sitt, vinn- una, fjölskyldu og svo barði hann sér á brjóst fyrir að vera nýlega orðinn afi. Aldrei hafði Bernard sótt um ís- lenskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að vera búinn að búa hér í um þrjá áratugi. Aðspurður sagði hann það ekki skipta máli. Hann var hafinn yf- ir rembing þjóðanna. En samt sem áður var hann orðinn meiri Íslend- ingur heldur en margur sem telst til Íslendinga. Hann hafði meira vald og þekkingu á menningu okkar og bók- menntum heldur en flestir innfædd- ir. Við þökkum fyrir kynni við góðan dreng sem allt of snemma er fallinn frá. Við sendum Sigrúnu og dætrum hennar og Bernards okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristján Lilliendahl og Þórólfur Antonsson. Þegar góður vinur deyr, standa samt eftir í hugum okkar myndir, smábrot úr kynnum okkar sem ein- hvern veginn festust eins og á filmu í minninu. Ég sé Bernard t.d. fyrir mér eins og hann var þegar ég kynntist honum fyrst, sem ritstjóra hjá Iceland Review og News From Iceland. Þar unnum við saman með öðrum góðum enskumælandi land- nemum í þó nokkur ár, að lýsa landi og þjóð fyrir útlendum lesendum víða um heim. Ég man eftir Bernard við næsta borð, eldsnemma um morgun vinnudags að hringja í ung- ar dætur sínar til að heyra fréttir af þeim áður en þær fóru í skóla og leik- skóla. Man eftir honum að koma með langa próförk í hendinni af einhverj- um pistli sem ég hafði skrifað og honum fenginn í hendur til að breyta og bæta – sem hann gerði af ein- stakri lagni. Ég man líka eftir afar skemmtilegum greinum sem hann skrifaði um líf okkar aðkomumanna hér á Íslandi. Alltaf hafði hann skörp augu fyrir kímni, en væntumþykja hans um land og þjóð skein í gegn, nokkuð sem margir pennar enskra blaða nú til dags mættu taka sér til fyrirmyndar. Ég man líka eftir Bernard þegar við unnum saman við að þýða og rit- stýra enskum þýðingum á Íslend- ingasögum, sem komu út í fimm stórum bindum eftir margra ára streð. Nokkrir tugir þýðenda, í a.m.k. fjórum heimsálfum, tóku þátt. Þeim varð hann að stýra í gegnum verkið og einnig hvetja og aðstoða eftir þörfum. Það krafðist ótrúlegrar þolinmæði að þoka verkinu áfram og loks í útgáfu, sem ég held að við get- um öll verið mjög stolt af í mörg ár enn. Ég var einu sinni spurð hvort ég væri eins góður þýðandi og Bernard Scudder. Sem sýnir hvernig hann hafði orðið mælistika fyrir okkur öll sem störfum sem þýðendur. Þýðing- ar Bernards einar og sér væru drjúg kynning á íslenskum nútímabók- menntum. Og breiddin í þýðingum hans er hreint ótrúleg: það er varla nokkurt athafnasvið á Íslandi sem hann hefur ekki komið við. Það er enginn smáarfur sem Bernard Scud- der lætur eftir sig til að bæta okkur að einhverju leyti þann missi sem brotthvarf hans er. Keneva Kunz. Um aldarfjórðungur er nú liðinn síðan leiðir okkar Bernards Scudder lágu fyrst saman. Óvæntar aðstæður ollu því að í útgáfustarfi mínu þurfti ég skyndilega að finna mann, sem hafði ensku að móðurmáli, var góður penni, hafði gott vald á íslensku og átti auðvelt með að þýða íslenskan texta á ensku. Slíkir menn voru ekki á hverju strái á Íslandi í þá daga. Eftir nokkrum krókaleiðum fann ég Bernard, sem fest hafði ráð sitt og búsettur var í höfuðstaðnum, og full- vissaði mig um að