Morgunblaðið - 25.10.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 35
er og mikilvægt. Hann var sjálfur
skáld og skildi gildi orða, næmur á
blæbrigði lífsins alls.
Við kveðjum góðan dreng með
ljóði hans, The Fjord:
Our boat was a speck
bullworkered by the ocean,
a quip. We knew.
Except, on board,
it was a beast
that bucked and rutted,
aspiring godwards,
instinct stripped down
to the gift of intuition.
And we listened
– to nothing, I thought –
but they could sense
depth and divination,
the lap
of invisible tides, the swish
of untold tails.
Having bought all
that the sea calls for
but fashion dictates,
clad to beat
the elements but man too,
I felt
fathomless poverty,
lack and ineptitude,
surface investment.
They have words
for subtleties I could only
pretend to feel:
the sea
in all its whims
and attitudes, words
that capture, convey and release!
Then back,
hewing and chopping
a sea that has offered up
and blessed, my trophy
three cod and insights
deeper than word can tell,
words
that knowledge bears
and is born of.
Við sendum aðstandendum Bern-
ards Scudders og vinum hlýja sam-
úðarkveðju.
Valgerður Benediktsdóttir og
Úa Matthíasdóttir,
Réttindastofu Forlagsins.
Bernards Scudder er sárt saknað í
Seðlabanka Íslands, sem einstaks fé-
laga og afburðagóðs starfsmanns.
Bernard réðst til bankans árið 2003
sem þýðandi í fullu starfi. Hann var
okkur þá þegar að góðu kunnur því
hann hafði sinnt tilfallandi verkefn-
um fyrir bankann í nokkur ár. Bern-
ard vann þrekvirki í einstaklega
vönduðum þýðingum á ensku sem
eftir var tekið og í fádæma afköstum.
Nákvæmni hans, samviskusemi og
vandvirkni var við brugðið. Hann var
frá upphafi afar vinsæll meðal sam-
starfsfólks síns, glaður, orðheppinn,
skemmtilegur, sannur gleðigjafi þótt
framganga hans hafði ætíð ein-
kennst af hógværð. Hann var hjálp-
samur og ekkert verkefni var svo
ómerkilegt að hann væri ekki tilbú-
inn að sinna því.
Þótt íslenska væri ekki móðurmál
Bernards hafði hann betra vald á
henni en margur Íslendingurinn.
Hann var því mjög liðtækur í þýð-
ingum úr ensku á íslensku þegar svo
bar undir. Auk vinnu sinnar fyrir
Seðlabankann var Bernard afkasta-
mikill þýðandi íslenskra bókmennta
og skáldsagna, frá Íslendingasögum
til nútímaverka. Hann lagði því
drjúgan skerf til þess að opna augu
annarra þjóða fyrir bókmenntum
okkar, gömlum og nýjum.
Andlát Bernards bar brátt að og
hann lést langt um aldur fram. Sam-
starfsfólk og vinir sakna hans en sár-
astur er söknuður fjölskyldunnar.
Fyrir hönd Seðlabanka Íslands votta
ég Sigrúnu, Hrafnhildi og Eyrúnu
innilega samúð. Genginn er góður
maður en minningin lifir.
Ingimundur Friðriksson.
Við í Rótarýklúbbi Reykjavík Int-
ernational viljum minnast félaga
okkar og vinar, Bernard Scudder,
sem er fallinn frá langt um aldur
fram. Bernard var einn af stofnfélög-
um í klúbbnum okkar og tók fullan
þátt í mótun hans fyrir tveimur ár-
um.
Það var alltaf tilhlökkunarefni að
hitta Bernard á fundum og samkom-
um sem haldnar voru. Þessi klúbbur
er fyrir enskumælandi félaga og gat
Bernard leikið sér á aðdáunarverðan
og listilegan máta með enska tungu-
málið. Auk þess hafði hann óborg-
anlega kímnigáfu, enda vildu flestir
sitja nálægt Bernard til að missa
ekki af frásögnum hans og innskot-
um.
Vegna annríkis í starfi hafði Bern-
ard ekki tækifæri til að mæta á fundi
undanfarna mánuði og fráfall hans
var okkur öllum mikið áfall. Við vilj-
um nota þetta tækifæri og votta fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu sam-
úð og kveðjum góðan dreng sem er
sárt saknað.
Félagar í Rotarýklúbbi
Reykjavík International.