hann væri sá, sem ég leitaði að. Þetta var honum nýr vettvangur, við höfðum mörg járn í eldinum og frá fyrsta degi sá hann vart fram úr verkefnunum. Jafnframt tók Bern- ard ábyrgð á enskunni í öllum okkar útgáfum. Hann varð fljótlega góður liðs- maður og þótt hann hefði rólegt yf- irbragð og ekkert virtist hagga hon- um var hann röskur við sitt og eldklár. Það, sem skipti þó höfuð- máli, var hinn fágaði og menningar- legi blær á öllum texta, sem hann lét frá sér fara. Þar var hann í sínu fagi og byggði á góðum grunni. Daglegt samstarf varð fljótt mjög gott og ná- ið og hann féll vel að þessum góða hópi fólks, sem þarna sneri bökum saman. Bernard gat verið skemmtilega gamansamur og hin meðfædda hóf- semi hans og lítillæti skapaði honum notalegt umhverfi, okkur leið alltaf vel í hans félagsskap. Þannig mætti lengi telja og verður ekki lokið án þess að ég nefni, að engan erlendan mann hef ég heyrt tala jafn fágaða og blæbrigðaríka íslensku. Tilfinn- ing hans og næmi í þeim efnum var einstakt, ég gleymdi mér oft á rabbi við hann í góðu tómi um heima og geima. Bernard var með okkur nær allan 9. áratug liðinnar aldar, baráttan í útgáfustarfinu var hörð og hann varð okkur fljótlega máttarstólpinn á sínu sviði. En einn góðan veðurdag var hringt til mín úr háu embætti á okk- ar þjóðarskútu og ég spurður hvort ég vissi ekki af einhverjum, sem gæti sinnt þýðingum úr íslensku á ensku með sóma. Ég þekkti engan, sem betur væri treystandi en Bernard Scudder. En ég vildi ekki missa hann. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því að vegur hans mundi aukast við vistaskipti. Hann hafði verið út- gáfunni ómetanlegur og átti að fá að njóta þess. Ég gat ekki brugðist hon- um eftir allt, sem undan var gengið, og ég nefndi hann til sögunnar. Bernard kvaddi u.þ.b. ári síðar, ég saknaði hans mjög en við vorum áfram mestu mátar. Ég hef vart átt betri samstarfsmann um dagana, hann var einstaklega hæfur, ljúfur og prúður félagi. Og vegur hans óx með vandasömum verkefnum og störfum, eftir hann liggja jafnframt bókmenntaþýðingar, sem eru mikils metnar. Hugur minn er fullur þakklætis fyrir kynni og samvinnu okkar Bern- ards Scudder. Ég veit að samstarfs- fólk okkar hjá Iceland Review í þá daga er sama sinnis og við sendum konu hans og dætrum og fjölskyld- unni allri dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Haraldur J. Hamar. Meira: mbl.is/minningar Í gamla daga trúðu menn því að tilfinningarnar byggju í hjartanu. Okkur nútímafólki er hins vegar kennt að hjartað sé aðeins dæla, margbrotin að vísu, sem heldur okk- ur á lífi líkt og vél í bíl. Það er ósegj- anlega erfitt að sætta sig við dauða manns í blóma lífsins. Sérstaklega manns eins og Bernards. Það er táknrænt að hugsa til þess að það var hjartað í honum Bernard sem gaf sig. Bernard var nefnilega einn þeirra manna sem hafa einstaklega gott, göfugt og stórt hjarta. Hjarta sem ætíð var fullt af fallegum tilfinn- ingum og hafði því verið mikið notað þegar það gaf sig alltof fljótt. Hans góða hjartalag sýndi sig mest og best í því hve hann var góður og ást- ríkur fjölskyldufaðir. Hann hefði glaður vaðið eld og brennistein fyrir Sigrúnu Ástríði, vinkonu mína, og dætur þeirra hjóna, hefði þeim verið þægð í því. Bernard var mjög virtur þýðandi og hefði áreiðanlega ort meira sjálf- ur en hann gerði, hefði hann ekki verið einstaklega eftirsóttur þýðandi og sérlega bóngóður. Ég held að hann hafi nánast verið eins og lifandi goðsögn meðal þýðenda því nefndi maður nafn hans í tengslum við þýð- ingar af ensku á íslensku, að ekki sé talað um af íslensku á ensku, þá sögðu menn: „Já, Scudder – hann getur þýtt þetta þótt enginn annar ráði við það.