Fyrir tæplega 30 árum sá ég
Bernard John Scudder fyrst þegar
við vorum báðir Garðsbúar og nem-
endur í Háskóla Íslands. Hann var
þá þegar í hópi hinna heldri á Garði
og hafði áunnið sér virðingu íbúanna,
að minnsta kosti stórs hluta þeirra.
Hann hafði sig ekki mikið í frammi,
en er þó samt meðal þeirra sem mað-
ur man einna best eftir, m.a. fyrir
vasklega framgöngu í félagslífi
Garðsbúa. Hann flíkaði ekkert skoð-
unum sínum, en ef mikið lá við var
hann þó betri vopnabróðir en marg-
ur, og átti það þá til að takast á við
boðbera sjónarmiða fortíðar, enda
var hann sjálfur bæði róttækur og
frjálslyndur í senn. Hann var mót-
aður af breskum siðum, en var þó á
sinn máta íslenskari en allir aðrir.
Hæglátur, vingjarnlegur og þolgóð-
ur. Hann hafði þá þegar lagt Evrópu
að fótum sér, eins og ungra manna er
oft siður, og ferðast um álfuna fyrir
lítinn pening. Hann sagði síðar frá
því, jafnvel dálítið hróðugur, að hann
hefði sofið einhverjar nætur í pappa-
kassa í Feneyjum á þessum ferða-
lögum. Hann hefur sjálfsagt verið
jafn sáttur við þá gistingu og vistina í
sjálfu Seðlabankahúsinu síðar meir,
en þá lágu leiðir okkar saman að
nýju. Það virtist ekki skipta máli
hvaða verk hann var með í höndun-
um eða við hverja hann talaði. Hann
virtist sinna öllu af sömu natni og
með sama jafnaðargeði.
Áður en hann var fastráðinn í
Seðlabanka Íslands fyrir rúmum
fjórum árum hafði hann þýtt á ensku
ýmis rit fyrir bankann, stór og smá.
Hann hafði einnig unnið við frétta-
miðlun og þýðingar af ýmsu tagi, s.s.
á fornsögum, ljóðum og skáldverk-
um, og hann sinnti slíkum verkum
áfram meðfram starfi í bankanum.
Ein af þýðingum hans hlaut eftir-
sóttustu verðlaun á því sviði í Bret-
landi. Hann var því bæði afkastamik-
ill og framúrskarandi þýðandi.
Seðlabankinn sóttist eftir starfs-
kröftum Bernards og má segja að
hann hafi lyft Grettistaki á þeim
stutta tíma sem hann var hér. Nán-
ast allt útgefið efni var samtímis
tilbúið á ensku og það áður en það
komst í hátísku að tala um að stjórn-
sýsla hér á landi ætti að vera tví-
tyngd. Það virtist ekki skipta máli
hvort hann væri að þýða hagfræði-
texta, lagabálka, ræður eða reglu-
gerðir. Öllu skilaði hann jafn vel – og
þýðingin var sjálfsagt oft skiljanlegri
og betri en frumtextinn, enda átti
hann það líka til að lagfæra íslenskan
texta. Hann virtist átta sig betur á
skilgreiningum og blæbrigðum sér-
fræðimáls en flestir aðrir.
Bernard tók virkan þátt í félagslífi
starfsmanna og kunni skáklistina
öðrum betur. Það voru mikil forrétt-
indi að fá að starfa með honum. Ekki
aðeins vegna þess að hann var ótrú-
legur þekkingarbrunnur um allt
mögulegt, heldur miklu fremur
vegna þess að hann gerði tilveruna
hér ríkulegri með þægilegri fram-
komu, hnyttilegum athugasemdum
og góðlátlegum bröndurum. Og þótt
verk hans sýni ótvírætt að hann hafi
unnið þau af metnaði og mikilli al-
vöru, þá gerði afslöppuð sýn hans á
lífið og tilveruna það að verkum að
dagurinn varð bjartari en ella. Fyrir
það ber að þakka.
Ég sendi Sigrúnu og dætrum
þeirra mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Stefán Jóhann Stefánsson.
Ég var svo heppinn að kynnast
Bernard Scudder þegar ég vann við
undirbúning að heildarútgáfu Ís-
lendingasagna á ensku. Eftir að ég
fór að spyrjast fyrir um góða þýð-
endur kom nafn Bernards Scudder
gjarnan upp. Ég var því nokkuð eft-
irvæntingarfullur þegar fundum
okkar bar saman í fyrsta sinn. Þarna
mætti mér hæglátur maður, dökkur
á brún og brá en með góðlegt yf-
irbragð og sterka nærveru. Hann
talaði aldeilis frábæra íslensku og ég
fékk seinna að njóta hans fáguðu frá-
sagna og orðfimi þegar við sátum
saman á góðum stundum. Upp frá
þessum fyrsta fundi tókst með okkur
mikil og góð vinátta og átti hann eftir
að reynast ein styrkasta stoðin í því
mikla og flókna verkefni sem þýð-
ingin reyndist vera.
Með hógværð og látleysi fann
Bernard hverja snilldarúrlausnina á
fætur annarri andspænis vanda-
málum sem höfðu þvælst lengi á milli
helstu fræðimanna. Í öllum ágrein-
ingsmálum hélt hann ró sinni, var
jafnlyndur og stöðugur eins og fjall.
Minnti það mig stundum á frægar
sögur af Englendingum sem drekka
teið sitt á réttum tíma hvað sem á
gengur í veröldinni umhverfis þá.
Þáttur Bernards í ritnefnd þýðing-
arverkefnisins verður seint fullmet-
inn, samræmingunni, heildaryfirferð
á kveðskapnum og ritstjórn á sér-
útgáfum Penguin á einstökum sög-
um úr safninu, að ógleymdum snilld-
arþýðingum hans sjálfs á Egils sögu
og Grettis sögu sem báðar hlutu sér-
stakt lof þeirra sem fjölluðu um út-
gáfuna.
Bernard sýndi ávallt mikla ósér-
plægni, örlæti og greiðvikni í störf-
um sínum. Kom það meðal annars
fram í því að hann taldi ekki eftir sér
að sitja með mér tíðum fram á nótt
að skeggræða hvað mætti betur fara,
hvort heldur það snerist um þýðing-
arfræðilegar úrlausnir eða vand-
kvæði útgefandans. Hann var fjöl-
fróður og víða heima þannig að
ósjaldan leiddist tal okkar út í stór-
skemmtilegar vangaveltur um lífið
og tilveruna. Þar naut ég í ríkum
mæli skarpskyggni og listilegrar
kímnigáfu heimsmannsins Bernards
Scudder.
Þar kom að hjálpsemi hans við
aðra hafði gengið svo hart að hans
eigin þýðingarverkefni að það hafði
dregist aftur úr og stefndi í óefni
með skil í prentsmiðju. Kom okkur
þá saman um að ég útvegaði sum-
arbústað í Borgarfirði í nokkra daga
þar sem hann gæti einbeitt sér að
þýðingarvinnunni en ég skyldi sjá
um flutninga, vistir og aðdrætti. Sá
ég þá hve mikilvirkur hann var er ég
kom með nauðsynjar úr kaupstaðn-
um og heyrði fram á veröndina
hvernig hann spilaði þýðinguna inn á
lyklaborðið líkt og hann hefði 10
fingur á hvorri hendi. Stóð það á
endum að þegar umsaminni dvöl í
sveitinni lauk hafði hann gengið frá
sínum rómuðu þýðingum.
Bernard varð mér ómetanlegur
vinur og hjálparhella, sem ég trega
sárt. Þau sem hafa unnið með honum
og notið vináttu hans missa mikils
við fráfall hans, en sárastur harmur
er kveðinn að fjölskyldu hans. Ég
sendi Sigrúnu Eiríksdóttur og fjöl-
skyldunni mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jóhann Sigurðsson.
Ég kynntist Bernard Scudder
þegar ég hóf að gefa út fréttabréfið
Cruise Europe News en hann tók
strax vel í að aðstoða mig við verkið.
Síðast liðin fjórtán ár, þriðja hvern
mánuð, höfum við svo hist til að próf-
arkalesa Cruise Europe News og
ganga frá blaðinu til prentunar. Við
mæltum okkur mót eftir hefðbund-
inn vinnutíma og þessir fundir okkar
voru nánast orðnir rútína – fjögurra
eða fimm tíma áköf vinna þar til báð-
ir voru ánægðir með verkið. Klukkan
var oft farin að halla í miðnættið þeg-
ar verkinu lauk og það var ýmist
bjart eða koldimmt eftir því hvar á
árinu við vorum staddir. Nú þegar
ég lít til baka held ég að júníútgáfan
hafi farið best í okkur því þá var
bjart um miðnættið og okkur fannst
báðum notalegt að fara heim í björtu
að ég ekki tali um ef veðrið var fal-
legt.