“ Ég neita því ekki að hafa leitað til hans oftar en einu sinni um hjálp við þýðingu þótt ég vissi að hann væri bókstaflega á kafi í þýð- ingarverkefnum. Alltaf aðstoðaði hann með glöðu geði og gerði heldur minna úr vinnu sinni en meira. Samt var allt sem frá honum kom svo vel gert að ekki var hægt að gera betur. Við eftirlifendur getum verið þakklát fyrir að hafa kynnst Bernard. Mér er ógleymanlegt þeg- ar ég fylgdist með honum ala upp dætur sínar þegar þær voru litlar. Hann talaði alltaf við þær á ensku og sagði þeim enskar sögur og kvæði. Samskipti hans við stelpurnar ein- kenndust af ótakmarkaðri ástúð sem um leið fylgdi ástríkur agi, agi sem var framandi í mínum augum. Bernard kom með það besta til Ís- lands úr enskri menningu; kurteisi, menntun byggða á aldagamalli breskri hefð og virðingu heimsborg- arans fyrir siðum og venjum annars fólks. Og dásamlegan húmor hvort sem hann var breskur eða bernar- dskur. Fallegast þótti mér alltaf að heyra hann tala hvort heldur var ís- lensku eða ensku því hann valdi orð- in alltaf svo vel. Yndislegast var þó þegar hann sagði nöfn þeirra þriggja sem voru honum dýrmætastar allra, Sigrún, Hrafnhildur og Eyrún. Það var eins og hann klappaði þeim á vangann þegar hann tók nöfn þeirra í munn sér. Síðustu misseri hafa verið þung- bær fjölskyldunni því skammt er um liðið frá því tengdafaðir Bernards lést, Eiríkur Hreinn Finnbogason. Þær mæðgur allar hafa mikils misst, en Drottinn gaf og Drottinn tók og sannarlega lagði hann líkn með þraut þegar Hrafnhildur Ýr fæddi lítinn afa- og ömmustrák í heiminn fyrr á þessu ári. Ég votta allri fjölskyldunni inni- lega samúð mína. Blessuð sé minn- ing Bernards Scudders. María Anna Þorsteinsdóttir. Logagylltur himinninn í austri var sem sólgos, þrunginn lífi. Eftir á að hyggja var hann þó kannski einnig fyrirheit um þá frétt sem barst okk- ur stundu síðar. Þoturák birtist og hvarf eftir því hvernig sólin lék í skýjum, stundleg silfruð rák eins og lífið sjálft, sem heilsar og kveður. Við rýndum í hana þar til hún sást ekki meir. Sól hefur síðan hækkað á lofti. Lit- urinn breyst. Blæbrigði himinhvels- ins eru síkvik. Bernard Scudder var einn þeirra manna sem eru undurnæmir á blæ- brigði. Blæbrigði tungumálsins, þar sem þræða þarf af árvekni göngu- manns hina fíngerðu slóð orða, bera af virðingu dýrmætan farangur og koma honum heilu og höldnu til skila. Bernard gaf orðum íslenskra skálda vængi út fyrir landsteinana, lét þau fljúga eins og fugla himinsins til allra átta og hlaut fyrir aðdáun og viðurkenningu. Hann vissi hversu vandmeðfarið hlutverk þýðandans Bernard John Scudder Við hefðum kosið kvöld að lengstum degi frá gulum viði í grafardjúpan sjó en sagarhljóðið fylgir sólarlagi og nú er þögn við þennan myrka skóg. Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.