Hann bað alltaf um blýant þegar
hann las próförk, fannst það þægi-
legra en að nota penna. Hann sat
álútur frammi í eldhúsi, þar mátti
reykja, og rýndi textann. Bernard
las ekki próförk eingöngu til að leið-
rétta málfar og stafsetningu heldur
leit hann á allan textann í viðeigandi
grein sem eina heild og breytti og
bætti í samræmi við það. „Ég held þú
sért að bulla núna,“ sagði hann
gjarnan í gamansömun tón, „þetta
kemur málinu ekkert við og við
sleppum þessu bara“, og þar með
fuku nokkrar línur sem ég hafði ver-
ið að basla við að skrifa. Að upplagi
var Bernard ákaflega kurteis og
háttvís og leiðréttingar og breyting-
ar á texta voru ávallt settar fram
sem tillaga, ekki dómur um rangt
eða rétt. Hann sagði oft við mig,
„Vigdís eða Ólafur Ragnar gætu haft
þetta svona, en við getum það ekki,
þetta er of hátíðlegt og missir trú-
verðugleika.“ Ég dáðist mest að fyr-
irsögnum hans. Fyrirsögn sem ég
var búinn að hnoðast með allt kvöldið
varð á svipstundu lifandi í höndum
Bernards.
Cruise Europe News er skrifað á
ensku og því eðlilegast að fylgja
enskum rithætti en Bernard sam-
þykkti það aldrei, Ålborg og Århus
skyldi skrifað á danska vísu og mis-
munar á Ö og Ø varð að taka tillit til
að ég tali nú ekki um íslensku staf-
ina. Á þennan hátt taldi Bernard að
fréttabréfið markaði nokkra sér-
stöðu og yrði forvitnilegara fyrir vik-
ið, og ég held að hann hafi haft rétt
fyrir sér.
Ég tel mig ákaflega heppinn að
hafa kynnst og fengið að vinna með
heiðursmanninum Bernard John
Scudder síðastliðin 14 ár. Hann
kenndi mér svo ótal margt, ekki að-
eins efni tengt blaðamennsku og því
hvernig á að skrifa góðan texta, held-
ur líka að bera virðingu fyrir rituðu
máli. Sjálfur talaði hann afbragðs ís-
lensku og varla hægt að heyra á
framburði hans og orðaforða að ís-
lenska væri ekki hans móðurmál.
Þegar við lukum við september-
útgáfuna spjölluðum við um væntan-
legt efnisinnihald næsta blaðs og við
ákváðum að hittast í fyrstu vikunni í
janúar á nýju ári. Ég mun mæta einn
til þess fundar með minningar um
góðan dreng og víst er að hans skarð
verður seint fyllt.
Eiginkonu og dætrum votta ég
samúð.
Ágúst Ágústsson.
Við höfum oft verið heppin, Ís-
lendingar, þegar til okkar hafa ratað
hæfileikamenn og konur frá öðrum
löndum, sest hér að til frambúðar,
gerst landar okkar og sett mark á
samfélagið, auðgað líf okkar og
breytt því.
Bernard Scudder var þeirrar
gerðar, afkastamaður á vettvangi
bókmennta og menningar. Hann var
hæglátur og hógvær, skarpur grein-
andi og skynsamur í öllum dómum,
góður húmoristi og skemmtilegur á
góðri stund, lítið gefinn fyrir auð-
keyptan sannleika hvort sem væri í
eilífðarmálum eða skáldskap. Hann
var orðhagur á enska tungu, róm-
aður þýðandi bókmennta, jafnt frá
miðöldum sem samtíma; líka orðvís á
íslensku og nákvæmari en margir
sem eiga tunguna að móðurmáli.
Bernard var afbragðsgott ljóðskáld
og synd að ekki birtist eftir hann
meira á prenti. Ég man eftir því þeg-
ar við vorum saman á Englandi og
hann las á samkomu úr þýðingu sinni
á Sonatorreki Egils, og textinn lifn-
aði einsog ljóð frá því í gær, þrung-
inn tilfinningu og djúpum skilningi.
Við kynntumst fyrir tveimur ára-
tugum eða svo þegar hann þýddi fyr-
ir Bókmenntahátíðina nokkra texta;
síðan lágu leiðir saman á bókaforlag-
inu Svörtu á hvítu þar sem unnið var
að því að miðla sagnaarfinum til al-
mennings undir forystu eldhugans
Björns Jónassonar sem ekki þótt nóg
að koma sögunum inn á hvert heimili
á Íslandi heldur skyldi haldið í víking
með þær til annarra landa. Seinna
réðst annar eldhugi, Jóhann Sigurðs-
son, í það stórvirki að láta snara öll-
um Íslendinga sögum á ensku og þá
var Bernard kjölfesta með ritstjór-
anum Viðari Hreinssyni; þýddi frá-
bærlega bæði Grettlu og Eglu og rit-
stýrði á endanum öllum kveðskap
þannig að úr varð skáldskapur.
Við unnum svo saman að því fyrir
Jóhann að koma þýðingunum á fram-
færi við Penguin forlagið í Bretlandi
og tókst að sannfæra ráðamenn á
þeim bæ um að rétt væri að treysta
Íslendingum fyrir nýjum útgáfum,
alls níu bókum sem nú eru sem óðast
að koma út. Fyrsta bókin var safn tíu
sagna með formálum og skýringum,
kortum og ættartölum sem við skipu-
lögðum og unnum í sameiningu; öll
sú samvinna var skemmtileg, þrosk-
andi og lærdómsrík fyrir mig og fyrir
það þakka ég.
Bernard var góður félagi, sagna-
ríkur, fróður og örlátur í öllum sam-
skiptum, stundum launstríðinn; hon-
um þótti til dæmis ekki leiðinlegt að
leika mig jafnan grátt í veggtennis
sem við lékum saman um hríð. Ég
mun sakna þess sárt að eiga hann
ekki lengur að, geta ekki slegið á
þráðinn þegar mikið eða lítið liggur
við.
Missir Sigrúnar, dætranna og ann-
arra ástvina er þó mestur og þeim
sendi ég allar mínar samúðarkveðj-
ur. Megi bjartar minningar um góð-
an dreng sefa sáran harm.
Örnólfur Thorsson
Það er óhætt að segja að fáir ef
nokkrir hafi sett mark sitt á Seðla-
bankann eins og Bernard vinur okk-
ar Scudder gerði þann skamma tíma
sem við nutum návistar hans. Bern-
ard var ekki aðeins framúrskarandi í
þýðingum á tyrfnum hagfræðitexta á
enska tungu, hann veitti starfsmönn-
um einnig aðhald og leiðsögn í því að
skrifa gott íslenskt mál og hafði
betra vald á íslenskunni en flestir
innfæddir. Bernard var mjög bók-
hneigður maður og greinilegt að
hann var vel heima hvar sem borið
var niður. Þó strangt tiltekið væri
hann ekki starfsmaður á okkar sviði
var kappsmál að fá hann með þegar
til stóð að lyfta sér upp en hann
manna skemmtilegastur í fjölmenni,
kátur og með frábæra kímnigáfu.
Hann var ósérhlífinn svo samstarfs-
mönnum þótti nóg um og hefði vafa-
lítið mátt setja sjálfan sig í fyrsta
sæti oftar en hann gerði. Daginn sem
hann veiktist nefndi hann að eitthvað
væri að angra sig, sennilega einhver
flensa, og hann væri að hugsa um að
fara heim til sín að loknu ákveðnu
verki en það skyldi hann klára fyrst.
Einhvern tíma var haft á orði í
bankanum að þótt enginn væri
ómissandi væri Bernard Scudder lík-
lega undantekning frá þeirri reglu.
Það eru orð að sönnu. Bernard var
traustur liðsmaður og hans verður
sárt saknað. Við starfsfólk alþjóða-
og markaðssviðs munum varðveita
minningu hans og erum þakklát fyrir
að fá að kynnast honum. Sigrúnu og
dætrunum tveim vottum við okkar
dýpstu samúð.
Starfsfólk alþjóða og
markaðssviðs Seðlabankans.
✝
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
GUÐBJÖRNS KRISTMUNDSSONAR.
Drífa Margrét Guðbjörnsdóttir,
Atli Rúnar Guðbjörnsson,
Margrét Árný Helgadóttir
og aðrir aðstandendur.
Fleiri minningargreinar
um Bernard John Scudder bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
á næstu dögum.